Landnámssýning

Eftirfarandi punktar um landnám Íslands eru fengnir úr nokkrum af fjórtán erindum sem flutt voru á ráðstefnu Vísindafélags Íslendinga haustið 1990. Fengnir voru 17 fræðimenn á ýmsum sviðum til að fjalla um viðfangsefnið. Efnið var síðan gefið út í bókinni „Um landnám Íslands“ árið 1996.

Húshólmi

Skáli í Húshólma.

Ólafur Halldórsson fjallar um málið og menninguna, þ.e. þess fólks, sem kallað hefur verið landnámsmenn Íslands. Hann getur þess að ekki séu til neinar samtímaheimildir íslenskar um það mál sem landnemarnir töluðu. Hér á landi hafa engir rúnasteinar fundist frá fyrstu öldum byggðarinnar og engar heimildir eru um að Íslendingar hafi reist látnum vinum og vandamönnum bautasteina, enda hafa engir þvílíkir steinar fundist. Í Reykjaholtsmáldaga og í predikunarbók, tvö blöð, sem varðveitt eru í Árnasafni, eru elstu textar íslenskir. Þar má sjá það mál sem Íslendingar töluðu um miðja 12. öld, en þá töluðu allir Íslendingar sömu tungu og þá gekk um öll Norðurlönd, utan Finnlands. Sérhljóðakerfið var flókið, eða 27 sérhljóð. Málið tók töluverðum breytingum á 13. og 14. öld og hefur í raun haldið áfram að breytast fram á okkar daga – og er enn að breytast. Málið okkar fylgir norskunni; hún er vesturnorrænt mál. Elstu handrit norsk eru frá svipuðum tíma og elstu íslensku handritin og nægilega mikill texti er varðveittur á þeim til þess að málfræðingar hafa getað gert sér grein fyrir mállýskumun í norsku um miðja 12. öld og greint á milli vestur- og austurnorsku. Mannanöfn og örnefni eru órækur vitnisburður um að allur þorri landnámsmanna hefur verið mæltur á norræna tungu. Sum nöfn benda þó til keltnesks uppruna eða siðar, s.s. Fjallið eina og Heiðin há. Landnemarir voru flestir heiðnir og bar menning þeirra þess glögg merki, bæði í rituðum heimildum og fornleifum. Í þjóðsögum og venjum, sem landnemarnir hafa haft með sér að heiman, örlar sannarlega einnig fyrir keltneskum minnum. En hugur landnámsmanna reikar jafnan til fyrri heimkynna og má segja að hugur margra hafi verið í Noregi. Menningin í upphafi hefur að miklu leyti verið norsk bændamenning, en með ákaflega hollum áhrifum sem landnemar frá byggðum norrænna manna á Bretlandseyjum hafa flutt með sér, þar á meðal sumt af keltneskum rótum runnið.

Kría

Jakob Benediktsson ritar um ritaðar heimildir um landnámið. Getur hann þar um og vitnar til Íslendingabókar og Landnámabókar. Bæði þessi rit eru upphaflega til orðin á fyrstu áratugum 12. aldar, og milli þeirra eru bein tengsl. Ritin voru afrituð nokkrum sinnum.
Ari fróði samdi tvær gerðir Íslendingabókar, en eins og kunnugt er endurskoðaði hann fyrri bókina að tilmælum biskupanna og Sæmundar fróða, og felldi út úr henni hluta. Fyrri gerðin er glötuð, en hún var til fram á 13. öld. Síðari gerðin er varðveitt í nokkurn veginn þeirri mynd, sem ætla má að Ari hafi gengið frá henni. Brynjólfur biskup lét Jón Erlendsson skrifa hana upp eftir handriti frá því um 1200. Lét hann m.a.s. gera það þrisvar. Gamla skinnbókin er þó glötuð, en tvö afritin hafa varðveist.
Elsta afrit Landnámabókar er Sturlubók (Sturlu Þórðarsonar d. 1284). Hún ein er varðveitt heil í uppskrift Jóns Erlendssonar eftir allgóðu handriti frá því um 1400, en það handrit brann 1728. Önnur gerðin er Hauksbók (Haukur Erlendsson (rituð 1306-08). Fjórtán blöð eru varðveitt úr henni, en einnig var hún til í afriti í svonefndri Styrmisbók. Melabók, kennd við Melamenn í Melasveit, var afrit frá því um 1300. Aðeins tvö blöð hafa varðveist. Skarðsárbók er samsteypa úr Hauksbók og Sturlubók, afrituð af Jóni Erlendssyni. Hún var grundvöllur fyrstu útgáfu Landnámabókar 1688.
SelurGuðmundur Ólafsson fjallar um vitnisburð fornleifafræðinnar um landnám Íslands. Þar segir hann að fornleifafræðin fáist um nafnlausa einstaklinga og þær áþreifanlegu leifar sem þeir hafa skilið eftir sig. Þær minjar sem um ræðir eru einkum forngripir, grafir og greftrunarbúnaður og mannvirkjaleifar. Í lokin segir hann að hugsanlega eiga eftir að finnast sannanir fyrir því að hér hafi menn numið land fyrr en núverandi heimildir gefa tilefni til að ætla. Í dag liggja þó engin gögn fyrir, sem réttlæta slíkar staðhæfingar.
Ólafur Jensson sagði frá erfamörkum, erfðasjúkjómum og uppruna Íslendinga. Í rannsóknum sem gerðar hafa verið benda niðurstöður til þess að okkur svipi til Norðmanna í um 63% tilvika og til Íra í um 13% tilvika. Þá svipar um 22% Íslendinga hvorki til Norðmanna né Íra.
Stefán Aðalsteinsson fjallar um uppruna íslenskra húsdýra. Hjá honum kemur m.a. fram að nautgripir hafi helst komið frá Guernsey eða jafnvel verið af gömlu norsku kúakyni. Hross hafi komið frá Hjaltlandi og sauðfé verið ættað frá Noregi. Geitur, svín og hundar voru ættuð frá Norðulöndum, kettir frá Írlandi, en óvíst er um uppruna músa.
Þá er fjallað um gjóskulagarannsóknir m.t.t. aldursgreininga, geislakolsaðferðina til nota við aldursgreiningu, frjókornagreiningu til aldursákvörðunar, ískjarnatöku úr jöklum til aldursákvörðunar, veðurfar á Íslandi um landnám, gróðurfar, landnýtingu og fleira.

Hafurbjarnastaðir

Gripir sem fundust í kumli við Hafurbjarnastaði.

Kastið

Í bókinni Flugsaga Íslands – í stríði og friði – eftir Eggert Norðdahl er m.a. getið um tvö flugslys í Fagradalsfjalli á árinu 1941.

Langihryggur

Langihryggur – slysavettvangur.

„Aðfaranótt fimmtudagsins 24. apríl klukkan 05:45 rakst breski Short Sunderland Mk.I flugbáturinn N9023 „KG-G“ úr 204 flugsveit RAF á austurhlið Fagradalsfjalls [í svonefndum Langhól] í Reykjanesfjallgarði í þoku og dimmviðri. Flugbáturinn hafði bækistöð á Skerjafirði og var að koma úr herflugi undir stjórn flugstjórans F/Lt Huges. Áður hafði áhöfn hans reynt að ná stefnumiðun á Reykjavík en ekki tekist. Flugmaður flugbátsins sá fjallshlíðina á síðustu stundur og náði að lyfta nefi hans þannig að hann rakst ekki beint inn í hlíðina. Þegar hann rakst á fjallið var hann í flugstefnu frá Reykjavík. Flugvélin brotnaði mikið og í henni kviknaði. Einn úr áhöfninni, P/O. J. Dewar aðstoðarflugmaður, kastaðist í gegnum þakið á flugstjórnarklefanum. Þrátt fyrir sprengingar í skotfærum og vitneskju um djúpsprengjur í flakinu fór hann félögum sínum til hjálpar en þrír þeirra voru mikið slasaðir. Einn þeirra var yfirmaður hans. Bjó hann um sár þeirra og gekk síðan 20 km yfir illfært hraun heim að Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem hann gat hringt til Reykjavíkur eftir aðstoð. Samkvæmt heimildum lést einn í slysinu og tveir úr brunasárum á sjúkrahúsi en aðrir tíu slösuðust meira og minna.“

Langihryggur

Á slysstað í Langahrygg.

Hitt flugslysið varð suðaustar í Fagradalsfjalli. „Sunnudaginn 2. nóvember fórst stór tveggja hreyfla bandarískur flotaflugbátur á Langahrygg norðaustan Grindavíkur. Hann var Martin PBM-I Mariner og hafði auðkennið „74-P-8“ hjá VP-74 flugsveitinni í Reykjavík. Hann var sendur ásamt tveimur öðrum Mariner flugbátum frá Skerjafirði klukkan 03:30 um nóttina til að finna skipalestina ON.30 sem í voru 41 skip. Skipalestin hafði tafist í slæmu veðri og lélegu skyggni á vesturleið. Þetta verndarflug var líka til að fylgja 7 flutningaskipum og 5 bandarískum tundurspillum frá Íslandi til móts við hin skipin. Flugbátarnir töfðust á leiðinni vegna veðurs og komu fyrst að minni skipalestinni (08:15). Komu áhafnirnar auga á stóru skipalestina löngu síðar (09:45) og vernduðu skipalestirnar að mætingarstað.
Þar tóku bandarísku tundurspillarnir frá Íslandi við fylgd skipalestarinnar frá Bretum. Vegna versnandi veðurs urðu flugbátarnir að hætta verndarfluginu og snúa heim kl. 11:00. Á heimleiðinni versnaði veðrið enn til mikilla muna. Til aðstoðar flugbátunum á heimleið voru því hafnar útsendingar radíómerkja frá bandaríska herskipinu USS George E. Badger við Reykjavík… Fljótlega eftir að flugbátarnir yfirgáfu skipalestina flugu þeir allir blindflug vegna þoku og lágskýja hver í sínu lagi. Mariner flugbátarnir „74-P-3“ og „74-P-9“ lentu á Skerjafirði klukkan 14:35. Ekkert heyrðist til þess þriðja eftir kl. 14:10.
SlysstaðurÖllum sveitum á svæðum nálægt Reykjavík og á Suðurnesjum var tilkynnt um að flugbáts væri saknað en lágskýjað og leiðinlegt veður kom í veg fyrir leit úr lofti. Herflokkar leituðu í landi aðfaranótt 3. nóvember og um morguninn fann flugmaður bandarískrar Curtiss P-40C Warhawk orrustuvélar flak flugbátsins utan í fjallshrygg nálægt Grindavík. Allir 11 mennirnir, sem verið höfðu um borð, höfðu farist þegar flugbáturinn sprakk og brann við að rekast á fjallið. Bráðið álið hafði runnið niður brekkurnar og var eftir á að líta eins og snjó hefði fest í hlíðina að sögn manna sem komu á slysstaðinn. Flugstjóri flugbátsins var Ensign G.N. Thornquist og var Ensign G. Bialek flugmaður. Einni farþegi var um borð. Það var 2/Lt. William P. Robinson úr bandaríska landhernum. Þetta var mesta flugslys sem orðið hafði á Íslandi fram til þess tíma.“
Þriðja flugvélaflakið í Fagradalsfjalli (Kastinu) er úr B-24 sprengjuflugvél er fórst 3. maí 1943. Með henni fórust 14 manns.

Heimild:
-Eggert Norðdahl, Flugsaga Íslands – í stríði og friði – I, Örn og Örlygur 1991, bls. 153 og 246.

Kastið

Á slysavettvangi í Kastinu.

Garður

Skammt frá bænum Vegamótum í Garði, sem nú er kominn í eyði, er stór steinn, hellulaga, og eru undir honum þrír steinar, sem hann hvíldi áður á. Munnmæli eru um, að eitthvert letur hafi verið á steininum, en það hef ég aldrei séð og veit ekki af neinum, sem hefur séð það, og ekki er mér heldur kunnugt um að neinn fróðleiksmaður hafi athugað steininn til að ganga úr skugga um hvort letrið sé þar enn. En sögn er, að undir þessum steini hvíli fornmaður nokkur, og steininn megi alls ekki hreyfa.

Garður

Garður – haugur fornmannsins.

Nú er það á öldinni sem leið, að á Lykkju í Garði bjó Þorsteinn Ólafsson, faðir Björns hafnsögumanns í Hafnarfirði og afi sér Þorsteins Björnssonar fríkirkjuprests í Reykjavík. Þorsteinn Ólafsson var framkvæmdamaður mikill og kappsfullur. Eitt sinn stóð hann í einhverjum byggingum og vantaði tilfinnanlega stóran stein. Kom honum þá í hug að steinninn á leiði fornmannsins mundi henta sér ágætlega. Þorsteinn vissi þó hverjar sagnir gengu um steininn, að hann mætti ekki hreyfa, því að þá mundi illt hljótast af. En hann var maður ófælinn og kjarkmikill og lét sér ekki smámuni fyrir brjósti brenna, enda var hann hið mesta karlmenni. Varð það svo úr, að hann safnaði mönnum til að bera steininn heim, og urðu þeir 8 saman. En steinninn var svo þungur, aðþeir áttu fullt í fangi með hann, enda þótt þeir væru svo margir. Eftir mikið og langt erfiði komu þeir honum þó á þann stað, en Þorsteinn hafði ætlað honum.

Garður

Fornmannaleiðið í Garði – letursteinn.

Eftir að þessu stórvirki var lokið, var Þorsteinn að vinna eitthvað úti við. Skyndilega syfjaði hann þá svo mjög, að hann mátti ekki halda sér vakandi. Fór hann því heim, gekk upp á baðstofuloft, hallaði sér upp í rúm og var þegar sofnaður. Dreymir hann þá, að upp úr baðstofustiganum kemur maður, stór og aðsópsmikill, og skipar honum harðalega að skila steininum þangað sem hann var tekinn. Þorsteinn hrökk upp við þetta og þóttist sjá á eftir manninum niður stigann.

Var Þosteinn nú glaðvaknaður. Ekki setti hann þetta neitt fyrir sig, heldur fór á fætur og gekk út til vinnu sinnar, sem hann hafði frá horfið.

Garður

Letursteinninn í Garði.

En hér fór sem áður, að skyndilega sækir hann svefn svo að hann má ekki halda sér vakandi. Lagðist hann þá út af og sofnaði skjótt. Kemur þá sami maðurinn að honum aftur og er nú enn byrstari í bragði, er hann skipar Þorsteini að skila steininum. Þorsteinn hrekkur upp við þetta og íhugar draum sinn. En vegna þess að hann trúði ekki á neina fyrirburði, ætlaði hann að humma þetta fram af sér. Og enn fer hann til vinnu sinnar.
Fór nú sem fyr, að brátt syfjar hann svo, að hann má ekki annað en leggjast til svefn og sofnar þegar. Kemur hinn ókunni maður þá til hans í þriðja sinn og er nú ærið gustmikill. Gengur hann að Þorsteini, tekur um fót hans og kreistir fast og segir að honum skuli hefnast fyrir, vilji hann ekki skila steininum.

Garður

Garður – Fornmannaletursteinn.

Nú vaknar Þorsteinn og er honum þá nokkuð brugðið. Finnst honum sem hinn ókunni maður haldi enn heljartaki um fót sinn. Og rétt á eftir laust æðisverk í fótinn, svo hann mátti varla bera þær kvalir hljóðalaust.
Hann sagði nú konu sinni frá draumum sínum, en hún sagði að steininn skyldi þegar flytja á sinn stað. Þorsteini var ekki um það, vildi ógjarna láta undan því er hann kallaði draumarugl. En ú varð konan að ráða.

Voru þá fengnir menn til að flytja steininn aftur á sinn stað, og urðu þeir fjórir saman.
Einn af þessum mönnum hét Stefán Einarsson og var frá Króksvelli í Garði. Hann sagði mér svo frá síðar, að þeim hefði virzt steinninn mjög léttur og veitzt miklu auðveldara fjórum að bera hann en þeim 8, sem höfðu sótt hann.
Síðan hefur enginn hróflað við steininum.

Garður

Garður – grafið í fornmannagröf.

En af Þorsteini er það að segja, að hann tók svo mikið fótamein, að hann varð að liggja vikum saman.
(Sögn Unu Guðmundsdóttur, Gerðum – 1960).

Garður

Garður – uppgröftur.

Í þjóðsögu einni „Steinninn haugbúans í Lykkju“ segir að steinninn hafi staðið á öðrum þremur, en þegar hann hafi verið færður á sinn stað aftur hafi einungis tveir aðrir stutt við hann. Þannig mun hann vera enn þann dag í dag.

Garður

Garður – letursteinninn.

Í ferð FERLIRs um Garð var m.a. kíkt á letursteininn. Greinileg merki um leturröð eru eftir honum miðjum. Með því að núa snjó í letrið mátti þó greina einstaka rúnastafi. Erfitt er að greina einstök tákn eða stafi, en þar til gerðir fræðingar gætu eflaust komist að því hvers konar letur er um að ræða. Áletrunin er greinilega mjög forn. Ofan við steininn er manngerður haugur.

Garður

Garður – uppgröftur í haug „Haugbúans“.

Þess skal getið að þegar FERLIR gróf í „Hauginn“ árið 2010 komu í ljós berar klappir undir einhlaðinni steinhleðslu.

-Álög og Bannhelgi eftir Árna Óla, útg.: Setberg, bls. 230.
-Sigfús II 136

Garður

Áletrun á „Fornmannasteininum“…

Esja

Í fornleifaskráningu Ragnheiðar Traustadóttur Önnu Lísu Guðmundsdóttur um Kollafjörð má sjá eftirfarandi um Arnarhóla (dysjar) og forna götu.
Arnarholl-1„Kollafjarðar er fyrst getið í Kjalnesingasögu. Helgi bjóla setti Kolla hinn írska niður í Kollafjörð. (Í.F., [Kjalnesingasaga], XIV. bindi, s. 5). Jarðarinnar getur í fógetareikningum á árunum 1547-1552. (D.I., XII. bindi, s. 117). Jörðin var í konungseign 1705 og jarðardýrleiki óviss.“
Arnarhóll er ofan og sunnan Kollafjarðar. “Suðvestur af Réttarholti mitt á milli réttarinnar og þjóðvegarins er Arnarhóll, þar sem Örn austmaður var veginn.” (Ö.Ko.1). “Á Móholti, þar sem gamli vegurinn liggur yfir “Flóalæk”, eru tveir hólar (eða dysjar). Annar er fast við veginn, norðan til á móholtinu. Hinn er nokkuð austar og er stærri. Þessir hólar (eða dysjar) voru báðir kallaðir “Arnarhólar” og kenndir við Örn austmann.” (Ö.Ko.2). “Arnarhóll er frekar lítill hóll með þúfu í kolli.” (Ö.Ko.3). “Arnarhóll er utan við Flóann, vestnorður af honum.” (Ö.Ko.4).“
Arnarholar-2Í Arnarhólum hafa verið talin vera kuml. Í örnefnalýsingu segir: “Á Móholti norðan við, þar sem gamli vegurinn liggur yfir Flóalæk”, eru tveir hólar (dysjar). Annar er fast við veginn, norðan til á Móholtinu. Hinn er nokkru austar og er stærri. Þessir hólar (dysjar) voru báðir kallaðir “Arnarhólar” og kenndir við Örn austmann”. Hóllinn er á miðju móholtinu og ber greinilega við.“ Hólar þessir eru mjög greinilegir og erfitt að segja til um hvort þeir séu manngerðir. Sá, sem hér um ræðir, er sporöskjulaga með upphækkun í miðjunni, sem virðist vera hlaðin, sést í grjót á stöku stað og er erfitt að gera sér grein fyrir hvort menn hafi komið því þar fyrir. Lengd hólsins er um 10 m og breidd 5 til 6 m. Hæð hans er frá 10 til 60 sm.
Esjumelar-2Í örnefnalýsingu segir: “Á Móholti norðan við, þar sem gamli vegurinn liggur yfir Flóalæk”, eru tveir hólar (dysjar). Annar er fast við veginn, norðan til á Móholtinu. Hinn er nokkru austar og er stærri. Þessir hólar (dysjar) voru báðir kallaðir “Arnarhólar” og kenndir við Örn austmann”. Þessi hóll er norðan við 282-23 og liggur við hina fornu leið inn Kollafjörðinn. Hóllinn er afar greinilegur og ber við þegar komið er á vettvang.“
Við hólinn liggur forn gata. „Hóllinn liggur fast við hina fornu leið og 4 metrum frá hellulagðri brú/ræsi sem hefur verið lögð yfir læk sem nú er uppþornaður. Hin forna leið liggur um norðurhluta Móholtsins, nærri samhliða núverandi Vesturlandsvegi og inn í Kollafjörðinn. Leiðin er einstaklega vel varðveitt í sjálfu Móholtinu og er hægt að rekja sig eftir henni frá Flóalæk og yfir Móholt að mestu samhliða Vesturlandsveginum en um 50 m ofar. 

Esjumelar-3

Vegurinn liggur yfir mógrafir og að hluta til virðist hann uppbyggður.“
Á leiðinni er brú. „Á hinni fornu leið, þegar komið er um hana miðja af því sem varðveist hefur, er að finna hellulagða brú/ræsi yfir uppþornaðan lækjarfarveg. Stórar grjóthellur hafa verið hlaðnar yfir lækjarfarveg. Hellurnar eru allt 1 m á lengd. Farvegurinn er nú orðið ógreinilegur.“
Örn austmaður, sbr. 8. kafla Kjalnesingasögu: „Eftir leikinn gekk Kolfinnur út að vanda og fór leið sína. En er hann kom suður af holtunum hlupu þeir Örn austmaður upp og sóttu að honum.
Esjan-202Kolfinnur varðist með lurkinum og barði vopnin fyrir þeir. Varð þeim hann torsóttari en þeir hugðu. Og er þeir höfðu saman átt um hríð sló Kolfinnur sveininn í rot. Hraut þá frá honum bæði skjöldurinn og sverðið. Kolfinnur greip þá upp hvorttveggja. Sótti hann þá að Erni austmanni og lauk svo að Örn féll en Kolfinnur varð sár. Í því raknaði sveinninn við og vildi Kolfinnur ekki gera honum meira. Gekk hann þá leið sína. Sveinninn sá Austmanninn veginn. Skaut hann þá yfir hann skildi, gekk síðan heim í Kollafjörð. Kolli lét flytja heim lík hans og búa um eftir siðvenju.“
Lík Arnar austmanns var sem sagt „flutt heim og um það búið að siðvenju“. Hólarnir tveir eru þá líklega bara tilvísun í atburðinn sjálfan þar sem tveir menn börðust…, nema annað eigi eftir að koma í ljós.

Heimildir m.a.:
-Örnefnaskrá Ara Gíslasonar yfir Kollafjörð. (Ö.Ko.1).
-Byggt á fornleifaskrá Ragnheiðar Traustadóttur Önnu Lísu Guðmundsdóttur.

Kollafjörður

Kollafjörður 1906. Mynd frá dönsku mælingamönnunum.

Hafnarfjörður

Í Alþýðublaðinu árið 1935 er m.a. fjallað um „Stækkun Hafnarfjarðar – Heimild handa ríkisstjórninni til að fakat lönd í Hafnarfirði, Garðahreppi og Grindavíkurhreppi eignarnámi:

emil jonsson„Emil Jónsson flytur frumvarp um eignarnámsheimild handa ríkisstjórninni til að taka nokkur lönd í Hafnarfirði, Garðahreppi og Grindavíkurhreppi og um stækkun lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar. Segir svo m. a. í frumvarpinu: Ríkisstjórninni er heimilt, að taka eignarnámi: Alt óræktað land Jófríðarstaða í Hafnarfirði. Afnotarétt af öllu óræktuðu landi jarðarinnar Ás í Garðahreppi. Þann hlutann af óræktuðu landi jarðarinnar Hvaleyri í Hafnarfirði, sem ekki er þegar eign Hafnarfjarðarkaupstaðar. Eignar- og afnotarétt þess landsvæðis í Garðahreppi, sem takmarkast þannig: Að norðvestan af beinni línu úr Arnarnesi í Hnoðraholt (hreppsmörk Garðahrepps), að suðaustan af beinni línu úr Hnoðraholti í Miðaftanshól (í landamerkjum Hafnarfjarðarkaupstaðar), að sunnan af bæjarlandi Hafnafjarðarkaupstaðar, og að vestan af beinni línu úr suðvesturhorni Arnarnesvogs yfir vesturhorn Engidals, þó að undanskildum að minsta kosti 20 ha. af ræktuðu eða ræktanlegu landi fyrir hvert býli, sem nú er í ábúð á þessu svæði. Jarðirnar Krýsuvík og Stóra-Nýjabæ í Grindavíkurhreppi.

Krýsuvík

Horft yfir Krýsuvík um 1962 (HH).

Þegar eignarnámið hefír farið fram, skal ríkisstjórnin selja Hafnarfjarðarkaupstað þessi lönd jafnóðum, enda greiði kaupstaðurinn allan kostnað við eignarnámið, bæði til einstakra manna fyrir rétt þeirra til landsins og mannvirkja á því, og einnig til hreppsfélaga fyrir þá tekjurýrnun, er þeir kunna að verða fyrir vegna eignarnámsins. Skaðabætur þessar skulu metnar af gerðardómi þriggja manna. Búnaðarmálastjóri skal vera einn þeirra, annar skipaður af hæstafétti og sé þriðji af atvinnumálaráðherra.
Lönd þau, sem Hafnarfjarðar frumvörp, er öll fóru í mjög svipaða átt og þetta og miðuðu að því að bæta úr brýnni og aðkallandi þörf Hafnarfjarðarkaupstaðar á ræktanlegu landi. Um ástæður fyrir þessu frumvarpi má því í aðalatriðum vísa til greinargerða þeirra, er fylgdu þeim frv. Ástæður hafa í engu verulegu breyzt síðan.

Krýsuvík

Krýsuvík.

Áhugi fyrir aukinni ræktun er mikill og almennur í Hafnarfirði, en landið er lítið nærtækt, nema hraun, sem er óræktanlegt með öllu. Jófríðarstaðir, Ás og Hvaleyri eru þær jarðir, sem næst liggja bænum að sunnanverðu, og fylgir þeim öllum allmikið óræktað land, sem vel mætti takast að rækta, og; mundi að öllum líkindum þegar hafa verið ræktað, ef Hafnfirðingar hefðu átt þess nokkurn kost. Land þetta er aftur á móti lítið notað af eigendum eða ábúendum þessara jarða, og má því segja, að þeir missi ekki í mikils, þó að það væri af þeim tekið.
Um landsvæðið í Garðahreppi er það að segja, að afnotaréttinn að nokkrum hluta þess hefir Hafnarfjarðarbær átt kost á að kaupa, en málið hefir strandað á því, að menn í Hafnarfirði hafa ekki viljað taka þar smábletti upp á þau býti að verða fyrir það útsvarsskyldir í Garðahreppi. Hefir því nú verið tekið upp í frv. ákvæði um stækkun lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar, sem nemur því landi, er þarna getur komið til greina. Um þetta atriði hefir verið reynt að ná samkomulagi við Garðahrepp, en árangurslaust. En það er nýmæli í þessu frv. að Krýsuvík í Grindavíkurhreppi og Stóri Nýibær verði tekinn með. Er það gert með tilliti til þess, að þar eru einu jarðhitasvæðin í nágrenni Hafnarfjarðar. Hafa kaupstaðarbúar mikinn hug á að tryggja sér þau og notafæra á ýmsa lund síðar. Jarðir þessar eru nú lausar úr ábúð og í eyði, svo tíminn yrði aldrei betur valinn enn einmitt nú.“

Heimild:
-Alþýðublaðið, 14. mars 1935, bls. 1 og 4.
-althingi.is.

Krýsuvík

Krýsuvík.

Arnarseturshellir

 FERLIR ákvað að gera könnun á aðgengi upplýsinga á Netinu um áhugaverð og aðgengileg útivistarsvæði á Reykjanesskaganum.
Skrifuð voru 111 nöfn á jafn mörgum merkilegheitum á seðla og þeim síðan komið fyrir í Óþekktur hellir í Arnarsetriskjóðu. Ætlunin var að draga eitt nafn út og skoða það síðan með hliðsjón af umfjöllun helstu miðla, er hafa gefið sig út fyrir slíkt á svæðinu. Bundið var fyrir augu þess, sem átti að draga, honum snúið í hring og síðan leiðbeint í skjóðuna. Örnefnið „Arnarsetur“ var letrað á miðann, sem dreginn var.
Við skoðun eftirfarandi vefsíðum var getið um „Arnarsetur“:
1.Ferðamálasamtök Suðurnesja: „Eldvörp rétt austan vegarins til Grindavíkur, suður af Vogastapa.  Er yngsta hraunið á því svæði runnið þaðan en eldvarpið sjálft er dyngja. Í Arnarsetri urpu fyrrum ernir að sögn Bjarna Sæmundssonar.“
2. Nat.is/travelguide: „Eldvörp rétt austan vegarins til Grindavíkur, suður af Vogastapa.  Er yngsta hraunið á því svæði runnið þaðan en eldvarpið sjálft er dyngja. Í Arnarsetri urpu fyrrum ernir að sögn Bjarna Sæmundssonar.“
3. Grindavik.is: „Eldvörp rétt austan vegarins til Grindavíkur, suður af Vogastapa.  Er yngsta hraunið á því svæði runnið þaðan en eldvarpið sjálft er dyngja. Í Arnarsetri urpu fyrrum ernir að sögn Bjarna Sæmundssonar.“
4. Víkurfréttir.is: Alls ekkert um Arnarsetur.
5. Sveitarstjórnarvefir: Ekkert um Arnarsetur.
6. Ferlir.is: Fjallað er um Arnarsetur ánokkrum síðum vefsíðunnar.
Í Kubbnum í ArnarseturshrauniNiðurstaðan er sérstaklega áhugaverð, en jafnframt sláandi. Arnarsetur er ein merkilegasta jarðfræðimyndun á nútíma (1226), hún er að mestu óröskuð að gígnum sjálfum undanskildum, auk þess sem í afurðinni; hraunmyndunni, er að finna marga fagra hella og stórkostlegar hraunmyndanir, að mannvistarleifum meðtöldum. Að ekkert skuli t.a.m. vera minnst á Arnarsetur í Víkurfréttum, sem gefur sig út fyrir að vera alhliða miðlun fyrir svæðið, segir sína sögu um áhuga á viðfangsefninu á þeim bænum. Þá verður lítil hlutdeild og mjög takmarkaður áhugi hjá Ferðamálasamtökum Suðurnesja að teljast sérstaklega aumkunarverður.
Þótt Arnarseturs sé getið í 15 umfjöllunum FERLIRs koma auk þess fram upplýsingar um svæðið í 21 stað á vefsíðunni – ef vel er að gáð. Hér verður enn reynt að bæta um betur:

Eftirfarandi fróðleikur um erni má sjá á www.fuglavernd.is (skoðað 17. okt. 2007); „Ernir helga sér óðal (varpsvæði) sem nefnt er arnarsetur og eru á hverju óðali einn eða fleiri varpstaðir. Alls er vitað með vissu um 168 arnarsetur í landinu og eru þau langflest á núverandi varpslóðum arna, sem ná frá sunnanverðum Faxaflóa til Húnaflóa. Líklegt má telja að arnarsetrin hafi verið mun fleiri, því skipuleg söfnun upplýsinga um arnarstofninn hófst ekki fyrr en um 1920 þegar flest setrin voru löngu komin í eyði.
Hnappurinn í ArnarseturshrauniVitað er með vissu um arnarvarp á rúmlega 100 stöðum á síðustu öld og fram yfir aldamót. Sumir þessara varpstaða fóru í eyði á síðari hluta 19. aldar og ólíklegt er að ernir hafi orpið á öllum setrunum samtímis. Á móti kemur að mörg arnarsetur komust aldrei á spjöld sögunnar. Varlega áætlað hafa því orpið hér a.m.k. 100 pör áður en ofsóknir gegn örnum hófust fyrir alvöru í lok 19. aldar. Pörin gætu þó hafa verið mun fleiri, jafnvel 150.
Þegar ernir voru friðaðir árið 1914 er talið að í landinu hafi verið innan við 40 pör. Fuglunum hélt áfram að fækka fram yfir 1920, þrátt fyrir friðun, og útbreiðslan dróst saman. Stofninn var því aðeins um 25 og síðan 20 pör fram undir 1970, og innan við helmingur þeirra komu upp ungum árlega.
Á vordögum 2003 var vitað um 57 arnarpör í landinu og hafa fuglarnir ekki verið fleiri síðan þeir voru friðaðir. Þrátt fyrir það er einungis þriðjungur þekktra arnarsetra í ábúð og er útbreiðslan takmörkuð við vestanvert landið. Staða arnarstofnsins er því sterkari en um langt skeið.
Hestshellir í ArnarseturshrauniEnn er þó langt í land að arnarstofninn hafi náð sér eftir þær ofsóknir sem dundu yfir hann á þar síðustu öld. Ef allt væri með felldu ættu pörin að vera 100–200 og dreifð um land allt. Ef stofninn heldur áfram að vaxa með líkum hætti og undanfarin ár mun það taka meira en hálfa öld héðan í frá að ná því marki. En það mun aðeins takast ef friðun arnarins verður virt og búsvæðum ekki raskað frekar.
Þrátt fyrir að ernir hafi ekki orpið á sumum setrum í 100-150 ár eru enn ummerki um dvöl þeirra þar; hvanngresi og blómstóð vegna áburðar um aldaskeið. Á síðustu árum (1994-2003) hefur arnarstofninn vaxið um 15 pör (úr 42 í 57). Oftast nær hafa þessi “nýju” pör” orpið á stöðum þar sem öruggar heimildir eru um arnarvarp áður fyrr; sum þessara setra höfðu verið í eyði í allt að 120 ár er ernir tóku sér þar bólfestu að nýju. Það má því telja líklegt að ernir muni smám saman nema land á sínum gömlu heimaslóðum, svo fremi sem stofninn haldi áfram að dafna og setrunum verði ekki raskað eða þau gerð óbyggileg með Arnarseturshellir í Arnarsetriátroðningi og mikilli umferð. Það er því afar mikilvægt fyrir framtíð arnarstofnsins að vernda þessi gömlu setur.
Haförninn, sem oftast er kallaður örninn, er stór ránfugl, vænghafið um 220 cm og lengdin frá goggi aftur á stélenda er um 90 cm. Kvenfuglinn er nokkru stærri og þyngri (5–6 kg) en karlfuglinn (4–5 kg). Ernir hafa gular klær, goggurinn er dökkur á ungfuglum en lýsist og verður gulur á kynþroska örnum. Ungir ernir á fyrsta ári eru dökkbrúnir en stél hvítt á fullorðnum örnum. Háls, herðar og höfuð lýsast og verða rjómagul með aldrinum. Latneskt heiti arnarins er Haliaeetus albicilla.
Fullorðnir ernir halda sig að mestu leyti í grennd við varpstöðvarnar. Sums staðar erlendis eru ungir ernir farfuglar eða flakka um. Ernir ferðast þó fremur lítið samanborið við marga aðra fugla og eftir að útbreiðslan dróst saman í kjölfar fækkunar þeirra á síðustu öld, einöngruðust margir arnarstofnar. Ernir á Íslandi og Grænlandi hafa sennilega verið algjörlega einangraðir í mjög langan tíma og ekkert bendir til þess að ernir annars staðar frá flækist þangað.
Nýfundið skjól í ArnarsetriAlls hafa verið merktir um 238 ernir hér á landi, aðallega stálpaðir ungar í hreiðrum. Þeir tiltölulega fáu fuglar sem hafa endurheimst fundust flestir innan 50 km frá merkingastað en ungir ernir hafa sést um land allt og flakka því víða um.
Í 160 ára gamalli ritgerð eftir Jónas Hallgrímsson segi að örninn verði 100 ára eða meira og geti flogið þrjár þingmannaleiðir á klukkustundinni. Ernir geta að vísu orðið mjög gamlir, það er að segja þeir sem komast yfir erfiðasta hjallann – fyrsta veturinn. Merkingar á örnum erlendis gefa til kynna að sumir þeirra komist á fertugsaldurinn og í dýragörðum hafa ernir lifað fram undir sextugt.
Fram undir aldamótin 1900 var örninn tiltölulega algengur og útbreiddur varpfugl um land allt. Vitað er um 170 arnarsetur, forn og ný, flest við sjávarsíðuna á Vesturlandi en þar er útfiri mest og grunnsævi gjöfult af fugli og fiski. Í dag er útbreiðslan bundin við vestanvert landið: Vestfirði, Breiðafjörð og norðanverðan Faxaflóa.

Örn - DB

Yfir 60% af þekktum arnarsetrum eru innan núverandi varpsvæðis arnarins, þar af þriðjungur við Breiðafjörð. Við fjörðinn halda nú til um 66% allra arnarpara á Íslandi. Það er engin tilviljun að höfuðstöðvar arnarins skuli ávallt hafa verið á Vesturlandi og þá aðallega við Breiðafjörð. Örninn lifir að langmestu leyti á fæðu sem hann sækir í fjörur og á grunnsævi. Möguleikar arna til fæðuöflunar eru því nátengdir þessum strandsvæðum og ráðast m.a. af lífríki þeirra og hversu aðgengileg þau eru fyrir örninn árið um kring. Í frosthörkum á veturna nýtast sum svæðin illa vegna ísalaga, sérstaklega innfjarða. Sterk jákvæð fylgni er milli fjölda þekktra arnarsetra í einstökum landshlutum og flatarmáls fjöru.
Því fer fjarri að Breiðafjarðarsvæðið sé fullsetið örnum. En standa mörg gömul arnarsetur auð, til dæmis í Flateyjarhreppi hinum forna. Þar urpu nokkur á síðustu öld og stöku pör hafa reynt þar varp á seinni árum. Sennilega hafa arnarungar ekki komist upp á þessu svæði síðan Flateyjar Framfarastiftun byrjaði að greiða mönnum verðlaun fyrir arnardráp árið 1844.
Áður fyrr voru ernir litnir hornauga vegna barnsrána, lambadráps og tjóns á æðarvarpi. Hin seinni ár hefur svo til Örn - DBeingöngu verið kvartað undan örnum í æðarvörpum. Ágangur og meint tjón af völdum arna á nytjafuglum er svo til óþekkt erlendis og hefur því nær ekkert verið rannsakað þar.
Fjölmargar heimildir skýra frá meintu lambadrápi arna hér á landi fyrr á öldum og fram yfir 1960. Síðan þá hafa fáir borið örnum þetta á brýn og virðist lambadráp arna því vera að mestu úr sögunni. Rannsóknir Agnars Ingólfssonar kringum 1960 leiddu í ljós að ernir gátu aðeins hafa tekið lítinn hluta þeirra lamba sem þeim var kennt um að hafa drepið. Reyndar eru langflestar fullyrðingar um að ernir hafi tekið lifandi lömb byggðar á veikum forsendum; lömb hafa horfið á óskýranlegan hátt, kindur sem jafnan voru tvílembdar hafa nú verið einlembdar; lambshræ hafa fundist við arnarhreiður og ernir hafa sést éta hræ. Lambshræ finnast nú öðru hverju við arnarhreiður hér á landi og af útliti þeirra að dæma eru þau flest af sjálfdauðu. Lambadráp hafarna heyrir því til algerra undantekninga, hér á landi sem annars staðar. Hið sama verður þó ekki sagt um fjarskyldan ættingja: gullörninn; hann er vargur í véum.
Örn - DBErnir hafa sótt í æðarvörp frá fyrstu tíð og fræg er frásögnin um örninn í Viðey sem tókst ekki að hemja fyrr en heitið var á fulltingi Þorláks helga. Þá gómuðu menn gripfuglinn og förguðu honum. Örn og æður nýta sama kjörlendi til varps og fæðuöflunar og hafa gert alla tíð. Ernir drepa talsvert af æðarfugli sér til matar en mestu munar þó um þann usla sem þeir geta valdið í æðarvörpum.
Fjárhagslegt tjón af völdum arna er þó fremur fátítt og æðarvarp hefur verið í mikilli aukningu við Breiðafjörð á undanförnum árum í mikilvægustu heimkynnum arna og æðarfugls hér á landi. Fyrir kemur að ernir eru taldir valda miklu tjóni og vilja því sumir bændur að ríkið beri skaðann sem hlýst af friðun arnarins. Nær fjörtíu ára gamall Hæstaréttardómur (1966) tók undir þau sjónarmið en ríkisvaldið hefur hins vegar ekki viðurkennt bótaskyldu sína.
Þeirri skoðun virðist vaxa fylgi meðal æðarbænda við norðanverðan Breiðafjörð að koma eigi í veg fyrir arnarvarp í Björn Hróarsson segir frá Arnarseturshraunsmyndunum í bók sinni - Íslenskir hellargrennd við æðarhlunnindi og því eigi að heimila mönnum að reka erni burt af slíkum svæðum. Um þetta mátti m.a. lesa í blöðum í kjölfar hæstaréttardómsins vorið 2003. Ef slíkt yrði leyft, mætti telja víst að arnarstofninn biði varanlegan skaða af. Tillaga þessa efnis var reyndar flutt á Alþingi árið 1978 af tveimur þingmönnum Vestfjarða, en hún var felld. Ef heimila á mönnum að reka erni burt úr Breiðafjarðareyjum er víst að varp margra arnarpara mun misfarast árum saman og þar með mun draga verulega úr viðkomu arnarins. Slíkt þýðir einungis eitt: hnignun stofnsins og kastað verður á glæ 90 ára þrotlausri baráttu við að koma erninum úr útrýmingarhættu. Þá skýtur þetta skökku við þá vistvænu ímynd sem æðarbændur hafa verið að byggja upp á undanförnum árum og er m.a. forsenda þess að dúnmarkaðir virðast nú vera að opnast að nýju í Bandaríkjunum.
Ekki er nóg að friða erni, egg þeirra og unga ef varpstaðir þeirra eru berskjaldaðir fyrir truflunum, og fuglunum verður meinað að verpa á gamalgrónum varpstöðum.
Fylgst hefur veri ítarlega með arnarstofninum og hann vaktaður um margra áratugaskeið og er vöxtur hans og þróun betur þekkt en hjá nokkurri annarri fuglategund hér á landi. Örninn hefur verið stranglega friðaður í 90 ár og er á válista sem tegund í hættu (EN) vegna lítils stofns (<250 fuglar).
Örnum var útrýmt víða í Evrópu, fyrst með beinum fækkunaraðgerðum, en á síðustu áratugum hefur efnamengun og eyðilegging búsvæða reynst örnum skeinuhætt. Arnarstofnar í Norður-Evrópu eru víðast hvar í örum vexti, m.a. í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi og Póllandi. Alþjóða fuglaverndarráðið flokkar örninn meðal „sjaldgæfra fugla“ sem vernda þarf sérstaklega en hann er ekki talinn í útrýmingarhættu. Ernir eiga í vök að verjast víða á útbreiðslusvæði sínu og eru því stranglega friðaðir. Nýlega var samþykkt sérstök verndaráætlun um örninn í Evrópu.

Heimild m.a.:
-www.fuglavernd.is/arnarvernd/html/orninn/setur

Arnarsetur - hrauntröð

Gamlivegur

Ákveðið var að leita og fylgja svonefndum Gamlavegi frá Ártúni og Árbæ að Reynisvatni og áfram áleiðis að Búrfellskoti, en gata þessi lá á Þingvelli forðum daga. Af sögnum mátti greina að úrbætur hafi verið gerðar á reiðgötunni með það fyrir augum að gera hana vagnfæra millum höfuðstaðarins og hins helgasta staðar þjóðarinnar frá upphafi þjóðveldisins.
Gamlivegur-2Ljóst var þó að með stefnu í nútíma vegargerð hafi bæði tekið lítið sem ekkert tillit til hinna fornu gatna og áhugi á varðveislu þeirra hefur að sama marki verið engin í gegnum tíðina. Svo rammt hefur að þessu kveðið að í fornleifaskráningum síðustu ára er þessara tegunda fornleifa sjaldnast getið.
„Jarðarinnar Grafar mun fyrst getið í máldaga Maríukirkju á Bessastöðum sem tímasettur er til ársins 1352 en ekki er þar getið um eiganda jarðarinnar. Gröf var komin í eigu Viðeyjarklausturs 1395. Þá var gerð skrá um kvikfé og leigumála á jörðum klaustursins.
Gröf virðist hafa verið í einkaeign þar til í byrjun 16. aldar, því þann 5. september 1503 seldu Guðmundur Þórarinsson og Ingibjörg Jónsdóttir Árna ábóta jörðina fyrir fjórtán hundruð í lausafé og kvittuðu fyrir andvirðinu. Þann 10. desember sama ár (1503) var í Viðey gert skiptabréf Árna ábóta annars vegar og Halldórs Brynjólfssonar hins vegar, á jörðunum Strönd í Hvolhreppi og Gröf í Mosfellssveit.
Gamlivegur-3Þar með var Gröf aftur komin í einkaeign. Ekki eru heimildir fyrir því hvenær Halldór seldi jörðina, en hann var nefndur hinn auðgi og hafði mikið umleikis. Svo mikið er víst að jörðin hefur aftur orðið klausturjörð á tímabilinu 1503–um 1545 og hélst svo þar til klausturjarðir runnu til konungs um siðaskipti. Á árunum 1547–1552 er jarðarinnar svo getið í fógetareikningum Bessastaðamanna.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1704 er konungur talinn eigandi, en ábúandi er Einar Þórðarson. Leiga var greidd konungi í smjöri til Bessastaða.
Gamlivegur-4Kvaðir voru um mannslán og hestlán til Þingvalla og annarra staða, jafnvel stundum norður í land og í ýmsar áttir. Skila átti tveimur dagsláttum, tveimur hríshestum og einum eða tveimur móhestum. Skera átti torf, flytja lax úr Elliðaánum, sjá um skipaferðir, sækja timbur til Þingvalla, sinna hússtörfum á Bessastöðum og fleira. Engjar jarðarinnar voru mjög litlar. Kvikfénaður er skráður 6 kýr, 1 kvíga tvævetur, 8 ær með lömbum og 4 hestar. Heimilismenn eru skráðir 10. Kostir jarðarinnar eru taldir litlir. Hjáleigur eru taldar tvær, það eru Grafarkot sem byggst hafði upp fyrir 50 árum og hét hugsanlega Holtsstaðir áður og hjáleigan Oddgeirsnes sem var hafði verið eyðijörð í allra manna minni.
Gamlivegur-5Litlum sögum fer af jörðinni en skömmu fyrir 1840 er hún seld eins og flestar konungsjarðir á þessum slóðum. Gröf var mjög landstór jörð. Hún fékk nafnið Grafarholt þegar bærinn var fluttur á núverandi stað við Vesturlandsveg árið 1907. Þá bjó í Grafarholti bændahöfðinginn Björn Bjarnason hreppstjóri og um skeið alþingismaður, fróðleiksmaður mikill, en sérkennilegur í mörgu. Árið 1943 var jörðin Grafarholt lögð undir Reykjavík samkvæmt lögum og meginhluti hennar síðan tekinn eignarnámi 1944.
„Gamlivegur“ er til á nokkrum stöðum, s.s. á Vatnsleysuströnd og í Selvogi. Á uppdrætti Steinbjörns Björnssonar eru merktir nokkrir gamlir slóðar. „Gamli vegurinn“ er trúlega elsti slóðinn á milli Árbæjar og Hólms yfir Klapparholtsmóa og líklega elsti forveri Suðurlandsvegar.
Enginn örugg merki eru sjáanleg eftir hann nema hugsanlega nyrst við núverandi Gamlivegur-6Norðlingabraut. Leiðin er merkt rauð. Annar slóði lá svo suðvestur frá Rauðavatni inn Margrófina inn að Oddagerðisnesi. Þessi vegur var forveri Breiðholtsbrautar og er nú notaður sem reiðvegur að hluta nyrst. Slóðinn er merktur grænn. Að lokum slóði yfir Klapparholt og Klapparholtsvað yfir að Elliðavatni.
Fyrsti Suðurlandsvegurinn var gerður vagnafær 1886–1892. Hann lá frá Árbæ eftir Rofabæ og austur yfir Hellisheiði. Núverandi Suðurlandsvegur liggur að mestu í gamla vegstæðinu við Rauðavatn. Fyrir austan vatnið hefur gamli vagnavegurinn hugsanlega verið, þar sem nú er reiðvegur við Rauðavatnsskóg og austar núverandi bílvegur, norðan Suðurlandsvegar. Norðan við Suðurlandveg, fyrir austan Rauðavatn, er síðan um 13 hektara svæði sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hið eldra hóf plöntun í um 1900.
Þetta er eitt af Gamlivegur-7elstu skógræktarsvæðum landsins og er í dag notað sem útivistarsvæði. Nýbýlið Baldurshagi var þar sem nú er OLÍS bensínstöðin. Þar var rekin greiðasala á árunum 1920–1945. Austan við það var braggahverfið Camp Columbus Dump, sem var birgðageymsla.
Í örnefnaskrá er ritað um Gamla veg: ,,Þá erum við komin að Gamla vegi, sem lá um Leirdal, Kotsklofning, Flagið, Vörðulágar [svo] og eftir Eggjum”. Vegurinn var merktur inn á Herforingjaráðskort 1909. Miðað við núverandi skipulag liggur syðsti hluti golfvallarins í Grafarholti yfir veginn, og hann liggur um 300 m fyrir norðan prentsmiðju Morgunblaðsins við Hádegismóa.
Gamlivegur-8

Lýsing: Þar sem vegurinn er enn sjáanlegur, má sjá rás þar sem grjót hefur verið hreinsað upp úr melnum og hlaðið í kanta. Suðvestast eru um 70 m sem liggja í brekku og beygir vegurinn þar. Síðan kemur um 50 m kafli á milli tveggja flata á golfvellinum, og svo 30 m kafli.
Gamlavegi var fylgt í gegnum móan norðan við Hádegismóa áleiðis austur fyrir Grafarholt. Grafarkot var þar sem nú er golfskáli golfvallarins undir Grafarholti. Syðstu flatirnar liggja ofan á Gamlavegi. Hann sést þó vel koma niður á flatirnar ofan af móunum austan núverandi Suðurlandsvegar. Eftir að hafa gengið yfir flötina kemur gatan aftur í ljós í móakafla. Þar er gatan tvískipt; annars  vegar gamli reiðvegurinn og hins vegar fyrstu merki um vagnnveg, sem lagður hefur verið ofan í eða samhliða reiðveginum. Þessi ummerki má glögglega sjá á nokkrum stöðum á leiðinni upp á Reynisvatnsáss og áfram á leiðinni áleiðis til Þingvalla.
Nú hverfur gatan undir golfvallaflatir. Í rauninni er sorglegt til þess að vita að golfvallaleggjendur skuli ekki hafa skilið eftir ummerki eftir götuna á þessu svæði því það hefði alls ekki komið niður iðkuninni. Líklegt má telja að menn þeirra tíma hafi lítið sem ekkert spáð í gildi hinna fornu leiða m.t.t. framtíðar varðveislu. Lýsir það allnokkurri skammsýni hlutaðeigandi. Og skrítið má telja að ekki hafi verðar gerðar áætlanir strax á fyrstu tíð nútíma vegagerðar að gera ráð fyrir áframhaldandi sýnileika hinna fornu gatna, t.d. sem göngu- eða reiðleiðir, ekki einungis meða það fyrir augum að varðveitar slíkar heldur og til að sýna afkomendum hver þróun þeirrar tegundar mannvirkja hafi verið frá fyrstu tíð landnáms hér á landi.

Grafarsel

Gamlivegur sést ekki aftur fyrr en norðan Reynisvatns. Bæði hefur golfvöllurinn eytt honum og auk þess suðaustasta byggðin í Grafarholti. Ef tekið er mið af herforingjakorti frá árinu 1909 er gata sýnd sem reiðleið en ekki vagnvegur þrátt fyrir augljós ummerki séu eftir vagnveg samhliða reiðleiðinni. Vagnvegur er á sama korti sýnd sunnan Rauðavatns og er hann nefndur „Gamlivegurinn“, þ.e. með greini. Að henni verður vikið síðar.
Þegar komið var upp að Reynisvatni mátti sjá leifar að hlöðnum túngarði. Á kortinu fyrrnefnda er Gamlivegur sýndur liggja ofan garðsins og síðan áfram upp á Reynisvatnsás með stefnu til norðausturs vestan Miðdals. Þar endar gatan á kortinu, en í raun lá hún áfram að Búrfelli, til austurs sunnan fjallsins framjá Búrfellskoti og áfram upp í gegnum Seljadal og á Þingvelli.

Gamlivegurinn

FERLIR hafði áður rakið þennan hluta líkt og sjá má annars staðar á vefsíðunni.
Af ummerkjum að dæma virðist reiðleiðin (eldri gatan) hafa legið framhjá bænum Reynisvatni og síðan norður með vestanverðu vatninu og til austurs með því norðanverðu. Þar liggur gatan hlikkjótt, á hálsinn. Á sama kafla kemur vagnvegurinn upp frá vatninu með stefnu upp á hálsinn, í og til hliðar við reiðleiðina. Þegar upp er komið hefur götunum verið raskað með nýrri malarvegi, en handan hans sjást þær vel. Göturnar koma saman skammt handan malarvegarins, en síðan liggur reiðvegurinn samhliða vagnveginum skammt sunnar. Þær sameinast síðan og eftir það liggur nýrri malarvegur ofan á þeim til austurs norðan Langavatns uns þær venda til norðausturs vestan Miðdals, sem fyrr sagði.
Ekki er að sjá að minnst sé á Gamlaveg í öGamlivegur-9rnefnalýsingum fyrir Ártún, Árbæ og Reynisvatn. Eftir er þó að skoða umfjöllun um vegagerð í Ísafold og fleiri eldri tímaritum. Þar gætu mögulega komið fram upplýsingar um fyrrnefndan vagnveg á endurbættum Gamlavegi. Örnefnið gæti og hafa tengst úrbótunum og vagnvegurinn þá verið nefndur Gamlivegur, þótt þess sjáist ekki merki á kortinu frá 1909.
Þá var haldið þvert til suðurs yfir Reynisvatnsheiðina með stefnu á Grafarsel og Gamlaveginn. Eftir áningu í Grafarseli var komið inn á Gamlaveginn (með greini). Hann sést enn norðan núverandi Suðurlandsvegar. Þar sem nú er komið hringtorg austan Rauðvatns hefur vegurinn verið fjarlægður, en sjá má hvar hann kemur aftur í ljós í hæð skammt austar. Veginum var fylgt til norðvesturs. Á fyrrnefndu korti er vegurinn dreginn upp og skv. hnitsetningu er hann svo til nákvæmlega á sama stað. Er hann ágætt dæmi um nákvæmni kortagerðamanna er unnu sína vinnu fyrir 100 árum, án nokkurra nútíma GPS-tækja.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir m.a.:
-Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar (Gröf, Hólmur og Geitháls), Anna Lísa Guðmundsdóttir – 2010.

Gamlivegur

Gamlivegur – gangan.

Borgarkot

Krosshlaðin skjól má finna á a.m.k. þremur stöðum á Reykjanesskaganum, þ.e. við Borgarkot, á Njarðvíkurheiði og við Breiðagerði. Valdimar Samúelsson hefur skoðað þessi mannvirki með hliðsjón af því hvort þau hafi haft einhvern annan tilgang en að veita skepnum skjól fyrir veðrum og vindum. Hann hefur einnig verið í sambandi við FERLIR um önnur mannvirki á Skaganum er gætu tengst svipuðum mannvirkjum í öðrum löndum, einkum á víkingaslóðum vestanhafs.

Stóra-Krossskjól

Stóri-Krossgarður á Njarðvíkurheiði.

Samkvæmt mælingum Valdimars er Borgarkotskrossinn um 30 cm á hæð og lengdin er 14 metrar x 14 metrar. Garðar er mynda krossinn eru um 2 metrar á breidd. Mannvirkið er innan jarðlægs túngarðs um tóftir Borgarkots, skammt norðan þeirra. Því var raskað talsvert fyrir nokkrum árum er minkaveiðinn gengu þar berserksgang í leit að bráð sinni.
Breiðagerðiskrossinn er um 30 cm á hæð. Hann er hlaðinn á föstu bergi. Lengd á krossinum er 11 x 12 metrar og breidd garðanna er um 180 cm. Hann er því litlu minni en sá fyrrnefndi.
Krossinn fyrir innan og ofan Innri Njarðvík (sunnan Reykjanesbrautar) er hæstur eða um 60 til 70 cm þar sem hann er óhruninn og hefir sjálfssagt verið hærri fyrrum . Hann er stærstur af krossunum þrem eða 16 metra x 16 metrar, enda í enda. Garðar eru rúmir 2 metrar á breidd.
„Eftir þessar mælingar fór ég að spekúlera að það hlyti að vera einhvað meira við þessa krossa en það eina að vera skjólgarðar fyrir kindur þó ég viti hins vegar að kindur munu hafa notað þá sem skjólgarða.

Borgarkot

Krossskjól við Boargarkot – uppdráttur ÓSÁ.

Það sem kom í ljós eftir töluverða kortaskoðun og spekúlasjónir er það að allir þessir krossar eiga það sameiginlegt að hver og einn hefur mið af mjög sögulegum og landfræðilegum stöðum á sömu breiddarbaugslínu. Miðað við þessi gögn þá skera vestur og austur línur eftirtalda staði: Borgarkots kross á miðjan topp á Öræfajökli. Breiðagerðiskross á hæstu bungu á Ingólfsfjalli þ.e. Inghól sjálfan. Innri Njarðvíkurkrossinn fer beint í gegn um vörðurnar þrjár sunnan í Ingólfsfjalli.
Það væri gaman ef einhverjir geti sannreynt þetta en mér finnst þetta það merkilegt sögulega séð að þetta gæti orðið nánara rannsóknarefni.“
Að sjálfsögðu þurfa “krossskjólin” á Reykjanesskaganum ekki að hafa verið búin til fyrir kindur – upphaflega. Tilgangurinn gæti verið annar þótt skjólkenningin virðist nú nærtækust og sennilegust. En hvers vegna hlóðu menn þá ekki hringborgir á framangreindum stöðum til skjóls fyrir fé, eins og algengt var (þekktar eru um 70 slíkar á Skaganum)?

Borgarkot

Krossgarður við Borgarkot.

Borgarkotskrossinn er heima við bæ. Breiðagerðiskrossinn er skammt frá bæ. Innri-Njarðvíkurkrossinn er alllangt frá bæ. Þarna virðist því ekki vera um tengingu að ræða. Sá síðastnefndi er þó ekki langt frá Narfakotsborginni (Grænuborg), sem er hringhlaðin fjárborg.
Spurningin er hvort svarið við krosshleðslunum, ef það er annað en í fljótu bragði virðist, liggi í meiri nálægð við þau en að framan greinir – eitthvað sem menn gætu hafa haft í sjónlínu og verið þeim sameiginlegt gildi?
Krosshlaðin gerði veita skjól fyrir öllum áttum, líkt og hringhlaðnar fjárborgir. Þau hafa því þjónað sama tilgangi sem slík – en bara með öðru lagi.
En sem fyrr segir – hið augljósa og nærtækasta þarf ekki endilega að vera sennilegasta skýringin. Ef einhver hefur verið að velta þessu fyrir sér (því varla verður hjá því komist þar sem um áberandi mannvirki er að ræða) þá væri áhugavert að heyra frá hinum sama (ferlir@ferlir.is).

Stóri-krossgarður

Stóri-krossgarður.

Rjúpnadalir

Rölt var um Rúpnadali.

Bláfjöll

Á gangi um Bláfjöll.

Gengið var frá skarðinu á milli Selfjalls og Sandfells (af línuveginum) inn með Sandfelli, undir Rjúpnadalahnjúkum, um Rjúpnadali á Bláfjallaveg. Á leið um skarð yfir lágan háls, sást greinileg gata sniðhallt niður af hálsinum að austanverðu. Ósennilega er um fjárgötu að ræða því að gatan virtist vera upphlaðin. Þegar þetta var skoðað nánar virtist móta fyrir götu upp á hnjúkana, í stefnu á Rauðuhnjúka. Hugsanlega hafa lausríðandi eða gangandi menn á suðurleið stytt sér leið með því fara með Bláfjöllum að norðan/vestanverðu og á Heiðarveginn í stað þess að fara norður og austur fyrir fjöllin? Þessi leið er styst ef fara á í Selvog frá t.d. Mosfellssveit eða Kjalarnesi og þá af Vesturlandi – kortsett.
Verður skoðað betur á næstunni. Frábært veður – logn og sól.

Rjúpnadalir

Í Rjúpnadölum.

Reykjavíkursvæðið

„Hversu gamall er grunnurinn sem byggjum á í þéttbýlinu við Faxaflóa og hvaðan er það berg komið? Hversu oft hefur á síðustu árþúsundum dregið til stórtíðinda í eldstöðvum hér fyrir ofan, og hversu langt er síðan síðast?
Við búum í óskalandi jarðfræðinnar þar sem hægt er að lesa náttúruna eins og opna bók og greina sögu jarðmyndana; síendurtekinna gosa með hraunrennsli sem smám saman hefur hlaðið landið upp, en ísaldarjöklar hafa átt sinn þátt í  að móta það landslag sem nú blasir við. Allt er þetta harla ungt á jarðsögulegan mælikvarða; aðeins um 14-15 milljónir ára síðan elzta berg á Austfjörðum, Vestfjörðum og við mynni Eyjafjarðar varð til. Þetta er svo nýlegur atburður á jarðsögulegan mælikvarða, að það er eins og gerst hafi í gær.
Hraunakort-221Þegar landið okkar „fæddist“ voru til dæmis liðnar um 45 milljónir ára frá því stórslysi í náttúrunni sem orsakaði að risaeðlurnar dóu út. Þá voru þessi blessuð dýr búin að vappa um jörðina í milljónir ára og miðað við það var skaparinn ekki lengi að hlaða upp Ísland.
Hér er ekki ætlunin að rekja myndunarsögu landsins, heldur verður beint sjónum að tiltölulega litlum skika, sem skiptir þó verulegu máli þar sem meirihluti þjóðarinnar býr þar. Það er Reykjavíkursvæðið suður fyrir Hafnarfjörð, en mér til halds og trausts hef ég Þorleif Einarsson jarðfræðing og prófessor við Háskóla íslands. Hann er höfundur bókar um Myndun og mótun lands, sem hefur verið gefin margsinnis út og er mikil náma um jarðfræði Íslands.
Til þess að fá gleggri mynd af því sem gerst hefur og myndað það umhverfi sem við höfum daglega fyrir augunum, ókum við Þorleifur Suðurlandsveginn upp á Svínahraun, en þar dró „nýlega“ til tíðinda með eldgosi og hraunrennsli sem náði til Reykjavíkur. Við komum nánar að því síðar. Þessi samgönguæð, Suðurlandsvegurinn, væri úr sögunni ef það endurtæki sig, að ekki sé nú talað um þann usla sem hraunrennsli niður í Elliðavog mundi valda.
Við Þorleifur námum staðar á hárri bungu í Svínahrauni, þar sem sést suðvestur eftir hækkandi hraunum með Bláfjöll á hægri hönd. Þar er sú eldstöð sem nefnd er Leitin, en ekki er hægt að segja að hún sjáist frá veginum. Þorleifur segir að gígurinn sé á stærð við fótboltavöli, en hann er fullur af framburði ofan úr fjallinu. „Hraunið rann fyrst í norður“ segir Þorleifur, „og dreifðist yfir stórt svæði, enda þunnfljótandi, og rann síðan til vesturs hjá Litlu kaffistofunni, niður á Sandskeið og þaðan í afar mjóum farvegi alla leið niður í Elliðavog. Það er hinsvegar ekki þetta hraun sem við sjáum hér af veginum í Svínahrauni. Löngu seinna, nálægt árinu 1000, varð gos í Eldborgum skammt frá Leitum. Þaðan rann það hraun sem við stöndum á hér við Suðurlandsveginn; Svínahraunsbruni hefur það verið nefnt. Það var apalhraun sem rann yfir eldra hraunið, en ekki langt, hraunjaðarinn er skammt austan við Litlu kaffistofuna.“
Hér erum við aðeins að huga að nýlegum hraunlögin undir sjálfu Reykjavíkursvæðinu? Og hvað af því sem við höfum daglega fyrir augunum er gamalt og hvað er nýlegt; Esjan til dæmis, Mosfellsheiði, Hengillinn, Vífilfell og Bláfjöllin?

Hversu gömul er sú undirstaða sem borgin er byggð á?
Þorleifur segir að hún sé tiltölulega ung. Stærstur hluti borgarinnar sé byggður á því sem nefnt er Reykjavíkurgrágrýti og það er líklega um 200 þúsund ára gamalt. Breiðholtið stendur þó á yngra grágrýti, en við komum að því síðar.

Esja

Esja.

Elzt af fjöllum í næsta nágrenni Reykjavíkur er Esjan. Þorleifur segir að vesturhluti hennar sé um 3 milljón ára gamall og þá var þarna stór eldstöð sem Ingvar Birgir Friðleifsson skrifaði raunar um í Lesbók fyrir nokkrum árum. Austurhluti Esjunnar er hinsvegar mun yngri, eða um 2 milljón ára og orðinn til við gos úr eldstöð sem kennd er við Stardal.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

Móskarðshnjúkarnir úr gulbrúnu líparíti, gætu verið með því yngsta sem kom úr þeirri eldstöð. Á sama tíma, eða fyrir rúmum 2 milljónum ára, er talið að hafi verið eldstöð miklu nær Reykjavík því austurhluti Viðeyjar er öskjufylling, svo og við Köllunarklett hjá Viðeyjarsundi. Það er með öðrum orðum ekki undarlegt þó eitthvað eimi eftir af hita undir Reykjavík, enda taldi Ingvar Birgir í fyrrnefndri grein, að vel mætti hugsa sér verulegan hita undir Öskjuhlíðinni, en útmörk þessa hita væru við Hvaleyri, suðvestan Hafnarfjarðar.
En hvaðan er þá bergið komið sem Reykjavík og næstu bæir eru byggðir á?
„Til þess að finna uppsprettu þess, verðum við að fara hæst á Mosfellsheiði, þar sem heita Borgarhólar“, segir Þorleifur. Mosfellsheiði er dyngja. Þar hefur orðið heljarmikið gos fyrir um 200 þúsund árum, segir hann. Það var á næst síðasta hlýskeiði ísaldar; allt jökullaust þarna og skilyrði til þess að hraunið rynni langar leiðir og dyngja myndaðist. Stundum rennur hraun í allar áttir í dyngjugosum, en stundum langlengst í eina átt, í þessu tilfelli til vesturs.

Viðeyjareldstöð

Viðeyjareldstöð.

„Fyrir þetta gos sem hlóð upp Mosfellsheiði hefur verið tiltölulega flatt land hérna í nágrenninu og sjórinn var í svipaðri stöðu og nú“, segir Þorleifur. Hraunin runnu alla leið til sjávar og eitthvað út í Faxaflóa, en við vitum ekki hve langt. í öllum eyjum og nesjum frá Brimnesi á Kjalarnesi og suður. Í Hvaleyrarholt upp af Hvaleyri við Hafnarfjörð er þessi undirstaða, Reykjavíkurgrágrýtið sem svo er nefnt. Við Brimnes og Álfsnes er bólstraberg undir, sem gerist við snögga kólnun þegar hraun rennur út í vatn. Þetta hraun er sömuleiðis undir Seltjarnarnesi, Álftanesi, Þerney og Lundey. Smærri fellin upp af Reykjavíkursvæðinu, Úlfarsfell, Hafrafell og Helgafell ofan Hafnarfjarðar eru á svipuðum aldri, eða aðeins yngra en bergið við Stardal. Þau eru um 2 milljón ára gömul, en eitt fell er yngra; orðið til við gos undir jökli eitthvað áður en Reykjavíkurgrágrýtið rann. Það er Mosfell, sem Mosfellssveit og Mosfellsdalur eru kennd við. Það er líklega 250-300 þúsund ára, segir Þorleifur. Þarna varð eldgos sem náði aldrei uppúr jökli, en nokkrum tugum árþúsunda síðar var sá jökulskjöldur á bak og burt þegar gosið varð í Mosfellsheiði og lagði okkur til grágrýtið undir Reykjavík. Á myndunartíma þessa umhverfís hafa ísaldarjöklar margsinnis lagst yfir og orsakað gífurlegt rof. Í stórum dráttum var landslagið orðið til, en jöklarnir mótuðu það. „Þeir náðu stundum langt út á landgrunn, eða jafnvel út af því“ segir Þorleifur. „Landið seig undan ofurþunga þeirra, en reis síðan að nýju.“

Síðari tíma landmyndanir

Jarfræðikort

Jarðfræðikort – Reykjanesskagi.

Þegar hér er komið sögu er undirstaða höfuðborgarsvæðisins, Reykjavíkurgrágrýtið, komin á sinn stað. Ekki er hægt að segja um það með neinni nákvæmni, hversu langan tíma Mosfellsheiðareldar brunnu, en jarðfræðingar segja það einkenni og eðli dyngjugosa, að þau séu samfelld og geti tekið langan tíma, ár eða áratugi.
Eftir gosið í Mosfellsheiði liðu um 80 þúsund ár án þess að drægi til tíðinda ofan Reykjavíkur, en fyrir um 120 þúsund árum segir Þorleifur að hafi orðið gos á Reykjanesskaga með hraunrennsli til norðurs. „Þetta, hraun rann inn yfir eldra hraunið og myndaði hæðirnar þar sem Breiðholt er nú og Hnoðraholt í landi Garðabæjar; þar er endi þeirra. Lengst náði það út að farvegi Elliðaánna og niður undir Mjódd. Ef við ökum úr Mjóddinni suður eftir Reykjanesbrautinni, er hæðin á vinstri hönd brún þessa hrauns, sem nefnt hefur verið Heiðmerkurgrágrýti“.
Eins og staðkunnugir þekkja er land austan við Rjúpnahæð talsvert lægra og þar hefur Elliðavatn myndast í lægðinni. En hversvegna fylltist hún ekki af hrauni þegar Heiðmerkurgrágrýtið rann? „Á stóru svæði austan við Rjúpnahæð – svæðinu þar sem Elliðavatn og Rauðavatn eru – hafa orðið sprungur og misgengi. Þar hefur land sigið og auk þess er þar jökulrof“, segir Þorleifur.

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur – kort.

Vífilsfelli er varla yngra en 20 þúsund ára. En Vífilsfell sem rís bratt og tignarlegt upp af Sandskeiðinu; hvenær steig það fullskapað fram á þettta svið, spurði ég Þorleif þegar við settumst með kaffibolla framan við Litlu kaffistofuna á sólríkum haustdegi og virtum fjallið fyrir okkur? Hvassar brúnir þess, minnisstæðar meðal annars úr fjölmörgum málverkum Jóhannesar Kjarvals, bera þess vitni að ísaldarjöklar hafi ekki náð að skafa ofan af þeim og gera fjallið kollhúfulegt. Vífilsfellið er frá siðasta jökulskeiði“, segir Þorleifur, „varla yngra en 20 þúsund ára og ekki eldra en 100 þúsund ára. Það þó fremur til þess að myndun þess hafi orðið seint á þessu jökulskeiði. Fjallið er stapi og gosið hefur náð uppúr jóklinum. Vatn hefur þó komizt í kvikuna undir lok gossins ofan á hraunlaginu, því efst í fjallinu er móberg.“
Það var enginn smáræðis jökulskjöldur hér á suðvesturhorninu þegar ljóst er að hann var hátt í eins þykkur og hæð Vífilsfells. Engin furða að jarðskorpan léti eitthvað undan þeim þunga. ísaldarjökiar eiga það til að hopa hratt, en jarðskorpan er svifaseinni og lyftir sér á löngum tíma. Þessvegna fylgdi sjórinn jökulbrúninni og kaffærði láglendið sem komið var undan jöklinum: „Þá leit Reykjavíkursvæðið talsvert öðruvísi út en nú“, segir Þorleifur. „Keldnaholtið var líklega eyja, Laugarásinn var sker; sömuleiðis Öskjuhlíð og Háaleiti, en Skólavörðuholtið var boði. Hæstu fjörumörk í Öskjuhlíð í eru í 43 m hæð og á Hvaleyrarholti í 32 m hæð því þar seig land minna. Sjórinn náði þá lengst upp að Reykjum í Mosfellssveit. Hann náði inn eftir Elliðaárdalnum, líklega að Höfðabakkabrúnni. Sunnar hefur hann náð yfir Vetrarmýri við Vífílsstaði þar sem golfvölur Garðabæjar og Kópavogs er nú, og enn sunnar hefur fjöruborðið verið í hlíðunum ofan við Urriðavatn. Á þessum slóðum var ströndin fyrir 10-11 þúsund árum en var komin þangað sem hún er nú fyrir um 9 þúsund árum og reyndar aðeins neðar eins og fjörumórinn í Seltjörn sýnir. Þar nær hann 4,5 m niður fyrir fjöruborð.
En hversu lengi var megnið af Reykjavíkursvæðinu undir sjó? „Þegar ísinn var horfinn var landið að lyftast í 1-2 þúsund ár“, segir Þorleifur. Það er merkilegt, að síðan fór landið að síga aftur af ástæðum sem menn vita ekki um og er enn að síga. Verzlunarhús í Reykjavík voru í Hólminum framyfir 1650; þá varð að flytja þau í Örfirisey og enn síðar inn í Reykjavík. Í báðum tilvikum varð að flýja undan hækkaðri sjávarstöðu.

Álftanesjökull
Eftir að meginskeið síðustu ísaldar var liðið hjá, urðu minni kuldaköst, einskonar vorhret, sem voru þó það grimm að stór og þykkur jökull myndaðist á sunnanverðu hálendinu og “ ýtti upp jökulgörðum sem kenndir eru við fossinn Búða í Þjórsá og Alftanes. Fyrir 12.000 árum, eða jafnvel fyrir tæpum 11.000 árum, náði jökull í sjó út á Álftanes og í Hvalfjarðarmynni þar sem jarðgöngin eru.
Tímabil síðustu 10 þúsund ára er skilgreint sem nútími. Hvernig ætli hafi verið umhorfs á Reykjavíkursvæðinu við upphaf þess? „Þá hafði jökullinn hopað tiltölulega hratt“, segir Þorleifur, „hann var kominn langt inn á öræfi, með framhlaupi að jökulgörðunum við Búða. Það sést af því að Þjórsárhraun gat runnið hindrunarlaust innan frá Veiðivötnum og fram í sjó fyrir um 8 þúsund árum. Hér vestan heiðar hefur allt verið nakið og gróðurvana í fyrstu, en gróðurinn hefur verið fljótur að koma eftir að jökullinn hopaði, til dæmis var birki komið til sögunnar fyrir 9.000 árum. AUt var með kyrrum kjörum í um 3000 ár. Þá fór aftur að hitna í kolunum ofan við Reykjavíkursvæðið“.

Enn dregur til tíðinda
Við höfum rakið þá sögu, að í upphafi nútíma fyrir um 10 þúsund árum voru fjöllin umhverfis Reykjavík, hæðir sund og eyjar, svipuð útlits og nú; Mosfellsheiðin einnig, Vífilfell og Bláfjöllin. Reykjavíkurgrágrýtið hefur þá trúlega verið gróðri vafið.
En fyrir um 7.000 árum varð eldgos í Búrfelli ofan við Hafnarfjörð. Hraunflóð rann þá fram með Vífilsstaðahlíð og sést vel af hinni vinsælu gönguleið inn með hlíðinni og eins af golfvelli Oddfellowfélaga í Urriðavatnslandi sem nýtur góðs af hárri og fallegri hraunbrún. Við sjáum hvar hraunstraumurinn hefur steypst fram af brekkunni við vesturbrún Vífilsstaðahlíðar og dreifst um flatlendi suður af Flatahverfi í Garðabæ og allt suður til Hafnarfjarðar, en kvísl úr þessum straumi hefur runnið suðaustur með brekkunum og út í Urriðavatn. Þetta hraun er allstaðar mjög fallegt; kjarri vaxið vestur af Vífilsstaðahlíð, en vestar og sunnar með myndrænum hraunhólum og gróðumiklum hraunbollum. Það er sem betur fer ósnert og óskemmt á allstórri spildu frá Reykjanesbraut og framan við Flatahverfi í Garðabæ. Við Engidal liggur Hafnarfjarðarvegurinn upp á hraunbrúnina, en allur „Norðurbærinn í Hafnarfirði og megnið af elzta bæjarhlutanum er byggður á þessu hrauni. Vestarlega, suður af Hrafnistu, er þó enn ósnortið afar fallegt hraun sem vonandi verður varðveitt. Sama hraun rann í áttina út á Álftanes, en sveigði síðan til norðurs og út í sjó; þar heitir Gálgahraun. Mjó kvísl úr Búrfellsgíg rann frá eldstöðinni fram með Setbergshlíð og niður í Hafnarfjörð þar sem hún hefur sameinast hrauninu norðanfrá. Brúfellshraun hefur runnið lengra til suðurs ofan Hafnarfjarðar, en þar er það hulið enn yngri hraunum.
Hraunstraumur niður í Elliðavog Þá er aðeins eftir að líta á það sem nýlega hefur gerst. Á tímum Forn-Egypta, svona fyrir 4.600 árum, varð eldur uppi á vatnaskilum austan í Bláfjöllum. Við minntumst á þetta gos í upphafi og vorum að reyna að sjá eldstöðina, sem nefnd er Leitin, af veginum í Svínahrauni. Þaðan rann Leitahraun, bæði í austurátt og út í sjó hjá Þorlákshöfn, svo og allar götur í Elliðavog. Sá hraunstraumur féll fyrst norður og er undir Svínahraunsbruna, en síðan sveigði þetta þunnfljótandi hraun til vesturs og rann út yfir Reykjavíkurgrágrýtið hjá Nýju kaffistofunni. Þaðan sveigði hraunstraumurinn eins og beljandi fljót í mjóum farvegi undan hallanum til vesturs, en dreifði nokkuð úr sér á Sandskeiði, þar sem leysingavatn hefur hulið hraunið með framburði.“
Við Þorleifur reyndum að sjá þetta fyrir okkur þar sem við sátum og sötruðum kaffið á veröndinni við Litlu Kaffistofuna. „Það er merkilegt“ sagði Þorleifur, „að þetta hraun hefur siðan runnið í örmjóum farvegi niður brekkuna hjá Lækjarbotnum, nákvæmlega á sama stað og vegurinn liggur. Brekkan sú hafði orðið til fyrir um 100 þúsund árum, þegar gos hefur orðið í Lyklafelli, smáfelli norðvestan við Sandskeið. Þar eru merki um eldstöð, en hraunið hefur runnið skammt og myndað háa hraunbrún hjá Lækjarbotnum og þaðan í norður.“
Neðan við Lækjarbotna hefur hraunið dreifst yfír grunnan slakka; yfirborð þess tiltölulega slétt undir túninu á Gunnarshólma og niður með Hólmsánni. Sunnan við veginn rísa þó nokkrir sérkennilegir hraunhólar upp úr flatneskjunni og þegar betur er að gáð, sést að þeir eru eins og kramarhús, að hluta holir að innan og jarðfræðingar nefna þá hraundrýli. Þetta eru ekki smágígar þótt svo gæti virzt. Þorleifur segir að gas sen; myndazt hafl undir hraunrennslinu, hafi leitað þarna upp og þá urðu þessar strýtur til. Þegar gasið komst í snertingu við súrefni loftsins hefur orðið til blár gaslogi og má sjá að hitinn hefur verið slíkur að hraunið á börmum strýtanna hefur bráðnað og lekið niður.
„Lítið eitt neðar hefur hið forna Elliðavatn verið“ segir Þorleifur, og þegar hraunið rann út í það varð gjallmyndun og við það urðu Rauðhólarnir til.“

Hraunstraumur eftir farvegi Elliðaánna

Viðeyjareldstöðin

Viðeyjareldstöðin.

Suðurlandsvegurinn liggur á þessu hrauni ofan frá Litlu kaffistofu og þar til kemur yfir brúna á Hólmsá og síðan aftur á kafla lítið eitt norðaustan við Rauðhóla. Þetta þraun rann ekki yfir Heiðmerkurhraunin; þau eru yngri. En það er auðvelt að sjá það fyrir sér, að Suðurlandsvegurinn yrði heldur ógreiðfær ef sagan endurtæki sig. Eftir að hraunið hafði fyllt það sem Þorleifur kallar hið forna Elliðavatn, var það nægilega þunnfljótandi til þess að geta enn runnið langa leið. Það náði í slakkann þar sem farvegur Elliðaánna er og hraunstraumurinn hefur á köflum ekki verið mikið breiðari en áin er nú. Af Höfðabakkabrúnni sést vel að hraunið er þar í þröngum farvegi árinnar og með hraunreipum á langri klöpp í miðjunni. Það er síðan kunnara en frá þurfi að segja, að hraunstraumurinn hélt áfram niður farveg Elliðaánna og lengst náði hann út í Elliðavog.

Hraunrennsli eftir landnám
Síðustu 4.600 árin hefur ekki runnið hraun til Reykjavíkur, eða inn á það svæði sem nú er byggt. Aftur á móti eru enn yngri hraun í næsta nágrenni. Hólmshraun heitir það sem síðast rann yfir Heiðmörk; það yngsta frá því um landnám. Segja má að það sé rétt utan við túngarðinn. Þorleifur telur að það Elliðavatn sem við þekkjum núna, hafi fyrst orðið til við hraunstíflu sem myndaðist í þessu allra síðasta gosi ofan við Reykjavík, svo og af stíflu Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1921, þegar Elliðaárnar voru virkjaðar.
Ef við teygjum Reykjavíkursvæðið suður að Straumsvík, hefur það tvívegis gerst eftir landnám, að eldur varð uppi undir Undirhlíðum ofan Hafnarfjarðar. Hraunrennslið náði inn á svæði þar sem nú er byggt, eða verið að undirbúa byggingar. Það eldra, sem menn telja að sé frá um 950, er Hellnahraun sem rann yfir Hvaleyrarhraun á mjórri spildu meðfram Hvaleyrarholti, en náði ekki alveg til sjávar. Þessi hraunrimi er eins og hraun geta orðið fegurst og myndrænust og sorgleg skammsýni er það að Hafnfirðingar eru nú að mylja þennan náttúrufjársjóð undir byggingar.
Yngsta jarðmyndunin á höfuðborgarsvæðinu segir Þorleifur Einarsson að lokum að sé líklega frá árinu 1151, þegar Kapelluhraun rann út í Straumsvík á svo mjórri spildu, að samsvarar nokkurnveginn lengd álversins. Þetta er síðasta hraunið í nánd við Reykjavík sem runnið hefur út í sjó eftir að land byggðist og hefur þá heldur betur girt fyrir samgönguleiðina á landi suður með sjó. „

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 22. nóv. 1997, Þorleifur Einasson, bls. 10-13.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – jarðfræðikort ISOR.