Bær

Eftirfarandi er úrdráttur úr grein Harðar Ágústssonar í bókinni „Íslensk þjóðmenning I – uppruni og umhverfi“ um íslenska torfbæinn.

„Torfhúsið, torfbærinn íslenski, er þó framar öllu eitt af mörgum svörum mannsins fyrr og síðar við þeim vanda að reisa sér skjól gegn verðum og vindum, búa sjálfum sér og sínum athvarf í starfi og leik við tiltekin skilyrði á tilteknum tíma. Hann er þáttur í sögu hússins á jörðinni.“

Reykjavík

Reykjavík – þurrabúð.

1. Samfelld og sérstök saga íslenska torfbæjarins hefur enn ekki verið rituð enda þótt fjallað hafi verið um einstaka þætti hennar (sjá Privatboligen paa Island I Sagatiden eftir Valtý Guðmundsson, Híbýlahættir á miðöldum eftir Arnheiði Sigurðardóttur, Húsagerð á Íslandi eftir Guðmund Hannesson, Húsaskipan og byggingar eftir Jónas Jónasson o.fl.).
2. Í engu landi í norðvestanverðri Evrópu, og þó víðar verði leitað, eru aðstæður til byggingasögurannsókna verri en á Íslandi. Ástæðan er einkum sú að hérlendis hefur hið forna íslenska byggingarefni staðist verr tímans tönn en það sem nágrannar okkar hafa notað. Telja má á fingrum annarrar handar torfhús sem eru eldri en hálf önnur öld. Það er því ekki að undra þótt leitað sé á vit fornleifafræðinnar þegar kanna á upphaf og þróun íslenska torfhússins.

Torfbær

Torfbær.

3. Elstu húsleifar hérlendis bera þess glöggt vitni hvaðan híbýli landsnámsmanna voru ættuð.
4. Veggir fyrstu húsanna voru gerðir úr torfi og grjóti, ívið sveigðir til hliðanna með dyrum utan til öðrum megin. Þak hefur verið borið uppi af tvísettum stoðarröðum. Á miðju gólfi er langeldur, til hliðar seyðir, einn eða fleiri, og hellulagt við dyr. Leifar slíkra húsa hafa fundist á Skotlandseyjum, Færeyjum og á Grænlandi.
5. Að frumbýlisárunum loknum tóku húsin breytingum og þeim fjölgaði.

Torfbær

Torfbær.

6. Segja má að fornleifafræðin veiti sæmilega vitneskju um þróun torfbæjarins frá landnámsöld fram undir aldarmótin 1100, en þá verður eyða fram á ofanverða 14. öld. Þar taka við ritaðar heimildir og ber sagnabálkur Sturlungu hæst. Þar er talað um litlustofu og baðstofu. Sama gildir um eldhúsin, þau eru ýmist inni eða úti.
7. Um aldamótin 1100 verður eyða í rannsóknum fornleifafræðinnar. Flest bendir til þess að gangnabærinn í hreinni mynd sé ekki kominn til sögunnar á 13. öld og að húsaskipan þá sé í stórum dráttum svipuð því sem sést á þjóðveldisbænum.

Þjóðveldisbærinn

Þjóðveldisbærinn að Stðng.

8. Landnámsbærinn er einhúsa, en þjóðveldisbærinn marghúsa. Á 14. öld fer að votta fyrir göngum um leið og inngöngudyr eru settar milli skála og stofu.
9. Bæjarhúsaþorpið íslenska var sífellt verið að endurbyggja. Sérhver vistarvera í því var yfirleit sjálfstætt hús sem auðvelt var að ataka niður og reisa að nýju líkt og tjald án þess að það raskaði öðrum.

Torfbær

Torfbær.

10. Það er kunnara en frá þurfi að segja að upp úr miðbiki 18. aldar tóku Íslendingar að rumska af aldalöngum stöðnunarsvefni. Ungir hugsjónamenn geysast fram á svið sögunnar hver á fætur öðrum og reyna á öllums viðum að hvetja þjóð sína til dáða. Einn af þeim var Guðlaugur Sveinsson prófastur í Vatnsfirði. Hann skrifaði grein í Lærdómslistaritin 1791 er hann kallaði „Um húsa- eða bæjarbyggingar á Íslandi“. Birti hann með ritgjörðinni grunnmyndir og útlitsteikningar af þrem gerðum sveitabæa, smábýli, meðalbæ og stórbæ. Þetta var fyrsta burstabæjarteikningin hér á landi.
11. Alþýða manna nýtti sér hugmyndir séra Guðlaugs, en hafði ekki í fyrstu efni á að setja timburstafna á húslengjurnar þrjár nema bæjardyr.

Torfbær

Torfbær.

12. Upp úr 1870 myndaðist á Norðurlandi sérstök bæjargerð, framhúsabærinn, í framhaldi af gangnabænum þar.
13. Tvennt er áberandi í sögu torfbæjarins; myndun gangnabæjarins og breytt afnot baðstofu.
14. Elsta rituð heimild um orðið göng eru frá 1431 af Lá á Snæfellsnesi, sem getur hafa verið byggð um miðja 15. öld.

Torfbær

Torfbær.

15. Ályktað hefur verið að ganganbærinn hafi fyrst orðið til norðanlands. Hann verður því grónari sem lengra líður og er til í bland á Suður- og Vesturlandi á 15. eða 16. og 17. öld. Því nær sem dregur hlýjasta hluta landsins því minna gætir hans.
16. Af þessu verður vart önnur ályktun dregin en að gangnabærinn sé svar við köldu og kólnandi veðurfari. Fleira gat þó komið til en kuldinn.
17. Saga baðstofunnar er saga orkukreppu.
18. Tveir eru þeir meginþættir sem mótað hafa þróun torfbæjarins; kólandi veðurfar og minnkandi eldsneyti.

Torfbær

Torfbær.

19. Veggefni var eingöngu torf, mold og ótilhöggvið grjót.
20. Torf var mýratorf og vallendistorf. Mýrartorfið þótti betra byggingarefni. Torf var rist með torfljáum, einskerum eða tvískerum. Lögun torfsins fór eftir því hvernig það var rist eða stungið. Má skipa því niður í þrjá flokka; streng, hnaus og sniddu. Hnausinn var stunginn með pál og skptist í tvær gerðir; kvíahnaus og klömbruhnaus.
21. Grjót var ef svo má segja beint af skepnunni, ótilhöggvið og lag þess fór eftir umhverfinu. Það var blágrýti, grágrýti, hraungrýti eða sandsteinn, stór eða smár.

Torfbær

Torfbær.

22. Grafið var fyrir vegghleðslu. Þykkt veggja fór eftir hversu háir þeir áttu að verða.
23. Torfveggjahleðsla var flóknari en steinveggjahleðsla, meiri tækniþraut.
24. Íslenskur grjótveggur er ekki allur þar sem hann er séður. Í raun er hann moldarveggur með mótum utan og innan af hlöðnu grjóti. Moldin var burður hans og einangrun. Grjóthleðslur ásamt mold finnast svo til í hverri einustu rúst sem grafin hefur verið upp, heilir og hálfir veggir.
25. Laupurinn eða timburgrindin innan torfhússins var með ýmsu móti. Hún fór eftir stærð húsanna, notkun og byggingarlagi. Í útihúsum var hún frumstæð, en því margbrotnari sem nær dró aðalvistarverum fólksins.

Torfbær

Torfbær – sunnlenskur.

26. Í ásaþökum hvílir meginþungi þakisns á sverum ásum, einum eða fleirum.
27. Einfaldasta gerð ásahúss er sú þar sem einn ás hvílir á gaflhlöðum án styrktarstoða og raftar ganga af veggum á ás. Ásinn var ýmist kallaður mæniás eða mænitróða, en raftarnir máttar- eða skáldraftar.
28. Þríásaþök var með svipuðum hætti og tvíása, nema þriðja ásnum bætt við yfir miðjan vaglbitann.
29. Sperruþökin eru yngri og fullkomnari smíð en ásaþökin. Þunginn dreifist eftir sperrunum niður á vegg.

Torfbær

Torfbær – Norðlenskur.

30. Þekjunni var skipt í tvo höfuðflokka eftir gerð innsta byrðis; helluþök eða tróðþök.
31. Í helluþökum var hellan lögð á rafta, sperrur, reisifjöl eða skarsúð.
32. Innsta byrði tróðþaka var hrís lagður á rafta, reisiþil eða súð.
33. Tvær gerðir þilja tíðkuðust einkum hér á landi; stafverk og bindingsverk.
34. Í stafverki er grindin sýnileg.
35. Gólf var úr hellum, þykkari en þær sem notaðar voru í þök.

Víkingaaldaskáli

Víkingaaldaskáli.

36. Skálinn er tvímælalaust elsta hús íslenska torfbæjarins. Í upphafi var hann allt í senn svefnhús, eldhús, vinnustaður, veisluhús og geymsla. Með tilkomu búrs, eldhúss, stofu og skemmu verður skálinn framar öllu svefnhús, skipaður rúmstæðum með báðum hliðum. Þannig búinn er ekki annað að sjá en hann haldist óbreyttur frá því á 11. öld og alveg fram undir lok 18. aldar að hann er lagður niður.
37. Stofan kemur seinna til en skálinn og tekur meiri breytingum. Ætla má að hún sé orðin algeng á 11. öld. Í fyrstu gerð, sem kenna má við þjóðveldi, hefur hún verið dagstofa, vinnustaður kvenna og veisluhús. Allt önnur stofa er komin til á 16. öld.
38. Litlustofu er fyrst getið í Sturlungu upp úr 1234. Hún hefur verið eins konar gestastofa og fundarstaður fyrir aðvífandi tignarmenn.

Bær

Þiljuð baðstofa.

39. Baðstofa merkir í upphafi hús þars em menn fóru í bað, gufubað, með þeim hætti að kasta köldu vatni á heitan ofn.
40. Ónstofa er líkega þróun úr baðstofunni. Í ónstofu hlýtur að hafa verið ónn, steinofn eða reykofn til upphitunar.
41. Fjósbaðstofa er sennilega ekki mjög gömul. Bæði eru dæmi um að kýr eða sauðfé hafi verið haft undir baðstofunni til upphitunar.
42. Ástæðan fyrir breyttri notkun baðstofunnar var kólnandi loftslag og eldsneytsiskortur, sem fyrr segir.
43. Búr voru matforðabúr, einkum þó fyrir mjólkurfæðu. Í sumum búranna, sem grafin hafa verið upp, sjást ummerki eftir jarðgrafin stórkeröld.

Eldhús

Hlóðareldhús – Gaimard.

44. Eldhús hafa að sjálfsögðu verið fyrir matseld hvers konar. þau hafa tekið breytingum með breyttri húsagerð.
45. Borðhús voru geymslustaðir fyrir borðbúnað, einkum á stórbýlum.
46. Kamrar hafa ekki enn fundist á landnámsbænum, en þeir gætu hafa staðið úti í upphafi og því ef til vill ekki fundist við uppgrefti. Kamrar koma bæði fyrir í Íslendingasögum og Sturlungu.
47. Skemma var útigeymsla.

48. Húsagerð sú sem landnámsmenn fluttu með sér hingað í öndverðu, var um það bil að víkja fyrir öðrum nýrri í heimabyggðum þeirra.

Strengur

Torfbær – strengur.

49. Til skamms tíma voru torfbæirnir kallaðir frumstæð húsagerð og í orðinu fólst ákveðin fyrirlitning, Nútíma listviðhorf hafa þaggað niður þann neikvæða tón.
50. Torfhúsið, torfbærinn íslenski, er þó framar öllu eitt af mörgum svörum mannsins fyrr og síðar við þeim vanda að reisa sér skjól gegn verðum og vindum, búa sjálfum sér og sínum athvarf í starfi og leik við tiltekin skilyrði á tilteknum tíma. Hann er þáttur í sögu hússins á jörðinni.

-Íslensk þjóðmenning I – uppruni og umhverfi – 1987 Frosti F. Jóhannsson (bls. 195-366).
-Íslenski torfbærinn – Hörður Ágústsson

Torfbær

Torfbær – klambra.

Hreindýr

Árni Óla ritaði grein um hreindýrin á Reykjanesskaga í Morgunblaðið árið 1947. Greinin bar yfirskriftina „Hvað varð um hreindýrin á Reykjanesskaga?„.
„Laust eftir 1772 var 23 hreindýrum frá Hreindýrnorðanverðum Noregi hleyot á land í Hafnarfirði og tóku þau þegar á rás upp í Bláfjöll. Sjö árum seinna „sáust stórir hópar norður við Bláfjöll og var giskað á 500-600 í hóp. Seinasta hreindýr á þessum slóðum fylgdist með fjárhóp á Bolavöllum og náðist 1930 og virðist þessi vesæl kýr, aflóga af elli, tannlaus og kollótt, vera síðasti fulltrúi hinnar fögru hjarðar, sem eitt sinn mun hafa skift þúsundum, segir Helgi Valtýsson í bók sinni „Á hreindýraslóðum“.
Hjer hlýtur að vera um ónákvæmar ágiskanir að ræða. Það liggur t.d. alveg í augum uppi, að út af tæpum 20 kúm hafa ekki verið komin svo mörg heindýr eftir sjö ár, að tala þeirra hafi náð 500-600, hvað þá heldur að þau hafi verið í hópum, og 500-600 í hóp.
Árferði var að vísu gott fyrstu árin, sem dýrin voru hjer, en svo kom hvert harðindaárið eftir annað fram að 1780, og þá komu hallærisár, hvert öðru verra. Þessi ár hafa orðið harður reynslutími fyrir hreindýrin, og þegar fjárfellir er á Suðurnesjum er hætt við því, að hreindýrin hafi týnt tölunni.

Hreindýr

Menn vita þess dæmi, að á hörðum vetrum hrundu hreindýrin niður hjer syðra, svo var 1859 og aftur 1881. Það kemur því ekki til mála, að hreindýrin hafi tímgast svo fljótt hjer syðra, sem sögur segja, og hitt er líka næsta ólíklegt,a ð þau hafi nokkuru sinni skift þúsundum.
Ekki er nú vitað hvenær menn fóru að veiða hreindýrin á Reykjanesskaga en varla hafa þau fengið að vera í friði í mörg ár. Árið 1794 var gefið út konungsbrjef um hreindýraveiði, og fáum árum seinna annað brjef um takmarkaða veiði. „Þóttu þau (hreindýrin) þó flestum orðin helst til mörg og gjöra men með því að uppræta fjallagrös“, segir Espholín. Veiðarnar hafa áreiðanlega skert stofninn, og þó helst það hvernig menn drápu dýrin dauðvona úr hungri á vorin. Þannig voru drepin 13 dýr, sem stóðu við hjallana í Skjaldarkoti á Vatnsleysuströnd vorið 1859, öll að dauða komin úr hor.
HreindýrÁ sumrin gengu hreindýrin í Bláfjöllum. Lönguhlíðarfjöllum og á Heiðinni há. Þegar vondur vetur var leituðu dýrin niður á láglendið og suður á Strandarheiði. Og fyrir kom það, að þau leituðu alveg niður að sjó og munu þá hafa verið drepin, jafnvel á vorin þegar þau voru orðin grindhoruð, að ekki var neinn matur í þeim. Talið var að Guðmundur Hannesson á Vigdísarvöllum (hann var bróðir Sæfinns á sextáns kóm) hafi drepið fleiri dýr en nokkur annar, þótt hann færði það ekki í frásögur.
Annars voru hreindýraveiðar stundaðar á haustin, meðan dýrin voru feit og góð til bús að leggja. Seildust menn þá einkum eftir því að skjóta hreinana, því þeir voru vænstir, og mun það hafa átt drjúgan þátt í að dýrunum fækkaði og þau hurfu seinast með öllu.
Harðindaveturinn 1880-81 fækkaði dýrunum mjög. Er sennilegt að þau hafi þá hrundið niður úr hrungri og vesöld. Þá voru nokkur að flækjast suður á Strönd um vorið, horfallin og illa útlítandi.
Ein tilraun var gerð til að ala upp hreindýr. Oddur V. Gísalason á Stað í Grindavík var einu sinni á ferð Hreindýrvið annan mann og rákust þeir þá á hreinkálf, sem hafði villst frá hjörðinni. Þeim tókst að handama hann lifandi á þann hátt að þeir bundu saman marga hesta, gerðu nokkurs konar kví úr þeim og tókst að flæma kálfinn inn í kvína. Ekki var hann stærri en svo, að fylgdarmaður sjera Odds reiddi hann fyrir framan sig á hnallnefinu alla leið að Stað. Þar var kálfurinn hafður í húsi um veturinn, en þreifst illa. Þegar kom fram á vorið skaddaðist hann allur svo að bjórinn var ber, nema hvað litlir flókaleppar hengu í lærunum og á hálsinum. Og þegar bæjarveggirnir á Stað fóru að grænka , var honum hleypt ýt til þess að sleikja í sig nýgræðinginn. Hann drapst rjett á eftir; hjeldu sumir að hann hefði ekki þolað kjarnmikið grænt grasið, en sennilegt er að hann hefði drepist hvort sem var.
Þorvaldur Thoroddsen prófessor ferðaðist sumarið 1883 um allan Reykjanesskagann þveran og endilangan, fram og aftur, en varð hvergi hreindýra var. Taldi hann að dýrin mundu flest hafa fallið veturinn 1880-81.

Hreindýr

Guðmundur G. Bárðarson prófessor ritaði grein um hreindýr í Náttúrufræðinginn 1932. Hafði hann þá undanfarin sumru feðast um Reykjanesfjallgarðinn. Á þeim ferðum hafði hann með sjer góðan sjónauka, en hann sá aldrei neitt til hreindýra og hvorki fann hann af þeim horn nje bein. Telur hann ástæðurnar til hvarfs þeirra geti verið margar, svo sem of mikil veiði, að stofninn hafi úrkynjast, eða þau flutt sig lengra norðaustur upp á hálendið. Sagnir eru til um hreindýr, s.s. í Bæjarsveit í Borgarfirði, í Stóra-Botni í Hvalfirði, á Mýrum og jafnvel á Kili. Enginn vafi er á því, að þessi hreindýr hafa öll verið komin vestan af Reykjanesi.
En hvað varð um hreindýrin? Það er engin ástæða til að ætla að hreindýrunum hafi verið útrýmt á Reykjanesfjallgarði með veiðum, allra síst, ef stofninn hefur verið orðinn svo stór, að hann hafi skift mörgum hundruðum (hvað þá að hann hefir skift þúsundum). Þeir voru aldrei mjög margir, sem stunduðu hreindýraveiðar. Og um mesta veiðimanninn er þess getið, að hann hafi lagt 70 dýr að velli um ævina, og skiftist sú veiði niður á mörg ár. Hafi hreindýrunum því stórfækkað vegna veiðiskapar, þá hefur storfninn alltaf verið mjög lítill, annars mundi varla hafa sjeð högg á vatni.
HreindýrÁrið 1902 voru hreindýr alfriðuð og eftir þann tíma fara engar sögur af hreindýraveiði hjer syðra. Þó er ekki fyrir að synja að eitt  og eitt dýr hafi verið drepið. En hreindýr eru á þessum slóðum fram til 1930. Jón Guðmunsson á Brúsastöðum bjó á Heiðabæ í Þingvallasveit 1908-1920, og segir hann að þegar hart var á vorin hafi hreindýr komið niðru að vatni, venjulega tvö, en einus inni þrjú. – Seinast sá hann hreindýr á Mosfellsheiði 1920. Á þessum árum sáust og fáein dýr öðru hvoru í Henglafjöllum og á Mosfellsheiði. Þórður Eyjólfsson frá Vindheimum í Ölfusi sá 9 dýr hjá Grindarskörðum vorið 1908 og á þeim árum komu hreindýr niður undir Selvog í vorharðindunum.
Ólafur Þorvaldsson, sem einu sinni var í Herdísarvík, sá 4 hreindýr í október 1910 í Langahlíðarfjöllum.
Ef þau 23 hreindýr, sem sleppt var á land í Hafnarfirði upphaflega, hafa tímgast jafnt ört og sögusagnir herma, þá hefði sá stofn, sem hjer var uppi standandi þegar friðunarlögin komu átt að vera orðin að stórri hjörð nú. En hreindýrin eru horfin af Reykjanesskaga, og er tæplega til nein önnur skýring á því en sú, að þau hafi flúið þaðan upp á hálendið.
Hreindýr

Einkennilegt er að Þorvaldur Thoroddsen skyldi hvergi verð var við hreindýr á Reykjanesskaga 1882. Það bendir til þess að þau hafi haldið sig annar staðar þá, en hvarflað svo aftur vestur á bóginn til fyrri stöðva. – Þannig fann Magnús Ólafsson tvo hópa 1887. Það er haft eftir Ögmundi Sigurðssyni, skólastjóra, sem var manna áreiðanlegastur í frásögnum, að 1899 hafi 15-20 hreindýr sjest í Bláfjöllum. Og vorið 1895 sáust 5 hreindýr á Hellisheiði.
En 1930 eru þau algjörlega horfin. Þá hafa þau yfirgefið stöðvar sínar fyrir fullt og allt, eru horfin inn á hálendið og hafa sennilega borið beinin þar.“
Við þetta má bæta að önnur og nærtækari skýring er á fækkun og jafnvel útrýmingu hreindýranna á Reykjanesskaganum, þ.e. markviss veiði frábærra veiðimanna.

Heimild:
-Morgunblaðið 7 des. 1947, Árni Óla, Hvað varð um hreindýrin á Reykjanesskaga?, bls. 365-367.

Hreindýr

Botnsdalur

Gengið var frá Botni í Botnsdal í Hvalfirði um skógivaxinn norðanverðan Hrísháls og áfram upp með Hvalskarðsá um Hvalskarð (418 m.y.s.), millum Hvalfells (848 m.y.s.) og Háusúlu (916 m.y.s.). Þar fyrir innan er Hvalvatn (378 m.y.s.) er kom m.a. við sögu hins þjóðsagnakennda Rauðhöfða. Austast í því er Skinnhúfuhöfði með Skinnhúfuhelli. Vestan við vatnið er Hvalfellið með Arnesarhelli undir, norðan þess Veggir og sunnan Súlur. Þjóðsagan segir hæðirnar umhverfis heita Skjálfandahæðir. Fyrri hluti ferðarinnar var á tærnar að sækja, en sá seinni á hælinn.
GlymsgilÍ ferðinni var Glymur, hæsti foss landsins, sóttur heim. Hann var í klakaböndum er segir meira um ofurvald náttúruaflanna en fossinn sjálfan. Óhemju mikla krafta þarf til að „skrúfa fyrir“ foss sem þennan, en Vetur konungur virtist ekki hafa verið í neinum vandræðum með þá framkvæmd.
Þegar farið er að Glym er best að koma að honum sunnanmegin, þ.e. fara yfir Botnsána. Það er eingungis einn staður þar sem fossinn sést nánast allur og það er nípa ofarlega við gljúfrið að sunnanverðu. Til að komast þangað er gengið um hlaðið á Stóra Botni og fljótlega farið til vinstri eftir mjóum gönguslóða og honum fylgt upp með gilinu nokkurn spöl. Hægt er að komast yfir ánna á nokkuð öflugri göngubrú neðar en það er ekki eins hentug gönguleið. Rétt fyrir neðan hið eiginlega gljúfur er farið niður í gilið og yfir Botnsá á símastaur sem lagður hefur verið þar yfir og strengdur vír með til að styðja sig við. Traustlega er frá þessu gengið. Þegar yfir er komið tekur við ganga upp með gljúfrinu eftir mjög greinilegum slóða. Mikið fuglalíf er í gljúfrinu og ber þar mest á fíl (á sumrum), en þó má sjá aðrar tegundir þar líka, s.s. auðnutittling (á vetrum).

Glymur

Glymur.

Tvær nípur eru áberandi á leiðinni sem vænlegir útsýnisstaðir. Af þeirri neðri sést aðallega neðri hlutinn af fossinum en af þeirri efri sést nánast allur fossinn. Einungis vantar að sjá neðsta hlutann af honum og verður hann væntanlega ekki barinn augum nema að fara upp ánna niðri í glúfrinu.
Svæðið allt býður upp á ótrúlega mikla náttúrufegurð, ekki síst í vetrardýrðinni nú svo örskömmu fyrir jól [ferðin var farin 20. des. 2008]. Rjúpa
Rjúpan var ráðandi í kjarrlendinu með hlíðunum beggja vegna. Fagurlitaðar mosaskófir voru á steinum og stöðugur árniðu lék hljófagurt undir umhverfisásýndina alla.
Glymshellarnir í gljúfrinu undir fossinum voru ekki skoðaðir að þessu sinni, en þeir verða gaumgæfðir betur síðar.
FERLIR var svo heppinn, líkt og svo oft áður, að hitta einn landeigandann í Stóra-Botni. Hann sagði m.a. að í svonefndum Tungum, skammt ofar, vær tóftir beitarhúss eða yfirsetuhúss frá þeim tíma er maður nokkur sat þar yfir ám. Auk þess mætti sjá seltóftir neðar með Botnsánni að sunnanverðu, gegnt Litla-Botni. Þegar aðstæður þar voru skoðaðar úr fjarlægð mátti sjá þríhyrningslaga geira upp í hlíðina á Múlafjalli. Neðst í henni vinstra megin (austast) virtist vera tóft. Hún verður ekki heimsótt nema af sérstöku tilefni – næsta vor. Við athugun síðar komu í ljós stekkjartóftir á svonefndri Stekkjarflöti.
GlymshellarÁ göngunni áleiðis upp að Glym var auðvelt að koma auga á tóftina í Tungum. Hún er austan undir grasi grónum hól sunnan árinnar. Samfellt gras er þar í kjarrinu upp undir svonefnda Ásmundartungu, en Tunga þessi gæti tengst því örnefni. Innar, norðaustur með vestanverðu Hvalfelli, raða aðrar tungur sér, s.s. Mjóatunga, Breiðatunga og Einarstunga er aðskyldar eru með giljum. Norðar horfir Víðhamrafjall yfir dýrðina í Botnsdal.
Þegar staðið er þarna undir fjöllunum kemur sagan, eða réttara sagt sögurnar, um Rauðhöfða óneitanlega upp í hugann. Var vel við hæfi að rifja þær upp á leiðinni. Sagan er til í ýmsum útgáfum þótt allar eigi uppruna á Hvalsnesi og endi í Hvalvatni.

Glymur„Í fornöld var það mjög tíðkað á Suðurnesjum að fara út í Geirfuglasker til að sækja þangað bæði fugl og egg. Þóttu þær ferðir jafnan hættulegar og varð að sæta til þeirra góðu veðri því bæði eru skerin langt undan landi og svo er líka mjög brimsamt við þau.
Einu sinni sem oftar fór skip eitt út í Geirfuglasker; geymdu sumir skips, en sumir fóru upp í skerin eftir eggjum. Ókyrrði þá sjóinn fljótt svo þeir urðu að fara burtu fyrr en þeir hefðu viljað. Komust eggjatökumennirnir með illan leik upp í skipið allir nema einn. Hann kom seinastur ofan úr skerinu því hann hafði farið lengst og hugsað að ekki mundi liggja svo mikið á. Hann var sonur og fyrirvinna ekkju nokkurrar sem bjó á Melabergi í Hvalsnessókn, og var hinn ötulasti maður og á bezta aldri (sumir nefna manninn Helga). Þegar nú maðurinn kom niður að skipinu þá var hafrótið orðið svo fjarskalegt við skerið að honum varð ekki náð út í skipið hversu mjög sem þar var leitað lags við. Urðu skipverjar að fara burtu við svo búið og töldu þeir manninn af með öllu nema hans yrði bráðlega vitjað. Héldu þeir svo í land og sögðu hvar komið var og átti nú að fara í skerin og vitja mannsins hvenær sem þar gæfist færi á. En eftir þetta varð aldrei framar komizt út í skerin um sumarið fyrir brimi og stórviðrum. Var þá hætt með öllu að hugsa til manns þessa framar eða leiða sér í hug að hann mundi nokkurn tíma sjást lifandi framar.

Steinn

Nú leið og beið þangað til sumarið eftir. Þá fóru Nesjamenn á skipi út í Geirfuglasker eins og þeir voru vanir. Þegar eggjatökumennirnir komu upp í skerið urðu þeir hissa, þegar þeir sáu þar mann á gangi þar sem þeir áttu sér hér engra manna von. Maðurinn gekk til þeirra og þekktu þeir þar Melabergsmanninn sem eftir hafði orðið sumarið áður í skerinu. Gekk það öldungis yfir þá og þóttust sjá að þetta væri ekki einleikið. Forvitnaði þá nú heldur en ekki að vita hvernig á þessu öllu stæði. En maðurinn sagði þeim óljóst frá því sem þeir spurðu, en í skerinu sagðist hann alltaf hafa verið og hefði þar ekki væst um sig. Samt bað hann á að flytja sig í land og gjörðu þeir það fúslega. Var Melabergsmaðurinn hinn glaðasti, en þó fremur fátalaður.

Hvalfjörður

Hvalfjörður.

Þegar í land kom varð þar hinn mesti fagnaðarfundur og þótti öllum þessi atburður allur undrum gegna, og enga glögga grein vildi maðurinn gjöra um veru sína í skerinu.

Nú leið enn og beið og var hætt að tala um nýlundu þessa. En seint um sumarið, einn góðan veðurdag þegar messað var á Hvalsnesi, varð sá atburður sem alla kynjaði á. Við kirkjuna var fjöldi fólks og þar á meðal Melabergsmaðurinn. En þegar fólkið kom út (aðrir segja inn í kirkjuna og láta allan atburðinn fara fram fyrir messu) úr kirkjunni stóð uppbúin vagga við kirkjudyrnar og lá ungbarn í vöggunni.
Ofan á vöggunni lá dýrindisábreiða sem enginn þekkti hvað í var. Á þetta varð öllum starsýnt Steinnmjög og enginn leiddi sig að vöggunni eða barninu og enginn lézt þar vita nein deili á. Nú kemur prestur út úr kirkjunni; sér hann vögguna og barnið og furðar á þessu öllu ekki síður en aðra. Spyr hann þá hvort viti nokkur deili á vöggunni og barninu eða hver með það hafi komið eða hvort nokkur vilji að hann skíri barnið. En enginn lézt vita neitt um þetta og enginn þóttist hirða um að hann skírði barnið. En af því presti þótti allur atburður með Melabergsmanninn kynlegur spurði hann hann ítarlegar um allt þetta en aðra, en maðurinn brást þurrlega við og sagðist ekkert vita um vögguna né barnið enda skipti hann sér öldungis ekkert um hvorugt.
En í því bili sem maðurinn sagði þetta stóð þar kvenmaður hjá þeim fríð sýnum og fönguleg, en æði svipmikil. Hún þreif ábreiðuna af vöggunni, snaraði henni inn í kirkjuna og segir: „Ekki skal kirkjan gjalda.“
Síðan víkur hún sér að Melabergsmanninum og segir við hann mjög reiðulega:
„En þú skalt verða að hinu versta (argasta) illhveli í sjóHvalsneskirkja.“
Greip hún þá vögguna með barninu og hvarf með allt saman og sást ekki síðan. – Presturinn tók ábreiðuna og lét gjöra úr henni altarisklæði handa kirkjunni, og hefur það verið þar til skamms tíma og þótt hin mesta gersemi.
Nú víkur sögunni til Melabergsmannsins. Honum brá svo við orð hinnar ókunnugu konu að hann tók undir eins á rás frá kirkjunni og heim til sín. Ekki stóð hann þar við, heldur æddi sem vitstola norður eftir þangað til hann kom fram á Hólmsberg sem er fyrir vestan Keflavík, en berg það er fram við sjó, býsna hátt og þverhnípt. Þegar hann kom fram á bergsbrúnina staldraði hann við. Varð hann þá allt í einu svo stór og þrútinn að bergið sprakk undir fótum honum og hljóp fram klettur mikill úr hamrinum. Stakkst maðurinn þar fram af í sjóinn og varð í sama augnabragði að feikilega stórum hvalfiski með rauðan haus því maðurinn hafði haft rauða húfu eða hettu á höfðinu þegar hann brást í hvalslíkið. Af þessu var hann síðan kallaður Rauðhöfði.
Stakkur
En kletturinn sem fram hljóp með hann í sjóinn stendur enn fram í sjónum austarlega undir Keflavíkurbergi og er kallaður Stakkur.
Það er sumra manna sögn, að nú hafi það komið upp á Melabergi eftir móður mannsins að hann hefði sagzt hafa dvalið um veturinn í skerinu (skerið var síðan kallað Helgasker) í álfabæ einum í góðu yfirlæti. Hefðu þar allir verið sér vel, en þó hefði hann ekki geta fest þar yndi.

 

Fyrst þegar hann hefði orðið eftir af lagsmönnum sínum í skerinu hefði hann gengið um skerið í eins konar örvilnan og verið að hugsa um að steypa sér í sjóinn og drekkja sér til að stytta hörmungar sínar.
HvalfellEn þá sagði hann að til sín hefði komið stúlka fríð og falleg og boðið sér veturvist og sagt að hún væri ein af álfafólki því sem ætti heima í Geirfuglaskeri. Þetta þá hann, en vegna óyndis fékk hann heimfararleyfi sumarið eftir. Þá sagði hann að álfastúlkan hefði sagzt ganga með barni hans og skyldi hann muna sig um að láta skíra það ef hún kæmi því til kirkju þar sem hann væri viðstaddur, en ef hann gjörði það ekki mundi hann gjalda þess grimmilega. Sumir segja að maðurinn hafi sagt móður sinni frá þessu einhvern tíma einslega um sumarið; sumir segja að hann hafi gjört það um leið og hann gekk um á Melabergi frá kirkjunni seinast, en sumir segja að hann hafi sagt það einhverjum trúnaðarmanni sínum öðrum. En ekki er þess getið hvers vegna hann brá út af skipun álfkonunnar með barnsskírnina.

Hvalvatn og Hvalfell

En nú víkur aftur sögunni til Rauðhöfða. Hann tók sér aðsetur í Faxaflóa og grandaði þar mönnum og skipum svo engum var óhætt í sjó milli Reykjaness og Akraness. Varð það fjarskinn allur sem hann gjörði illt af sér í skipsköðum og manntjóni, en enginn gat að gjört eða stökkt óvætti þessum burtu, og áttu margir um sárt að binda af hans völdum þó ekki séu þeir nafngreindir neinir sem hann drap eða tölu hafi verið á þá komið. Upp á síðkastið fór hann að halda til á firðinum milli Akraness og Kjalarness og er sá fjörður því síðan kallaður Hvalfjörður.
Þá bjó gamall prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd; hann var blindur, en þó ern að öðru leyti. Hann átti tvo syni og eina dóttur. Voru systkini þessi öll uppkomin þegar hér var komið sögunni og hin efnilegustu og ann faðir þeirra þeim mjög. Prestur var forn í skapi og vissi jafnlangt nefi sínu. Synir hans reru oft út á fjörðinn á báti til fiskjar. En einu sinni urðu þeir fyrir Rauðhöfða og drekkti hann þeim báðum.

Stafnes

Á Stafnesi.

Presturinn faðir þeirra heyrði að synir sínir væru drukknaðir og svo af hvers völdum. Féllst honum mikið um sonamissinn.
Litlu síðar einn góðan veðurdag biður hann dóttur sína að koma og leiða sig niður að firðinum sem er þaðan ekki alllangt frá bænum. Hún gjörir svo, en prestur tekur sér staf í hönd. Staulast hann nú með tilhjálp dóttur sinnar ofan að sjónum og setur stafinn fram undan sér út í flæðarmálið og styðst svo fram á hann. Spyr hann þá dóttur sína hvernig sjórinn líti út. Hún segir hann vera spegilfagran og sléttan. Að lítilli stundu liðinni spyr karl aftur hvernig sjórinn líti út. Stúlkan segir að utan fjörðinn sjái hún koma kolsvarta rák líkt og stórfiskavaður ösli inn fjörðinn. Og þegar hún sagði rák þessa komna nærri á móts við þau biður prestur hana leiða sig inn með fjörunni og gjörir hún það. Var röstin jafnan á móts við þau og gekk það uns komið var inn í fjarðarbotn.
Þegar grynna fór sá stúlkan að röstin stóð af ákaflega stórum hval sem synti beint inn eftir Rjúpafirðinum eins og hann væri rekinn eða teymdur. Þegar fjörðinn þraut og þar kom að sem Botnsá kemur í hann bað klerkur dóttur sína að leiða sig upp með ánni að vestanverðu. Hún gjörði það og staulaðist karlinn upp fjallshlíðina með ánni, en hvalurinn öslaði einatt hér um bil jafnframt þeim upp eftir ánni sjálfri, og var honum það þó örðugt mjög sökum vatnsleysis. En þegar inn kom í gljúfrið sem áin rennur um fram af Botnsheiði þá urðu þrengslin svo mikil að allt skalf við þegar hvalurinn ruddist áfram, en þegar hann fór upp fossinn hristist jörðin umhverfis eins og í mesta jarðskjálfta. Af því dregur fossinn nafn og heitir síðan Glymur og hæðirnar fyrir ofan Glym eru síðan kallaðar Skjálfandahæðir. En ekki hætti prestur fyrr en hann kom hvalnum alla leið upp í vatn það sem Botnsá kemur úr og síðan er kallað Hvalvatn.
Fell eitt er hjá vatninu og dregur það einnig nafn af atburði þessum og er kallað Hvalfell.
Þegar RjúpaRauðhöfði kom í vatnið sprakk hann af áreynslunni að komast upp þangað og hefur síðan ekki orðið vart við hann, en fundist hafa hvalbein mjög stór-kostleg við vatnið og þykir það vera sögu þessari til sannindamerkis. – En þegar prestur var búinn að koma hvalnum fyrir í vatninu staulaðist hann heim aftur með dóttur sinni og þökkuðu honum allir vel fyrir viðvikið.“
Örlítið breytt og stytt saga.
„Melabergsmaðurinn hleypur fram af hamri sem kallast Stakksgnípa. Drekkir 19 skipum milli Akraness og Seltjarnarness. Drekkti bæði syni prestsins í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og prestsins í Saurbæ á Kjalarnesi. Tóku þeir sig saman og kváðu Rauðhöfða inn fjörðinn á milli bæjanna og heitir hann því Hvalfjörður. Varð þá landskjálfti mikill og því heita hæðirnar við Hvalvatn Skjálfandahæðir.“
Í FAXA er sagan nokkuð breytt og mikið stytt frá hinum.

Hvalfell

„Þegar upp komust svik mannsins varð hann óður og steypti sér í sjóinn og breyttist í hrosshveli og kölluðu menn hann Faxa. Af því nafni dregur Faxaflói nafn sitt. Drap tvo syni manns er kunni jafnlangt nefi sínu. Var Faxi rekinn í Hvalvatn þar sem síðan fundust hvalbein til sannindamerkis um þessa atburði.“
Í sögunni um MELABERGS-HELGA segir: „Ekkja nokkur bjó að Melabergi ásamt sonum sínum þremur og hét einn Helgi. Eitt sinn fóru bræðurnir í Geirfuglasker ásamt öðrum. Þeim varð illt til fengs og fóru því í fleiri sker. En nú fór að brima og komst Helgi ekki í bátinn. Ekki var komist í skerin fyrr en vorið eftir og var leitað eftir beinum Helga. Var undrun manna mikil er hann fannst lifandi og vel á sig kominn. Eftir þetta var skerið kallað Helgasker.

Hólmsberg

Hólmsberg – Hólmsbergsviti nær.

Síðan gerist allt sem í hinum sögunum og er upp komast svik Helga segir hann allt af létta og fer síðan inn þvera heiði og fram af Hólmsbergi. Um leið og hann stakk sér féll úr berginu klettur og er hann hér um 100 faðma fyrir framan bergið og heitir Stakkurinn til þessa dags. Bræður Helga ætluðu heim og komust inn fyrir Melabergsá og urðu þar að steinum. Heita steinar þeir Bræður enn. Helgi breyttist í rauðhöfðaðan hval og hafðist við í Hvalfirði á fjaðrarmótum Kollafjarðar.
Að Reynivöllum bjó prestur og drekkti Rauðhöfði sonum hans tveim. Prestur var skáld og kunnáttusamur. Hann stefndi Rauðhöfða upp í Hvalvatn. Melaberg lagðist í eyði vegna reimleika. En klæðið sem var yfir ruggunni skyldi hafa verið haft fyrir altarisklæði á Hvalsnesi þar til slitið var, þá tekið í sundur og verið lengi til nokkuð af því og ei alllangt síðan eyðilagðist.“
VeturÍ sögunni  um MÓKOLL Á MELABERGI segir: „Mókollur var ríkur bóndi á Melabergi. Allt fer sem fyrr en nú er hann finnst er kona ein hjá honum og lætur vel að honum. Segist hún ganga með barn hans og muni koma með það í kirkju til skírnar. En er barnið var til skírnar fært vildi Mókollur ekki kannast við neitt. Hann stekkur úr kirkju og fram á Hólmsberg á snös þá er síðan er kölluð Stakksnös. Þá féll þar úr berginu með honum klettur sá er Stakkur heitir. Á Katanesi bjó karl sem átti tvo sonu sem Mókollur gleypti að karli ásjáandi. Hann kom svo Mókolli fyrir í Hvalvatni.“

Geirfuglasker

Geirfuglasker.

Ein önnur útgáfa af Rauðhöfða kveður á um eftirfarandi: „Árni hét kvæntur maður og átti hann nokkur börn. Skip hans hvarf við Geirfuglasker en vorið eftir birtist Árni þessi heima hjá sér. Ekki sagði hann hvernig hann hefði komist af. Nú gerist allt sem áður: barn er fært til skírnar og yfir því er dýrindis klæði í rauðum lit. Presturinn reynir árangurslaust að telja Árna á að viðurkenna barnið og álfkonan leggur á að hann verði að hinum versta fiski í sjónum „og granda skipum og mönnum og aldrei komast úr þeim ánauðum, og jafnan skal einhver ógæfumaður vera meðal niðja þinna, allt í átjánda lið.“
Árni var með rauða húfi á höfði er hann tók að tryllast og þrútna út.
Stökk hann svo í sjóinn og breyttist í illhveli mikið og hafðist við milli lands og Geirfuglaskerja þar til kraftaskáld nokkur kvað hann upp í Hvalvatn.
Varða Mælt er að Einar á Iðu sem var dæmdur til lífláts fyrir barneign í meinum væri kominn að Árna í níunda lið, en nú er komið í hinn tólfta.“
Til er og saga um „Álfkonuna í Geirfuglaskeri„, sem er enn ein útgáfan af Rauðhöfða: „Nú er það presturinn að Útskálum er fær barnið til skírnar og maðurinn kastar sér fram af „Hólsbergi“. Hann drekkir síðan tveim sonum ekkju á Bjarteyjarsandi. Hún var margkunnug og kom illhvelinu fyrir í Hvalvatn.“

 

Melaberg

Melaberg.

Um „Hvalinn í Hvalvatni“ segir: „Í þessari sögu hér maðurinn Gísli (eða Björn). Hann hafðist við hjá tveimur konum og gerði þá yngri ólétta. Við messu kemur kona með vöggu og yfir henni er rautt klæði. Þegar Gísli neitar að eiga barnið breytist hann í illhveli og hefst við á Faxaflóa og gengur síðan allt eftir sem fyrr.“
Í sögunni um „Árna á Melabergi“ segir: „Árni þessi átti þrjá bræður er bjuggu á næstu bæjum við Melaberg. Hann hvarf við Geirfuglasker um haust og kom fram vorið eftir að Hvalsnesskirkju heill á hófi og vel útlítandi. Nú gengur sem fyrr að kona kemur með vöggu til kirkju og yfir henni er fagur dúkur.
HreindýrÞegar Árni neitar að meðkenna barnið segir konan: „Illa launar þú mér lífgjöfina og veturvistina enda skaltu í sjóinn fara – og verða að þeim versta og mannskæðasta hval og óhamingja skal fylgja ætt þinni í átjánda lið.“
Árni ærðist og steyptist fram af klettunum hjá Melabergi. Bræður Árna voru við kirkju og urðu þeir allir að steinum á heimleiðinni. Þeir steinar sjást hjá kirkjuveginum og eru stórir drangar og ganga út úr þeim mjóir drangar sem handleggir. Það fylgdi ætt Árna í átjánda lið að í henni var alltaf einhvur ólánsmaður. Seinastur þeirra er talinn Einar á Iðu á Skeiðum sem átti barn með dóttur sinni.

Hvalfell

Hvalfell – útsýni út Hvalfjörð.

Árni varð að versta hval og lagðist inn í Hvalfjörð. Þar var hann þar til hann drekkti tveimur sonum bónda á Kjalarnesi. Þessi bóndi var kraftaskáld og kvað hann hvalinn inn úr Hvalfirði og undir jörðu inn í Hvalvatn þar sem hann sprakk. Eftir hvarf Árna var um langa tíð reimt á Melabergi.“
Svo voru þau orð nú mörg þegar skráð og lesin – á langri leið.
Rjúpan virtist greinileg ásýndar, en hreindýrin bæði óljósari og huglægari. Þó var að sjá sem þeim brigði fyrir, en annað er þeim fylgdi verður erfiðara að útskýra…
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir:
-JÓN ÁRNASON I 81.
-JÓN ÁRNASON I 82.
-JÓN ÁRNASON III 148.
-JÓN ÁRNASON III 149.
-JÓN ÁRNASON III 150.
-JÓN ÁRNASON III 151.
-JÓN ÁRNASON III 152.
-JÓN ÁRNASON III 153.

Göngusvæðið

Garðaflatir

 Í Gráskinnu er sagt að “Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir sunnan Hafnarfjörð, en hafi verið flutt þegar hraunið rann. Sagan segir að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og Garðastaður.

Garðaflatir

Tóft á Garðaflötum.

Ýmis merki megi sjá þar enn í dag að byggð hafi verið á Garðaflötum; þar eru garðahleðslur miklar og víða sjást húsarústir og sumar mjög stórar um sig. Hlaðinn brunnur kvað og hafa sést til skamms tíma. Skammt fyrir neðan

Garðaflatir er stórt holt, sem nefnt er Smyrlabúð.” Þessa staðs er hvergi annars staðar getið í heimildum.
Smyrlabúð er 125 m há hæð syðst í Smyrlabúðarhrauni. Leitað var í kringum Smyrlabúð. Á einum stað, uppi í hlíðinni að vestanverðu, mótaði fyrir hleðslu. Trúlegra er þó að garðar og hús hafi verið á völlunum fyrir neðan. Þar er talsvert gras og nokkrir vellir, sem hraunið hefur runnið að, en skilið þá eftir hluta þeirra á milli þess og grágrýtisholtanna austan Sléttuhlíðar. Gamla Selvogsgatan liggur þarna með hraunkantinum og yfir þessa velli, sem hugsanlega hafa einhvern tímann heitið Garðavellir, en Garðakirkja átti land þarna fyrrum, skv. sögunni.

Garðaflatir

Garðaflatir – minjar – ÓSÁ.

Garðaflatir eru hins vegar nefndir í örnefnaskrám og öðrum lýsingum ofan og austan við Búrfellsgjá. Þar hefur FERLIR fundið nokkrar tóftir utan í hæð. Þær eru greinilega mjög gamlar. Þeirra er þó ekki getið í örnefnaskrá fyrir Garðabæ.
Þá hefur fundist hlaðið gerði utan í Smyrlabúðarhrauni, utan um slétta gróna kvos. Selvogsgatan gamla liggur með garðinum. Grjótið hefur greinilega verið tekið úr holtinu þar skammt frá og notað í garðinn. Hvort þar sé komið hin gamla Smyrlabúð, sem getið er um og hraunið er nefnt eftir, skal ósagt látið. Dæmi eru þó um að hraun hafi verið nefnd eftir mannvirkjum, sem í þeim hefur risið, sbr. Fjárskjólshraun.
Ekki er ólíklegt að Selvogsbúar og aðrir á leið sinni í Hafnarfjörð hafi staldrað þarna við, slegið upp tjaldi og dvalið yfir nótt með það fyrir augum að komast árla til til að versla við kaupmanninn í kaupstaðnum. Gerðið gæti hafa verið fyrir hesta eða fé.
Þótt aðrir hafi ekki rekið augun í gerðið utan í Smyrlabúðarhrauni(og einnig tóftirnar á Garðaflötum) er ekki þar með sagt að það hafi aldrei verið til.
Frábært veður – gangan tók 1 klst og 11 mín.

Garðaflatir

Garðaflatir – uppdráttur ÓSÁ.

Aukahola

Gengið var frá Krýsuvíkurvegi eftir slóða til austurs með Undirhlíðum í áttina að skógræktarsvæði, sem þar er ca. 2/3 að Bláfjallavegi. Björn Hróarsson, hellafræðingur, leiddi hópinn.

Aukahola

Aukahola.

Gengið var framhjá Markrakagili og að skógræktinni. Þar austan við, undir hlíðunum, hefur nú vaxið mikill greniskógur. Mikil og falleg gil eru í hlíðunum. Þarna og nokkru austar dunduðu vinnuskólasveinar úr Krýsuvík sér undir röksamri stjórn Guðmundar Þórarinssonar að planta græðlingum fyrir u.þ.b. 40 árum. Nú eru þetta hin myndarlegustu tré, líkt og vinnuskólasveinarnir.
Við horn girðingar tók Björn örugga stefnu til norðurs yfir mosahraun og hraunhrygg, sem liggur þarna samhliða hlíðunum. Norðan við hrygginn eru tvær djúpar holur. Þær liggja báðar niður í Aukaholu. Hún er um 10 metra djúp.

Aðalhola

Í Aðalholu.

Farið var niður í eystra gatið með aðstoð bands. Aukahola virðist vera gjá, sem hraun hefur runnið niður í, líkt og Ginið. Þegar komið var niður mátti sjá fallegar rauðleitar hraunmyndanir. Þunnt fljótandi hraunið hefur smurt gjáveggina og myndað gúlpa og jafnvel hraunsúlur hér og þar. Hægt var að fara spölkorn inn eftir gjánni til austurs. Þar inni er mjög falleg hraunsúla. Á leiðinni þangað sást hvar hrjúfur seigfljótandi hraunfoss hefur runnið niður frá lofti og myndað hraundellur undir.

Aðalhola

Aðalhola.

Sepamyndaðir veggirnir þar eru sérstaklega fallegir á að líta. Til vesturs mátti sjá lengra niður og inn í stærra rými. Fyrir neðan opið er gat lengra niður. Með aðstoð bandsins var farið þar niður. Þaðan er hægt að fara inn í stærra rými vestra, en opið er upp úr því um gatið.
Aukahola er fallegt jarðfræðifyrirbirgði. Aapalhola er annað stærra gat, eða göt, þarna skammt norðar í gjánni. Hún er um 17 metra djúpt, ílöng og falleg á að líta, svipuð Aukaholu, einungis minni í sniðum. Einnig þarf band til að komast niður í Aðalholu. Hún er undir hraunveggnum þar sem hann er einna hæstur. Ákjósanlegt er að nálgast hana frá Óbrennishólum, ganga yfir Óbrennisbruna, sem er nokkuð sléttur á köflum, um fallega hrauntröð og að gjárveggnum. Þá kemur Aðalhola fljótlega í ljós.
Frábært veður – Gangan tók 2 klst og 22 mín (með skoðnun).

Aukahola

Aukahola.

Keilir

Jón Þorkelsson skrifaði eftirfarandi (stytt) um beinakerlingar í Blöndu II:
„Beinakerlingar eru alkunnar hér á landi og hafa leingi verið, og eins gaman það, er kátir menn hafa að þeim hent. Eru það grjótvörður, — sem kallaðar eru kerlingar, — hlaðnar Beinakerling-1upp við alfaraveg, einkum á fjallvegum, og eru til þess ætlaðar, að þeir, sem um veginn fara, skilji eptir í vörðunni ritaða kveðju í ljóðum eða ljóðað ávarp frá kerlingunni til þeirra, er næstir fara um veginn, að sýna henni blíðskap. Visum þessum átti, ef alt skyldi vera í lagi, að koma annaðhvort í sauðarlegg eða stórgripalegg, og stinga leggnum síðan í vörðuna, og því hafa vörður þessar verið nefndar beinakerlingar. Ef menn vissu, hverir næst mundu fara um veginn, var opt sælzt til að nefna þá með nafni í vísum þeim, sem skildar voru eptir handa þeim í vörðunni. Væri margir á ferð í flokki, riðu stundum einhverir hagmæltir og gamansamir menn á undan, og voru þá búnir að koma vísum í kerlinguna handa þeim, sem á eptir voru, þegar þeir komu að vörðunni. Væri konur þeirra, er vísurnar feingu, með í förinni, var beinakerlingin stundum látin biðja þær um að spilla ekki fyrir sér við bóndann:

Vörðufell

Markavarðan á Vörðufelli.

Gleztu ekki við mig, góðin sæl,
Guðrún mín Vigfúsdóttir.

Var gaman þetta í sjálfu sér ógnarlega meinlaust, væri því haldið í hæfilegum skorðum, en út af því gat stundum brugðið heldur en ekki.
Hvernig þessi gamans-siður er uppkominn hér á landi, er alveg óvíst, því að eingin vissa er fyrir því, að hann só leifar af því að reisa mönnum og rista níð, sem mörgum er kunnugt frá fornöldinni. Manni gæti nærri dottið í hug, að siður þessi, eða ósiður, ef mönnum þykir það nafn sanni nær, ætti upptök sín í því, að menn hafi á fyrrum öldum, er fóru yfir öræfi, tekið þann hátt upp að hlaða vörður í öræfunum á stöku stöðum, og lagt þar í nokkur orð um, að þar hafi þeir verið staddir, til leiðbeiningar, ef leit þyrfti að þeim að gera, og hafi þetta síðan orðið að venju á fjallvegum.

Þingvallavegur

Þingvallavegur – varða.

Þykir og enn ánægja að þvi að finna á öræfum menjar þeirra manna, er áður hafa farið sama sjaldfarinn veg. Ekki verður heldur að svo stöddu með vissu sagt, hvort nokkuð þvílíkt sem beinakerlingar hafi tíðkazt í grannalöndum vorum, svo sem Noregi. Eing er óvíst um það, hve gömul beinakerlingavenjan er hér á landi. Sjálfsagt er hún gömul, en rök fyrir beinakerlingum og beinakerlingavísum hér þekkjast nú ekki eldri en frá síðara hluta 17. aldar. En þá og síðan um hríð hafa beinakerlingavísur og þvílíkt gaman líka verið í algleymingi, eins og sjá má á kveðskap þeirra frænda Jóns biskups og Páls lögmanns Vídalins, og taka beinakerlingavísur Páls yfir árin 1691—1725. Síðan hefir sá kveðskapur haldizt við alla 18. og 19. öld, þótt nú sé það handverk heldur komið í rýrnan, eptir að draga tók úr samgaungum milli fjórðunga á landi, en þær að eflast á sjó.
Beinakerling var einnig á Mosfellsheiði, skamt frá Borgarhólunum. Hún lagðist af nálægt 1880, eptir að sæluhúsið var reist á heiðinni. Frá þeirri kerlingu er þessi vísa:
„Herra minn guð, eg held nú það“
hann Sigurður rendi
…………………..vað,
„mikil skelfing! Vittu hvað“.
Vísan er frá síðara hluta 19. aldar, og kveðin á leið í verið; eru í henni orðatiltæki manns þess, sem hún er kveðin til.“

Heimild:
-Blanda II, bls. 406-411.

Skilaboðavarða

Skilaboðavarða millum Krýsuvíkur og Herdísarvíkur.

Gálgahraun

Nokkuð hefur verið skifað um áætlað landnám hér á landi, hvort sem um er að ræða út frá rituðum heimildum eða nærtækari vísindaaðferðum, s.s. gjóskulagarannsóknum eða geislakolsgreiningum. Páll Theódórsson, Vilhálmur Örn Vilhjálmsson, Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, Karl Grönvold og Ingrid Olson hafa m.a. fjallað um þetta viðfangefni út frá viðkomandi fræðigreinum.

Húshólmi

Skáli í Húshólma.

Árný lýsir aldursgreiningum með geislakoli, nálgunum og leiðréttingum, s.s. trjáaldursgreiningu, sjávar- og samsætuleiðréttingum. Sjávarleiðréttingin lýtur t.a.m. að leiðréttingum upp á ein 400 ár. Aðferðin sjálf er tiltölulega einföld, en margs ber að varast, hvort sem er við öflun sýna og meðferð þeirra. Þá ber að hafa margt í huga er leitt getur til skekkjumarka. Hér verður aðferðinni ekki lýst enda auðvelt að nálgast gögn um hana í neðangreindum heimildum.
Páll segir í grein sinni að „þótt grundvallaratriði aðferðarinnar séu einföld er af sögulegum ástæðum nær ávallt farin nokkuð flókin leið til að útskýra hvernig aldur sýnir er fundinn af geislavirkni kolefnisins.“ Vísindin sem slík eru ekki markmið fornleifafræðinnar heldur menningarsagan. En varpa má ljósi á söguna með aðstoð vísindanna.

Landnámslagið

Landnámslagið (Settlement).

Öll lífræn efni taka til sín kolefni úr andrúmsloftinu. Þegar þau deyja byrjar kolefnið að dvína. Helmingunartími þess er um 5700 ár. Þannig er hægt með varfærni og ákveðnum aðferðum að mæla áætlaðan aldur lífvera s.l. 200 til 50.000 ár og jafnvel lengur. Þótt hægt sé að greina aldur allra lífvera er öruggast að aldursgreina bein af húsdýrum og mönnum.
Tvö öskulög hafa einkum verið notuð í fornleifarannsóknum, svokallað landnámslag, sem samkvæmt C14 greiningum er talið vera frá um 890, og öskulagið H-1 eða H-1104 úr gosi í Heklu. Rannsóknir á borkjörnum í Grænlandsjökli gefa gos til kynna á þeim tíma, en einnig árið 871 (sem virðist vera hið eiginlega landnámslag). Ef það er rétt gæti þar verið komin skýringin á öskulaginu yfir mannvirkjum í Húshólma í Ögmundarhrauni, sem haf skv. því verið reist um og eftir 871.

Óbrennishólmi

Virki eða fjárborg í Óbrennishólma.

Páll telur að „vísbendingin um landnám snemma á áttundu öld sé orðin svo sterk að íslenskir fræðimenn komist ekki hjá því að taka hana alvarlega.“ Tekur hann m.a. mið af uppgötvunum á aldri landnámslagsins að tilstuðlan gjóskulagafræðinnar, árhringjagreiningar, geislakolsgreiningar og frjókornarannsókna.
Ingrid Olson segir að „út fá þeirri þekkingu sem við búum við nú á dögum er mögulegt að álykta að hin hefðbundna tímasetning á landnáminu sé rétt, en líklegra er þó að upphaf landnámsins sé eldra.“ Sýni, sem tekin voru við uppgröft í miðbæ Reykjavíkur og í Vestmannaeyjum, bentu við geislakolsmælingu til þess að væru eldri en sögulegar heimildir um landnám gefa til kynna.

Gjóskusnið

Unnið við að sniðgreina gjóskulög í jarðvegssniði.

Þannig virtist landnámslagið vera yfir mannvistarleifum á þessum stöðum er aftur gæfu til kynna að landnám hafi veirð hafið hér á landi nokkuð fyrir árið 870, eða nokkru áður en „hið skráða“ landnám gefur til kynna. Spurningin er bara „hversu löngu“ áður? „Landnámið greinist yfirleitt eldra en söguleg hefð (874) segir til um. Ef horft er á stöðuna ein og hún lítur út í ljósi þeirrar þekkingar sem við búum yfir í dag um C14 aldurgreiningar, getur landnám mjög líklega hafa hafist einhvern tímann frá lokum 8. aldar og fram til loka 9. aldar. Nákvæmari tímasetning út frá C14 aldurgreiningum er ekki möguleg miðað við núverandi aðstæður.“
Perlur Karl Grönvold segir að „eldgossins, sem myndaði landnámslagið er hvergi getið í heimildum og því hefur nokkuð verið litið til geislakolsgreininga. Landnámslagið er auðþekkt öskulag sem fallið hefur rétt um landnám en er hvergi getið í heimildum og kemur geislakol þar nokkuð við sögu. En enginn vafi er hins vegar á því hvar lagið liggur í hinum afstæða öskulagatímaskala. Sigurður Þórarinsson fann þetta öskulag fyrst við rannsóknir sínar í Þjórsárdal en á Suðrvesturlandi er það tiltölulega auðþekkjanlegt vegna þess að það er tvílitt, hvítt og svart (dökktvígrænleitt), og kallaði Sigurður það upphaflega VII a og b. Í Grænlandsísnum reyndust vera vera tveir greinilegir leiðnitoppar, annar við 871 og hinn við 898. Það var hins vegar aldrei haldið fram sem vissa að annar þeirra ætti við landnámslagið heldur bent á það sem möguleika.“

Landnámsöskulagið

Dökka lagið með ljósum botni þar fyrir neðan er Landnámsöskulagið. Ofan þess má m.a. sjá Miðaldaöskulagið.

Vilhjálmur segir að „allmargar niðurstöður, sem fengist hafa við kolefnisaldursgreiningar á sýnum á Íslandi benda til þess að landnám hafi hafist fyrr en hingað til hefur verið haldið.“ og jafnframt að „löngu áður en niðurstöður sumra kolefnisaldursgreininga gátu bent til landnáms fyrir þann tíma, sem ritaðar heimildir segja til um, höfðu verið settar fram kenningar um fasta búsetu fyrir tíma hefðbundins landnáms. Hingað til hafa ekki fundist neinar fornminjar við rannsóknir eða á söfnum, sem geta bent til keltneskrar eða norrænar búsetu, miklu ledri en frá þeim tíma sem ritaðar heimildir segja til um. Fornleifarannsóknir, fornminjar og aldursgreiningar á Íslandi geta þó á núverandi stigi bent til eldra landnáms á Íslandi en hins norræna í lok 9 aldar.“

Af framangreindu má sjá að með frekari rannsóknum má vænta óvæntra tíðinda er varpað geta með meiri nákvæmni en áður á landnám hér á landi.
uppgröftur Í ljósi alls þessa skýrist sú varfærni þegar komist er að orði í eftirfarandi kynningu um fornleifarnar í Aðalstræti í miðborg Reykjavíkur: „Sagan segir að Ingólfur hafi valið sér Reykjavík til búsetu eftir tilvísun guðanna vegna þess að öndvegissúlur hans rak þar á land. Líklegra er þó að Reykjavík hafi verið valin vegna ótvíræðra landkosta. Þar má nefna milda veðráttu, gott skipalægi, nægt undirlendi, rekafjörur, mýrar til rauðablásturs og mótekju, heitt vatn í jörðu, gjöful fiskimið, eggver og selalátur í eyjum, ágætt beitiland, akureyjar og laxveiði í ám. Landnámsmennirnir þurftu ekki síst að treysta á veiðiskap sér til lífsviðurværis og er staðurinn sem Ingólfur kaus sér heppilegur frá því sjónarmiði.“ Hér er ekkert minnst á „hið fyrsta landnám“ í Reykjavík, enda óljóst að svo hafi verið ef tekið er mið af vísindalegum niðurstöðum.

Hafnir

Hafnir – fornaldarskáli frá því fyrir norrænt landnám.

Svo virðist sem nefndur Ingólfur, sem hampað hefur verið sem „hinum fyrsta landnámsmanni“ og settist að í Reykjavík, hafi komið á eftir ýmsum öðrum, sem hér höfðu dvalið um allnokkurt skeið, enda virðist það bæði staðfest af ýmsum örnefnum sem og þeim minjum, sem einn á eftir að skoða, ekki síst á Reykjanesskaganum og á sunnanverðum Austfjörðum. Alla jafna hafa fornleifar verið rannskaðar á stöðum með sögulegar skírskotanir. Ef horft yrði framhjá skráðum heimildum og einungis tekið mið af þeim minjum, sem vitað er um og þekktar eru af staðkunnugum um land allt, er ekki ólíklegt að ýmislegt gæti komið þar fram er varpað gæti ljósi á upphafið og tilurð þess – með aðstöð vísindalegra möguleika.

Heimildir:
-Páll Theódórsson. 1997. Aldur landnáms og geislakolsgreiningar. Skírnir, 171. 92-109.
-Páll Theódórsson. 1992. Aldursgreining með geislakoli. Takmarkanir og möguleikar. Árbók hins íslenska fornleifafélags. 59-75.
-Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. 1990. Kolefnisaldursgreiningar og íslensk fornleifafræði. Árbók fornleifafélagsins. 35-70.
-Árný Erla Sveinbjörnsdóttir. 1996. Aldursgreiningar með geislakoli. Um landnám Íslands (ritstj. Guðrún Ása Grímsdóttir). Vísindafélag Íslendinga. Ráðstefnurit V. Bls. 59-75.
-Ingrid Olson og Erla Vilmundardóttir. 2000. Landnám Íslands og C14 aldursgreiningar. Skírnir, 174. 119-149.
-Karl Grönvold. 1995. Öskulagatímatalið, geislakol, ískjarnar og aldur fornleifa. Nokkrar athugasemdir við skrif Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar. Árbók hins íslenska fornleifafélags. 163-184.

Einihlíðar

„Landnámsmaður“ í Einihlíðum.

Eldvörp

Milli Árnastígs og Skipsstígs lá gata til forna.
Þessi leið hefur gleymst eftir að fólk hætti að fara Varða við Langhólfótgangandi milli byggðalaga, auk þess sem hluti af leiðinni var girtur af þegar loftskeytastöðin við Eldborg var reist á Bjarnafangi. Ætlunin var að reyna að rekja götuna frá Árnastíg við Eldvörp, í gegnum Blettahraun, framhjá Langhól og áleiðis niður að Járngerðarstöðum. Gangan endaði við Flagghúsið þar sem skyrgámur (skyrjarmur) tók á móti þátttakendum við hæfi.
Gengið var þegar sólin var hvað lægst á lofti hér á norðurhjaranum; einungis þrír dagar þar til hún átti að byrja upprisu á ný, líkt og hún hefur gert síðustu milljónir ára.
Blettahraun og Bræðrahraun eru systkinahraun austan Eldvarpa. Þau komu undan í sömu goshrinunni, en hið síðarnefnda er ólíkt hinu að því leyti að það er úfnara (apalhraun). Þess mátti Varða við götunasjá glögg dæmi á göngunni.
Gatan liggur frá Árnastíg til suðausturs. Sjá má vörður og vörðubrot á leiðinni. Neðar beygir gatan til suðurs og síðan til suðvesturs, áleiðis að Húsatóftum. Annar angi hennar liggur áfram til suðausturs, áleiðis að Járngerðarstöðum. Tvær vörður eru við austanverðan Langhól. Gatan fer undir girðingu er umlykur loftskeytastöðina og kemur síðan aftur handan hennar.
Í lok göngu fengu ferðalangar góðar móttökur í Flagghúsinu.
Frábært veður í aðdraganda jóla. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Brauðstígur

Brauðstígur.

 

Kaldársel

Eftirfarandi frásögn um upphaf Kaldársel (sumarbúðanna) birtist í Bjarma árið 1967:
kaldarsel-990„Að aflokinni messu á Bessastöðum á annan hvítasunnudag árið 1921, var haldinn stuttur K.F.U.M.-fundur þar í kirkjunni. Þá var stofnaður sjóður, sem hafa skyldi þann tilgang að koma upp sumarbúðum fyrir K.F.U.M. Það voru tveir félagar úr K.F.U.M. í Hafnarfirði, sem lögðu fram hundrað krónur. Seinna mynduðu nokkrir félagsmenn í Hafnarfirði og Reykjavík samtök um þetta mál. Var ákveðið að koma saman fyrsta föstudag hvers mánaðar, annan hvern mánuð í Reykjavík en hinn í Hafnarfirði. Fundir þessir voru bænafundir, þar sem beðið var fyrir málefninu, og að því loknu var lögð fram fórn til sjóðsins. Allt fór þetta fram í mestu kyrrþey. Vorið 1925 var sjóðurinn orðinn nær fjögur þúsund krónur. Var þá farið að hugsa til framkvæmda og lét bæjarstjórn Hafnarfjarðar félaginu í té eignarhald á túninu umhverfis eyðibýlið Kaldársel.

Kaldársel 1930

Kaldársel 1930. Seltóftirnar hægra megin.

Þetta sama vor var hafizt handa um að byggja skálann. Minnast ýmsir þess enn í dag, er við hin erfiðustu skilyrði varð að bera efnivið allan yfir hraunhálsinn þaðan, sem bifreiðir komust lengst, og upp að Kaldárseli. Um miðjan júní var unnt að vígja skálann. Var þá í honum svefnsalur með 24 rúmum, auk þess lítið herbergi og eldhús. Síðar var hann stækkaður um helming, með því að byggð var fyrir vestan skálann álma til norðurs. Nú fyrir fjórum árum var enn hafizt handa um stækkun skálans, og eru vonir til, að henni verði nokkurn veginn lokið í sumar.
Skálinn var fyrst sameign félaganna í Reykjavík og Hafnarfirði, en eftir nokkur ár varð hann einkaeign kaldarsel-991Hafnarfjarðarfélagsins.
Fyrst framan af var skálinn mikið notaður í sambandi við útilegur um helgar. Snemma var farið að nota hann til dvalar flokka, og síðari árin hefur hann verið í látlausri notkun þrjá sumarmánuði. Skiptast K.F.U.M. og K.F.U.K. í Hafnarfirði á að nota skálann, og hafa drengjaflokkar heldur lengri tíma til umráða.
Aðsókn hefur undanfarin ár verið ákaflega góð að sumarstarfinu í Kaldárseli. Benedikt Arnkelsson, guðfræðingur, hefur veitt drengjastarf inu forstöðu mörg undanfarin sumur. Margar konur og stúlkur hafa skipzt á um að stjórna starfinu meðal stúlknanna.
Kaldárselsskálinn stendur í mikilli hraunbreiðu skammt frá Helgafelli. Þar er ákaflega mikil náttúrufegurð. Sérstaklega er kvöldfegurðin rómuð. Einkanlega þó síðari hluta sumars. Aðstaða er þarna mjög góð til útiveru og fjallgöngu. Margs konar náttúrufyrirbrigði er þarna að skoða, eins og yfirleitt er í brunalandi.“

Heimildir:
-Bjarmi, 61. árg. 1967, bls. 32.

Kaldársel

Kaldársel.

Öskjuhlíð

Þrír letursteinar með áletruninni „Landamerki 1839“ afmörkuðu jörðina Skildingarnes frá Víkurbænum í Reykjavík.
Öskjuhlid-223Í grein í Morgunblaðinu 17. apríl 2005 er umfjöllun um byggðina undir yfirskriftinni „Skildinganes-kauptún“. Þar segir m.a.: „Sunnan í Skildinganeshólum stóð veglegt steinhús, þar átti heima frú sem hét Margrét. Börnum stóð stuggur af frúnni og kölluðu krakkarnir hana Hóla-Möngu. Þegar Margrét, sem alltaf var prúðbúinn utandyra, sást fara með strætó niður í bæ, áræddu krakkarnir að leika sér sunnanmegin í hólunum. Þar efst var steinn sem í var grafið LANDAMERKI 1839.“
Í Morgunblaðinu 9. ágúst 1994 sagði Magnús Sigurðsson í umfjöllun um Skerjafjörð – sjálfstæða byggð með sérstæðu yfirbragði: „Um Skildinganeshóla lágu áður mörk milli jarðarinnar Skildinganess og Reykjavíkur og þar var m. a. landamerkjasteinn frá 1839, sem nú er varðveittur í Árbæjarsafni.“
Í Fornleifaskráningu fyrir vestanvert Öskjuhlíðarsvæðið frá árinu 2006 segir m.a.: „Nokkur saga er tengd landamerkja-steininum. Skildinganes var um miðbik 16. aldar orðin sjálfstæð jörð, engu að síður voru landamerki hennar og Reykjavíkur ekki skýrt afmörkuð fyrr en árið 1787. Þá hafði Reykjavík fengið kaupstaðarréttindi og var land jarðarinnar ákvarðað í tengslum við það. Voru þá mörk Skildinganess og Reykjavíkur dregin frá Lambhól við Skerjafjörð, upp í Skildinganeshóla við Suðurgötu (Hjónagarða), þaðan austur í vörðu við Öskjuhlíð og að lokum í Fossvog við Hangahamar að austan, við Nauthólsvík. Fljótlega var reynt að hnekkja þessari niðurstöðu og spannst af því mikil deila sem leystist ekki fyrr en með sáttagerð árið 1839. Var hún í flestu samhljóða útmælingunni frá 1787. Til að taka af öll tvímæli var landamerkjalínan vörðuð þremur steinum, einum við Lambhól, öðrum í Skildinganesi og þeim þriðja í Öskjuhlíð. Á alla steinanna var höggvið orðið „Landmerke“ og ártalið 1839.
Oskjuhlið-223Lýsing: Steinninn er jarðföst klöpp með áletruninni “Landamerke 1839”, klappaðri á eina hliðina. Ofan á hann er merkt X. Hann er um 1,5 m á lengd og 1 m á hæð.
Á vísindavef HÍ er fjallað um örnefnið Ökjuhlíð: „Öskjuhlíð getur verið gamalt nafn. Hún hefur vafalaust tilheyrt landnámsbænum Vík (Reykjarvík) frá upphafi. Nafnið Víkurholt, sem nefnt er í máldaga Víkur frá 1379 gæti átt við Skólavörðuholt en þó fremur Öskjuhlíð, þar sem segir: „Víkurholt með skóg og selstöðu“.
Elín Þórðardóttir hét síðasta selráðskonan í Víkurseli. Árið 1828 gaf hún vitnisburð um landamerki Reykjavíkur og Skildinganess, meðal annars með þessum orðum: „Sel hafði faðir minn og allir hans forfeður vestan og sunnan undir Öskjuhlíð“. Nafnið hefur stundum verið stytt því að í áreiðargerð vegna landamerkja, þar sem farið er eftir landamerkjum jarða til upprifjunar eða staðfestingar, frá 1787 er talað um „Trevarder paa Hlidin“. Jónas Hallgrímsson nefnir Öskjuhlíð í dagbók sinni frá 1840.

Landamerkjasteinn 1839

Að minnsta kosti frá því um miðja 19. öld bar hæðin einnig nafnið Eskihlíð. Á korti frá 1850 er nafnið Öskjuhlíð aðalnafnið en Eskihlíð smáletrað. Býlið Eskihlíð (síðar við Miklatorg) var þó ekki stofnað fyrr en 1891.
Eski (eskigras) hefur fundist í hlíðinni en líklegra er að nöfnin Öskjuhlíð/Eskihlíð séu dregin af líkingu við öskjur, sem höfðu kúpt lok og voru notaðar meðal annars til að geyma í lín (einkum höfuðbúnað kvenna). Orðin askja, eski og eskja merkja hið sama, oft notað í fleirtölu, trafaöskjur = trafeskjur. Eski er upphaflega trjátegundin askur, en síðan haft um ílát úr þeim viði. Tvímyndir nafnsins kunna því að hafa þekkst frá fornu fari: Eskihlíð og Öskjuhlíð, samanber Eskiholt (Eskjuholt) og Öskjuholt á Mýrum.

letursteinn-222

Í Alþýðublaðinu 1963 var rætt við Lárus Sigurbjörnsson, forstöðumann Skjala- og minjasafns Reykjavíkurborgar. Í viðtalinu kom eftirfarandi m.a. fram:  „Þá sagði hann okkur frá öðrum merkilegum steini, sem nú stendur í heygarðinum fyrir norðan Árbæ. Er það landamerkjasteinn Reykjavíkur og Skildinganess. Var þessi steinn settur 1839 eftir miklar landamerkjadeilur. Voru tveir aðrir settir, annar í Eskihlíð og hinn á Lambholt. Sá sem er í Árbæ var á Skildinganesshólnum. Lárus hefur leitað að hinum steinunum, en ekki fundið. Sá, sem var á Skildinganesshólnum hafði verið bylt, líklega á stríðsárunum. Á honum stendur „Landamerki 1839″.“
Skv. nýjustu upplýsingum (2011) mun landamerkjasteinninn frá Skildinganesi hafa verið fluttur aftur á Skildingarneshóla fyrir 1994 sbr. Fornleifaskrá Bjarna F. Einarssonar. Þegar FERLIR kíkti á staðinn nýlega (2012) lá steinninn þar efst á hólnum, ekki á hvolfi sem fyrrum, en hallaði þó letrinu „undir flatt“.

Heimildir:
-http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1012796/
-Bjarni F. Einarsson, Fornleifaskrá Reykjavíkur, 1995.
-http://www.arbaejarsafn.is/Portaldata/12/Resources/skjol/skyrslur/skyrsla_130.pdf
-http://www.mbl.is/greinasafn/grein/149422/
-Anna Lísa Guðmundsdóttir, Fornleifaskráning lóðar Háskóla Reykjavíkur, Öskjuhlíð – Nauthóll, 2006.
-http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=5169
-http://skerjafjordur.blog.is/blog/skerjafjordur/entry/101846/
-Alþýðublaðið 30. júní 1963, bls. 16.
-Helgi M. Sigurðsson og Yngvi Þór Loftsson, Öskjuhlíð, náttúra og saga. Reykjavík 1993, bls. 7-24.
-Íslenskt fornbréfasafn III, bls 340.
-Íslenskt fornbréfasafn XV, bls. 258.
-Ólafur Lárusson, Byggð og saga. Reykjavík 1946, bls. 106.
-Jónas Hallgrímsson, Ritverk II (1989), bls. 364.

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð – landamerki.