Hrauntungustígur

Gengið var eftir Hrauntungustíg frá Krýsuvíkurvegi að malargryfjunum, sem eru á sunnan vegarins, á milli hans og Hrauntungu. Eini sýnilegi hluti stígsins, sem ekki hefur enn verið eyðilagður, er um 300 metra langur. Hann sést greinilega í tiltölulega sléttu hrauninu og síðan upp hraunbakka við gryfjurnar.

Hrautungustígur

Hrauntungustígur.

Efst á bakkanum er varða, en við hana hefur stígurinn verið tekinn í sundur. Hann sést síðan handan við gryfjurnar þar sem hann kemur inn í Hrauntunguna. Tungan er stór gróin tóa inni í nýrra mosahrauni. Þegar stígnum er fylgt inn í gegnum tunguna má sjá vörðu upp á hraunhól á vinstri hönd. Handan við hólinn er jarðfall. Í jarðfallinu er stór birkihrísla. Við norðurjaðar þess er stór fyrirhleðsla með opi á. Innan við opið er smalaskjól (Hrauntunguskjól). Þegar komið er út úr Hrauntungunni að vestanverðu er stutt upp í Kolbeinshæðaskjólin og þaðan upp í Straumssel.

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur austan Hrútfells.

Þá var Stórhöfðastíg fylgt í gegnum Dyngnahraun við Stórhöfðahraun. Eins og við Hrauntungustíginn hefur Stórhöfðastígurinn af skammsýni verið hreinsaður upp að hluta þar sem eru stórar malargryfjur. Ef gryfjurnar hefðu verið örlítið norðar hefði stígurinn sloppið. Við norðausturjaðar þeirra er stór hraunklettur. Stígurinn liggur niður með klettinum og liðast síðan um hraunið í átt að suðurhorni Stórhöfða. Stígurinn hefur einhvern tímann verið ruddur hluta leiðarinnar og þannig gerður akfær inn í hraunið. Ruðningurinn endar við háan flatan hraunstand. Frá honum til norðurs sést gamli Stórhöfðastígurinn vel þar sem liggur að línuvegi, sem liggur þvert á hann. Þegar komið er yfir línuveginn liggur stígurinn um nokkuð slétt helluhraun alveg að höfðanum. Á leiðinni eru nokkur lítil jarðföll og stór hraunskúti, en engir hellar. Stórhöfðastígurinn á þessum kafla er nú einungis heill á u.þ.b. 500 metra kafla. Sunnan við Krýsuvíkurveginn liggur hann upp og suður í hraunið með stefnu í vörðu á hraunhól. Stígurinn er óljós á nokkrum kafla í grónu hrauninu, en þegar komið er ofar í það verður hann aftur greinilegur. Hann er varðaður á hluta leiðarinnar, en þar sem hann liggur í áttina og ofan við Fjallið eina er stígurinn vel greinilegur. Hann liggur síðan upp með Húshelli, framhjá Hellinum eina (Steinbogahelli) og áfram suður með vestanverðri Hrútargjárdyngju og upp á Ketilsstíg.
Frábært veður.

Kolbeinshæðaskjól

Kolbeinsstaðaskjól.

Kattartjarnir

Gengið var af Ölkelduhálsi niður í og um Klambragil í Reykjadal (Reykjadali), upp að Álftatjörn og Kattartjörnum (Katlatjörnum) austan Hrómundartinda annars vegar og Kyllisfells og Kattartjarnahryggjar hins vegar, niður að Djáknapolli og Lakastíg síðan fylgt upp Kattatjarnir (Álftatjörn neðst) - loftmyndÞverárdal að upphafsstað. Rétt er að setja öftustu setninguna hér fremst – áður en lengra er lesið; „Umhverfið á Ölkelduhálsinum, náttúran, útsýnið, fjölbreytileikinn og litadýrðin eru í einu orði stórkostlegt.“ Synd að svæðið skuli nú vera að hluta til útborað, þakið háspennulínumöstrum og mun væntanlega verða undirlagt heitavatns- og gufuleiðslum í framtíðinni.
Á vettvangi er skilti og á því tilgreint það helsta, s.s. fuglar, dýr, plöntur o.fl. Nokkrar gönguleiðir eru stikaðar með bláum og rauðum stikum. Hægt er að nálgast kort af svæðinu hjá Orkuveitu Reykjavíkur og öllum betri bókabúðum. Leiðirnar eru merktar inn á það ásamt ýmsum fróðleik. Um jarðfræðina sagði skiltið: „Hengilssvæðið er á miðju vestra gosbelti landsins, frá Reykjanesi að Langjökli. Berggrunnur er að mestu móberg sem myndast hefur í Hverasvæði utan í Ölkelduhálsigosum undir jökli á síðustu jökulskeiðum ísaldar. Grafningsmegin á svæðinu er röð móbergshryggja sem fylgja ríkjandi sprungustefnu NA-SV og ganga út í Þingvallavatn. Á Hengilssvæðinu eru 3 eldstöðvakerfi. Þetta er Hveragerðiseldstöð, Hrómundartindskerfi og Hengilskerfi sem er yngst og virkast. Eftir ísöld eru þekkt 4-5 sprungugos á svæðinu. Síaðst gaus fyrir um 2000 árum á 30m km langri sprungu sem nánði frá Þrengslum. um Hellisheiði, Innstadal og í Sandey í Þingvallavatni. Mikil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu frá 1994 en síðast voru umtalsverð umbrot í Hengilskerfinu árið 1789. Þá gliðnaði og seig land um 1-2 m á sprungubelti sem, liggur yfir Dyrafjöll og Hestvík og norður yfir Þingvallavatn milli Almannagjár og Hrafnagjár. Hverir og laugar finnast í öllum eldstöðvakerfunum, en þó mest í Hengilskerfinu. Þekktustu hverasvæðin eru í Reykjadal, á Ölkelduhálsi, ofan við Nesjavelli og í Innstadal.“
ÖlkelduhálsréttÁ Ölkelduhálsi er gömul hlaðin fjárrétt, sem er rétt að verða friðuð. Á upplýsingaskilti við réttina segir: „Rétt þessi var byggð vorið 1908 og stendur hún við markalínu Grafningshrepps og Ölfushrepps. Hún var eingöngu notuð til vorsmölunnar. Þrisvar var smalað í fjöllunum í kring vor hvert. Fyrstu helgina í júní eða eftir fardaga var smalað geldfé, það er að segja öllu fé öðru en lembdum ám. Nokkru seinna var svo smalað til mörkunar en síðast til rúninga. Réttin var ekki lengi í notkun, hún var lögð niður um og upp úr 1930. Ölkelduháls dregur nafn sitt af nokkrum ölkeldum sem á honum eru. Löngum hefur vatn úr slíkum uppsprettum, sem inniheldur kolsýru og ýmis málmsölt, verið talin hafa sérstakan lækningamátt og notað til heilsubótar.“
Jafnframt segir: „Þegar Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson gerðu víðreist um landið á árunum 1752-1757, sýndu þeir ölkeldum mikinn áhuga og gerðu ýmsar rannsóknir á vatninu. Um hollustu þess höfðu þeir þetta að segja: „Óræk sönnun fyrir ósaknæmi og krafti þessa vatns Efri-Kattartjörner það, að ferðamenn og aðrir, sem af því drekka, annaðhvort til að svala þorsta sínum eða sér til gamans, kenna sér aldrei nokkurs meins af því, en svala sé rvel og verða léttir í skapi af að neyta þess.“ Ekki er vitað hversu mikil not fólk hafði áður af ölkeldunni hér ern ætla má að þau hafi verið nokkur þar sem hálsinn dregur nafn sitt af henni en ekki til dæmis hverunum sem þó eru mun sýnilegra einkenni. Einn hveranna er sýnu stærstur og er talið að hann hafi myndast í jarðskjálfum árið 1339.
Neðri-KattartjarnirForðum gengu sögur af svonefndum hverafuglum sem héldu sig á slíkum háhitasvæðum og eiga nokkrar þeirra að hafa átt sér stað hér á hálsinum. Sáust hverafuglar oft synda á sjóðandi hverum en hurfu jafnharðan þegar menn gengu í átt til þeirra. Fuglarnir líktust öndum að vexti og sumir töldu jafnvel að hér væru komnar sálir framliðinna manna. Vorið 1887 var Gísli Magnússon á Króki í Grafningi á ferð hé rá hálsinum. Sá hann nokkra hverafugla og lýsti þeim svo: „Liturinn var dökkmógrár, lítið ljósari á bringunni og undir kverkinni. Nefið sýndist mér frammjótt og hvasst. Þeir höfðu nokkuð hratt sund. Ekki sá ég þá hreyfa vængina. Þegar ég færðist nær, stungu þeir sér báðir þar nálægt, sem suðan bungaði mest upp úr hvernum. Ég sá þá ekki aftur, enda stanzaði ég ekki við hverinn.“ Síðasta skjalfesta frásögnin um hverafugla í Henglinum er frá 1940, þar sást einn fugl svamla á sjóðandi hver. Eftir það hefur ekkert spurst til fuglanna svo vitað sé.“
DjáknapollurGengið var til austurs með sunnanverðum hálsinum, niður í ofanverðan útanga Reykjadals. Gatan liggur utan í malarskriðuhlíð, en útsýnið er eitt hið fallegasta á Reykjanesskaganum. Efst í dalnum eru heitir hverir og einnig í læk, sem úr þeim renna. Ef einhvers staðar ættu að vera hverafuglar á leiðinni þá ætti það að vera þarna.
Þegar gengið er undir háa hamra kviknar óneitanlega hugsunin um verðmæti landslagsins. Í skýrslu um Hengilssvæðið segir m.a. um þetta: „Mat á landslagi er á flestan hátt erfiðara viðfangs en mat á öðrum þáttum náttúrufars, s.s. gróðri eða dýralífi. Verðmæti landslags eru í eðli sínu huglægari: landslagi má lýsa sem stórri, samsettri mynd náttúrufyrirbæra, forma, lita, mynstra, áferðar og útlína. Upplifun af landslagi er persónubundin og samofin ýmsum breytilegum þáttum s.s. veðri eða birtu. Þorvarður Árnason (1992) segir um náttúrusýn að hún verði “til við samruna þess sem raunverulega ber fyrir augu og þess sem sjáandinn telur sig hafa greint”. Það gefur því auga leið að gildi landslags er hugtak sem erfitt er að höndla og meta.
LakastígurSamt sem áður er það almennt viðtekið að það að upplifa landslag sé manninum mikils virði. Í nýlegum sáttmála Evrópuráðsins um landslag (European Landscape Convention 1999) er vikið að menningarlegu, vistfræðilegu, félagslegu og umhverfislegu mikilvægi landslags. Í sáttmálanum segir m.a. að landslag sé einn hornsteinn náttúru- og menningararfleifðar Evrópu og það er talið mikilvægur þáttur af lífsgæðum Evrópubúa, og upplifun þess lykilatriði fyrir velferð einstaklinga og samfélags.
Íslenskt landslag er samofið menningu og þjóðarvitun Íslendinga (ÞorvarðurÁrnason 1992). Landslag hefur alltaf verið áberandi í íslenskum sagnaheimi, í íslenskri ljóðagerð og nú síðast í íslenskri kvikmyndagerð. Fyrirtæki hafa gjarnan tengt ímynd sína landslagi og landslag er mikið notað til að auglýsa Ísland og íslenskar vörur erlendis. Ýmislegt bendir jafnvel til að landslag sé mikilvægara Íslendingum en öðrum þjóðum: nýleg skoðanakönnun sýndi að landslag var það sem Íslendingar töldu öðru framar vera tákn sinnar þjóðar (Þorvarður Árnason 2002, í undirbúningi). Landslag lenti þar ofar en saga, tunga eða menningarlíf. Þetta er athyglisvert, m.a. í ljósi þess að í sömu könnun lenti landslag ofarlega, en ekki efst, hjá Svíum og Dönum.
Lækjarlitir í ÖlkelduhálsiÍ íslenskum lögum er að finna ákvæði um verndun landslags en þau eru fá og um sumt óskýr. Við endurskoðun laga um náttúruvernd (nr. 44 1999) var bætt inn kafla um landslagsvernd (V. kafli). Í honum er m.a. fjallað um framkvæmdir sem breyta ásýnd lands og segir (35. gr.) að við hönnun mannvirkja skuli þess gætt að þau falli sem best að svipmóti lands. Í 37. gr. eru taldar upp landslagsgerðir sem njóta skulu sérstakrar verndar. Það sem talið er upp undir landslagsgerðum er á hinn bóginn ekki það sem almennt myndi flokkast sem landslag. Upptalningin felur annars vegar í sér það sem kalla má einstök og afmörkuð fyrirbæri í landi (eldvörp, gervigígar og eldhraun, fossar, hverir og aðrar heitar uppsprettur) en hins vegar fyrirbæri sem fyrst og fremst hafa verndargildi vegna lífríkis (stöðuvötn og tjarnir, mýrar og flóar, sjávarfitjar og leirur). Á 127. löggjafarþing 2001–2002 var samþykkt breyting á 37. gr. laganna (Lög nr. 140 21. desember 2001), þannig að þar sem vísað var til “landslagsgerða” í lögunum frá 1999, stendur nú “jarðmyndanir og vistkerfi”, eða eins og sagði í athugasemdum með frumvarpinu: “Ekki þykir rétt að skilgreina þessi náttúrufyrirbæri sem landslagsgerðir þar sem landslag hefur verið skilgreint sem form og útlit náttúrunnar og tekur þannig til útlits og ásýndar lands, þ.m.t. lögunar þess, áferðar og lita”. Engir hverafuglar hérEkki er að öðru leyti vikið að landslagi í náttúruverndarlögum.
Vísan til landslags er einnig nokkuð óskýr í lögum um mat á umhverfisáhrifum (nr. 106, 2000). Í 3. gr. kemur fram að landslag er talið hluti umhverfis en landslag sem hugtak er ekki frekar skilgreint. Í III kafla, 6. gr., er fjallað um framkvæmdir sem kunna að vera háðar mati á umhverfisáhrifum og eru slíkar framkvæmdir taldar upp í 2. viðauka. Í 3. viðauka er fjallað um það sem Skipulagsstofnun ríkisins skuli leggja til grund vallar þegar hún sker úr um hvort framkvæmd skv. 2. viðauka skuli fara í mat. Undir 2. lið eru talin upp þau atriði sem snerta staðsetningu framkvæmdar sem líta þarf til og undir lið iv) álagsþol náttúrunnar er tilvísun til landslagsheilda (e). Ekki er frekar skilgreint hvað átt er við með landslagsheildum.
Af ofangreindu má vera ljóst að verndun landslags hefur litla beina stoð í íslenskum lögum. Reyndin hefur einnig verið sú að landslag hefur ekki verið tekið með beinum hætti inn í mat á umhverfisáhrifum. Fyrir utan óskýran og veikan lagaramma, hefur sjálfsagt einnig skipt máli hversu erfitt er Og ekki heldur hér að meta landslag á hlutlægan hátt. Þó hafa ýmsar aðferðir verið þróaðar erlendis en þær hafa, enn sem komið er, lítt verið reyndar hér á landi. Sumar aðferðanna munu ekki henta íslensku landslagi vegna þess hver sérstætt það er. Erlendar aðferðir eru flestar þróaðar fyrir algróið land þar sem gróður ræður mestu um liti, mynstur og áferð í landi. Flestar eru líka miðaðar við einhvers konar menningarlandslag þar sem byggingar og önnur mannvirki eru oft mikilvægir fókuspunktar í landi og mismunandi nýting lands ræður mestu um mynstrið sem myndast, þ.e. form í landi, skala mynsturs og litbrigði. Hér á landi eru jarðfræðileg fyrirbæri óvenju mörg, fjölbreytt og sýnileg og það mynstur sem oftast sést í íslensku landslagi er býsna frábrugðið hvað varðar stærð, eðli, og lögun og endurtekningu en það sem einkennir menningarlandslag Evrópu.
Sérstaða íslensks landslags orsakast af mörgum þáttum. Einn sá mikilvægasti er skógleysið en opin ásýnd og víðsýni eru eitt helsta einkenni íslensks landslags.
Gengið er sumsstaðar í hlíðumAnnað sem gefur íslensku landslagi sérstakt gildi er að það er sem opin bók í landmótunarfræðum; óvíða annars staðar í heiminum er hægt að sjá svo skýrt hvernig öll fjögur meginöfl jarðar; vindur, vatn, eldar og ís, móta land. Á Íslandi er ekki hægt að fela mannvirki með skógi og þau verða oft mjög áberandi, falla gjarnan illa að formum landsins, og sjást langt að. Hér á landi skiptir því meira máli en víða erlendis að fella þau eins vel að landi og kostur er.
Ýmsar aðferðir hafa verið þróaðar fyrir mat á landslagi. Stundum er markmiðið að greina megindrætti eða eiginleika landslags (landscape character), stundum að greina eða flokka svæði eftir landslags fegurð (scenic attractiveness), stundum að skilgreina eða flokka svæði eftir mati á því hvort þau séu heil eða röskuð (scenic integrity) eða skilgreina eða finna mikilvæga staði, gjarnan útsýnisstaði (focal points, place attachment). Við mat á upplifun manna af landslagi eru einnig farnar nokkrar leiðir sem ýmist leggja áherslu á eiginleika landslagsins sjálfs eða þau hughrif sem upplifunin framkallar. Þá má nefna að ýmist er notast við mat sérfræðinga (expert based) eða almennings sem þá er fengið með skoðanakönnunum og/eða viðtölum
(constituent based).
Hengilssvæðið er eitt þeirra lítt snortnu útivistarsvæða sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu eiga kost á að njóta í dagsferðum. Það er á náttúruminjaskrá og þar er náttúruverndargildi þess skilgreint svo “Stórbrotið landslag og fjölbreytt að jarðfræðilegri gerð, m.a. jarðhiti”. Mörk náttúruminjasvæðisins eru dregin eftir vatnasviði Grændals, Reykjadals og Hengladölum, “ásamt Marardal og Engidal norðan Húsmúla. Að sunnan liggja mörk um Skarðsmýrarfjall, Orrustuhól og Hengladalsá að Varmá” (Náttúruminjaskrá, 7. útgáfa 1996, bls. 48).
DalaselHengilssvæðið býður upp á fjölbreytta útivistariðkun bæði sumar og vetur. Ekki liggja fyrir neinar tölur um fjölda gesta en viðmikið kerfi göngustíga hefur verið lagt um svæðið (125 km alls skv. Gísla Gíslasyni og Yngva Þór Loftssyni 1997).
Einnig hefur verið gefin út ágætis lýsing á svæðinu fyrir göngufólk (Sigurður Kristinsson og Kristján Sæmundsson 1996). Þá er stutt lýsing á svæðinu í Árbók Ferðafélags Íslands 1936 og í undirbúningi er árbók helguð svæðinu.“
Reykjadal var fylgt til norðurs, eftir stíg að húsi, sem þar er ofarlega í dalnum. Skálinn nefnist Dalasel og er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. En hann er á sléttri flöt við Dalskarðhnjúk. Aftan hans er myndarleg hverasvæði. Þessi skáli er opinn allann ársins hring fyrir alla, göngu og ferðafólk, endurgjaldslaust. Í skálanum eru kojur, dýnur, borð og stólar. Teppi til að nota í neyð. Gestabók er í skálanum sem ferðalangar geta skráð í.
Hamramyndanir efst í ReykjadalHaldið var áfram upp úr Reykjadal um sneiðinga í brattri hlíð. Ákjósanlegra hefði verið að hafa götuna niðri í myndarlegu grónu gili skammt vestar. Þegar upp var komið blasti Álftatjörnin við suðvestan undir Kyllisfelli. Þetta er grunn tjörn, en nokkuð stór, í gróinni dæld. Skammt norðaustar er Efri-Kattartjörn (eða Kattartjörnin efri), djúpt vatn í gömlum gíg. Gengið var niður að henni og með henni austanverðri, upp á malarhrygg skammt norðar. Þar birtist hið ágætasta útsýni yfir Neðri-Kattartjörn, mun stærri og lengri en nafna hennar. Einnig var gengið niður að henni og með henni vestanverðri.
Þegar komið var upp á brúnir norðan Kattartjarnanna blöstu Þingvallafjöllin við sem og Þórisjökull, Langjökull og útsýni var allt yfir að Bláfelli. Gengið var niður að Djáknapolli, um Tindagil norðan Laka og Lakastíg fylgt upp Þverárdal að upphafsstað.
Gamla þjóðleiðin, Lakastígur, lá um Lakaskörð vestan Laka um Þverárdal og ofan Djáknapolls. Þá lá Lákastígur (Lágaskarðsvegur) austan þeirra, milli Kyllisfells og Tröllaháls um Seldal. Hér gæti hafa orðið nafnabrengl, þ.e. Horft að Nýjaseli í Seltungum undir MælifelliLakastígur og Lákastígur hafi verið ein og sama gatan, en Lágaskarðsvegur sú austari um Seldalinn.
„Yfir Lágaskarðsveginn liggur Lákastígur.“ segir í einni örnefnalýsingu.  Nafnið Lákastígur virðist í seinni tíð hafa færst yfir á Lágaskarðsveginn. „Aðalvegurinn yfir Lagaskarð liggur, eins og áður segir, norður í Sanddalinn, upp Lákastíg og síðan sléttar götur og greiðfærar meðfram Nyrðri-Meitlinum …“ (Jón Pálsson: Austantórur II, 134).  Af þessu má ráða að Lákastígur sé hluti af Lágaskarðsleið, neðan (sunnan) við skarðið.
Gatan er enn vel greinileg á köflum. Frá henni liggur gata niður í Nýjasel (Ölvusvatnssel) í Seltungum sunnan við Mælifell. Selflatirnar sáust vel frá Lakastíg. Ekki var gerð heimsókn þangað að þessu sinni.
Háspennulínur setja nú bældan blett á Ölkelduhálsinn. Þær eru táknrænar fyrir hina hliðina á svæðinu. Sú hlið er bæði móðgun og hin mesta þversögn við það sem hið stórkostlega svæði hefur upp á að bjóða. Hér er r
étt að setja fremstu setninguna aftast; „Umhverfið á Ölkelduhálsinum, náttúran, útsýnið, fjölbreytileikinn og litadýrðin eru í einu orði stórkostlegt.“ Synd að svæðið skuli nú vera að hluta til útborað, þakið háspennulínumöstrum og mun væntanlega verða undirlagt heitavatns- og gufuleiðslum í framtíðinni.
Í upphafi skal endinn skoða - gamalt íslenskt máltækiFERLIR hefur áður bæði gengið og lýst Grafnings- og Hengilssvæðinu, allt frá Húsmúla að Grafningsrétt þar sem tilteknar eru allflestar forn- og söguminjar þess. Á næstunni verður gengið í góðviðri um Ölkelduháls og Reykjadal niður í Hveragerði þar sem áð verður á einstaklega eftirminnilegum stað (sjá FERLIR-1172).
Ölkelduhálssvæðið er dæmigert fyrir svæði þar sem nýtingaráhugasvið skarast; annars vegar til útivistar og hins vegar til orkuvinnslu. Hið fyrrnefnda krefst óraskaðrar náttúru og umhverfis, en hið síðarnefnda verulegrar röskunar á hvorutveggja. Í rauninni er hægt að sætta þessi svið. Orkuvinnsla er nauðsynleg nútímamanninum (hann vill aðgengi og þægindi). Óröskuð náttúruáhrif eru honum engu að síður nauðsynleg. Frumþörfin og undirmeðvitundin krefst þess. Stökkbreyting nútímaþarfanna tekst á við vitundina um virðinguna fyrir því sem skiptir máli til lengri tíma litið. Með því að gaumgæfa vel hvernig hægt er að framkvæma krefjandi framkvæmdir með lágmarks röskun má minnka skemmdarverkaáhrifin og auka líkur að endurkræfni. Allir menntaðir menn vita að orkuvinnslusvæði nýtast einungis í takmarkaðan tíma, eða í u.þ.b. 60 ár. Eftir það verða mannvirkin ónýt og daga uppi líkt og síldarverksmiðjurnar á Vestfjörðum fyrrum. Hvers vegna ætti því ekki í upphafi að gera ráð fyrir endalokunum?
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín. Að baki voru lagðir 15.1 km.

Reykjadalur

Sveifluháls

Genginn var Sveifluháls til suðurs um Folaldadali, Arnarvatn, Hettu, Rauðuskriðu og Drumb.
SveifluhálsSveifluháls, eða Austurháls (Hálsar) eins og hann var nefndur, er hæstur um 395 m hár móbergshryggur í Reykjanesfjallgarði, vestan við Kleifarvatn. Brattir hamrar eru niður að Kleifarvatni og Folaldadali. Sunnan og austan í hálsinum er mikill jarðhiti. Hverasvæðið í Seltúni og Baðstofu eru kennd við Krýsuvík. Hæstu tindar á Sveifluhálsi eru Hellutindar, Stapatindar og Miðdegishnúkur (Hádegishnúkur). Í síðustu FERLIRsferð um Sveifluháls, þann 17. júní 2000, skalf jörðin í tvígang, hálsinn gekk í bylgjum og grjót hrundi úr hlíðum (sjá meira HÉR).
Sveifluhálsinn er móbergstapi á gosrein. Ef allt er tiltekið (Undirhlíðarnar einnig, enda á sömu gosrein), er hann um 25 km langur þar sem nær frá Borgarhólum í suðri að Kaldárhnúkum í norðri. Að vísu heita hluta hans ýmsum nöfnum, en jarðfræðilega er um eitt og sama fyrirbæri að ræða. Hálsinn var fyrrum nefndur Austurháls tilUpphafið er auðvelt - hvor leiðin sem valin verður aðgreiningar frá Vesturhálsi (Núpshlíðarhálsi), einum af nokkrum bræðrum hans í vestri.
Þegar ákveðið var að ganga Sveifluháls enda á millum var um tvær leiðir að velja; þá auðveldari og þá erfiðari. Báðar hafa kosti umfram hina. Sú efri er erfiðari. Hún liggur með hábrúnum og yfir efstu tinda (sá hæsti er 396 m.y.s.), s.s. Hellutinda, Stapatinda, Miðdegishnúk, Arnarnýpu, Hnakk og Hettu. Víða er gengið á hryggjum, um gil, sandhlíðar, móbergsrennur, skorninga og mosabrattar hlíðar. Þessi leið er ekki fyrir lofthrædda – nema þokan sé þess meiri. Bergmyndanir á leiðinni eru hins vegar fáu öðru líkar hér á landi. Útsýnið er þó jafnan til austurs af hálsinum.
Neðri leiðin liggur um sand- og fínmalarhlíðar, niður með annars aflíðandi hlíðum, um sanddali, um ása og lágvaxna hóla. Þessi leið er ekki seinfarnari en sú efri, en Hellutindar framundansvolítið lengri. Útsýnið til tindanna sem og beggja vegna af hálsinum er eitt hið stórbrotnasta á Reykjanesskaganum. Þá er augnkonfektið ekki síðra af því sem framundan er. Miðhluti Sveifluhálsins er tvískiptur og liggja fallegir dalir milli tindanna beggja vegna. Má þar nefna Folaldadali og ónefnds dals, sem ekki hefur, þrátt fyrir tilkomuheitin, ekki hlotið nafn (svo vitað sé).
Jarðsaga þessa náttúruundurs varð til löngu áður en maðurinn steig fæti sínum á þetta landssvæði (líklega um og eftir 600 e.Kr.). Ummerki eftir þá e.t.v. finna í rústum Ögmundarhrauns suðvestan við suðurenda hálsins. Það hraun, auk fleiri millum Sveifluhálsar og Núpshlíðarhálsar, varð til á gosrein um 1150.
Síðasta ísöld hófst fyrir um 2,8 milljónum ára og lauk fyrir um 10.000 – 11.000 árum. Það var þó ekki stanslaus vetrarkuldi allan þann tíma heldur skiptust á kuldaskeið Sandbrekka á leið í Hulsturog hlýskeið.
Eldgos voru síður óalgengari á ísöld en urðu eftir að henni lauk. Hins vegar eru uppi hugmyndir um að á því tímabili, þegar ísöld var að ganga í garð, hafi eldgosum fækkað vegna aukins þrýstings frá upphleðslu íss. Að sama skapi voru eldgos tíðari þegar ísöld lauk og þrýstiléttir varð vegna ísbráðnunar.
Í bók Þorleifs Einarssonar „Myndun og mótun lands“ má lesa um eldvirkni á ísöld. Þar segir meðal annars:
„Þegar í upphafi ísaldar var eldvirknin einkum bundin við miðbik landsins og færðist, er á leið, á mjó belti suðvestan-, sunnan- og norðanlands og eru þar nú aðaljarðeldsvæði landsins. En auk þess voru allmikil eldsumbrot við utanverðan Skagafjörð og á Snæfellsnesi og hafa eldsumbrot haldist á síðarnefnda svæðinu fram á nútíma.“
Tindbrúnirnar geta verið hvassarGosbergið varð ólíkt að ytri gerð eftir því hvort það kom upp á auðu landi á hlýskeiðum eða undir jökli á jökulskeiðum þótt kvikan væri hin sama. Þessar umbreytingar má glögglega sjá bæði á Sveifluhálsinum og utan í honum. Á hlýskeiðum runnu grágrýtishraun langar leiðir og oft langt út fyrir gosbeltin. Þessi hraun komu ýmist frá gossprungum, eldkeilum eða dyngjum.
Á kuldaskeiðum ísaldar mynduðustu hins vegar móbergsfjöll við gos undir jökli, ýmist fyrrnefndir móbergshryggir, sem hljóðust upp á sprungum, en náðu yfirleitt ekki upp úr jöklinum, eða móbergsstapar sem hlóðust upp úr jöklinum. Þessi fjöll setja mikinn svip á landslagið enn þann dag í dag. Sem dæmi um þessa móbergshryggi má einmitt nefna Sveifluhálsinn og Jarlhettur, en önnur dæmi um móbergsstapa eru Hlöðufell og Herðubreið.
FolaldadalirÞað má skipta bergtegundum, bæði nútíma og eldri bergmyndanna, á Reykjanesskaga í þrjá meginflokka eftir
samsetningu þeirra. Landslag á Reykjanesskaga hefur að nokkru leyti mótast af þessum flokkum. Sýni, úr eldri bergmyndunum frá jökultíma og síðjökultíma, benda til þess að engin breyting hafi orðið á eldvirkninni á
Reykjanesskaga frá myndun hans og til dagsins í dag. Erfitt er þó að segja til um hvort skipst hafi á tímabil með dyngjugosum og önnur með sprungugosum eins og komið hefur í ljós um eldvirknina á nútíma. Sprungugosin, sem áttu sér stað á jökulskeiðum og mynduðu móbergshryggina Sveifluháls og Núpshlíðarháls, hefðu eflaust myndað dyngjur ef landið hefði verið íslaust.
SveifluhálsÞegar farin er efri leiðin um tindana er Kleifarvatn áberandi láglendis. Vatnið er það stærsta á Reykjanesskaga og liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Það er þriðja stærsta vatnið á Suðurlandi, 9,1 km², og eitt af dýpstu vötnum landsins, 97m. Það hefur lítið aðrennsli en ekkert frárennsli. Sögur eru til um að í vatninu leynist vatnaskrímsli. Við suðvestanvert vatnið eru elstu fornminjar á svæðinu, leifar bæjarins Kaldrana.
Þegar lýsa á efri leiðinni til suðurs er rétt að stikkla á stóru; frá Vatnsskarði er leiðin greið upp um eftir malarási. Jeppaökumenn og síðar torfærutækjaökumenn hafa markað slóða, sem auðvelt er að fylgja uppfyrir norðurbrún Folaldadala. Þar liggur slóðinn niður hlíðina og í dalina. Framundan eru Hellutindar. Áður en komið er það eru grannir berggangar hvað eftirtektarverðastir, einkum einn hluti þeirra, er stendur stakur upp úr og er yfir mannhæða hár. Þegar komið er inn fyrir svæðið austan Folaldadalshnúka er farið yfir malarás, niður móbergsbera afhlíð og lengar niður bratta sandhlíð. Auðveldara er þó að fylgja háum móbergsvegg á vinstri hönd. Þá er komið niður í Hulstur. Móbergsveggur er á austurbrúnum, en framundan er skarð utan í næsta tindi. Uppleiðin er greiðfær. Þegar upp er komið að ofanverðum Huldum. Gengið er niður móbergsaflíðandi brekku og síðan niður sandhlíð. Svipuð ásýnd er þarna og í Hustrum; móbergsbergveggir og áframhaldandi ágangur. Annars er hulstur þetta sérstakt fyrir það að móbergið að norðanverðu er mun ljósara en annars staðar á leiðinni.
FVatnshlíð og Eldborg í Brennisteinsfjöllum í austrieta þarf mosavaxna hlíð upp á við og síðan fara með bröttum brúnum yfir að norðanverðum hnúk. Þar á millum eru leifar af ryðguðum krossi, sem settur var þar til minningar um átta menn er fórust þar með kanadískri Consoflugvél 19. desember 1944. Ef vel er gáð má enn sjá leifar af vélinni í hlíðinni.
Þegar komið er yfir tindinn er um tvennt að velja; fara erfiðari leiðina til vinstri með syðsta Stapatindinum, eða niður hlíðina til hægri. Ef erfiðari leiðin er valin verður gil til að torvelda hana, en að því sigruðu er eftirleiðin auðveld.
Þá blasir Miðdegishnúkur við, teinréttur í allri sinni dýrð. Vestan hans sameinast efri og neðri leiðin.
Þegar farin er neðri leiðin er haldið niður í Folaldadali eftir að nyrstu Hellutindum er náð. Dalurinn, sem er gróðurlaus að mestu, er um kílómeters langur (tilvalinn staður fyrir torfærutækjaökumenn því vetrarveðrin afmá för þeirra jafnóðum).
Syðst í dalnum er gengið upp ás og síðan niður aftur þar sem lækjarfarvegur liggur um gilskorninga að Hofmannaflöt. Riddarinn, móbergshraunstrýta er efst í norðanverðri brúninni (og fylgist vel með öllu). Upp ásinn sunnanverðan liggur gömul gata frá flötinni, nú útspóluð af nýmóðisökumönnunum. Þegar upp á ásinn er komið blasir Miðdegishnúkurinn við – þar sem leiðirnar sameinast.
Mosavaxin hæð framundan á hægri hönd er fallegasti útsýnisstaðurinn á Sveifluhálsi. Þaðan má horfa yfir hinn ónafngreinda sanddal og alla leið yfir að Arnarvatni og Hettu.
Auðvelt er að ganga beint af hæðinni niður í dalinn og fylgja honum upp að Ketilsstíg, sem liggur þar þvert yfir hálsinn, frá Móhálsadal yfir að Seltúni.
Seltúnissvæðið er stórt háhitasvæði með mörgum gufu- og leirhverum. Jarðhitavatnið er lítið salt og hefur hitinn mælst 230-260°C sem er mjög ákjósanlegur hiti til gufuframleiðslu.
Förukona á ferð um SveifluhálsÞeir félagar Eggert og Bjarni voru á ferð um Krýsuvík árið 1756 og var þá unnin brennisteinn í Krýsuvík.  Bændur höfðu í gegnum aldirnar grafið upp brennistein og selt ferðamönnum milliliðalaust.  Árið 1753 var komið upp húsi í Krýsuvík til að vinna brennistein að undirlagi Skúla Magnússonar landfógeta og Bjarna Pálssonar landlæknis.  Nokkur ágóði varð af brennisteinsvinnslunni.  Árið 1858 keypti Bretinn Joseph William Bushby brennisteinsnámurnar í Krýsuvík.  Kostnaðurinn varð þó of mikill og var bara unnin brennisteinn í tvö sumur eftir það.  Eftir það tóku ýmsir námurnar á leigu en síðastur þeirra var Bretinn T. G. Paterson og bróðir hans W. G. S. Paterson sem tóku námurnar á leigu árið 1876.  Þeir stofnuðu Brennisteinsfélag Krýsuvíkur en á þessum tíma var orðið lítið af brennisteini ofanjarðar þar sem auðvelt var að ná í hann.  Bora þurfti því eftir brennisteininum.  Árið 1880 er talið að allri námuvinnslu hafi verið lokið og sama ár var uppboð á ýmsum eigum félagsins.  Vinnsla brennisteins í Krýsuvík stóð því yfir í hartnær tvær aldir.
Árið 1941 fékk Hafnarfjarðarbær afsal fyrir jörðinni Krýsuvík ásamt hitaréttindum. Sama ár voru boraðar þrjár tilraunaholur við sunnanvert Kleifarvatn.  Ætlunin var að komast að því hvort þar mætti fá gufu til að framleiða rafmagn fyrir Hafnarfjarðarbæ.  Það varð þó ekki raunin því ekki fékkst nægt vatn eða gufa úr holunum.  Hafnfirðingar gáfust þó ekki upp og árin 1945 og 1946 var ráðist í nýjar boranir. Tilgangurinn var sem fyrr að fá gufu til að framleiða rafmagn en einnig að virkja jarðhitann til upphitunar gróður- og íbúðarhúsa á jörðinni.  Í þetta skiptið gekk aðeins betur og fékkst meiri gufa en í borununum árið 1941. Gufan var nýtt til upphitunar í Krýsuvík en ekki var ráðist í gerð jarðgufustöðvar eins og staðið hafði til og streymdi Arnarvatn (SG)því gufan út í loftið, engum til gagns. Enn sem komið er hefur ekki orðið neitt úr framkvæmdum um nýtingu jarðhitans í Krýsuvík til rafmagnsframleiðslu og upphitunar en það er þó ekki ólíklegt að jarðhitinn á svæðinu verði nýttur í framtíðinni til upphitunar á höfuðborgarsvæðinu eða iðnaðarframleiðslu.  Orkustofnun hefur einnig látið bora rannsóknarholur og gert víðtækar rannsóknir á svæðinu í gegnum tíðina.
Eftirparturinn er tilölulega auðveldur, en virðist lengri en ætla mætti. Ástæðan er væntanlega sú að þá breytir landslagið um svip, verður gróðursafaríkara og ávalara en forgangan. Fallegar gróðurskálar og, hellumyndanir og aukið víðsýni gefur þó tilefni til vangaveltna – einkum um forsöguna og tilurð hinna nýrri hraunmyndana.
Frábært veður. Gangan, hvor leiðin sem valin er með vönum leiðsögumanni, tekur 6 klst og 6 mín.

Heimildir m.a.:
-Halldór Ármannsson og Sverrir Þórhallsson, 1996: Krýsuvík, Yfirlit um fyrri rannsóknir og nýtingarmöguleika ásamt tillögum um viðbótarrannsóknir. Orkustofnun, OS-96012/JHD-06 B. 25 bls.
-Sveinn Þórðarson, 1998: Auður úr iðrum jarðar. Í: Ásgeir Ásgeirsson (ritstj), Safn til Iðnsögu Íslendinga XII. bindi (ritröð). Reykjavík, Hið íslenzka bókmenntafélag, 656 bls.
Arnarnípa

Krýsuvík

Þegar Krýsuvíkurtorfan var skoðuð komu m.a. í ljós tóftir 12 bæja frá fyrri tíð. Þeir hafa ekki allir verið í ábúð á sama tíma, en undir það síðasta, í byrjun síðustu aldar og rétt framundir hana miðja, voru þó a.m.k. 6 bæir í ábúð. Síðast lagðist Vegghamarbúskapur af 1938 á Stóra-Nýjabæ. Leifar þess bæjar, Litla-Nýjabæjar og Krýsuvíkurbæjarins voru loks jafnaðar við jörðu með jarðýtu skömmu fyrir 1960.
Þótt mannvistarleifar Krýsuvíkursvæðisins séu allmerkilegar eru jarðminjarnar allt umhverfis það engu að síður. Sem dæmi má nefna jarðhitasvæðin í Baðstofu og Hveradal, í Seltúnsgili og á Austurengjum. Þá má telja svæðið austan Stóra-Nýjabæjar, eins aðgengilegt en jafnframt fáfarið og það er, sælgætiskassi útivistarunnenda, með Rauðöldu, Vegghamar og Víti sem bragðbæti.
Þegar FERLIR var að skoða bæjarsvæðin rákust augu í forna tóft á Bæjarfellshálsi. Tóftin er grjóthlaðin, um 6.00×4.80m. Op er mót suðri. Yfir henni liggur mosi og lyng. Hleðslur eru greinilegar. Að sjá virðist hún vera mjög gömul. Í fyrstu mætti ætla að þarna hefði verið fjárborg, en lögun hennar sem og hleðsla í vesturenda benda til annarra nota. Þessarar fornleifar er hvorki getið í fornleifaskráningu fyrir Krýsuvík né fornleifaskráningu fyrir Suðurstrandarveg, sem á að liggja þarna skammt frá.

Tóft á Bæjarfellshálsi

Þá er tóftarinnar ekki getið í örnefnalýsingum fyrir Krýsuvík. Þar segir einungis: „Vestan Krýsuvíkurtúngarðs framan í Bæjarhálsi eða Bæjarfellshálsi er Krýsuvíkurrétt, þar var rekið að á vorin. Hér vestur undan fellinu er svo nefnd Krýsuvíkurheiði eða Vesturheiði.“
Tóft þessi er allgreinileg. Telja verður líklegt að á Krýsuvíkursvæðinu kunni að leynast ófáar fornleifar, sem enn hafa ekki verið skráðar.
Aðrar mannvistarleifar, mun yngri, eru sunnar í Krýsuvíkurheiðinni vestri.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Gísli Sigurðsson, örnefnalýsing fyrir Krýsuvík.

Húshólmi

Útsýni yfir Krýsvíkurbjarg af sjávarstígnum við vestari Bergsenda.

 

Gufuskálar

Gengið var um Gufuskála á Rosmhvalanesi, milli Rafnkelsstaða og Hólms (Litla-Hólms).
Í Örnefnalýsingu yfir Gufuskála segir m.a.: „Að vestanverðu við jörðina, við land Rafnkelsstaða, eru Lindlandamerki jarðarinnar í svokallaða Grænugróf vestan til á miðju Rafnkelsstaðabergi. Úr Grænugróf í, merktan með LM [ML], stóran stein, er liggur við aukaveginn. Þaðan beina sjónhendingu i Hríshalavörðu. Þaðan sjónhending suður heiði og í svokallaðar Þrívörður. Þar endar land jarðarinnar, heiðarmegin. Úr Þrívörðum aptur sjónhending beina leið til sjáfar í miðjar Sjálfkvíar. Þaðan sjónhending fram í fjöru í merktan stóran stein í svokölluðum Þyrsklingasteinum. Þaðan í sjó fram.
Gufuskálar og afbýli þeirrar jarðar tilheyra Leirunni og voru stundum nefnd Útleira. Algengara var þó að tala um Gufuskálahverfi.
Sjálfkvíar eru bás inn í klettana, sem eru nokkuð háir þar í kring. Stundum flæddi fé í Sjálfkvíum þegar stórstreymt var.
GrunnurDálítið skarð inn í klettana, a.m.k. 100 föðmum norðan við Sjálfkvíar, er kallað Kista. Þar fellur sjór alveg í berg.
Vatnagarðar eru skammt norðan við Kistu. Eru það tvö lítil dalverpi, nokkuð breið og gengur klettahóll á milli þeirra og skiptir þeim í Ytri-Vatnagarð og Innri-Vatnagarð . Ytri-Vatnagarður gengur upp í túnið á Gufuskálum að austan.
Frá Innri-Vatnagarði miðjum liggur rif í boga til austurs og beygir að landi að klöppum vestan við Litla-Hólmsvör. Á þessu rifi, beint fram undan Sjálfkvíum, eru nokkrir stórir steinar, nefndir Þyrsklingasteinar, og er einn sínu stærstur. Steinar þessir eru alltaf upp úr á fjöru. Oft réru menn fram fyrir þyrsklingasteina og drógu þaraþyrskling, Var það kallað að róa út í Þarann. –

Brunnur

Rifið var stundum nefnt Þyrsklingasteinarif eftir Steinunum. Innan við rifið er stórt lón, Sjálfkvíalón.
Túnið er nokkuð stórt og er hlaðinn grjótgarður allt umhverfis það.
Gamli bærinn stóð aðeins austar en í miðju túni – á sama stað og bærinn stendur nú. Það er efst á háum hól, sem ýmist er nefndur Hóllinn eða Gufuskálahóll. Af honum hallar mjög norður. Hóllinn mun að mestu leyti vera forn öskuhaugur. Fjós og hlaða var sambyggt gamla bænum að vestan.
Fram á Hólnum, neðan við hlöðuna, var kálgarður, nefndur Hólgarður. Hann var vestan við brunngötuna. Annar kálagarður var framan við sjálf bæjarhúsin og þriðji kálgarðurinn var vestan við bæinn.
KastalahliðFrá bænum lá sjávargata skáhallt útávið – niður að lendingu. Steinaröð var sín hvoru megin hennar.
Brunnur var beint niður af bænum, ofan til á svonefndum Klöppum en þær náðu út að lendingunni. Áðurnefnd brunngata lá frá bæ og niður að honum. Í austanátt og brimi fylltist brunnurinn af sjó og þangi. Árið 1937 gerði Guðbjörn nýjan brunn ofan (vestan) við kálgarðinn, sem var vestan við bæinn.
Háar klappir í túninu ofan við bæinn heita Kastali. Kastalahlið var á túngarðinum ofan hans. Hér áður lá heimreiðin frá því – niður sunnan við Kastalann. Síðar lá hún yfir Kastalann og svo var í ungdæmi Guðbjörns. – Seinna gerði Guðbjörn nýja heimreið vestan Kastala. Var það bílfær vegur.
Í túni Gufuskála voru þessi kot: Vesturkot var Hausthúseinum 250 föðmum norðvestur frá bænum. Það hafði tveggja kúa gras úr túni Gufuskála. í túninu, mitt á milli Vesturkots og Gufuskála, er lítill hóll, sem heitir Lénharður.
Hausthús ft. voru tómthús u.þ.b. 60-70 föðmum austur af Vesturkoti. Hausthús fóru í eyði um 1913-14. Síðasti ábúandi þar var Einar Eyjólfsson.
Kúamói lá niður frá túngarði – vestan við Vesturkot. Tómthúsið Kóngsgerði var vestan við Kúamóa. Það var norðvestur af Hausthúsum. Dálítið gerði var í kringum kotið og þaðan var konungsútgerð á tímabili. Mun gerðið af því hafa fengið nafn sitt. Kóngsgerði fór í eyði árið 1915. Þar bjó síðast faðir Guðbjörns, Þórarinn Eyjólfsson. Túnið sunnan við bæinn á Gufuskálum var nefnt Suðurtún og Vesturtún vestan bæjar.
SteinnVörin (lendingin) er niður af Hólnum, austan til fyrir miðju túni. Inn í hana var ein renna, en hún víkkaði ofan til. Stundum voru allt upp í sjö skip í Gufuskálavör á vetrarvertíð.
Mest var útgerðin frá Gufuskálum, en einnig mikil frá Vesturkoti. Þá gerðu Innnesingar út frá Gufuskálum á vetrarvertíðum og lágu þeir þá við og héldu til á Gufuskálum.
Kóngsgerðisvör var beint niður af Kóngsgerði. Hún var fallin saman og hætt að nota hana þegar Símon og Guðbjörn mundu fyrst eftir.
Fyrir norðvestan (utan) Kóngsgerðisvör skiptast á einlægar klappir og stórgrýti. Yzt upp af þessu stórgrýti liggur túngarðurinn, hlaðinn úr grjóti. Utan hans byrjar Hrafnkelsstaðaberg. Það er jafnt og slétt alveg út í Grænugróf, en utan hennar hækkar bergið lítið eitt í landi Hrafnkelsstaða. Innan við Grænugróf er nær alls staðar hægt að komast upp og niður Grænagrófbergið, en það er um tvær mannhæðir á því svæði.
Upp af Grænugróf er Elínarstekkur, oftast nefndur Ellustekkur. Hann er u.þ.b. 10 m ofan við þjóðveginn (núverandi) út í Garð. Þar eru gróin stekkjarbrot.
Sunnan við Gufuskála, utan túns, er holt sem kallast Hádegisholt. Það nær frá merkjunum upp af Sjálfkvíum og út á móts við Innri-Vatnagarð (þ.e. ofan hans). Á því var varða og var hádegi miðað á henni.
Upp frá túni er landið flatt og hrjóstrugt, mest grjótmelar og klapparholt . Á því svæði er Vatnshóll, klapparhæð. Eru þar tvær vatnsskálar ofan í klöpp, sem rigningarvatn safnast í og var kúm brynnt í þessum skálum þegar hægt var.
Vatnshóll er suðvestur af Kastala, Hleðslaeinum 30 föðmum fyrir ofan þjóðveginn (núverandi). Sunnanvert, ofan við þetta svæði, eru löng holt, nokkuð há, sem liggja frá norðvestri til suðausturs. Þau kallast Langholt ft. Sandmelur skilur þau í sundur í Ytra-Langholt og Innra-Langholt. Innra-Langholt tilheyrir allt Innleiru. Merki munu liggja yfir melinn á milli þeirra. Vörður eru á báðum Langholtum, lítil á Ytra-Langholti, en stór og mikil á því innra. Þær eru kallaðar Langholtsvörður. Það var gömul trú, að einhverjar vættir væru í Langholtum: Illvættur í Ytra-Langholti, en hollvættur í Innra-Langholti.“ Á vesturhluta Langholts var 1793 hlaðin varða, nefnd Ranglát. Var hún merki þess hvar mætti leggja línu.
Ranglát„Þrívörður eru þrjár og sjást þær vel í suðvestur frá Ytra-Langholti.
Hríshólavarða er í stefnu vestsuðvestur frá Ellustekk og eru merki í hana eins og áður segir. Klapparhólar eru í kringum hana og stendur hún á einum slíkum. Þeir kallast Hríshólar. – Gamlar götur út í Garð lágu neðan við Langholt og Hríshólavörðu. Götur þessar voru nefndar Efrivegur. Hrafnkelsstaðaberg var í framburði Hrakkelsstaðaberg. Það er einnig nefnt Rafnkelsstaðaberg, en það mun yngra.“
Við Gufuskála er vatnsstæði á Kastala og falleg lind með hleðslum í norðan þess. Áletrunin við Grænugróf er ML. Í grófinni er gömul hringlaga hleðsla, líklega brunnur. Gæti líka hafa verið refagildra.
GufuskálarNafnið er talið vera komið frá landnámsmanninum Katli Gufu Örlygssyni, en hann og menn hans munu hafa sest að á Gufuskálum, en þurftu að hverfa þaðan vegna ósættis við landeigandann, Steinunni gömlu. Í Egils-sögu segir: „Ketill gufa kom til Íslands þá er land var mjög byggt. Hann var hinn fyrsta vetur að Gufuskálum á Rosmhvalanesi. Ketill hafði komið vestan um haf af Írlandi. Hann hafði með sér þræla marga írska. Lönd voru öll byggð á Rosmhvalanesi þann tíma. Réðst Ketill því þaðan í brott og inn á Nes og sat annan vetur á Gufunesi og fékk þar engan ráðstafa…“
Talsverð ummerki eru enn eftir konungsútgerðina í og við Kóngsgerðið. Þar hefur t.d. verið hlaðinn kjallari undir timburhús, hlaðinn niðurgengdur brunnur við hliðina og gerði allt umleikis.
„Verslunarhafar voru af þrenns konar tagi: Einstakir kaupmenn, verslunarfélög og ríkisverslun (konungsverslun). Framan af var einungis um að ræða verslun einstakra kaupmanna eða verslunarfélaga. En árið 1759 hófst konungsverslun sem stóð í fimm ár. Tók þá, árið 1764, aftur við félagaverslun, er Almenna verslunarfélagið tók að sér verslunina og hafði hana til 1774. Eftir það var óslitið konungsverslun fram til 1787 er einokunarverslunin var lögð niður.“ En konungsverslunni fylgdi einnig „konungsútgerð“.
KóngsgerðiÁ Stafnesi var t.d. ein mesta konungsútgerð á Miðnesi frá því fyrir 16. öld og fram um miðja 18. öld. Árið 1548 eru í skilagrein Kristjáns skrifara talin upp á staðnum fimm skip í eigu konungs; einn tólfæringur, tveir teinæringar og tveir áttæringar, en með tímanum minnkuðu skipin og undir lokin voru tvíæringar orðnir algengastir á Miðnesi. Auk konungs gerðu útvegsbændur báta sína út frá Stafnesi, eins og kauphöfninni Básendum lítt sunnan við.
Í Másbúðarhólma voru mikilvægar bækistöðvar konungsútgerðarinnar og eru þar enn miklar verminjar. Í Njarðvíkum var Konungsútgerð þar fram til 1769.
Um 1550-1760 var konungsútgerð á Básendum, en hún var bæði í Vestmannaeyjum og á Suðurnesjum. Ástæðan var mikil fiskimið út frá þessum landssvæðum. Konungsútgerðin var mikil tekjulind fyrir krúnuna. Aðallega var stunduð skreiðarverkun. Þegar útgerðin lagðist af seldu Danir skip sín. Dreifðust þau um Vesturlandið; flest fóru þó til Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafnarfjarðar. Má segja að íslensk þilskipaútgerð hafi komið í staðinn fyrir konungsútgerðina.
FjárborginSigurður B. Sívertssen, prestur, bjó á Gufuskálum 1833, en tók við Útskálum af föður sínum 1. mars 1837.
Ofan við Sjálfkvíar fann FERLIR hringlaga fjárborg. Norðar er Hádegisholt. Varða er nyrst á holtinu, eyktarmark frá Gufuskálum. Utan garðs að sunnanverðu er ferningslaga tóft.
Þegar Lénharður var skoðaður kom í ljós forn gróin tóft, sennilega skáli. Þar gæti hafa verið viststaður Ketils gufu og manna hans þá er þeir dvöldu veturlangt að Gufuskálum. Lind er skammt neðan við hólinn að vestanverðu. Hún kemur undan lágum klöppur og er lindin hlaðinn að hluta. Dýptin er um 1 m.
Tóftir Vesturkots eru miklar. Bæði eru tóftir gamla bæjarins heillegar sem og hlaðinn grunn undir timburhús, sem þar hefur staðið við garðinn og heimreiðina. Garður liggur síðan á ská niður að sjávargarði. Í honum var tómthúsið Hausthús, sem enn sjást tóftir af.
Ofar er svo Kóngsgerðið.
Ofan við Gufuskálavör má sjá hringlaga hleðslu þar sem togspilið var staðsett. Skammt austar eru grónar tóftir sjávarhúss.
Vesturkot
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Gufuskála (ÖÍ).
http://www.archives.is/index.php?node=324

Landamerkin

Dollan

Þegar FERLIR hitti Ellert Skúlason, verktaka, vakti hann athygli á eftirfarandi lýsingu af „Tanahelli“ eða Dollunni svonefndu:
Dollan„Allt fram til ársins 1970 var hellirinn hulinn mönnum en það ár var unnið að endurbótum á Grindavíkurveginum og hafði Ellert Skúlason verktaki úr Njarðvík það verk með höndum. Dag einn þegar þungavinnuvélamaðurinn Jónatan Einarsson var að ryðja stóru og miklu efnishlassi frá vegalögninni, varð hann var við að hlassið, sem hann hafði rutt á undan sér, hvarf skyndilega ofan í jörðina. Vönum vélamanninum var nokkuð brugðið við þetta og stökk út úr jarðýtunni til að kanna aðstæður. Blasti þá við honum stærðarinnar gat í hrauninu en hlassið hvergi sjáanlegt. Við nánari skoðun tók hann jafnframt eftir því að jarðýtan, sem var stór og sýr vél á þeirra tíma mælikvarða, stóð að því er virtist á þynnri skán á þaki hellsis sem þar var undir. Til að bjarga ýtunni hentist Jónatan því uppí hana og bakkaði á fullri ferð góðan spöl til baka. Hafði Jónatan á orði þegar hann sagði frá þessu atviki að hefði hann haft meiri tíma til að hugsa sig um og skoða aðstæður, hefði hann sennilega ekki tekið þessa áhættu.
Fálagi hans við verkið, Gunnar Mattason, bar skjótt að og furðaði hann sig með Jónatan á þessum nýuppgötvaðasta helli veraldarinnar. Bundu þeir spotta í jeppa Gunnars og seig hann niður í myrkrið. Þar var þó enga viðspyrnu að finna heldur hékk hann í lausu lofti. Var því nokkuð bras að koma honum upp aftur þó það tækist að lokum með því að setja lykkjur á spottann. Enda kom síðar á daginn þegar Jónatan fór í könnunarleiðangur um hellinn ásamt félögum sínum í Björgunarsveitinni Stakk frá Keflavík, að hann var bæði djúpur og stór. Sigu þeir niður í hellinn og skoðuðu hann að dýpt og lengd. Í þeirri ferð skriðu þeir eins innarlega og þeir komust og settu þar inn flöskuskeyti sem þeir voru búnir að útbúa með nafni Tana en það var gælunafnt Jónatans, eftir það var hellirinn ávallt kallaður „Tanahellir“.
SteinninnSíðar voru gerðar tilraunir til þess að fylla hellinn og brjóta af hellisþakinu þar sem það var þynnst til þess að koma í veg fyrir að fólk slasaðist af hans völdum. En hann var svo stór að efnið sem sett var í hann hafði lítið að segja.
Fleiri minjar urðu til um vinnu þeirra við Grindavíkurveginn. Eftir sprengingu við vegarlögnina var einn stór og mikill steinn sem skar sig úr er stærðar varða. Dunduðu þeir félagar sér við það í tvö kvöld við þriðja mann, Sigurð að nafni, að reisa steininn upp með jarðýtum og stóð til að setja á hann skjöld þar sem tilurð hans væri lýst. Af því varð ekki, en steinninn er vel sjáanlegur frá veginum norðanmegin á móti tanknum við Þorbjörn.
Sólveig Þórðardóttir, eiginkona Jónatans, skrifaði þess lýsingu eftir sögu hans.“
Tanahellir er á Gíghæðinni og er sami hellir og nefndur hefur verið „Dollan“. Hellirinn er fast við hlið áningarstaðar (plans), sem lagður hefur verið bundnu slitlagi vestan vegarins. Beggja vegna hans má slá leifar gamla malarvegarins til Grindavíkur sem lýst er hér að framan. Hægt er að komast niður í rásina um tréstiga, sem komið hefur verið þar fyrir.
Tanahellir

Lyklafell

Eftirfarandi upplýsingar bárust frá Jóni Svanþórssyni: „Ég rakst á þessar leiðarlýsingar í Austantórum ll bl 148 eftir Jón Pálsson – Lestarmannaleið úr Flóa til Reykjavíkur.

Lyklafellsvegir-2211. Frá Þjórsá að Laugardælum, nálega 17 km.
2. Frá Laugardælum eða Kotferju að Torfeyri austan Varmár nálega 10 km.
3. Frá Torfeyri að Bolavöllum við Kolviðarhól, nálega 17 km.
4. Frá Kolviðarhói að Fóelluvötnum norðan Sandskeiðs og sunnan Lyklafells, nálega 7 km.
5. Frá Fóelluvötnum að Hraunsnefi hjá Silungapolli, nálega 10 km.
6. Frá Silungapolli að Fossvogi við Reykjavík, nálega 15 km.  Alls 77 km. (Talið vera nálægt 35 km á milli byggða)
Þá var og önnur leið norðar, frá Húsmúla ,vestan Kolviðarhóls, norðan Svínahrauns að Lyklafelli, norðan Geitháls, sunnan Miðdals að Gröf og síðan yfir Elliðaár neðan Árbæjar.
Brúin yfir Hólmsá austan Geitháls, var byggð 1887 og brýrnar yfir Elliðaár nokkru síðar.
(Lyklafellsvegir-225Í lýsingu afa míns  Þorsteins Bjarnasonar frá Háholti er sagt að leiðin liggi sunnan Elliðakots og hjá Vilborgakoti).

 Alfaravegurinn gamli: Kolviðarhóll- Reykjavík.
Frá Kolviðarhóli yfir Bolavelli að Húsmúla (sæluhúsi).
Frá Húsmúla yfir Norður-Velli að Bolaöldum ofan Sandskeiðs.
Frá Bolaöldum, yfir Svínahraunstögl norðarlega, norðan Lyklafells.
Frá Lyklafelli,fyrir sunnan Klakk, þá um Klettabelti að Vörðuhólum.
Frá Vörðuhólum (Vörðhólum ?) um Urðarlágar,norðan Helgutjarnar og Selvatns.
Frá Selvatni um Sauðhúsamýri og Sólheimahvamm.
Frá Sólheimahvammi norðan Sólheimahvammstjarna.
Frá Sólheimahvammstjörnum um HofLyklafellsvegir-224mannaflatir.
Frá Hofmannaflötum um Hestabrekkur.
Frá Hestabrekkum norðan Almannadals og Rauðavatns.
Frá Rauðavatni að Elliðaám.
Frá Elliðaám til Reykjavíkur.
Upplýsingar um þessa leið eru fengnar hjá Eggerti Nordahl á Hólmi 31 október 1943.

„Ég hef verið að skoða leiðina frá norðurenda Lyklafells að Djúpadal og eru götur greinilegar nánast alla leiðina. Gengið var frá vörðu við norðurenda Lyklafells þar sem leiðir um Dyradal og Vallaöldu (Hellisheiði-Láskarð-Þrengsli) greinast í leiðir að Elliðakoti og Miðdal. Gatan er nokkuð auðrakin norður og upp að hól með vörðu en þar greinast leiðir og fer önnur sunnan og vestan við hann að lágum klettum (Klettabelti) og er þá Klakkur að ég held á hægri hönd, stakur klettur og myndast vik um hann með valllendisgróðri í botni.
Ef haldið er áfram Lyklafellsvegir-223vestur með Klettabeltinu skiptist gatan aftur og liggur önnur gatan beint í gegnum skarð í Klettabeltinu en hin gatan liggur til vinstri og liggur vestur  fyrir klettanna. Göturnar koma svo saman aftur við tjarnir sem þar eru og greinast síðan aftur þegar komið er fram á brúnir að norðanverðu og liggur þá önnur í átt að Árnakróki en hin til hægri í átt að Vörðuhóli niður brekkur þangað til komið er að miklum og djúpum götum sem liggja í stefnu frá Klakk í átt að Vörðuhóli. Er þá varða á hægri hönd á norðurbrún Klettabeltis. Næst er komið að rafmagnsgirðingu sem umlíkur höfuðborgar-svæðið og er ekkert hlið á henni en í vor var ekki straumur á henni og príla lá flöt rétt vestar með girðingunni en ef ekki er hægt að komast yfir verður að fara upp á Nesjavallaveg eða vestur spöl með girðingunni í þeirri von að príla sem er um kílómetra vestar á girðingunni uppaf Árnakrók sé í lagi.
Lyklafellsvegir-226Segjum að hægt sé að komast yfir girðinguna og liggur þá leiðin undir Vörðuhól með vörðu á kolli og þaðan niður í Vörðuhólsdal og síðan um Urðarlágar. Síðan upp úr Urðarlágum um sumarbústaðarland og upp og undir Nesjavallaveg við Helgutjörn sem þornar upp á sumrin. Gatan sést norðan við heitavatnspípuna á kafla en hverfur svo undir Nesjavallaveginn, línuveg og ljósleiðara en með góðum vilja má finna götur að Efri Djúpadal. Síðan skiptast leiðir ein liggur utan í Hríshöfða í átt að Sólheimatjörn. Önnur beint yfir Miðdalsmýri og Miðdalslæk og hjá Lynghól og sameinast þær á Hofmannaflöt og þaðan um Skyggnisdal? með Hrossabrekkum með Hrossabrekkuhæð á vinstri hönd og síðan í Almannadal. Öll leiðin hefur verið greiðfær og um gróið land að mestu og ekki yfir neinar ár að fara frá Lyklafelli.
Ef við förum aftur að gatnamótunum við hólinn með vörðuna sunnan Klakks þá liggur gata austan við hólinn og stefnir að tveim vörðum sem eru á öldu sem gengur austur úr Klettabeltinu upp í Tjarnarhóla.

Lyklafellsvegir-227

Slöður er í ölduna við vörðurnar og liggur gatan þar yfir og eru þá þrjár tjarnir á hægri hönd og frístandandi klettastapi með þrem vörðum þar norðar og liggur gata þangað og áfram.
Úr slöðrinu liggur gata til vinstri um skarð í klettunum sem sameinast svo öðrum götum yfir Klettabeltið. Varða er þar á hægri hönd og steinn á steini framundan þar sem Klettabeltið ber hæst. Aftur að slöðrinu. Gata liggur beint áfram vestan við tjarnirnar um skarð í klettunum og um gróinn mel og hverfur gatan þar á kafla en þegar komið er fram á brúnir sést gatan þar aftur greinilega í grónu landi og erum við þá komin þar sem göturnar koma samaní lýsingunni á götunni sem fyrst var lýst.
Frá Klakk eru götur beint yfir  Klettabeltið að melnum. Einnig er hægt er að fara norður með Klettabeltinu og er þá komið á götuna við rafmagnsgirðinguna. Sannast hér að hver fer sína leið.
Greinileg gata liggur af Elliakotsleiðinni frá brú á sprungu beint niður í Árnakrók og hefur verið rekstrarleið til Árnakróksréttar en gata liggur áfram yfir Urðarlágarlæk en hverfur þar undir bílveg.“ 

Jón Svanþórsson.

Hetta

Gengið var upp á Sveifluháls eftir Ketilsstíg frá Seltúni, framhjá Arnarvatni með Arnargnípu á hægri hönd og að Ketilsstígsvörðu ofan við Ketilinn á vestanverðum hálsinum. Þaðan var þokkalegt útsýni yfir Móhálsadalinn, yfir að Hrútafelli, Fíflvallafjalli og Mávahlíðum. Vindurinn reyndist steindauður – stafalogn – svo hlíðarnar spegluðust í vatninu.

Arnarvatn

Arnarvatn.

Þá var stefnan tekin til suðurs eftir svonefndri Sveiflugötu (-stíg), en hann mun hafa leið frá Ketilsstíg, suður með vestanverðu Arnarvatni og upp fyrir Hettu, þar sem Hettuvegur liggur frá Vigdísarvöllum yfir hálsinn til Krýsuvíkurbæjanna. Vel mótar fyrir Hettuveginum í hæðunum norðan Bleikingsdals, en síðan verður hann jarðlægur eftir að hækka tekur. Á þessu svæði eru sandásar, leirhlíðar og jarðskrið svo eðlilegt er að þar sjáist stígurinn ekki. Hins vegar sést hann enn vel á kafla neðst og á einum stað hátt í suðvestanverðri Hettu þar sem hann gengur inn á Sveifluna.

Ketilsstígur

Ketilsstígur.

Í fjallsás þar sem sést til sjávar, drangar girða og lind í lautu streymir, breyttist einn þátttakenda í hempuklæddan boðbera vorsins og flutti ljóðið „Fylgd“ eftir Guðmund Böðvarsson þar sem minnt er á hver eigi landið og hver tilheyri landinu. Átti vel við í upphafi sumars.
Gengið var niður af Sveifluhálsi að austanverðu skammt sunnan við Sveifluna og staðnæmst við Krýsu, margflókna styttu í líki listaverks, utan í hálsinum. Þaðan var gengið niður að Gestsstöðum, hinum forna bæ Krýsuvíkur. Loks var stefnan tekin á tóttir bæjarins Fells sunnan Grænavatns og gengið að Engjahver (Austurengjahver), sem skartaði sinni miklu litadýrð sem aldrei fyrr.
Til baka var gengið vestur yfir Vesturengjar sunnan Litla-Lambafells og hringnum lokað á Seltúni.
Gangan tók 3 og ½ klst í logni og stillu.

Hetturstígur

Hettustígur.

Krýsuvík

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík getur hann m.a. um nokkur örnefni og minjar þeim tengdum, s.s. tóftir bæjar er nefndur er Hnaus (Garðshorn), Nýjabæjarétt, Spegilinn og Vitlausa Garð. Ákveðið var að skoða alla staðina m.v. fyrirliggjandi lýsingar. Á göngunni kom ýmislegt annað áhugavert í ljós.
NyjabaejarettÍ örnefnalýsingunni segir: „Austur með læknum lá Krýsuvíkurstígur og yfir hann upp í Grásteinsmýri. Þar voru Litlabrú og Stórabrú, lítilfjörlegar vegabætur um mýrina. Gatan lá svo vestanhalt við Grástein og undir Hrossaklettum um Móholt og Réttarholt og hjá Grjóthól og við Grjóthálsrétt sem nefndist Nýjabæjarrétt sem var hringhlaðin eins og fjárborg. Aðeins sér móta fyrir henni rétt við veginn. Hér norður af er túnbali að sjá. Hér stóð Nýibær litli eða Litli-Nýibær á Bæjarhólnum í miðju Litla-Nýjabæjartúni. Nú sér ekki lengur marka fyrir Litla-Nýjabæjartúngörðum. Suður frá Grjóthólsrétt stóð Stóri-Nýibær eða Nýibær stóri á Nýjabæjarhól eða Stóra-Nýjabæjarhól því sem næst í miðju Stóra-Nýjabæjartúni. Nýjabæjartraðir lágu heim vestan frá Grjóthól. Nýjabæjartúngarðar lágu að túninu að norðan, Norðurtúngarður að Traðarhliðinu. Vesturtúngarður frá Traðarhliðinu og allt vestur og niður um túnið, að Suðurtúngarði.“

Hnaus

Hnausar í Krýsuvík.

Aftur heim til Krýsuvíkurbæjar. „Traðirnar láu frá austurvegg bæjarins bak við Kirkjugarðinn og síðan til suðurs og niður að Læknum. Norðurtúnið lá allt að Norðurkoti, sem virðist hafa verið eitt af aðalhjáleigunum. Eiginlega stóð Norðurkotsbærinn utan túns. Norðurkotstraðir láu úr túninu heim að bænum og framhjá honum. Norðurkotsrústirnar, eru gleggstu rústirnar sem enn eru sjáanlegar í Krýsuvíkurhverfinu. Úr tröðunum liggur stígur yfir að Snorrakoti rétt norðan við Norðurkot og lengra út á mýrinni er Garðshorn, sem einnig var nefnt Hnaus. Túnblettir fylgdu þessum bæjum. Norðurkotstún, Garðshornsblettur og Hnausblettur.“
SpegillinnKrýsuvíktúngarðar voru mikil mannvirki. Reiknast um 5 kílómetrar að lengd. Hafi þeir verið 1½ metri á hæð 1½ metri þykkir að neðan og 0,50 metr. að ofan, mætti gera sér í hugarlund hve mikið hefur farið í þá og þá gera sér ljóst þetta mikla verk. „Austurtúngarður lá ofan úr Felli hjá Norðurkoti og niður að Læk, Krýsuvíkurlæk. Suðurgarðurinn eða Lækjargarðurinn nyrðri lá austan frá Garðshorni með fram öllum læknum að norðanverðu. Austur undan kirkjunni var Traðarhliðið og þar Vaðið. Austan við það var Vatnsbólið, en neðan Uppistaðan og þar var Millan má enn sjá lítið eitt af Millutóttinni. Traðargarðarnir voru miklir og standa enn. Traðargarðurinn eystri og Traðargarðurinn vestri, Traðargarðurinn syðri lá sunnan lækjarins. Austan frá Hnaus. Sunnan Vaðsins var Lækur Lækjarbærinn.
Uppi á Arnarfelli er Arnarfellsvarða eða Tyrkjavarða. Sagt er að hún hafi verið hlaðin nokkru eftir Tyrkjaránið. Eru þar ummæli á, að meðan hún stendur muni tyrkir ekki koma og ræna Krýsuvíkurstað. Fram undan, eða vestur undan Fellinu er Stekkjarmýri og suður frá henni Arnarfellstjörn og örfokaland þar umhverfis. Austan í fellinu nær miðju er garður. Af grjóti í fellinu, en af torfi er út kemur á mýrina, Arnarfellsgarður. Hann tengist þvergarðinum vestri og því myndast þarna gerði eða afgirt beitarland. Var þarna kúabeit, enda kallaður Kúablettur. Í bletti þessum var lítil tjörn, nefndist Spegillinn. Þarna var einnig allgóð mójörð, og Mógrafir.
KrysuvikurgardarBæjarfell er ekki stórt, en setur þó svip á umhverfið. Stekkjarstígur lá úr Norðurkotströðum austan í fellinu að garði þar, sem nefndur var Vitlausi Garður. Þegar hlaðnir höfðu verið allir hinir garðarnir og byrjað var á þessum, þótti hjáleigubændum í Krýsuvík nóg komið af görðum og töldu þessa garðhleðslu því hina mestu vitleysu. Þar af er nafnið komið. Stígurinn liggur í gegnum Vitlausagarðshlið.“
Hnaus er ekki að finna á korti með aðalskiplagi Hafnarfjarðar í Krýsuvík. Líklegt mætti telja að leifar eftir kotið væri annað hvort að finna í mýrinni suðvestan við Grjóthól (Réttarhól) eða austan túnbletts austan Norðurkots (austan núverandi vegar) á svipuðum slóðum og Lækur er nú. Þar er horn á eldri garði er komu saman garðar Snorrakots og Lækjar. Lækjar er ekki getið í manntali 1802.
UppistaðanÍ manntalinu árið 1845 eru 8 bæir í byggð í Krýsuvíkursókn. Árið 1822, höfðu bæst við nýbýlið Lækur og hjáleigurnar Vigdísarvellir og Bali. Að Læk bjó Halldór Magnússon og Margrét Þorleifsdóttir ásamt tveimur börnum og móður húsbóndans.
Hinir löngu og miklu túngarðar í Krýsuvík eru flestir beinir og nýrri en hinir eldri og minni og krókóttari garðar, s.s. frá Norðurkoti, Snorrakoti og næst Læk. Umhverfis Læk eru einnig beinni, hærri og lengri garðar. Bendir það til þess að nýbýlið hafi verið reist upp úr eldra býli, Hnausum. Ef vel er að gáð má sjá eldra bæjarstæði í miðju eldri garðsins. Burst horfði mót suðri og beggja vegna voru jafn stór torfhýsi er notuð hafa verið til annarra nota síðar. Fjárhústóft er austast í túngarðshorninu. Sunnan þess er heykumlsgarður. Þar gæti hafa áður verið lítið kot; Garðshorn.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild:
-Gísli Sigurðsson – örnefnalýsing fyrir Krýsuvík.

Krýsuvík

Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.

Bakki

Í „Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I“, árið 2011 er fjallað um jörðina Bakka (Litlabæ og Bjarg). Þar segir m.a.:

Bakki

Bakki

Bakki , Bjarg og Litlibær- lofmynd 1954.

1703 var jarðadýrleiki óviss, Kálfatjarnarkirkjueign. Bakkakrókur eyðihjáleiga 1703. [1379]: Kirkjan á Kálfatjörn á jarðirnar Bakka og Flekkuvík. (DI III 340) [1477]: Kirkjan á Kálfatjörn á jarðirnar Bakka og Flekkuvík. (DI VI, 124). Bjarg var tómthús frá Kálfatjörn en fór í eyði 1934 og sameinaðist Bakka. Litlibær var tómthús í upphafi (fyrir 1884), en síðar grasbýli frá kirkjujörðinni Kálfatjörn. (GJ: Mannlíf og mannvirki, 333-340). Bakki (nýi) fór í eyði árið 1963 (Ö-Kálfatjarnarhverfi, 10). „Það mun rétt vera að núverandi Bakki sé þriðji bústaðurinn sem vitað er um þar. Fyrsti Bakki er kominn út í sjó út, annar Bakki er rústir á sjávarkambinum, en sá þriðji var byggður svo langt frá sjó að ekki mun þurfa að hopa með hann fyrir ágangi sjávar á næstunni“ (GJ:Mannlíf og mannvirki, 337). „Sagnir eru um, að aðalkirkjan hafi upphaflega staðið á Bakka er þá stóð fram við sjóinn. En vegna landbrots af sjávargangi hafi hún verið flutt að Kálfatjörn“ (ÁÓ: Strönd og Vogar, 183).

Bakki

Bakki 2020.

1703: „Túnin fordjarfast af sands og sjáfarágángi árlega meir og meir, og þarf ábúandinn með kostnaði og ómaki sandinn af að moka og burt að færa. Engjar eru ongvar. Útihagar lakir um sumar, um vetur nær öngvir, nema fjaran.“ JÁM III, 146. 1919: Tún 1,5 teigar, 760m2. „Norðan eða innan Móakots og Kotagirðingar, þar sem nú eru býlin Bakki og Litlibær ásamt því landi öðru, sem innan Heiðargarðs er frá Móakotsmörkum, var um langan aldur kúabeit frá Kálfatjörn, kölluð Kálfatjarnargirðingar. En þetta hafa áður verið tún og beitarland Bakka hins forna býlis, er þar var, en lagðist í eyði vegna sjávarágangs og lagðist þá undir Kálfatjörn“ (Ö-Kálfatjarnarhverfi, 9). Eftir að bærinn á Bakka var síðast fluttur vegna sjávarágangs árið 1904 fékk ábúandi smám saman útmælt land og ræktaði tún allt frá sjó að Heiðargarði (Ö-Kálfatjarnarhverfi, 10).

Bakki

Túngarður ofan Bjargs.

Óljóst er hversu mikið land hefur upphaflega tilheyrt jörðinni Bakka. Í örnefnaskrá Kálfatjarnar (4) segir að Kálfatjörn tilheyri „innangarðs allt hið forna Bakkaland að svo miklu leyti, sem það hefur ekki verið selt á leigu og erfðafestu handa Bakka (Nýja), Bjargi og Litlabæ.“ Líklegt er að Bakka hafi að fornu a.m.k. tilheyrt land frá Bakkarkóki að túnmörkum Nýja-Bakka á móti Kálfatjörn. Einnig eru líkur til þess að jörðin hafi átt land áfram upp í heiðina eins og flestir aðrir bæir á ströndinni.

„Niður við sjó eru varir nefndar Bakkavarir verstu lendingar á allri ströndinni, þar oft brim og ólendandi, þar innaf eru tóftir eftir kot sem hét Bakki er svo var flutt undan sjó þar sem nú er bærinn við sjóinn,“ segir í örnefnaskrá Bakka, Móakots og Bjargs. „Á Gamla-Bakka mun þó fljótlega hafa verið tekin upp búseta á ný, en þá líklega sem tómthús. En víst er um það, að á ofanverðri 19. öld var myndarlega húsað á Bakka. Þar var loftbaðstofa og einnig voru þar allstórir kálgarðar og túnblettir. Gamli-Bakki, en svo eru rústirnar kallaðar, stóð á sjávarbakkanum nokkuð miðsvæðis, upp af Bakkatöngum […]. Nálægt síðustu aldamótum var sjór farin að brjóta svo nálægt bænum, að ekki þótti annað fært en flytja hann frá sjónum,“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: „Bakki var grasbýli frá kirkjujörðinni Kálfatjörn. […] Það mun rétt vera að núverandi Bakki sé þriðji bústaðurinn sem vitað er um þar. Fyrsti Bakki er kominn í sjó út, annar Bakki er rústir af sjávarkampinum, en sá þriðji var byggður svo langt frá sjó að ekki mun þurfa að hopa með hann fyrir ágangi sjávar á næstunni.“

Bakki

Bjarg.

Gamli-Bakki er 200 m suðaustan við núverandi bæjarstæði Bakka. Á túnakorti má sjá ýmis garðlög, hús og húsaleifar þar sem Gamli-Bakki stóð. Suðvestan við gamla bæjarstæðið var ræktað út tún eftir að bærinn var fluttur árið 1904 og tilheyrði það tún Bjargi. Gamli-Bakki er fast norðvestan við Bakkatjörn. Sumt af því sem er á túnakortinu er horfið vegna ágangs sjávar og vegna fjörugrjóts sem borist hefur upp á bakkann og hylur e.t.v. sumar minjarnar.
Gamli-Bakki stendur fram á sjávarbakka. Í fjörunni til norðurs og norðvesturs er klapparfjara en sunnan við hann er Bakkatjörn. Grasi gróið er allt í kringum minjarnar og grýtt.

Kirkja

Litlibær

Tóftir Gamla-Bakka.

Í bók Árna Óla, Strönd og vogar, segir: „Sagnir eru um, að aðalkirkjan hafi upphaflega staðið á Bakka er þá stóð fram við sjóinn. En vegna landbrots af sjávargangi hafi hún verið flutt að Kálfatjörn. En þar sem Bakki stóð áður sé nú grængolandi sjór. […] Aðfaranótt 3. febrúar 1779 gerði mikið sjávarflóð og skemmdist Bakki þá svo að hann var í eyði það ár, en grasbýli sem hét Naustakot tók alveg af.“ Ef kirkja hefur verið á Bakka er líklegt að hún hafi staðið þar sem elsta þekkta bæjarstæðið var en það er nú komið út á sjó og löngu horfið og því ólíklegt að nokkrar leifar kirkju eða krikjugarðs kunni að koma í leitirnar héðan í frá, nema að kirkjan hafi fylgt bænum eftir að hann var fluttur á bæjarstæði en engar sagnir eru um slíkt. Ennfremur er erfitt að fullyrða nokkuð um að kirkja hafi verið á Bakka þar sem engar fornar heimildir eru til um hana.

Gamli-Bakki

Bakki

Gamli-Bakki; uppdráttur.

„Niður við sjó eru varir nefndar Bakkavarir verstu lendingar á allri ströndinni, þar oft brim og ólendandi, þar innaf eru tóftir eftir kot sem hét Bakki er svo var flutt undan sjó þar sem nú er bærinn við sjóinn,“ segir í örnefnaskrá Bakka, Móakots og Bjargs. „Á Gamla-Bakka mun þó fljótlega hafa verið tekin upp búseta á ný, en þá líklega sem tómthús. En víst er um það, að á ofanverðri 19. öld var myndarlega húsað á Bakka. Þar var loftbaðstofa og einnig voru þar allstórir kálgarðar og túnblettir. Gamli-Bakki, en svo eru rústirnar kallaðar, stóð á sjávarbakkanum nokkuð miðsvæðis, upp af Bakkatöngum […] Nálægt síðustu aldamótum var sjór farinn að brjóta svo nálægt bænum, að ekki þótti annað fært en flytja hann frá sjónum,“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: „Bakki var grasbýli frá kirkjujörðinni Kálfatjörn. […] Það mun rétt vera að núverandi Bakki sé þriðji bústaðurinn sem vitað er um þar.

Bakki

Gamli-Bakki – bæjarhóll.

Fyrsti Bakki er kominn í sjó út, annar Bakki er rústir af sjávarkampinum, en sá þriðji var byggður svo langt frá sjó að ekki mun þurfa að hopa með hann fyrir ágangi sjávar á næstunni.“ Á sama stað kemur fram að bærinn var byggður fyrir 1850. Þar var tómthús fram til 1900 en þá var ræktað þar upp. Núverandi bæjarstæði Bakka er um 200 m suðaustan við Gamla-Bakka.
Íbúðarhúsið á Bakka og útihús standa í sléttum túnbletti og lítill garður er í kringum húsið. Ekki eru nein merki um bæjarhól á núverandi bæjarstæði Bakka eða uppsöfnun mannvistarleifa. Íbúðarhúsið er bárujárnsklætt timburhús frá 1904 og sambyggt því er steypt yngra hús, heldur minna, óvíst er hvenær það var reist. Bæði húsin eru með ris undir súð og kvistur er til suðvesturs á risi bárujárnshússins. Saman eru húsin um 9×5 m að stærð, snúa suðvestur-norðaustur en eldra húsið er um 5×5 m og það yngra 4×5 m að stærð. Um 4 m eru upp í mæni á yngra húsinu en um 5 m á því eldra. Dyr eru á miðri norðausturhlið yngra hússins og á norðvesturgafli þess. Ekki eru dyr á eldra húsi nema inn í það yngra á norðausturvegg. Ekki er að sjá eldri byggingaleifar á hlaðinu. Um 6 m vestan við íbúðarhús er bárujárnsklætt útihús með þrjár burstir, það er um 16×11 m að stærð fyrir utan lítið gróðurhús sem byggt hefur verið við suðvesturenda þess. Húsið snýr norðaustur-suðvestur.

Bakki (elsta bæjarstæði)
„Það mun rétt vera að núverandi Bakki sé þriðji bústaðurinn sem vitað er um þar. Fyrsti Bakki er kominn út í sjó, annar Bakki er rústir á sjávarkambinum, en sá þriðji var byggður svo langt frá sjó að ekki mun þarfa að hopa með hann fyrir ágangi sjávar á næstunni.“
Ekki sést til fornleifa.

Naustin

Bakki

Bakki – Naustin; uppdráttur.

„Bakkavarir voru hér við Bakkakampinn en eftir honum lá Bakka-Sjávargarðurinn, Bakka-Naust og Bakka-Skiparétt,“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnar.
„Um 80 m sunnan við rústir Gamla-Bakka er Bakkavör ásamt skiparétt og sjávarhúsum. Í Bakkavör eiga einnig Litlibær, Móakot, Fjósakot og Hátún uppsátur.
Örstutt upp frá Naustunum var býlið Bjarg […],“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. Samkvæmt túnakorti frá 1919 voru ýmis mannvirki niður við sjó, um 150 m norðvestan við Bakka og 60 m SSV við Gamla-Bakka. Þau eru skráð hér sem ein minjaheild auk annarra minja sem eru á svæðinu en ekki eru á túnakorti.

Bakkavör

Bakki

Bakki – vörin.

Vörin er milli tveggja klappa, um 5×5 m að innanmáli. Upp af vörinni er slétt klöpp og á henni nokkuð af lausu fjörugrjóti. Ekki er ljóst hvort vörin er alveg náttúruleg eða mannaverk. Þó má vel sjá merki þess að vörin hafi verið rudd, auk þess sjá má járnkengi í klöpp ofan hennar.
Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls var árið 1703 heimræði og ágæt lending á Bakka. „Niður við sjó eru varir nefndar Bakkavarir verstu lendingar á allri ströndinni, þar oft brim og ólendandi, þar innaf eru tóftir eftir kot sem hét Bakki er svo var flutt undan sjó þar sem nú er bærinn við sjóinn,“ segir í örnefnaskrá Bakka, Móakots og Bjargs. „Um 80 m sunnan við rústir Gamla-Bakka er Bakkavör ásamt skiparétt og sjávarhúsum. Í Bakkavör eiga einnig Litlibær, Móakot, Fjósakot og Hátún uppsátur,“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. Bakkavör er um 85 m suðvestan við Gamla-Bakka. Vörin er í stórgrýttri klapparfjöru. Ofan við vörina til suðausturs eru hlaðnir steinveggir og steypt hús undir bárujárnsþaki.

Bakkakrókur

Bakki

Bakki – Heiðargarður.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: „Backakrokur, eyðihjáleiga, hefur í eyði legið yfir fjörutíu ár. […] Nú brúkar ábúandinn grasnytina, og má ei að skaðlausu missa.“ „Til suðurs með sjónum, stuttan spöl, var garður hlaðinn frá Garðsendanum [enda Heiðargarðs og síðan þvert út fjöruna í stóra og háa klöpp, er Garðsendaklöpp nefnist.

Litlibær

Litlibær, Bjarg og Bakki – uppdráttur ÓSÁ.

Þarna í girðingakróknum eru rústir bæjar er Krókur nefndist eða Bakkakrókur. Þarna hafa húsakynni verið lítil, máski upphaflega sjóbúð. Bakkakrókur fór í eyði 1660,“ segir í örnefnaskrá. Bakkakrókur er 300 m austan við Gamla-Bakka og 10 m vestan við norðurenda Heiðargarðs. Tóftin er í túni umkringdu hrauni og mólendi. Grýtt fjara með svörtum klöppum og ljósum skeljasandi er skammt frá.
Nú sést aðeins ein tóft á þessum stað.

Litlabær

Bakki

Bakki og Litlibær.

„Litlibær stóð í Litlabæjartúni eða Litlubæjarlóð. Þar var rétt hjá Litlabæjartjörn,“ segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: „Litlibær var tómthús í upphafi, en síðar grasbýli frá kirkjujörðinni Kálfatjörn. […] Helgi byggði upp Litlabæ úr torfbæ í timburhús árið 1906.“ Þar kemur einnig fram að býlið hafi verið byggt fyrir 1884. Húsið sem stendur nú var byggt 1934 og notað sem sumarbústaður.

Heimildir:
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2011.
-Kálfatjörn, örnefnalýsing – Ari Gíslason skráði.
-Kálfatjörn, örnefnalýsing – Gísli Sigurðsson skráði.
-„Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi – Svæðisskráning“ eftir Svandísi Gunnarsdóttur.
-Örnefnalýsing Kristjáns Eiríkssonar um Kálfatjörn og kot þess, skráð eftir Ólafi Erlendssyni og Gunnari Erlendssyni 18.11.1976.
-Oddgeir Arnarsson – Örnefni í Kálfatjarnarhverfi og Flekkuvík í Vatnsleystrandarhreppi, ritgerð 1998.
-Guðmundur Björgvin Jónsson, Mannlíf og mannvirki á Vatnsleysuströnd.

Litlibær

Bakki, Bjarg og Litlibær – túnakort 1919.