Botnadalur

Í Botnadal í Grafningi eru tóftir skammvinns kotbýlis eða jafnvel tímbundinnar selstöðu frá Nesjum að teknu tilliti til stærðar og gerðar minjanna.
Botnadalur-22Örnefnið virðist tiltölulega nýtt. Svo virðist sem þarna hafi orðið til skammvinn búseta, nefnd Botn eða Botnar. Dalurinn hafi síðan hlotið nafn sitt af „bæjarstæðinu“, nefndur Botnadalur, en eldra nafn á honum virðist hafa verið Kleyfardalur (Kleifardalur). Þó gæti það örnefni hafa verið fyrrum þar sem nú er þverdalur undir Jórutindi sunnan Jórukleifar. Þar eru hins vegar engar minjar að teknu tilli til frásagnar Brynjúlf Jónssonar m.a. um fornleifar í Grafningi. Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1899 segir Brynjúlfur Jónsson um tóftirnar í Kleyfardal: „Kleyfardalur heitir suðvestur með hlíðinni, lítill dalur og þó fagur, en hrikalegt i kring. Þar eru tvær rústir allglöggvar. Önnur bæjartóft (eða seltóft), 9 fðm. löng, tvískift og eru engar dyr á milliveggnum, en útidyr úr báðum tóftum á suður hliðvegg. Hin, fjóstóft (eða kvíatóft?), 8 fðm. löng og 2 fðm. breið, hefir dyr út úr suðvesturhorni. Við efri enda hennar var sem sæi á tóftarbrún, sem gæti verið hlöðutóft. En þar um get eg þó ekkert sagt, því fönn lá þar yfir, svo eigi sást hvort hér er tóft eða ekki. Hafi hér verið býli, þá hefi það verið hjáleiga frá Steinröðarstöðum (?) og síðar orðið, ásamt þeim, hjáleiga frá Nesjum.“
Botnadalur-23Í örnefnalýsingu fyrir Nesjar segir m.a.: „Jóruhóll heitir lítill hóll við Jórugil suður af Kleifadalshrygg, sem er austan við Jórukleifina. Kleifadalur er lítill dalur undir Jórukleif, djúpur og dálítið langur. Hann er milli Kleifadalshryggs og Jórukleifar.“
Á skilti við rústirnar í Kleyfardal segir m.a.: „Rústirnar sem hér sjást eru af hjáleigu frá bænum Nesjum sem nefndist Botnsdalur. Hér var búið í skamman tíma eða á milli 1832-1844. Um það leyti var hjáleigubúskapur á þessu svæði vaxandi og urðu sum nýbýlin að lögbýlum, t.d. Nesjavellir, en önnur, eins og Botnsdalur áttu skamma sögu og lögðust í eyði. Enn sjást glögglega að minnsta kosti fjórar tóftir sem tilheyrðu gamla Bontnadalsbænum, sú stærsta af bæjarhúsunum sjálfum en þrjár minni af útihúsum. Ekki er gott að segja með vissu hvaða hlutverkum einstök útihús gegndu og eru hringlaga tóftirnar tvær allsérstakar. Sennilegt er að kofarnir hafi flestir verið fjárhús en kýr verið hýstar inni í bænum.
Botnadalur-24Lítið er vitað um ábúnedur í Botnsdal en ætla má að þeir hafi háð harða baráttu við nátttúruöflin jafnt sem yfirboðara sína á Nesjum. Ekkert vatnsból er sjáanlegt við tóftirnar og hefur að það að líkindum verið meginorsök þess að byggð hélst hér aðeins um skamman tíma. Þá háttar svo til að á vorin þegar snjóa leysir, liggur leysingarvatn að miklu leyti yfir dalbotninum og hefur það vafalaust torveldað ábúð.
Af byggingarleifum má ráða ýmsilegt um búskapinn, svo sem að hann hafi ekki verið stór í sniðum en slíkt var dæmigert fyrir hjáleigur. Algengt var að hjáleigubændur ættu aðeins eina mjólkurkú og ekki hafa droparnir úr henni náð að metta marga munna. Þá þurftu þeir ósjaldan að taka búpeninginn á leigu og jafnvel búsáhöld með jarðnæðinu. Þetta fyrirkomulag torveldaði leiguliðum að koma sér upp eigin bústofni og auka hann. Margt fleira gerði þeim lífið erfitt. Algengt var að leiguliðar þyrftu að inna af hendi störf og kvaðir fyrir jarðeigendur, til dæmis slátt, og höfðu skemmri tíma til að vinna að eigin búi.
Það kann að vera erfitt fyrir nútímafólk að setja sig í spor bláfátækra leiguliða á 19. öld. Landbúnaður var enn rekinn með fornlegum hætti, til að mynda voru tún lítið ræktuð og þýfð og ljáirnir ekki afkastamikil  verkfæri. Fjölgun býla á þessum tíma stafaði fyrst og fremst af auknum fólksfjölda en framfarir í landbúnaði urðu ekki að marki fyrr en á seinni hluta 19. aldar.“
Óþarfi er að vera alveg sammála textanum, en taka verður viljan fyrir verkið.

Heimildir m.a.:
-Skilti við minjarnar í Botnadal.
-Örnefnalýsing fyrir Nesjar í Grafningi.
-Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 1899, Rannsókn sögustaða í Grafningi í maímán. 1898. Eftir Brynjúlf Jónsson, bls. 3-5.

Kleifardalur

Kleifardalur.

Stórhöfðastígur

Skoðaður var Stórhöfðastígur í Stórhöfðahrauni. Stígurinn liggur frá suðurhorni Stórhöfða, með norðanverðum hraunkanti Óbrennishólabruna og til suðurs í gegnum Selhraun og áleiðis upp í Almenninga austan við Brunntorfur. Þaðan virðist stígurinn óljós en við nánari gaumgæfni má vel lesa sig eftir honum að Hraunhól norðan Fjallsins eina.

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur.

Nú var ætlunin einungis að skoða stíginn þar sem hann liggur frá Stórhöfða og í gegnum Selhraunið. Í fyrstu er stígurinn vel greinilegur og auðvelt að fylgja honum í gegnum tiltölulega slétt hraunið. Þegar komið er á móts við og austan athafnasvæðis refabús, sem þar var reist og var nothæft í skamman tíma, hallar stígurinn meira til vesturs, en beygir síðan aftr til suðurs sunnan þess. Þar er yfir úfnara hraun að fara en stígurinn er gróinn og kastað hefur verið úr honum á kafla. Áður en komið er að háum kletti má sjá hvar stígurinn liggur niður í hraunbolla, sunnan línuvegarins. Þar hefur hann verið lagaður. Eftir það tekur við eyðilegging mannanna handa; búið að grafa hraunið út þvers og kruss. Þarna mun vera “ör” Skógræktar ríkisins á landi, sem ekki hentaði til skógræktar og var því “yfirborðslandið” selt til flutnings. Það eru ekki bara verndarnir á Miðnesheiði, sem hafa fengið keypt land og fundið hefur verið að. Margur mætti líta sér nær í þeim efnum (áminning til þeirra, sem telja sig bera umhyggju fyrir landinu).

Brunatorfur

Gerði í Brunatorfum við Stórhöfðastíg.

Sunnan við námusvæðið sést Stórhöfðastígurinn á ný. Vörður eru við hann og auðvelt er að fylgja honum yfir brunahaft, námusvæðið á ný og síðan yfir ósnert gróið hraunsvæði að Krýsuvíkurvegi, og áfram upp í gegnum kjarrið sunnan vegarins. Vörður eru á hæðunum upp af Brunntorfum, en þær segja ekki til um legu Stórhöfðastígs heldur leið að meintu fjárskjóli í norðaustanverðum Brunntorfum.
Stígurinn liggur þarna skammt ofar. Við hann er m.a. fallega hlaðið gerði, væntanlega frá Ási, enda innan marka þess.
Ofan og austan við stíginn sunnan vegarins gegnt Bláfjallavegi eru hleðslur í hraungjá undir gamla girðingu á mörkum Straumslands. Hleðslan hefur einnig þjónað því hlutverki að vera brú yfir gjána. Um er að ræða mjög fallegt mannvirki skammt frá veginum. Landamerkjastaur Straums er þar skammt frá.
Þrátt fyrir skemmdirnar er alveg þess virði að verja síðdegisstund til að ganga Stórhöfðastíginn á framangreindum kafla.
Frábært veður – Gangan tók eina klukkustund og eina mínútu.

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur – gerði.

Steinröðarstaðir

Landnáma getur ýmissa manna sem land námu á svæðinu og er Ingólfur Arnarson þar fyrstur nefndur til sögunnar og spannaði landnám hans land „milli Ölfusár ok Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli ok Öxarár, ok öll nes út.“ 

Steinrodarstadir-2

Þorgrímur bíldr er talin hafa byggt í landnámi Ingólfs, nánar tiltekið öll lönd fyrir ofan Þverá og byggði að Bíldsfjalli. Leysingi Þorgríms Steinröðr nam síðan öll Vatnslönd og bjó að Steinröðarstöðum. Þá skal getið Hrolleifs Einarssonar Ölvissonar sem nam lönd til móts við fyrrnefndan Steinröð fyrir utan Öxará.“
En hvar voru nefndir „Steinröðarstaðir“? Í Árbók fornleifafélagsins 1899 reynir Brynjúlfur Jónsson að svara spurningunni:
II. Steinrauðarstaðir (?); Svo segir í Landn. V. 13. »Hann (Steinröðr) eignaðist öll Vatnslönd, ok bjó á Steinrauðarstöðum«. Nafnið Steinröðarstaðir er nú týnt, og vant að gizka á, hvar bærinn hefir verið. Það eitt er víst, að hann hefir staðið við vatnið, því kringum það nam Steinröður land. Liggur nærri að hugsa, að það sé hann, sem nú ber nafnið Þingvellir, og hafi þar strax verið aðalbærinn við vatnið. Það mun þó ekki hafa verið, því af Íslendingabók má ráða að áður en alþíngi var sett, hafi bærinn Þingvellir heitið: Í Bláskógum.

Kleifarsel-8

Og þar sem Landn. segir að Hrolleifr »nam lönd til móts við Steinröð öll fyrir utan Laxá ok bjó i Heiðarbæ, þá virðist það benda til að Steinröðarstaðir hafi verið sama megin við vatnið sem Heiðarbær, eða vestan við það.
Á því svæði mundi því helzt að leita rústa Steinröðarstaða. Og fornar rústir eru þar á 3 stöðum, i Nesjalandi:
1. Vatnsbrekka heitir fögur brekka við vatnið í útnorður frá Nesjum. Hún liggur suðaustan i aflöngum ás, sem þar er langs með fjallshlíðinni. Milli ássins og hlíðarinnar er dalmyndað undirlendi, er heitir Nesjakleyf; breikkar það til suðurs, en mjókkar til norðurs unz það þrýtur og verður að einstigi. Er þar gata frá Nesjum til Heiðarbæjar. Vatnsbrekka snýr eigi að Kleyfinni heldur að vatninu. Hún er skógi vaxin ofan til, og kvað öll hafa verið skógi þakin fyrir eigi alllöngu. En nú er talsvert af henni notað til slægna. Hún nemur góðri túnstærð að víðáttu. Syðst er nyrðri brún hennar við vatnið nokkuð há, en lækkar austur með því. Þar eru rústir skamt upp frá vatninu. Vestast er mesta tóftin, nál. 10 fðm. ibng og nær 4 fðm. breið út fyrir veggi. Miðgafl virðist hafa verið um 4 al. frá vesturenda.

Steinrodarstadir-3

Þar litlu austar er líkast að dyr hafi verið á suðurhliðvegg, þó verður það eigi ákveðið. Og öll er tóftin svo fornleg og niðursokkin, að gætu þarf til að átta sig á henni. Þó virðist auðsætt, að það sé bæjartóft. Við austur enda hennar er önnur tóft, litil og full af grjóti. Þá er hin þriðja austast og er sú glöggust og nýlegri en hinar. Gæti það verið fjárhústóft, er síðar hefði verið sett t. a. m. í fjóstóftina. Þar austan við vottar fyrir leifum af tóft, ef til vill heystæði, og má vera að úr henni hafi verið tekið efni í fjárhússveggina, — því ekki hefir fjárhúsið verið sett þar fyr en bærinn var aflagður, er virðist hafa verið allsnemma. Bak við rústirnar liggur djúp laut er lítur út fyrir að hafa verið ræsi, til að verja húsin fyrir vatnsuppgangi undan brekkunni. Litlu ofar er girðing, aflangt kringlótt, nál. 5X6 fðm. innanmáls. Þar á sjást engar dyr, því hefir það varla verið gjafahringur (»gaddur«), og tilheyrt fjárhúsinu, en líklegra að það hafi verið akur eða hvanngarður, og tilheyrt bænum. SkSteinrodarstadir-4yldi eg nokkurs geta til um Steinröðarstaði, þá þætti mér líklegast, að þeir hefði verið hér. Vatnsbrekka er fegursti staðurinn sem til er við vatnið, og þar er hægt til skógarhöggs, útbeitar og veiðiskapar, svo að eigi mundi annarstaðar betra.
2. Setbergsbalar heita uppi undir hlíðinni, þar sem undirlendið er farið að breikka, og eru kenndir við klett einn i hlíðinni þar upp undan, er Setberg heitir. Djúp og mjó laut er milli balanna og hlíðarinnar, og einnig er lægð niður frá bölunum bakvið ásinn, sem Vatnsbrekka er hinum megin í. Á Setbergsbölum eru allmiklar rústir og misgamlar. Hin vestasta er miklu nýlegust, og skal eg láta ósagt, hvort það hefir verið kot eða sel, tel hið fyrra þó líklegra. Hún er 8 fðm. löng og 4 fðm. breið um miðjuna. Dyr eru á miðri suðausturhlið, og þar fyrir innan 2 tóftir, sín til hvorrar handar og hin þriðja beint innúr. Vestast er sérstök tóft, opin mót vestri. Sérstök tóft gengur og suður úr norðausturendanum, líklega fjárrétt. Litlu austar er sú rústin sem fornust sýnist. Hún sést ógjörla nema vel sé að gáð. Hún virðist vera skift í 3 tóftir, og er hin vestasta stutt og breið og eins hin austasta, en miðtóftin löng og mjó. Dyr virðast hafa verið á vesturenda. Enn litlu austar er hin þriðja rúst, lítið glöggvari, 6 fðm. löng og 4 fðm. breið, meðdyr í suðausturhorni og afhlaðna innitóft í norðausturhorni. Fleiri rústir óglöggar, eru þar. Þessi staður er eigi lengra frá Vatnsbrekku en svo, að ganga má á 10 mínútum, og næstum þar uppundan, en örskammt milli vatns og fjalls. Þykir mér því fremur ólíklegt, að hér sé um tvær aðskildar jarðir að ræða, heldur sé alt sama jörðin, Steinröðarstaðir; hafi þar snemma verið tvíbýli og annar bærinn settur uppi á Setbergsbölum. Sá er þar bjó hafi síðar lagt Vatnsbrekkubæinn undir sig og sett þar fjárhús, en bygð haldist lengi á Setbergsbölum, þar til skriða má hafa tekið af vatnsbólið, sem líklega hefir verið í hinni djúpu laut. Nú er hvergi vatnsból hjá Setbergsbölum.“

Steinrodarstadir-5 uppdrattur

Við leit ofan Vatnsbrekku (nóv. 2011) var engar minjar að sjá. Svæðið er nú þakið ca. 30 ára greni og barrtrjám, auk birkiskógarins.
Í örnefnalýsingu fyrir Nesja segir m.a. um svæðið: „F
arið var yfir örnefnaskrá Nesja í Grafningi með Guðmanni Ólafssyni, Skálabrekku, 18. febrúar 1982, en hana skráði Jónína Hafsteinsdóttir eftir Jónasi S. Jónassyni.
Hluti Nesjalands er kjarri vaxinn, kallaður Nesjaskógur. Takmarkaðist hann af Jórukleif að ofan, náði austur að Heiðarbæjarmörkum og suður undir Jórutind, suðaustur að Krummum og niður að Hestvíkurbotni. Annað skóglendi er ekki á Nesjum.
Í Nesjaskógi var ítak frá Nesjavöllum áður. Um það segir í landamerkjabréfi frá 1890: „Þess skal getið, að Nesjar eiga ítak til slægna í Nesjavallalandi í Botnadal og vestan megin Illagils, en Nesjavellir skógarítak í Jórukleif frá stóra steininum norðvestan á Vatnsbrekkunni, brekkum (svo?) norður að Skriðu og niður að götu.“ Þarna eru Vatnsbrekkur nefndar Vatnsbrekka. Guðmann hefur aðeins heyrt nafnið í eintölu.
Skógurinn hefur eyðzt mjög á þessari öld, en e.t.v. síður seinni árin. Fyrri hluta þessarar aldar var hann mjög mikið nýttur, notaður til eldsneytis og mjög til beitar.“
Þá segir í annarri örnefnalýsingu: „Jórukleif heitir langt klettabelti, sem liggur frá suðvestri til norðausturs. Að norðan endar Jórukleif í Sigríðarkleif, sem er syðst í Heiðarbæjarlandi, skammt norður af Vatnsbrekkum. Gróinn stallur er í Jórukleif, um miðja kleifina, sem heitir Setberg, og undir því er Setbergsból. Þar var búið, var síðast einsetumaður. Þar sést fyrir tóftum og túnskækli, og munu þær minjar hafa verið friðlýstar fyrir mörgum árum. Tóftarbrot eru líka í Vatnsbrekkum, og mun einnig hafa verið þar býli.“
Bæði af heimildum að dæma sem og vettvangsferðum má ætla að fornbýlið Steinröðarstaðir hafi verið þar sem síðar hefur verið nefnt Setbergsból og Kleifarsel. Þar eru allnokkrar minjar, sumar allfornar.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Nesjar í Grafningi
-Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 1899, Rannsókn sögustaða í Grafningi í maímán. 1898. Eftir Brynjúlf Jónsson, bls. 3-5.

Nesjar

Svæðið.

Oddagerðisnes

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (Kbh. 1923—24, III, 296) segir svo „um Oddageirsnes“, þegar lokið er lýsingu Grafarkots í Mosfellssveit, er síðar var lagt undir Gröf, núverandi Grafarholt: „Oddageirsnes, forn eyðijörð og hefur í auðn verið fram yfir allra þeirra manna minni, sem nú eru á lífi. Dýrleikann veit og enginn maður. Eigandinn er kóngl. Majestat. Landskuld engin og hefur aldrei verið í manna minni, en grasnautn til beitar og slægna brúka nú bæði Grafar ábúendur og Árbæjar; meina menn ómögulegt aftur að byggja fyrir því, að tún öll, sem að fornu verið hafa, eru uppblásin og komin í mosa, en engi mjög lítið og landþröng mikil.“

Oddgeirsnes

Oddgeirsnes ofan Elliðavatnsengja.

Engar aðrar heimildir eru til um eyðibýli þetta, svo að mér sé kunnugt. Líklega hefur bærinn staðið upp í holtinu vestan Borgarmýrar, þar eru nú leifar gamalla fjárborga.
Samkvæmt frjórannsóknunum hefur Oddageirsnes byggzt á 10. öld. Fyrstu ábúendur virðast hafa verið búhöldar góðir, og auk túnræktar hafa þeir ræktað malurt og mjaðarlyng. Eins og víðar hefur illgresi innreið sína með byggðinni. Kornyrkja hefur ekki verið stunduð að neinu ráði í Oddageirsnesi.
Í þéttbýlinu á Innnesjum hefur snemma farið að gæta uppblásturs. Fyrir lok 15. aldar er Oddageirsnes farið í eyði. (Í öllum heimildum fyrir 1550 er bærinn óþekktur, hvort sem hann væri með nafnforminu Oddgeirsnes, Oddageirsnes eða Geirsnes. Oddgeirsnafn var fátítt, svo að sennilegasti frumbyggi jarðarinnar mundi vera sá tengdasonur Ketils í Gufunesi, sem lengst bjó síðan í Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi. B. S.).“
Fyrirspurn um fyrrum staðsetningu Oddageirsness var send á Árbæjarsafn, en svar hefur enn ekki borist – nú sex árum síðar.

Oddgeirsnes

Oddgeirsnes.

Í jarðabókinni segir: ,,Oddageirsnes, forn eyðijörð og hefur í auðn verið það fram yfir allra þeirra manna minni, sem nú eru á lífi. Dýrleikann veit engin maður. Eigandinn er kóngl. Majestat. Landskuld er engin og hefur aldrei verið í manna minni, en grasnautn til beitar og slægna brúkar nú bæði Grafar ábúendur og Árbæjar; meina menn ómögulega aftur að byggja fyrir því að tún öll sem að fornu verið hafa, eru uppblásin og komin í mosa, en engi mjög lítið og landþröng mikil.” Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, III: bls. 296.
Í örnefnaskrá Björns Bjarnarsona segir: ,,Þar [á Norðlingaholti] voru margir götutroðningar. Þá er Oddgerðisnes. Þar var byggð, og eru rústirnar suðvestan undir Skyggningum, sem fyrr er getið.“ Örnefnaskrá Ara Gíslasonar yfir Grafarholt (Ö. Graf.1), 14. ,,Nú er hluti þess svæðis, sem ýmist hét Oddgerðisnes, Oddageirsnes, Oddi eða Bugðunes, undir vatni.“ Örnefnaskrá Björns Bjarnarsonar yfir Grafarholt (Ö. Graf 2), 22. ,,Frá Klapparholtsmóum gengur þarna mishæðóttur Lyngmóahryggur suður í flatlendið, sem Elliðavatnsengjar eru á, og beygist Bugða fyrir hann, rennur meðfram honum og myndar þannig langt og eigi breitt nes eða odda. Syðst í oddanum er stór hóll eða holt, en í lægð norðan við hann hefur bær verið og fleiri byggingar. Eru þær rústir mjög fornlegar. Vestur frá þessu aðalnesi gengur lítið nes, slægnablettur, sem enn er nefnt Oddagerðisnes. [Á því byggði Benedikt heitinn Sveinsson í fyrstu flóðastíflu sína til að veita á Elliðavatnsengjarnar, en hún sprakk og braut um leið af nesinu; var svo byggt ofar.] Þvert yfir nesið er afar forn girðing, frá Bugðu austan við Skyggnir inn, vestur yfir norðanvert við hann, lítið eitt á ská til norðurs vestur í ána aftur fyrir norðan Oddagerðisnes. Bæjarrústirnar standa suðvestan undir Skyggningum upp frá Oddagerðisnesi. Er líklegast að býlið hafi heitið Oddagerði [af garðinum yfir Oddann?], og hefi ég hér ritað örnefnin að nokkru leyti samkvæmt því. Mannvirkin þarna eru jafnfornleg eins og á þingstaðnum við Elliðavatn.” Örnefnaskrá Björns Bjarnarsonar yfir Grafarholt (Ö. Graf 2), 31.

Oddagerðisnes

Oddagerðisnes – loftmynd.

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1914 skrifar Björn Bjarnsaon um örnefni í Gröf og nágrenni. Þar nefndir hann m.a. Oddagerði (Oddgeirsnes):
„Oddagerði (Oddgeirsnes?) o. s. frv. Hér virðist reik og ruglingur kominn á örnefni. Oftast nefnt »suður í nesi« eða Odda. Í afskrift sem eg hefi af jb. Á.M. frá 1704 stendur: Oddageirsnes, forn eydi jörd, og hefur í auðn verið fyrir allra manna minni sem nú eru á lífi … . Meina menn ómögulegt aftur að byggja fyrer því að tún öll sem að fornu hafa verið eru upp blásin og komin í mosa«.

Elliðavatn

Elliðavatn.

Frá Klapparholtsmóum gengur þarna mishæðóttur lyngmóahryggur suður í flatlendið, sem Elliðavatnsengjar eru á, og beygist Bugða fyrir hann, rennur fram með honum, og myndar þannig langt og eigi breytt nes eða odda. Syðst á oddanum er stór hóll eða holt, en í lægð norðan við hann hefir bær verið og fleiri byggingar. Eru þær rústir mjög fornlegar. Vestur frá þessu aðalnesi gengur lítið nes, slægnablettur, sem enn er nefnt Oddagerðisnesi).
Þvert yfir nesið er afarforn girðing, frá Bugðu austan við Skyggnirinn, vestur yfir norðanvert við hann, lítið eitt á ská til norðurs og vestur í ána aftur fyrir norðan Oddagerðisnes. Bæjarrústirnar standa suð-vestan undir Skyggninum upp frá Oddagerðisnesi. Er líklegt að býlið hafi heitið Oddagerði (af garðinum yfir Oddann?), og hefi eg hér ritað örnefnin að nokkru leyti samkvæmt því. Mannvirkin þarna eru jafn-fornleg eins og á þingstaðnum við Elliðavatn.“

Vitað er að hluti af þessu svæði er nú undir vatni en árið 1924-1928 var gerð jarðvegsstífla með flóðgáttum í Dimmu og Bugðu. Árið 1977-1978 var síðan gerð ný stífla vestar. Með þessari framkvæmd hurfu Elliðavatnsengjar og Vatnsendaengjar (og þar með tóftir Oddgeirsness) undir vatn og Elliðavatn stækkaði um helming að flatarmáli. Helgi M. Sigurðsson, Elliðaárdalur, land og saga, 100.

Heimildir m.a.:
-Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags, 7. árg. 1886, bls. 234.
-Saga, 3. árg. 196-1963, bls. 465-466.
-Árbók Hins íslenzka fornleifafélags – Megintexti (01.01.1914) – Um örnefni – eftir Björn Bjarnarson, bls. 15.

Elliðavatn

Elliðavatn.

Jarðfræði

Meginhálsar Reykjaneskagans eru tveir; Vesturháls og Austurháls, öðrum nöfnum Núpshlíðarháls og Sveifluháls. Báðir eru afurðir gosa á sprungureinum Norður-Atlantshafshryggjarins er ísaldarjökull þakkti landið. Meiri „hryggjarleifar“ eru á Reykjanesskaganum eftir gos á sprungureinum undir jökli, s.s. hluti Brennisteinsfjalla (Sandfell og Vörðufell) og Fagradalsfjall (og Vatnsfellin, Litli-Keilir og Keilir).

Sog

Í Sogum.

Hér er ætlunin að gefa svolitla mynd af Núpshlíðarhálsi. Syðsti hluti hans er einstakur hvað varðar gosmyndanir eftir að síðasta jökulskeiði lauk. Tvær gígaraðir á gossprungum liggja upp eftir honum í NA, allt inn að Djúpavatni austanverðu. Sjá má gígana utan í móbergshlíðunum. Ennþá áhugaverðara er að ganga eftir þeim og berja augum hinar einstöku jarðmyndanir og litbrigði. Gígarnir sunnan Vigdísarvalla eru einstaklega formfagrir, Slaga er austan Vallanna og gígur skammt norðaustar á sprungureininni virðist líkt og teygja sig út úr Fögruflatarhorni. Ketill austan Traðarfjalla og Djúpavatns er hluti af gígaröðinni.
Selsvellirnir vestan við Núpshlíðarháls eru eins og vin í eyðimörk, og þar var og er eftirsótt beitiland fyrir búfé. Selsvellir tilheyrðu Stað í Grindavík og notuðu Staðarprestar og hjáleigubændur þeirra selstöðuna. Um miðja nítjándu öld höfðu hér 6 bændur í seli ásamt prestinum á Stað og átti hver sitt selhús. Samtals voru þá um 500 fjár og 30 nautgripir á Selsvöllum. Við austanverða og suðvestanverða Vellina eru miklar tóftir frá selstöðunum.
Norðan Selsvalla taka aftur við hraun, mosavaxin víðast hvar, sunnan Einihlíða og Mávahlíða.
Núpshlíðarháls-loftmynd Spölkorn suðvestan við Núpshlíðarháls, úti í hrauninu sunnan við hann, er einn fallegasti hraungígurinn á Reykjanesskaga, Moshóll. Því miður er búið að skemma hann með umferð ökutækja og er það sorglegt dæmi um virðingarleysi í umgengni okkar við náttúruna. Hann er nyrsti gígurinn á gígaröð sem Afstapahraun nýrra er runnið úr. Það rann í norður og í sjó fram í Vatnsleysuvík, hjá Kúagerði, eftir að land byggðist. Úr suðurhluta sprungunnar er Leggjabrjótshraun runnið, sem fyrr er nefnt. Jarðhiti er á svæðinu á milli Sandfells og Oddafells.
Austan í sunnanverðum Núpshlíðarhálsi er gígaröð á sprungurein sem fyrr er lýst. Nær hún langleiðina upp fyrir Djúpavatn austanvert. Syðst er röðin tvískipt. Í henni austanverðri eru einstaklega fallegar gosmyndanir með mikilli litadýrð. Undir einum gíganna er hellir.
Alls hafa fundist tæplega 200 tegundir blómaplantna og byrkninga (burknar, elftingar, jafnar) í Reykjanesfólkvangi. Flestar tegundirnar eru algengar um land allt, en einstaka eru bundnar við Suðurland, t.d. grástör og gullkollur.
Við fyrstu sýn virðist svæðið hrjóstrugt á að líta, en ef betur er að gáð kemur í ljós margbreytilegt gróðurfar. Fyrst ber að nefna mosann sem klæðir hraunin á stórum svæðum eins og t.d. í Ögmundarhrauni og setur hann óneitanlega mikinn svip á landið. Grámosi(gamburmosi) er ríkjandi tegund og ræðst tilvist hans af hinu raka úthafslofti. Annars staðar er gróskumikill lynggróður, t.d. krækilyng, bláberjalyng, aðalbláberjalyng, sortulyng og beitilyng. Lítið er um kjarrlendi í Reykjanesfólkvangi.  Kjarrgróður er einkum norðanmegin á svæðinu, en ljóst er að núverandi kjarr eru leifar víðáttumeira kjarrlendis. Einna vöxtulegastur trjágróður er umhverfis Búrfell og Smyrlabúð. Birki er aðaltrjátegundin sem myndar kjarr, en á stöku stað má sjá allstóra gulvíðirunna. Undirgróðurinn er einkum lyng og grös, s.s. hálíngresi, ilmreyr, bugðupuntur, svo og blómplöntur, t.d. blágresi, brennisóley og hárdepla. Burnirót má finna í hlíðunum.

NúpshlíðarhálsStór hluti fjallgarðsins eru sandberg, bólstraberg, melar og bersvæði. Gróður er mjög strjáll á slíku landi og einungis harðgerðar tegundir þrífast þar, t.d. melskriðublóm, holurt, geldingahnappur og lambagras.
Þéttur valllendisgróður liggur víða undir fjallshlíðum með ríkjandi grastegundum; týtulíngresi, hálíngresi og blávingli. Flest eru valllendin tún fornra bæja eða selja eins og örnefnin gefa til kynna: Selvellir, Seltún og Vigdísarvellir.
Mýrargróður er helst að finna undir austanverðum hlíðunum miðjum, í Krókamýri. Þar vaxa algengar mýrarplöntur eins og mýrarstör, gulstör, klófífa, engjarós, mýrardúnurt og horblaðka.
Eitt af sérkennum í Núpshlíðarhálsi eru jarðhitasvæðin og þar eru nokkrar einkennisplöntur. Fjölskrúðugastur er gróðurinn á jarðhitasvæðinu í Sogunum og Sogadal. Þar vaxa tegundir svo sem laugasef, lindasef og lækjadepla. Einnig er margbreytilegur gróður í volgrunni sem rennur um norðanverða Selsvelli, t.d. sefbrúða og laugabrúða. Af sjaldgæfari tegundum má nefna ýmsar blómplöntur, t.d. fjalldalafífil. skógfjólu, geithvönn og jarðaberjalyng, sem einnig finnast í Geitahlíð.
GrænavatnseggjarFjallgarðurinn er á miðju virka gosbeltinu, sem liggur eftir Reykjanesskaga endilöngum. Gossaga skagans er tiltölulega vel þekkt. Eldvirknin hefur verið stöðug síðustu árhundruðþúsundin og virðast koma í hrinum sem koma á um 1000 ára fresti og stendur yfir í u.þ.b 200 ár. Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjanesskaganum á þeim tíma. Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos. Það elsta eru Bláfjallaeldar sem hófust árið 930 og stóðu yfir í u.þ.b. 100 ár. Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151. Í gosinu opnaðist um 25 km löng sprunga og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum. Að sunnan myndaðist Ögmundarhraun í þessu gosi en að norðan rann Nýjahraun sem flestir nefna Kapelluhraun. Í þriðju goshrinunni urðu Reykjaneseldar sem stóðu yfir frá 1210 til 1240. Það gos var yst á skaganum og hluti umbrotanna var í sjó þar sem Eldey reis upp úr sjónum.

Eldvirkni raðar sér á svokallaðar sprungureinar þar sem eru gosstöðvar og opnar gjár. Oft eru sigdalir eftir endilöngum Hrútaberjalyngsprungureinunum og gígaraðir. Sprungureinarnar eru yfirleitt 25-50 km langar og 5-7 km breiðar. Ein þeirra fer um Hálsana, þ.e Krýsuvíkurrein sem liggur frá suðvestri í norðaustur yfir Reykjanesskagann. Háhitasvæði er á sprungureinuninni, þ.e. í Sogunum og nágrenni við þau.
Jarðlögin í og utan við Núpshlíðarháls eru grágrýtishraun frá síðustu hlýskeiðum ísaldar, móberg og bólsturberg sem hafa myndast undir jöklum síðustu jökulskeiða og hraun runnin eftir að jökull hvarf af svæðinu. Í Núpshlíðarhorni, og þar suður af allt til sjávar, er grágrýti sem jöklar hafa sorfið og skafið. Austar eru væntanlega leifar af fornum dyngjum og hafa líklega myndast á síðasta hlýskeiði sem lauk fyrir 120 þúsund árum. Geitahlíð er t.d. gömul grágrýtisdyngja og grágrýtishella er líka vestan og austan af hálsinum. Sunnan, vestan og norðan Kleifarvatns er móberg og líkt og Núpshlíðarháls er Sveifluháls móbergshryggur sem hafa hlaðist upp undir jökli. Segja má að þessi jarðmyndum sé eitt af sérkennum Íslands. Á Reykjanesskaganum er þessar myndanir hvað mest áberandi, þar sem Norður-Atlantshafshryggurinn „gengur á land“. Landið gliðnar og meginlandsflekarnir, Ameríkuflekinn og Evrópuflekinn, og fjærjaðrarnir færast hægt og rólega frá hvorum öðrum. Á millum þeirra alast upp afkvæmi herra Elds og frú Kviku.

Heimildir m.a.:
-http://www.umhverfisstofa.is/reykjanesfolkvangur/
-http://www.utivist.is/greinar/
-http://www.umhverfisstofa.is/reykjanesfolkvangur/natturuf.htm

Sogin

Jóruhellir

Ætlunin var að ganga um Kleifardal að Jóruhelli og Jórukleif og síðan um Tindaskarð til baka.
Joruholl-1Jórukleif heitir langt klettabelti, sem liggur frá suðvestri til norðausturs. Að norðan endar Jórukleif í Sigríðarkleif ofan við Vatnsbrekkur. Kleifadalur er lítill dalur undir Jórukleif, djúpur og dálítið langur. Hann er milli Kleifadalshryggs og Jórukleifar. Sunnar en Litla-Sandfell er Jórutindur (396 m). Skammt suður af Jórutindi er Hátindur, og eru þeir kallaðir Tindar einu nafni. Um Jóru í Jórukleif er saga í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Skarðið milli þeirra heitir Tindaskarð (einnig nefnt Jórusöðull), og um það liggja landamerki Nesja og Nesjavalla. Jóruhóll heitir lítill hóll við Jórugil suður af Kleifadalshrygg, sem er austan við Jórukleifina.
Í örnefnalýsingu fyrir Nesjar segir m.a.: „
Hátindur er í Nesjavallalandi en ekki Nesjalandi. Tindaskarð joruholl-3heitir öðru nafni Jórusöðull; þar um liggja merkin milli Nesjavalla og Nesja. Fyrir neðan Jórusöðul (norðaustar) er brött brekka, sem kölluð er Tindbrekka, og um hana lá gömul leið sunnan úr Grafningi og út á Mosfellsheiði. Það var kallað að fara Tindbrekku, og var hún einhver erfiðasti hjallinn á leiðinni. Þarna (í Jórusöðli) á Jóra að hafa setið fyrir ferðamönnum, eins og segir frá í þjóðsögum (sjá Þjóðsögur Jóns Árnasonar). Rétt fyrir neðan Tindbrekku er Jóruhóll og Jóruhellir þar rétt við. Jórugil fellur þar skammt frá. Jórukleif heitir langt klettabelti, sem liggur frá suðvestri til norðausturs. Að norðan endar Jórukleif í Sigríðarkleif, sem er syðst í Heiðarbæjarlandi, skammt norður af Vatnsbrekkum. Gróinn stallur er í Jórukleif, um miðja kleifina, sem heitir Setberg, og undir því er Setbergsból. Þar var búið, var síðast einsetumaður. Þar sést fyrir tóftum og túnskækli, og munu þær minjar hafa verið friðlýstar fyrir mörgum árum. 

joruholl-4

Tóftarbrot eru líka í Vatnsbrekkum, og mun einnig hafa verið þar býli.“
„Jóruhóll heitir lítill hóll við Jórugil suður af Kleifadalshrygg, sem er austan við Jórukleifina. Kleifadalur er lítill dalur undir Jórukleif, djúpur og dálítið langur. Hann er milli Kleifadalshryggs og Jórukleifar.“
Í nefndri þjóðsögu af ‘Jóru í Jórukleif’ segir: „
Jórunn hét stúlka ein; hún var bóndadóttir einhvers staðar úr Sandvíkurhrepp í Flóanum; ung var hún og efnileg, en heldur þótti hún skapstór. Hún var matselja hjá föður sínum. Einhvern dag bar svo við, að hestaat var haldið skammt frá bæ Jórunnar; átti faðir hennar annan hestinn, er etja skyldi, og hafði Jórunn miklar mætur á honum. Hún var viðstödd hestaatið og fleiri konur; en er atið byrjaði, sá hún, að hestur föður hennar fór heldur halloka fyrir.
joruholl-5Varð Jórunn svo æf við það og tryllt, að hún óð að hinum hestinum og reif undan honum lærið; hljóp hún þegar 
með það, svo ekki festi hönd á henni, upp að Ölfusá hjá Laxfossi, þreif þar upp bjarg eitt mikið úr hömrunum við ána og kastaði því nálega út á miðja á; síðan hljóp hún yfir á stillum þessum og mælti um leið:

„Mátulegt er meyjarstig;
mál mun vera að gifta sig.“

Heitir þar síðan Tröllkonuhlaup, aðrir segja Jóruhlaup. Þar hélt hún upp Ölfus, austan undir Ingólfsfjalli, og upp í Grafning, uns hún kom að hamragili því, sem liggur vestur úr Grafningi, skammt frá Nesjum; eftir því fór hún og linnti ekki á, fyrr en hún kom upp í Hengil. Þar tók hún sér bólfestu, og er þar síðan kallaður Jóruhellir, og varð versta tröll og grandaði bæði mönnum og málleysingjum.

joruholl-6

Þegar Jóra var sest að í Henglinum, var það siður hennar, að hún gekk upp á hnjúk einn í Henglafjöllum og sat löngum þar, sem síðan heitir Jórusöðull; er hann skammt frá sjónarhól hennar á háfjallinu. Af sjónarhól skyggndist hún um eftir ferðamönnum, sem um veginn fóru, bæði um Grafning fyrir vestan Þingvallavatn og um Dyraveg norðan undir Henglinum, sem liggur skammt frá hamragili því, sem áður er nefnt og heitir enn í dag Jórukleif, af því Jórunn lá þar oft fyrir ferðamönnum til að ræna þá eða drepa, eftir það hún var búin með hestlærið. Þar með gjörðist hún svo ill og hamrömm, að hún eyddi byggðina í nánd við sig, en vegirnir lögðust af. Þótti byggðamönnum svo mikið mein að þessari óvætt, að þeir gjörðu mannsöfnuð til að ráða hana af dögum; en engu fengu þeir áorkað að heldur.
Nú, þegar í þessi vandræði var komið og engin ráð fengust til að vinna Jóru, því svo var hún kölluð, eftir það hún trylltist, né heldur til að stökkva henni á burtu, varð til ungur maður einn, sem var í förum landa á milli og var um vetur í Noregi. Hann gekk fyrir konung einn dag og sagði honum frá meinvætti þessum, sem í Henglinum byggi, og bað konung kenna sér ráð til að ráða tröllið af dögum. Konungur segir, að hann skuli fara að Jóru um sólaruppkomu á hvítasunnumorgun, „því ekki er svo vond vættur né svo hamrammt tröll til, að ekki sofi það þá,“ segir konungur. „Muntu þá koma að Jóru sofandi, og mun hún liggja á grúfu. Er hér öxi, er ég vil gefa þér,“ segir konungur og fékk honum um leið öxi silfurrekna; „og skaltu höggva henni milli herða tröllsins. Mun þá Jóra vakna, er hún kennir sársaukans, snúa sér við og segja: „Verði hendur við skaft fastar.“ Þá skaltu segja: „Losni þá öxin af skaftinu.“ Mun hvort tveggja verða að áhrínsorðum, og mun Jóra velta sér niður í vatn það, sem þar er ekki langt frá, er hún liggur í Jórukleif, með axarblaðið milli herðanna.
Mun axarblaðið síðan reka upp í á joruholl-7þá, sem við hana mun kennd verða; þar munu Íslendingar síðan velja sér þingstað.“ Svo mælti konungur; en maðurinn þakkaði honum ráðin og axargjöfina. Fór hann síðan út til Íslands og fór að öllu sem konungur hafði fyrir hann lagt og banaði Jóru. Rættist öll spá konungs, og rak axarblaðið í á þá, sem síðan heitir Öxará, þar sem Íslendingar settu alþing sitt.“
Í Þjóðviljanum 1980 segir m.a. um framangreint: „
,,Mörgum mun þykja of djarft að setja Henglafjöllin
sem útilegumannastöðvar, sem eru svo nærri byggð, en aðgætandi er að margar lauslegar alþýðusagnir eru bæði um tröll og útilegumenn í Henglafjöllum; og þegar alþýða trúir að útilegumenn séu á einum stað, þá hafa menn — einkum fyrr á öldum — verið mjög hræddir að rannsaka fjöllin. Allir þekkja sögnina um Jóru úr Jórukleif sem sumir segja að hafi átt heima i Jóruhelli sem er í gili í

joruholl-8

Jórutind. Hún á að hafa verið úr Ölvesi og hafa tryllst við hestaat af því að hestur föður hennar varð halloka fyrir öðrum hesti, þa fór hún uppi Jóruhellir og hafðist þar við lengi. Henni var svo háttað að hún þurfti aldrei að sofa nema Jónsmessunótt — aðrir segja hvítasunnunótt. Þá sveikst maður að henni og hjó milli herða henni, en í því hún fékk áverkann sagði hún: „Höndurnar fastar við skaftið!“
Þá sagði hann: „Öxina framaf!“ Þá er sagt hún hafi hlaupið þar ofan skriðu frá hellinum og ofan í vatn. Svo er hún úr sögunni.“
Jóruhellir er í miðri hlíð Jóruhóls. Leiðin þangað er einungis ætluð tröllum og ofurmennum. Fara þarf um einstigu utan í hlíðinni og síðan niður bratta hlíð að opinu, sem er staðsett ofan við hengiflug. Þegar FERLIR kíkti á Jóruhelli var engin ummerki um mann- eða tröllvistir þar að finna.
Salur Jóru er undir hellisopinu. Leiðin þangað er einnig um einstigu og loks í gegnum þröngt op, sem þarf sérstakt lag til að komast í gegnum.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Nesjar.
-Þjóðsögur Jóns Árnasonar I, bls. 173-75 (Reykjavík, 1954).
Þjóðviljinn, 89. tbl. 20. apríl 1980, bls. 15.

Jórutindur

Jórutindur.

 

Björn Hróarsson
Stórvirkið „Íslenskir hellar“ eftir Björn Hróarsson er að koma út hjá Vöku-Helgafelli (Eddu útgáfu hf.).
Stórvirkið Íslenskir hellarUm er að ræða tvær bækur í öskju. Bækurnar eru í stóru broti, 33 cm x 25 cm, opnan er þannig 33 cm á hæð og hálfur metri á breidd. Verkið í heild er 672 blaðsíður, fyrra bindið er 320 blaðsíður og síðara bindið er 352 blaðsíður. Textinn er um 150.000 orð eða um ein milljón stafir. Ljósmyndirnar eru um 1000 talsins. Þá eru uppdrættir af um 100 hraunhellum í verkinu.

Í þessu mikla verki er lýst undraveröld hraunhellanna á Íslandi. Með stórfenglegum ljósmyndum og uppdráttum er lýst á fimmta hundrað hellum og um fæsta þeirra hefur verið fjallað á prenti fram til þessa. Bókin færir lesendum gríðarlega viðbót við lýsingu landsins því hellarnir eru samanlagt yfir 100 kílómetrar að lengd og að umfangi yfir fimm miljónir rúmmetra.

Hellafræðin er kynnt ítarlega til sögunnar og tilurð hraunhella útskýrð á glöggan og aðgengilegan hátt. Fjallað er um hraunrennsli og þær einstæðu myndanir sem íslenskir hraunhellar geyma og gerð grein fyrir hellarannsóknum, hellamennsku og umgengni í hellum svo eitthvað sé nefnt.

Úr hellinum FERLIRMeð hjálp nærri þúsund stórfenglegra ljósmynda er hulunni svipt af heillandi veröld og lesendum boðið í ferðalag sem seint gleymist. Eitt af markmiðum útgáfunnar er að kynna þessa undirheima og upplýsa um undur þeirra og hvernig skuli um þá gengið. Bókinni er beinlínis ætlað að koma í staðinn fyrir hellaferðir enda nú hægt að njóta hellanna heima í stofu eða „sitja kyrr á sama stað en samt að vera að ferðast“.

Þótt bókin sé eðlilega búin til fyrir lesendur sína eins og aðrar bækur þá er hún einnig og ekki síður sett saman fyrir hellana sjálfa. Þeir þurfa á því að halda að um þá sé vitað og um þá sé fjallað. Það er hvorki hægt að skoða, virða, nýta né vernda heim sem ekki er vitað um. Þetta mikla verk fjallar þannig ekki bara um hellana heldur var hún einnig hugsuð fyrir þá.

Úr hellinum FERLIRBjörn Hróarsson, höfundur verksins, er jarðfræðingur og hellafræðingur sem stundað hefur rannsóknir á hraunhellum í aldarfjórðung. Hann hefur notið aðstoðar fjölmargra hellamanna og sérfræðinga á ýmsum sviðum við að draga upp þessa ítarlegu lýsingu. Heimildaskráin telur til dæmis um 700 titla. Þá eiga um 40 ljósmyndarar, innlendir og erlendir, myndir í bókinni.

Allt leggst hér á eitt við að ljúka upp ævintýralegri veröld sem fáir þekkja. Ekki þarf að koma á óvart að þetta mikla, óeigingjarna og jafnframt ómetanlega ritverk verði valið til viðurkenninga hinna Íslensku bókmenntaverðlauna.

Þorsteinshellir

Sauðahellir fjárhellir.

Þórkötlustaðir

Álagasteinninn Heródes er vestan traðanna, innan garðs Vestari-Vesturbæjar í Þórkötlustaðahverfi.

Heródes

Áletrun á Heródesi.

Sagnir eru um að steininn egi hvorki færa né raska honum á nokkurn hátt. Talið var að fornar rúnir væru markaðar á hlið steinsins, en ef vel er að gáð í réttri birtu má sjá þar klappað á bókstafinn „S“, ferkantaðan.
Sú sögn hefur gengið mann af manni að þennan stein beri að umgangast af varfærni. Dæmi er um að illa hafi verið hirt um steininn og hefur þá hinum sama bæði liðið illa og gengið brösulega uns úr var bætt. Nú er löngu gleymt hvers vegna, en þó er ekki útilokað að einhver búi enn yfir þeirri vitneskju.Álagasteinar eru víða til og engin ástæða til annars en að taka ábendingar um þá alvarlega. Eflaust er einhver ástæða fyrir ábendingunni, s.s. grafstaður, staður þar sem sýn hefur birst, annað hvort í sjón eða draumi, sóttarstaður eða jafnvel tilbúningur. Hvað sem öllu líður er ekki hægt að útiloka að ábendingin sé af alvarlegum toga og því full ástæða til að fara varlega. Mörg dæmi eru þekkt þar sem menn hafa gengið gegn álögum og hlotið skaða af, einkum frá álfum.
Sjávargöturnar í Þórkötlustaðahverfi voru þrjár. Steinninn er skammt frá Mið-götunni. Ekki er ólíklegt að ætla að þar hafi sjómenn fyrrum gengið framhjá og signt sig á leið til skips, líkt og við Járngerðarleiðið við sjávargötuna milli Járngerðarstaða og Fornuvarar. Skammt neðar lá gamla gatan milli Hrauns og Ness (Þórkötlustaðaness).

Heródes

Heródes.

Flekkuvík

Brunnar eru bæði vestan og norðan við Flekkuvíkurhúsið. Nyrðri brunnurinn er sjávarmegin við húsið. Hann er dýpri og virðist nýrri.

Flekkuvík

Flekkuleiði.

Hinn brunnurinn er suðaustan við húsið, í túninu nálægt gömlu heimreiðinni. Túnið er að mestu sunnan og ofan við húsið. Syðst í því, svo til alveg undir túngarðinum ofanverðum er Flekkuleiði; lágur gróinn hóll, einn af nokkrum. Á leiðinu er “rúnasteinn”, sem segir að þar “Hvíli Flekka”. Í raun er um 16. eða 17 aldar leturstein að ræða skv. áliti sérfræðinga. Sagan segir að Flekka, norsk landnámskona, sem áður byggði Flekkuvík, hafi viljað láta grafa sig í jarðri túnsins þar sem hún hefði útsýni yfir innsiglinguna að bænum. Þar mun hún hvíla, blessunin.
Ekki er ólíklegt að ætla að Flekka hafi verið grafinn á ystu mörkum hins ræktaða lands á þeim tíma, m.a. til að vernda það fyrir hugsanlegum yfirgangi þeirra, sem á eftir kynnu að koma, en miklir fólksflutningar voru til landsins á landnámsöld og landamörk því fljót að breytast.
Rúnasteinn Flekku er einn af a.m.k. þremur á Reykjanesskaganum.
Árni Óla (1961) fjallar m.a. um letursteininn á Flekkuleiði „Rúnasteinn í Flekkuvík„, í bókinni Strönd og Vogar. Úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs Arnarsonar, Reykjavík, bls. 207-215.

Flekkuvík

Brunnur í Flekkuvík.

Breiðabólstaðasel

Þá var haldið frá Raufarhólshelli til vesturs í leit að Breiðabólstaðaseli.

Breiðabólstaðasel

Breiðabólsstaðasel.

Gengið var yfir Þrengslaveginn, yfir gróðir hraun og upp á Raufarhól. Þetta eru breiðir og sléttir melhólar. Gengið er yfir þá með stefnu til vesturs að sunnanverðum Krossfjöllunum, rétt ofan við syðsta stapann. Gengið er yfir móa og síðan aftur upp á slétta mela. Þá er komið inn á götu er liggur ofan við víða dali að sunnanverðu. Gatan liggur til vestnorðvestur með stefnu að Geitahlíð. Óþarfi er að fara upp í sjálf Krossfjöllin heldur ganga einungis með hlíðum þess. Flagið sést fljótlega á vinstri hönd og handan við næsta gróðurhrygg er grasi gróinn dalur og háir, langir klettar er horfa á mót austri, vestast í fjöllunum. Þar undir er Breiðabólstaðasel. Selið er vel greinilegt, en gróið. Það er staðsett á mjög fallegum stað. Það eru fjórar tóttir. Tvö rými eru í þeirri stærstu. Að selinu er um hálftíma auðveldur gangur ef farið er rétta leið. Annars þarf að fara upp um Krossfjöllin, en það er þrátt fyrir allt falleg leið, klettastandar og grónir dalir og brekkur, einkum að vestanverðu.

Breiðabólstaðasel

Breiðabólstaðasel.

Annað sel fannst fyrir stuttu undir ofanverðum Krossfjöllum. Um er að ræða selsþyrpingu, stekk og ágætt vatnsstæði. Ekki er ólíklegt, af ummerkjum að dæma, að þarna geti verið um að ræða nýrri selstöðu Hafnarsels, sem er þarna skammt norðar.
Loks var tekið hús á Hafnarseli (Þorlákshafnarseli). Um 5 mínútna gangur er að því frá Þrengslaveginum þar sem það kúrir undir kletti vestan við Votabergið. Það eru þrjár tóttir og í einni tóttinni, þeirri undir klettinum, eru þrjú rými. Skammt vestar er klettastandur. Austan undir honum er hlaðinn stekkur. Hafa ber þó í huga að mikilvægt er að nýta þekkinguna á selstöðunum fyrrum er tjá á fræðileikann.

Hafnarsel

Hafnarsel II – uppdráttur ÓSÁ.