Nessel

Við Hnúka í Selvogsheiði er margt að sjá, bæði mannvistarleifar og jarð- og náttúrufyrirbæri.

Hnúkar

Hnúkar.

Þrátt fyrir hellirigningu í bænum var bjart og blíðviðri þegar komið var á vettvang. Byrjað var á því að skoða skúta norðan við Hnúkana. Reyndist hann um 30 metra langur, en fremur lágur. Í göngunni fundust margar yfirborðsrásir, en þær voru allar fremur stuttar. Þó er ljóst að víða eru göt og stutt í rásir. Sem dæmi má nefna gat suðvestan við vatnsstæðið, sem síðar verður minnst á. Það liggur niður á við og virðist vænlegt. Ekki var farið niður í það að þessu sinni því til þess þarf hinn góða hlífðarfatnað hellamanna. Opið var sett á minnisspjaldið.
Leitað var tóftar norðaustan í Hnúkunum. Gekk greiðlega að finna hana. Tóftin er austan við holan hraunhól, sem er sléttur í botninn. Greinilegt er að einhvern tímann hefur grjót, sem í honum er, verð notað í einhverjum tilgangi. Enn sést móta fyrir hringhleðslu. Tóftin framan við munnan er greinilega gömul. Við skoðun á svæðinu fannst önnur tóft norðaustan við hólinn. Þá sést vel móta fyrir stvískiptum hlöðnum stekk eða kví norðan við hólinn. Þarna norðvestan við er gróin hraunrás. Norðvestast íhenni er vatnsstæði. Ekki er ólíklegt er hér sé um að ræða gamalt sel frá Nesi í Selvogi, en svæðið er innan landamarka þess. Nes er fyrrum stórbýli.

Hnúkar

Hnúkar – sel.

Vestan við tóftina er nokkurra mannhæða hátt hraundrýli, holt að innan, einstaklega formfagurt. Dýptin, niður á botn, virðist vera um fimm metrar. Ekki er gott að segja hvort þá taki við rás. Hraundríli eða hraunkatlar eru merkileg náttúrufyrirbæri sem líkjast einna helst gömlum strokkum. Nokkurs konar strompar sem hafa hleypt upp lofti/gastegundum þegar hraun rann um svæðið en um leið hefur hlaðist utan á þá og þeir stækkað. Í miðju þeirra er op sem nær niður í hraunhelluna.
Efst vestan undir hæðinnni sunnan vatnsstæðisins er gat. Færa þarf til einn eða tvo steina til að komast niður. Ekki var farið niður að þessu sinni – til þess þarf góðan hlífðarfatnað. Undirlagningin er óljóst.

Hnúkar

Hnúkar – hellir.

Eftir að hafa skoðað í kringum vatnsstæðið var haldið vestur með Hnúkunum, sem virðast vera um 10 talsins. Vestast í þeim er hellir, sem FERLIR hafði áður komið við í á ferð sinni um Selvogsheiðina. Um er að ræða rúmgóðan helli, um 40 metra að lengd og um 15 metra á breidd. Hann er sléttur í botninn, en innan við munnann virðast vera hleðslur. Hellirinn hefur myndast er stór hraunbóla hefur gliðnað. Hinn hluti hellisins er mun minni að vestanverðu. Þarna var haldið upp á fjögurra ára afmæli FERLIRs með slátri, reyktum rauðmaga og harðfisk. Erfitt er að koma auga á opið, en hellirinn hefur verið nefndur Afmælishellir í tilefni dagsins. Frá honum sést ágætlega yfir Selvogsréttina austan við Svörtubjörg.
Gengið var til baka til suðausturs með sunnanverðum Hnúkunum og þeir barðir augum í kvöldsólinni. Utan í einum hólnum var hlaðið byrgi refaskyttu. Frá byrginu sást vel yfir neðanverða heiðina.
Tækifærið var notað og Hnúkasvæðið rissað upp.

Hnúkar

Tóftir í Hnúkum.

Jólakort

Jól eru ein stærsta hátíð kristinna manna. Þeir halda þessa hátíð í minningu fæðingar Jesú, sonar Maríu meyjar. Í kristinni trú er Jesús sonur Guðs (Drottins), Kristur (hinn smurði),
Messías, sem spámennirnir sögðu fyrir að koma myndi. Jól eru haldin um gjörvallan hinn kristna heim og víða annars staðar þar sem kristni er jafnvel í miklum Jól fyrri tíðarminnihluta. Hátíðin er ekki á sama tíma alls staðar. Hjá mótmælendum og rómversk kaþólskum eru jól haldin á jóladag, þann 25. desember, og sumir þeirra hafa heilagt frá klukkan 18 á aðfangadag jóla, en það gera alls ekki allar kristnar þjóðir. Í austurkirkjunni (grísk kaþólsku og orþódox) eru jólin haldin um það bil hálfum mánuði síðar.
Uppruni jólahalds er rakinn til sólhvarfahátíða heiðinna manna, sem fögnuðu endurkomu sólarinnar sem lífgjafa. Kristnir menn ákvörðuðu að Jesú hefði fæðst um þetta leyti árs og settu jólin á svipaðan tíma og sólhvarfahátíðin var áður. Með því móti glötuðu menn ekki miðsvetrarhátíðinni þó að þeir skiptu um trú.
Í Lesbók MBL 24. des. 1925 er fjallað um forna jólasiði: „Margar sagnir sanna, að forfeður vorir hafa haldið hátíð mikla  um miðsvetrarskeið, og kallað jól.  En upphaflega mun þó nafnið jól eigi hafa táknað hátíð, heldur hefur það verið mánaðarnafn eða missera. Gotar í Austur-Evrópu nefndu nóvember fyrri mánuð jóla og desember annan. Hjá Engil Söxum hjetu mánuðirnir desember og janúar jól. Og í forn-norrænu hjet einn mánuður ársins (frá því í nóvember og fram að jólum) Ýlir, og er það nafn dregið af jól.
Flestir telja að sólhvarfahátíð, Jólin, sem vér nú höldum helg 25. desember, eru komin í stað jóla heiðingjanna. Fyrst í Upprásstað hjelt kirkjan afmælishátíð Krists hinn 6. janúar, en á 4. öld var þessu breytt, vegna þess, að kristnir menn hjeldu alltaf upp á hin heiðnu jól eða tóku þátt í fögnuðinum út af því, að sólin hækkaði aftur göngu. Og þessi breyting var rjettlætt með því, að sólhvörfin væri afmælishátíð hinnar einu sönnu sólar, Krists, „rjettlætisins sólar“. Jólunum má og eigna siði þá, sem bundnir eru við Eldbjargarmessu (7. jan.). Þá drukku menn Eldbjargarminni sem fagnaðaröl út af því að þá kemur sólin aftur með eld sinn.“
Í Lesbók MBL 1962 er fjallað um jól á fyrri tíð: „Allt frá því, er kristni var lögtekin hé á landi, munu jólin hafa verið mesta trúarhátíð kirkjuársins. Hefir þar aflaust valdið nokkru um, að fyrir voru áður, í heiðni, hátíðir og siðir, að nokkru trúarlegs eðlis, til þess að fagna hækkandi sól. Menn glöddust yfir því að myrkasti tími ársins var liðinn, dagur smálengdist og sól hækkaði á lofti.
Alltaf var unnið mikið á sveitaheimilum í gamla daga, en aldrei þó eins og á Jólaföstunni. Það þurfti mörgu að koma í verk fyrir jólin og lögðu sumir saman næstum nótt og dag. Skömmu fyrir jólin var farið í kaupstað með prjónlesið og var mönnum í mun að koma sem mestu á markaðinn. Bændu komu heim með kaffi, sykur og fleira, sem heimilin þörfnuðust.
Öldum saman hafa jólin, hér á landi, verið dýrlegasta hátíð ársins.“Í

Af hæstu tindum

 Lesbók MBL 1949 er fjallað um heiðin jól og kristin jól: „Samkvæmt gamla tímatalinu voru sólhvörf 25. desember. Prokópis segir; á 6tu öld, að íbúar Thule í norðrinu seu í myrkri, um vetur, 40 daga, þegar 35 þeirra eru liðnir, senda þeir menn upp á fjallatinda að vita hvort sjái til sólar. Ef þeir sjá til hennar, byrjar veislufögnuður hjá öllum. Nú var fæðingardagur Krists ókunnur, og var ekki haldinn hátíðlegur fyr en seint á 4ðu öld e.Kr. „Kristur er sólin, sem sigrar myrkrið“, endurhljómar í kristnum ritum. velja menn honum því fæðingardag, þegar sólin, lífgjafinn, færir oss hita og ljós. Armeníumenn, sem tóku kristni einna fyrstir af öllum þjóðum, halda enn jólin 6. janúar, þ.e. á þrettánda.“
Páll Vídalín skrifaði um jól og heiðni: „Jól er eldra orð í norrænu máli en kristnin sjálf. Orðið þýðir veisla líkt og orðið blót. Kom það í stað veturnátta blóts heiðingja.“
Elsta vísbending um jólahald er í kvæði um Harald hárfagra sem talið er frá 9. öld. Þar er hann sagður vilja ‘drekka jól úti’ og ‘heyja Freys leik’.
Í Heimskringlu segir að Hákon konungur Aðalsteinsfóstri hafi um miðja 10. öld fært jólahald Norðmanna frá einhverri ‘hökunótt’, sem enginn veit hvenær var, til sama tíma og kristnir menn héldu fæðingarhátíð Frelsarans. Líklegast er að tímasetning hinna fornu jóla hafi ekki verið á neinum vissum degi eftir okkar almanaki, heldur þegar vel stóð á tungli í svartasta skammdeginu.

Heimildir m.a.:
-Wikipedia.com
-Fornir jólasiðir; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1925.
-Ljóssins hátíð fyrir 75-80 árum; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1957.
-Jól á fyrri tíð; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1962.
-Heiðin jól og kristin jól; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1949.
-Jólin og heiðnar venjur; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1957.
-Jól og heiðni; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1931.
-Visindavefurinn.

Garðakirkja

Á vefsíðu Garðakirkju er m.a. fjallað um kirkjuna fyrr og síðar. Fyrrum var kirkjan sóknarkirkja Hafnfirðinga og þurftu þá bæði bæjarbúar og sóknarbörn Garðaprestakalls, sem bjuggju sunnan bæjarins, að sækja þangað messur. Í þá daga var ekki þyrlum fyrir að fara svo nota þurfti annað hvort tvo jafnfljóta eða þess umfram tveimur fljótari.

Garðavegur

Kirkjugatan – gamla sjávargatan.

Löngum fetaði fólkið austan kirkjunnar fjörugötuna, en fljótlega um og eftir aldarmótin 1900 var farið að huga að því að leggja slóða og götur um hið strjála kofaþyrpingasvæði Hafnarfjarðar ofan strandarinnar. Ein af fyrstu götunum, sem lagðar voru í byrjun aldarinnar var Garðavegur – kirkjugatan, sem þá lá upp frá austanverðu Akurgerði og nefndist Kirkjuvegur.
Garðavegurinn hefur týnst að hluta, einkum þar sem hann lá um Víðisstaði og núverandi byggingarsvæði Norðurbæjar Hafnarfjarðar að ofanverðum Hleinum (þar sem Hrafnista trjónir nú ofan við gamla Allianz fiskreitinn). Í nýlegri fornleifaskráningu fyrir Hafnarfjörð hefur láðst að skrá Garðaveginn þar sem hann lá fyrrum í gegnum Norðurbæinn. Þar er einungis vitnað í þekkta fiskreiti og hlaðna garða (sem flestir eru reyndar frá nútíma).
Hér verður reynt að gefa fólki mynd af legu þessa gamla tímabundna kirkjuvegar, er þjónaði sínu hlutverki allt fram yfir fyrsta áratug 20. aldar.

Garðavegur

Garðavegur 1942.

„Garðakirkja hefur staðið í Görðum frá fornu fari. Garðakirkja var frá upphafi Péturskirkja en algengt var, er menn fóru að reisa kirkjur hér á landi eftir kristnitöku, að þeir helguðu kirkjur sínar Pétri postula. Máldagar greina frá, að Bessastaðakirkja sé í fyrstu talin Maríukirkja og síðar Nikulásarkirkja, og bendir það til þess, að Garðakirkja sé eldri. Í Vilkins-máldaga frá 1397, þar sem skráðar eru allar eignir kirkna í Skálholts- biskupsdæmi, vekur það sérstaka athygli, að eignir Garðakirkju eru þá þegar orðnar ótrúlega miklar, og það svo, að landaeignir hennar munu ekki hafa aukist svo neinu næmi eftir það. Í þessu felst skýr ábending um háan aldur hennar, því svo miklar eignir hlóðust ekki á kirkjur yfirleitt nema þá á all löngum tíma. Sterk rök virðast því hníga að því, að Garðar séu hin forna landnámsjörð Ásbjarnar Össurarsonar, bróðursonar Ingólfs Arnarsonar, og jafnframt með elstu kirkjustöðum þessa lands.

Jón Vídalín

Jón Vídalín.

Í Görðum er fæddur séra Jón Þorkelsson Vídalín (1666-1720), sem var biskup í Skálholti 1698-1720. Jón biskup Vídalín samdi “Guðrækilegar predikanir yfir öll hátíða og sunnudaga guðspjöll” og gaf út í húspostillu sinni, sem prentuð var fyrst á Hólum í Hjaltadal 1718-20. Árið 1995 var Vídalínspostilla gefin út í fimmtánda sinn, og hefur sú bók lengst, ásamt Passíusálmunum, dugað íslensku þjóðinni til guðrækilegrar iðkunar, allt þar til að húslestrar lögðust af eftir að Ríkisútvarpið tók til starfa og útvarpsmessur hófust árið 1930.

Árið 1875 vísiterar Dr. Pétur Pétursson biskup í Görðum. Þá stóð þar gömul timburkirkja í miðjum gamla hluta kirkjugarðsins og svo hrörleg orðin, að hún verður ekki talin nothæf öllu lengur að dómi biskups. Séra Þórarinn Böðvarsson, sóknarprestur í Görðum og prófastur í Kjalarnesprófastdæmi, hvatti til þess, að kirkjan yrði endurreist en ágreiningur varð um hvort byggja skyldi í Görðum eða í Hafnarfirði og náðist ekki samkomulag.

Garðavegur

Garðavegur 1957.

Séra Þórarinn lét því árið 1879 byggja nýja kirkju í Görðum á eigin kostnað. Hann velur kirkjunni nýjan stað ofar og hærra en aðrar Garðakirkjur höfðu áður staðið og ákvað, að þessi nýja kirkja yrði gjörð af steini og var grjót til hennar tekið úr holtinu fyrir ofan kirkjuna. Þórarinn leggur allan sinn metnað í það, að kirkjan verði svo vönduð og vegleg sem verða má. Til marks um hve vel var vandað til alls, sem að kirkjusmíðinni laut, má geta þess, að þegar Garðakirkja var rifin, nær 60 árum síðar, sást hvergi ryðblettur á þakjárni hennar, og hafði þakið þó aldrei verið málað.

Garðakirkja

Garðakirkja 1879.

Kirkjuhúsið var hlaðið úr tilhöggnum steini, eins og fyrr er sagt.. Blámálað hvolfþak var í ferhyrndum reitum með gylltri stjörnu í hverjum reit og þótti kirkjan eitt glæsilegasta guðshús landsins á þeim tíma. Ekki hefur fundist skráð hvenær kirkjan var vígð, en trúlega var það á annan í hvítasunnu 1880.

Eftir vígslu nýrrar kirkju í Hafnarfirði hinn 20. desember 1914 er Garðakirkja lögð af sem sóknarkirkja, en kirkjulegar athafnir fóru þó fram í Garðakirkju eftir það, enda sat sóknarpresturinn, séra Árni Björnsson, prestsetrið að Görðum og flutti ekki til Hafnarfjarðar fyrr en um haustið 1928. Séra Árni kom að Görðum frá Reynistað í Skagafirði árið 1913. Hann varð prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi 1916. og þjónaði Garðaprestakalli til dauðadags 26. mars 1932.

Garðavegur

Garðavegur – loftmynd 1952.

Útfarir fóru fram öðru hverju frá Garðakirkju þegar jarðsett var í Garðakirkjugarði, einnig eftir að kirkjan var seld í nóvember 1917. og fór síðasta athöfnin fram í maí 1937.
Eftir byggingu Hafnarfjarðarkirkju var söfnuðurinn í fjárþröng. Á aðalsafnaðarfundi 31. október 1915 var smþykkt einróma að selja Garðakirkju og í apríl næsta ár er auglýst eftir tilboðum. Þrjú tilboð bárust og voru opnuð á sóknarnefndarfundi 10. maí. Hæsta tilboðið reyndist sautján hundruð krónur. Horfið var frá því að taka nokkru tilboði þar eð fundinum barst eindregin ósk frá herra Þórhalli Bjarnarsyni biskupi, sem lofaði í þess stað tvö þúsund króna láni úr almennum kirkjusjóði með veði í Garðakirkju.

Garðavegur

Garðavegur – loftmynd 1952 m.v. loftmynd 1992.

Sú orðsending fylgdi frá biskupi, “að hann mætti ekki til þess hugsa að hið fornmerka kirkjuhús væri niður rifið, og það því fremur, sem Garðakirkja væri minnisvarði þjóðhöfðingjans, Þórarins heitins Böðvarssonar, sem hafði byggt hana og lagt til hennar mjög stóran skerf úr eigin vasa”. Á safnaðarfundi 29. október 1916 eru á ný flutt eindregin tilmæli frá Þórhalli biskupi um, að frestað yrði enn að selja Garðakirkju. Biskup hafði þá sótt um heimild stjórnarráðsins um að Garðakirkja yrði keypt af Thorchillisjóði er síðar kæmi þar upp “barnauppeldisstofnun”. Áður en stjórnarráðið svaraði þessu erindi lést biskup hinn 15. desember 1916. Hinn 21. maí 1917 ritar sóknarnefnd eftirmanni hans, herra Jóni Helgasyni biskupi langt bréf með beiðni um að málið yrði tekið upp að nýju en sú málaleitan bar engan árangur.

Garðakirkja

Garðakirkja 1956.

Loks kemur að því, að Garðakirkja er auglýst til sölu öðru sinni. Hinn 11. nóvember 1917 eru tvö tilboð opnuð, hið hærra kr. 2.000 og er báðum tilboðum hafnað. Á fundinn voru komnir þeir Ágúst Flygenring og Einar Þorgilsson og tjá sóknarnefnd að þeir og átta menn aðrir hafi bundist samtökum um að kaupa Garðakirkju, svo að hún yrði ekki rifin niður, og var tilboð þeirra kr. 2.800. Sóknarnefnd samþykkti tilboð þeirra. Þeir aðrir, sem að kaupunum á Garðakirkju stóðu, voru: Carl Proppé, Christian Zimsen, Gunnar Egilsson, Jes Zimsen, Jón Einarsson, dr. Jón Þorkelsson, Sigurgeir Gíslason og Þórarinn Egilsson. Árið 1938 var Garðakirkja orðin mjög illa farin og turn hennar að falli kominn. Hvorki þeir, sem eftir lifðu af eigendum hennar né sóknarnefnd töldu sér fært að gera á kirkjunni bráðnauðsynlegar endurbætur og fór svo að kirkjan var rifin næsta ár.

GarðakirkjaSvo var komið um miðja tuttugustu öldina að eftir stóð af Garðakirkju tóftin ein, þak- og gluggalaus og hinir hlöðnu steinveggir Þórarins Böðvarssonar óvarðir fyrir veðri og vindum. Kom jafnvel til tals að brjóta þá niður og flytja grjótið í fyllingu í Hafnarfjarðarhöfn. Því menningarslysi varð þó forðað og komu konurnar í nýstofnuðu kvenfélagi Garðahrepps þar til sögunnar og ákváðu að hefjast handa og endurreisa Garðakirkju. Þær máttu ekki til þess hugsa, að þessi forni og merki kirkjustaður legðist af. Garðar höfðu skipað virðingarsess í íslenskri kirkjusögu um aldir. Meðal fyrstu verkefna Kvenfélags Garðahrepps var endurreisn Garðakirkju. Á fundi félagsins hinn 6. október 1953 voru þrjár konur, þær Úlfhildur Kristjánsdóttir, Dysjum, Ásta G. Björnsson, Reynihlíð og Ólafía Eyjólfsdóttir, Hausastöðum, kosnar í nefnd til að vinna að þessu mikla áhugamáli. „

Hátíðarræða flutt í Garðakirkju 6. mars 2016.

Garðavegur

Garðavegur í dag – Fátt markvert að sjá….

Við hátíðarguðsþjónustu, sem haldin var þann 6. mars af tilefni 50 ára vígsluafmæli Garðakirkju, fluttu hjónin Steinar J. Lúðvíksson og Gullveig Sæmundsdóttir afar fróðlega og skemmtilega hátíðarræðu um sögu Garðakirkju.

„Hér erum við stödd í helgu húsi á sögufrægum stað. Senn eru liðin 50 ár frá því kirkjan okkar hér í Görðum var endurreist og endurvígð til þeirra mikilvægu verkefna sem unnin eru í kristilegu starfi í bæjarfélaginu okkar. Garðakirkja er eitt af kennileitum bæjarfélagsins. Kennileiti sem okkur þykir einkar vænt um og vístum til með virðingu og stolti. Að stofni til er kirkjubyggingin senn 140 ára sem telst hár aldur í byggingasögu landsins. Hún var á sínum tíma reist af miklum stórhug og þótti þá ein glæsilegasta kirkjubygging landsins.

Garðavegur

Garðavegur í gegnum Norðurbæinn fyrrum (1952).

Á þeim tímamótum að minnst er 50 ára endurvígslu Garðakirkju er ekki nmea eðlilegt að hugurinn reiki til fyrra tíma og hann sé borinn saman við þann tíma sem við lifum nú. Það er undarlegt að hugsa til þess að það eru ekki nema nokkrir mannsaldrar síðan að næfellt fjórðungur íslensku þjóðarinnar var á flótta. Voru flóttamenn í eigin landi og að á tveimur árum fórst nærfellt fimmtungur þjóðarinnar af fátækt og hungri. Miðað við það alsnæktaborð sem við sitjum nú við er hollt fyrir okkur að minnast þess að hér á þessu svæði bjó kynslóð afa okkar og önnu við það að vita ekki hvort til væri málungi matar næsta dag, – hvort unnt yrði að gefa börnunum eitthvað að borða þótt ekki væri nema þang eða fiskruður.

Garðar

Garðar í nútíma..

Og vert er líka að geyma í minni að það eru innan við hundrað ár síðan hreppsnefnd Garðahrepps sat á rökstólum í þinghúsinu hérna á holtinu og freistaði þess að útdeila mat til nánast allra heimila í hreppnum. Það var ekki auðvelt hlutskipti, ekki síst vegna þess að þá vildi enginn sem átti veraldleg verðmæti lána þau Garðahreppi.

Þótt fátækt og erfiðleikar væru miklir hér á svæðinu hélt kirkjustaðurinn Garðar jafnan reisn sinni. Í gegnum tíðina urðu margir Garðaklerkar nafntogaðir og landsþekktir og höfðu mikil áhrif á samtíð sína. Enginn þó eins og Jón Vídalín sem fæddist og ólst upp hér. Var hér sóknarprestur í eitt ár en lengst af starfsævi sinnar biskup í Skálholti.

Garðakirkja

Garðakirkja 2023.

Hér er ekki staður né stund til að fjalla um þann merka mann en aðeins sagt að enginn einn maður hefur haft eins djúpstæð áhrif á trúarlíf Íslendinga í langan tíma sem hann, auk þess sem hann lagði mikilvæg lóð á vogaskálar menntunar og uppbyggingar landsins á mörgum sviðum. Faðir Jóns, Þorkell Arngrímsson, sonur Arngríms lærða, var prestur hér í tvo áratugi. Hann var sagður lærðasti maður samtíðar sinnar – fyrsti Íslendingurinn sem lauk háskólanámi í læknisfræði og var einnig hámenntaður í jarðvísindum en mun aldrei hafa lokið námi í guðfræði. Marga aðra mætti nefna svo sem séra Jón Kráksson sem sat embættið í 50 ár, séra Guðlaug Þorgeirsson, séra Árna Helgason sem jafnan var nefndur „biskupinn í Görðum.“ Honum margstóð til boða biskupsdómur en afþakkaði jafnan, séra Helga Hálfdánarson sálmaskál, séra Þórarin Böðvarsson og séra Jens Pálsson. Og meðal merkra presta hér má vissulega líka nefna samtímamann okkar, séra Braga Friðriksson.

Garðaholt

Garðaholt 1952.

Fáum sögum fer af kirkjubyggingum í Görðum. Líklega hafa þær verið eins og víðast annars staðar á Íslandi, fyrst byggðar úr torfi og grjóti en síðar úr timbri. Ugglaust hefur það verið timburkirkja sem á sínum tíma fauk í ofvirði alla leið út á Svið. Vildi til að þar sat maður undir árum á báti sínum og sá svarta flyksu stefna til sín. Greip hann flyksunar og reyndist hún vera Garðakirkja. Lét hann sig ekki muna um að hengja hana aftan í bátinn er hann reri til lands og koma henni fyrir á grunninum. Ekki var kannski alveg að marka söguna, þótt góð væri, því sá er hana sagði var Vellygni Bjarni sem sjaldan gerði lítið úr afrekum sínum.

Garðavegur

Garðavegur í dag (2022).

Þegar leið á 19. öldina tók byggðamynstrið hér á svæðinu verulegum breytingum. Með skútuútgerðinni myndaðist þéttbýli í Hafnarfirði og þá fóru að heyrast raddir um að sóknarkirkjan væri best komin þar. Hafnfirðingar þóttu latir að ganga illfæra leið út að Görðum til kirkjulegra athafna. Á sama tíma var kirkjan í Görðum orðin svo hrörleg að endurbygging var nauðsynleg. Þegar ekkert gerðist í málinu bauð séra Þórarinn Böðvarsson sókninni að byggja hér steinkirkju á eigin kostnað. Var það ekki eina stórgjöfin sem séra Þórarinn færði sveitarfélaginu þar sem hann og eiginkona hans Þórunn Jónsdóttur gáfu líka skóla – Flensborgarskólann – til minningar um son þeirra, Böðvar, sem þótti einstakur efnismaður en lést ungur, þegar hann var við nám í Lærða skólanum.

Víðistaðir

Garðavegurinn um Víðistaði.

Nýja kirkjan var reist á árunum 1878-1880. Hleðslugrjótið var tekið hér í Garðaholti en gífurleg vinna var að höggva það til. Kalkið sem notað var til að líma steinana saman var úr Esjunni, unnið í kalkofni sem stóð skammt frá Arnarhól. Ekki hafa fundist heimildir um vígsludag kirkjunnar en séra Bragi Friðriksson taldi líklegt að hann hefði verið hvítasunnudagur árið 1880.

Nú þarf að gera langa sögu stutta.

Hafnarfjarðarkirkja

Hafnarfjarðarkirkja.

Árið 1909 var ákveðið að byggja sóknarkirkju í Hafnarfirði og var hún vígð 20. desember árið 1914. Eftir stóð yfirgefin kirkja að Görðum sem nýbyggð var talin ein glæsilegasta kirkja á Íslandi. Nú laut hún allt í einu lögmálum yfirgefinna bygginga, – að láta smátt og smátt undan veðri og vindum og grotna niður. Árið 1938 var turn kirkjunnar rifinn svo og þak og gluggar. Eftir stóð gapandi steintóft sem enginn vissi hvað átti að gera við. Til stóð reyndar að rífa hleðsluna og nota sem uppfyllingu í hafnarmannvirki í Hafnarfirði en þegar á herti var slíkt ekki talið svara kostnaði. Úr varð að kirkjan var auglýst til sölu og barst í hana tilboð upp á tvö þúsund krónur. Enn átti kirkjan sér velunnara?. Nokkrir menn sem áttu rætur í Garðahverfinu yfirbuðu og keyptu rústirnar á 2.800 krónur.

Garðakirkja

Garðakirkja 2022.

Og árin liðu. Garðakirkja hafði verið traustlega byggð og steinhleðslan stóð eins og hún vildi sýna að hennar tími myndi koma. Og sá tími kom þegar konur í Garðahreppi tóku málin í sínar hendur.  Stórt skref var stigið er Garðasókn var endurvakin árið 1960 en þá tók sóknarnefnd undir forystu Óttars Proppé við framkvæmdum við kirkjuna.

Garðakirkja var endurvígð 20.mars 1966. Var það vel við hæfi þar sem þá var þess minnst að þrjár aldir voru liðnar frá fæðingu Jóns Vídalín.“

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – herforingjaráðskort frá 1903. Hér sjást báðir kirkjuvegirnir á milli Garða og Hafnarfjarðar.

Í framgreindum fróðleik kemur ekki fram hvaða veg og torfærur allan ársins hring Hafnfirðingar og útliggjandi Garðhreppingar þurftu að feta til að komast að og frá Garðakirkju til að hlusta á guðspjallið er annað er klerkinum lá að hjarta, þá og meðan kirkjan var við líði. Hér hefur verið úr því bætt…

Heimild:
-http://gardasokn.is/gardakirkja/

Garðakirkja

Garðakirkja.

Laugarás

Í klapparholti vestanvið Laugarásbíó er álfasteinn. Þrátt fyrir hús allt um kring og snyrtar lóðir umleikis, göngustíg, bifreiðaplan og umsvif hernámsliðsins hefur steinninn fengið að vera óhreyfður í samneyti Álfhóll í Laugarásivið aðra slíka í holtinu.
Halldóra Aðalsteinsdóttir man vel eftir þessum steini þótt sé komin yfir áttrætt. Hún fæddist 16. júní 1927 á Lindargötu 7 (í dag nr. 23) og fluttist 10 ára gömul í verkamannabústað á Hofsvallagötu 15. Þegar hún giftist Magnúsi Þorbjörnssyni bjuggu þau að Fálkagötu 22. Síðar fluttust þau í fjölbýlishús við Kleppsveg, en frá stofuglugganum hennar er ágætt útsýni til suðurs yfir holtið í Laugarási. Hún sagði svo frá:
„Er ég stend við stofugluggann minn, sem snýr í suður, blasir við mér stór steinn. Undir honum er bekkur. Eitt fallegt vetrarkvöld, árið 1996, sennilega í febrúar/mars, jörð var auð, verður mér litið út um gluggann og þá fannst mér eins og þessi steinn (klettur) opnaðist og mikil birta þar fyrir innan. Mér fannst eins og dyr eða gluggi væri opnaður, og fannst mér veggirnir í kringum gatið mjög þykkir. Þar fyrir innan í ljósinu fannst mér ég sjá fólk eða einhvers konar verur á hreyfingu og fannst mér það vera þó nokkuð margir. Ekki man ég eftir neinum sérstökum litum á þessum verum, mikil birta, en þó voru einhvers konar skuggar í kringum þær.

Álfasteinn

Ég horfði á þetta um stund, og fullvissaði mig um að enginn væri þarna í kring að lýsa upp steininn eða eitthvað því um líkt.
Síðan kallaði ég á manninn minn, sem kom, en með semingi þó, sagðist ekki trúa á svona, enda sá hann ekki neitt, en smám saman dofnaði þessi birta og allt varð eins og áður.
Ég horfði oft á þennan stein, nánast daglega, en hef ekki orðið vör við neitt þessu líkt aftur.
Rétt er þó að geta þess að reglulega kemur gömul kona að steininum, staldrar við stutta stund, leggur hönd á hann, segir einhver orð og fer síðan. Þetta hefur hún gert um langan tíma.“
Halldóra sagði einnig frá álfasteini við Hjarðarhaga 13.

Heimild:
Halldóra Aðalsteinsdóttir, f. 16. júní 1927. Viðtal við FERLIR í des. 2008.

Sæfinnur

Reykjavík um 1900.

Vífilsstaðahraun

Lagt var af stað inn í Heiðmörkina til að finna Regnbogann. Fyrst var þó farið í Maríuhellana norðan Dyngjuhóls (Hádegishóls), en þeir eru þrír talsins. Þeir voru fyrrum notaðir sem fjárhellar.

Maríuhellar

Maríuhellar.

Urriðakot átti um aldir fjárskjól í hellunum sem oft voru einungis nefndir Fjárhellar. Syðri hellirinn heyrði til Urriðakots og var nefndur Urriðakotshellir, en hinn Vífilsstöðum og því nefndur Vífilsstaðahellir.
Sá hellir, sem er mest áberandi, er næst veginum inn í Heiðmörk (Urriðakotshellir). Hann er stór opin hraunrás í stóru jarðfalli. Gengið var ofan í hana að vestanverðu og síðan í gegnum nálægt 20 metra langa rás uns komið var í stórt, grasi grói, jarðfallið. Í framhaldi af því heldur rásin áfram inn í skemmtilegan sal. Innst í honum er gat í háu loftinu þar sem sér til himins.

Draugahellir

Í Draugahelli.

Vestasti hellirinn (Draugahellir) er skammt norðvestar. Farið var ofan í hann um tiltölulega þrömgt op í sprungu. Þegar niður ar komið opnaðist stór hraunrás. Fremst í henni er sver hraunsúla, sem hægt er að ganga í kringum. Rásin heldur áfram um 30-50 metra til norðvesturs – allt eftir því hvað fólk vill beygja sig mikið niður. Út frá henni til norðurs (hægri) liggur önnur rás. Opið inn í hana er tiltölulega lágt, en fyrir innan er rúmgóður hellir. Tilvalinn krakkahellir.

Draugshellir

Í Draugshelli.

Nyrsti Maríuhellirinn (Vífilsstaðahellir) er í hraunkatli skammt norðar. Kanturinn liggur norðvestur og austur. Hægt er að ganga beint inn í hellinn til norðurs í stóru jarðfalli og einnig beggja vegna í kantinum. Þegar farið er inn í eystri rásina er gengið utan í hruni annars vegar og utan í rásveggnum hins vegar. Þessi hluti er stuttur. Hins vegar er hægt að fara nokkurn spöl eftir vestari hlutanum. Opið er grýtt og nokkuð þröngt, en þegar inn er komið er hægt að ganga eftir rásinni nokkurn spöl niður í hraunið.

Maríuhellar

Í Maríuhellum.

Ef einhvern tímann hafa verið fallegar hraunmyndanir í þessum hellum þá eru þær horfnar núna. Hins vegar eru hellarnir mjög aðgengilegir – inni í miðju höfuðborgarsvæðinu – og hægt að fara með börn í þá til að sýna þeim hellafyrirbæri.
Eftir svolitla leit í hrauninu kom göngufólkið auga á Regnbogann. Hann er steinbrú, sem hefur haldið sér þegar umhverfð hrundi niður í hraunhvarf. Þegar gengið var undir Regnbogann óskaði sérhver göngumanna sér í þegjanda hljóði því sagan segir að “sá sem kemst undir Regnbogann öðlist eina ósk og muni hún rætast undantekningarlaust”. Vinsælt er að óska sér huglægra heilla sjálfum sér og öðrum til handa. Það er þó undir hverjum og einum komið.
Frábært veður – bjart og hlýtt, nema í hellunum. Gangan tók 25 mínútur.

Maríhellar

Maríuhellar – uppdráttur ÓSÁ.

Hjarðarhagi

Á bak við húsið nr. 13 við Hjarðarhaga í Reykjavík er stakur álfasteinn. Þrátt fyrir hús allt um kring og snyrtar lóðir umleikis hefur steinninn fengið að vera óhreyfður.
ÁlfasteinninnHalldóra Aðalsteinsdóttir man vel eftir þessum steini þótt sé komin yfir áttrætt. Hún fæddist 16. júní 1927 á Lindargötu 7 (í dag nr. 23) og fluttist 10 ára gömul í verkamannabústað á Hofsvallagötu 15. Þegar hún giftist Magnúsi Þorbjörnssyni fluttist hún á heimili hans að Fálkagötu 22. Þar var Magnús fæddur og uppalinn og bjó í 71 ár.
Halldóra býr nú í fjölbýlishúsi við Kleppsveg, gegnt Hrafnistu. Hún er enn vel ern. Í viðtali við Halldóru sagði hún frá álfasteini í holtinu sunnan við húsið og vestan við Laugarásbíó. Þá sagði hún einnig frá álfasteini nálægt Fálkagötu 22, sem hér verður getið:
„Áður en ég flutti á Kleppsveginn átti ég heima á Fálkagötu 22, þar sem eiginmaðurinn minn var alinn upp. Bakgarðar hjá okkur og hjá íbúum á Hjarðarhaga 13 lágu saman. Reyndar voru kálgarðar og smá búskapur þar þá, fyrst eftir að ég flutti á ÁlfasteinnFálkagötuna árið 1949. Ég tók strax eftir steini sem var þarna, og var hann ekki fjarlægður þó að fjölbýlishús væri byggt þarna síðar. Á þeim tíma var girðingin töluvert lægri en hún er í dag. Ég sá því þennan stein mjög greinilega.
Eitt sinn þegar ég horfði út um eldhúsgluggann á 2. hæðinni, sennilega í kringum 1960-1965, þá fannst mér ég sjá inn í þennan stein, skært kringlótt ljós, og fannst mér vera einhver hreyfing þar fyrir innan. Ég man þó nú óljóst eftir þessu, þar sem svo langt er síðan, en ekki ósvipað og þegar ég sá ljósið í klettunum við Laugarásbíó.
Afi mannsins mín, Magnús Magnússon, bjó í sama húsi og við og talaði hann oft um að þessi steinn væri „bústaður“, en þar sem ég hafði ekki mikinn áhuga á þessum steini á þessum árum, hlustaði ég ekki mikið  á gamla manninn. Við fyrrnefnda upplifun varð ég þó sannfærð um að hann hefði haft rétt fyrir sér.“
Þegar FERLIR skoðaði vettvang tók ekki langan tíma að hafa uppi á nefndum steini á bak við húsið að Hjarðarhaga 13. Þetta er jarðfast bjarg – dæmigerður álfabústaður.

Heimild:
Halldóra Aðalsteinsdóttir, f. 16. júní 1927 – í viðtali við FERLIR des. 2008.

Reykjavík

Reykjavík.

Húshólmi

Í öllum landshlutum eru starfrækt ferðamálasamtök. Hlutverk þeirra á (eða ætti) að vera að a) ýta undir frumkvæði áhugasamra einstaklinga og félaga og b) stuðla að því að hugmyndir og tillögur þeirra um eflingu ferðaþjónustu komist í framkvæmd, c) styrkja þá sömu myndarlega í þeirri viðleytni og d) standa dyggilega við bakið á hinum sömu uns þeir hafa náð að festa sig í sessi sem viðurkennda aðila á því sviði.

Hellir

Samtökin, sem slík, eiga og (þurfa nauðsynlega) að e) leita markvisst uppi þá er stuðlað geta að vexti atvinnugreinarinnar og styrkt hugmyndir þeirra og þá sjálfa til góðra verka að eigin frumkvæði. Með markvissum langtíma áætlunum mætti t.d. auka svo vöxt ferðaþjónustu á Reykjanesskaganum að eftir yrði tekið, ekki einungis hér á landi heldur og víðar.
Vonandi verður eitthvað að framangreindu að veruleika á nýju ári! Fulltrúar ferðamálsamataka geta aldrei verið bara „línuverðir“ – þeir verða að vera virkir þátttakendur í „leiknum“.
Nýjustu hugmyndir ferðamálasamtaka á Reykjanesskaga eru skref í áttina – að hluta til a.m.k., þ.e. afturhvarf til gamallar hugmyndarfræði um nýbreytni á Skaganum.

Hreindýr

„Stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja hefur rætt hugmynd um að fá leyfi til að flytja hreindýr á Reykjanesskagann eða í Landnám Ingólfs. Tilgangurinn er að auðga dýralíf svæðisins og draga að ferðafólk.
Ferðamálasamtökin tóku hugmyndina til umræðu á fundi í vikunni. Virðist málinu hafi verið vel tekið, en það er enn á hugmyndastigi. Minnt er á að hreindýr hafi lengi verið á Reykjanesi, meðal annars í miklum harðindum í lok átjándu aldar og á þeirri nítjándu og komist ágætlega af. Nú sé landið mun minna nýtt af mönnum og skepnum og því ættu að vera enn betri skilyrði.
Hreindýrin séu falleg og tignarleg dýr, engum hættuleg. Telja má að margir íbúar höfuðborgarsvæðisins og bæjanna í nágrenni hefðu áhuga á að skoða villt hreindýr í náttúrulegu umhverfi. Þá gætu þau haft aðdráttarafl fyrir ferðafólk.

Hreindýr

Áhugi er á því að þarna verði einhver hundruð dýra. Stofninn megi flytja frá Noregi eða frá Austurlandi. Heimildir eru um að dýrin hafi áður fyrr haldið sig mikið í Bláfjöllum og nágrenni en farið niður á láglendi Reykjanesskagans í mestu harðindum. Reiknað er með að svo færi einnig nú, ef hreindýr væru flutt á svæðið, þau héldu sig væntanlega mest í Brennisteinsfjöllum og á Sveifluhálsi.“
Til upprifjunar má geta þess að þrjátíu hreindýr voru flutt frá Noregi á árinu 1777 og sleppt á land á Hvaleyri, sunnan Hafnarfjarðar. Runnu þau þegar til fjalla og tímguðust allvel. Hreindýrahópurinn kom frá Hammerfest í Noregi og var settur á land við Straumsvík á árinu 1785. Hreindýrin voru veidd til matar og fækkaði mjög í stofninum. Talið er að gengið hafi verið of nærri törfunum og það hamlað tímgun í stofninum. Horuð og með litlu lífsmarki komu og jafnan vor hvert til byggða á Vatnsleysuströnd. Hreindýr voru þó á Reykjanesskaganum fram á tuttugustu öld. Árni Óla segir frá því að síðasta hreindýrið þar hafi verið fellt árið 1930.Húshólmi

Örfirisey

Í Fornleifaskráningu fyrir Örfirisey og Grandinn er m.a. getið um tvo letursteina, sem fluttir voru frá Örfirisey í Árbæjarsafn; Apótekarasteinninn og Álnasteinninn. Auk þess má enn sjá áletranir á klöppum á svonefndu Reykjanesi nyrst á Grandanum.
Orfirisey-222„Örfirisey var ein af sex eyjum Kollafjarðar, grösug og frjósöm. Hinar eru Akurey, Engey,
Viðey, Þerney og Lundey. Búið var í þeim öllum nema Akurey og Lundey. Það sem gerir Örfirisey sérstæða er grandinn út í hana, en gæta þurfti sjávarfalla til að komast út í hana. Við byggingu Grandagarðs árið 1913 varð breyting á og aðgengi út í eyju varð betra. Örfirisey og Grandinn afmarka vestur hluta Reykjavíkur en Lauganestanginn austurhluta hennar. Talið er að Örfirisey hafi verið stærri áður, en minkaði vegna ágangs sjávar. Áður en Grandagarður var gerður, lá malarif eða grandi út undan Brunnstíg til norðnorðausturs, þar til komið var mitt á milli lands og eyjar. Þar sveigði hann til austurs og lá í norðaustur út í suðurenda Örfiriseyjar. Þessi grandi hét Örfiriseyjargrandi.
Orfirisey-223Reykjanes er nyrst á eyjunni. Árni Magnússon hefur þær sögusagnir eftir Seltirningum að súlur Ingólfs hafi rekið þar á land, en Ingólfi hafi aftur á móti ekki litist á staðinn, brennt súlunnar og numið land á þeim stað þangað sem reykinn lagði eða í Reykjavík. Trúlegra er að nafnið á Reykjanesi sé tilkomið vegna heitrar gufu sem steig upp um glufu í klettunum á stórstraumsfjöru.
Nyrst á Örfirisey er Reykjanes, einn af fáum stöðum sem enn eru óraskaðir. Þar er að sjá
lítið rústarbrot sem ekki er vitað hvað var. Talið var að álfar ættu sér þar bústað í klöppunum. Á klöppunum fyrir neðan rústina er að finna mikið af áletrunum, þær elstu frá síðari hluta 18. aldar. Þar er helst að nefna mjög merkilegar áletranir eftir Henrik Hansen kaupmann og syni hans. Henrik Hansen var verslunarmaður í Hólmi meðan verslunarhús voru í Örfirisey. 

Orfirisey-225

Á Reykjarnesi má sjá eiginhandaáritun hans slegna í klöpp. Hann var kaupmaður á Básendum, er verslunarstaðinn tók af þar í flóðinu mikla 9. janúar 1799. Synir hans voru kallaðir Básendabræður. Þeir voru Hans Símon Hansen og Símon Hansen sem átti Hansenhús/Smiðshús sem nú er á Árbæjarsafni. Bræðurnir settu fangamörk sín á klappirnar á Reykjanesi ekki langt frá áletrun föður síns árið 1828. Aðra áletranir eru flestar yngri. Þar má nefna fjölmargar frá árunum 1945 – 1948, tengdar veru bandaríska hersins auk fangamarka nokkurra Íslendinga frá árunum 1958 – 62.
Tveir áletraðir steinar voru fluttir á sínum tíma frá Örfirisey á Árbæjarsafn þegar ljóst þótti að þeir myndu lenda undir uppfyllingum. Annar steinninn er kallaður Apótekarasteinn. Á hann er rist einföld mynd af keri 60 x 63 cm að ummáli, og á því miðju er fangamarkið HCB og ártalið 1747. Ekki er vitað af hverju steinninn dregur nafn sitt. Hinn steinninn er kallaður Álnarsteinn. Á hann er rist lína, um 53 cm að lengd. Sýnir hún lengdareiningu þess tíma, sem var alin. Fyrir neðan álnarlínuna er latneskt máltæki rist í steininn: „memento mori“, sem útleggst á íslensku „Minnstu dauðans“. Talið er að báðar þessar áletranir hafi komið til á tíma verslunarstaðarins í Örfirisey.
Apotekarasteinn-22Nokkru eftir að verslunin var flutt úr eynni urðu þarna miklar hamfarir þegar ofsaveður gekk yfir eyna árið 1799 í svokölluðu Básendaveðri. Eyddist þar öll byggð um sinn en búseta hófst þar aftur nokkru síðar. Sú byggð var þó aðeins svipur hjá sjón og lagðist síðan niður með öllu 1861. Síðustu ábúendur í Örfirisey munu hafa heitið Jón og Kristín, en þau fluttust þaðan 1861.“
Þrátt fyrir að byggð hafi lagst af í Örfirisey er þar nú fjölbreytt athafnalíf, auk þess sem Grandinn hefur verið gerður landfastur með miklum uppfyllingum. Einungs nyrsti hluti hans, Reykjanesið, er að mestu ósnert, sem fyrr sagði.
Í Alþýðublaðinu 1963 segir m.a. um Apótekarasteininn: „
Fyrrnefndur apótekarasteinn er úr Örfirisey. Á honum stendur ártalið 1747 og áletrunin HBC. 

Alnasteinn-2

Utan um þetta er mótuð apótekarakrukka, sem gefur steininum nafn sitt. Hann er einn af merkilegustu steinunum í Örfirisey og er frá dögum verzlunarinnar þar. Danskir verzlunarstjórar hjuggu oft nöfn í steinana á eyjunni. Apótekarasteinninn lá við sjávarmálið og á góðri leið með að eyðileggjast er hann var fluttur til safnsins.“
Í Alþýðublaðinu 1963 var rætt við Lárus Sigurbjörnsson, forstöðumann Skjala- og minjasafns Reykjavíkurborgar. Í viðtalinu segir hann m.a.: „Hann sagði annan stein hvað merkilegastan. Í steininn er klöppuð sjálenzk alin, en þetta mál finnst nú hvergi nema í kirkju einni á Sjálandi. Hún hefur verið höggvin í steininn 1660. Neðar á stendur orðið „memento“, sem útleggst „mundu“. Undir þessu hafa svo upphaflega staðið tveir stafir O.P., en síðar hefur einhver bætt M fyrir framan þá, gert P að R og höggvið í aftast. Kemur þá út orðið „mori“, sem þýðir dauði. Hefur einhver gert þetta af skömmum sínum. „Memento mori“ þýðir þá „Mundu að þú átt að deyja“.
Apótekarasteinn stendur við húsið Þingholtsstræti 9 á Árbæjarsafni, en Álnasteinninn við Kornhúsið.

Heimild:
-Anna Lísa Guðmundsdóttir – Fornleifaskráning fyrir Örfirisey og Grandinn, Reykjavík 2009.
-Alþýðublaðið 3. sept. 1963, forsíða.
-Alþýðublaðið 30. júní 1963, bls. 16.

Apótekarasteinn

Apótekarasteinninn – áletrun.

Kaldársel

Voru Steinhús gamalt sel? Eða bara hús úr steini?
Á gömlum kortum er örnefnið Steinhús sunnan Kaldár, skammt sunnan Kaldársels. Samkvæmt landamerkjalýsingum Garðabæjar, gömul mörk, er Steinhús (Steinhes) sögð vestan Kaldársels og sunnan Efstahöfða (Fremstahöfða). Af þessu að dæma getur staðsetning Steinhúsa skipt máli. Og ekki bara það heldur er örnefnið sjálft einkar áhugavert.
En til þess að geta skoðað staðinn þurfti að finna hann.

Steinhes

Steinhes. Helgafell fjær.

Steinhúsa er ekki getið í seinni tíma gögnum. Vitnað er til þess í örnefnalýsingu að þar hafi verið sel, væntanlega Kaldársel. Það nafn virðist yngra. Örnefnið vakti forvitni FERLIRs, ekki einungis vegna misvísandi upplýsinga um það heldur og vegna nafnsins.
Þegar gengið var um svæðið voru rifjaðar upp gamlar heimildir um viðfangsefnið.
Í Landnámu er tveggja jarða getið innan þess svæðis sem Garðabær nær til. Ásbjörn Özurarson, bróðursonur Ingólfs Arnarsonar, er sagður hafa búið á Skúlastöðum, en nam land milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns og Álftanes allt. Eru munnmæli um að Skúlastaðir hafi verið þar sem Skúlastaðahraun er, sem er norðan við Lönguhlíðarhorn, innan Almenningsskóga Álftaneshrepps. Hin jörðin er Vífilsstaðir, eða Vífilstóftir, sem þó telst ekki til hinna eiginlegu landnámsjarða, en hún var byggð af Vífli, húskarli Ingólfs Arnarssonar. Vífilsstaðir munu fljótlega eftir landnám hafa komist í eigu kirkjunnar, fyrst Viðeyjarklausturs, en árið 1558 eignaðist Garðakirkja jörðina. Talið er að kirkja hafi verið að Görðum á Álftanesi allt frá því að kristni var lögtekin á Íslandi árið 1000. Hvar Garðar voru er hvergi getið. Þjóðsagnaskýring hefur varðveist þess efnis að Garður hafi fyrrum verið þar sem Garðaflatir eru nú, ofan Búrfellsgjár.

Garðakirkja

Garðakirkja 1956.

Garðakirkju er fyrst getið í heimildum um 1200 í kirknamáldaga Páls biskups Jónssonar. Á þjóðveldis- og Sturlungaöld eru litlar heimildir um íbúa Álftaness og þar í kring. Eftir að hreppskipan komst á, á þjóðveldisöld, tilheyrðu núverandi landsvæði Garðabæjar Álftaneshreppi og einnig bæði höfuðbólin Garðar og Bessastaðir. Afréttarland Álftaneshrepps hafði ýmist nöfnin Garðaland, Garðakirkjuland eða Garðastaðarland. Hreppamörk Álftaneshrepps vestan og suðvestan féllu saman við landamerki Hvassahrauns og Lónakots og Straumstorfunnar, í suðri land að mörkum Grindavíkurhrepps um vestanverð Brennisteinsfjöll austur að sýslumörkum Gullbringu- og Kjósarsýslu og Árnessýslu, en að norðan við landamerki jarðanna Arnarness og Vífilsstaða. Álftaneshreppi var skipt upp árið 1878, í Garðahrepp og Bessastaðahrepp. Var Álftaneshreppur þá lagður niður samhliða. Með úrskurði landshöfðingja dags. 17. sept. 1878 var áðurnefnd tvískipting ákveðin. Eftir skiptinguna 1878 tilheyrði byggðin suður fyrir Hafnarfjörð Garðahreppi. Sú skipting hélst þar til Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1908. Eftir það og fram til ársins 1959 náði lögsaga Garðahrepps beggja vegna við Hafnarfjörð, en þá var mörkum sveitarfélaganna breytt. Garðahreppur fékk kaupstaðarréttindi og sérstakt lögsagnarumdæmi með lögum nr. 83/1975, en skv. þeim skyldi umdæmið ná yfir allan fyrrum Garðahrepp.

Steinhes

Steinhes.

Samkvæmt framangreindu voru fyrrum mörk Garðarhrepps í Arnarbæli og úr Arnarbæli (Arnarstapa) lá línan í Hnífhól, þaðan í Húsfell. Úr Húsfelli lá línan í Þríhnúka, og þaðan í suðurenda Bláfjalla (Bláfjallahorn). Úr Bláfjallahorni í Kistufelli, þaðan í syðra horni á Fagradalsbrún, þaðan í Vatnsskarði(Melrakkaskarð), í Fjallið eina og svo í Markhelluhól. Úr Markhelluhól fór línan í Búðarvatnsstæði, þaðan í Steinhús, og þaðan í miðjan Ketshelli. Úr Ketshelli lá línan svo og endaði aftur í Arnarbæli (Arnarstapa).
Ef byggt er á merkjalýsingu Garðakirkjulands samkvæmt landamerkjabréfi nr. 154, sem Þórarinn Böðvarsson prófastur í Görðum undirritaði 7. júní 1890, er Garðakirkjulandinu m.a. lýst svo: „…beina línu í suður landsuður í Arnarbæli, þaðan austur í landsuður upp í Hnífhól, þaðan til austurs landsuðurs í mitt Húsfell, úr miðju Húsfelli beint til suðurs í efri Strandartorfu, þaðan beint í (suður) í Markraka í Dauðadölum, þaðan til vesturs í Markrakagil í Undirhlíðum, sem er norðanvert við Fjallið Eina, þaðan til norðurs ofanvert við Hvaleyrar og Ás lönd í Steinhús, sem er við neðri Kaldárbotna….“.
Svæðið að norðanverðu, milli Arnarbælis, Kethellis og Steinhúss, er einnig getið í lýsingu í eiginhandarbréfi séra Árna Helgasonar í Görðum til sýslumanns, dags. í Görðum 13. janúar 1848, sem inniheldur svofellda lýsingu á Garðakirkjulandi: „Á sydri hraunbrúnina hjá Nordurhellrum og so sudur eptir Smillubúdar hraunsjadri og I midjan Kjötshellir og so hraunid allt fram ad Steinhusinu, og so beint ur steinhusinu og upp sydri Kaldárbotna; þadan, og allt Helgafell, I Markraka, úr Markraka og í Daudadali úr Daudadölum og í Strandartorfu, úr Strandartorfu rettsýnis í Húsfell, so úr Husfelli og I Hnífhól úr Hnífhól og heim í Arnarbæli“.

Kaldársel

Hálkarað fjárhús skammt frá Kaldárseli.

Landinu er lýst í merkjalýsingu sem var þinglýst á manntalsþingi í Görðum á Álftanesi 22. júní 1849: „Fyrst milli Garðakirkju fjalllands, úr Steinhúsi suður í Markagil (Marakka) eða Undirhlíðum, þaðan í Hæðstaholt á Dauðadölum á annan veg úr Dauðadölum norður í Húsfell, af Húsfelli upp í þríhnjúka, þaðan á suðurenda Bláfells á milli afrétta Álftanes- og Seltjarnarneshrepps. Á milli Gullbringu- og Árnessýslu af Bláfjöllum vestur á Kistufell. Á milli Álftaneshrepps og almennings og Krýsuvíkur landa af Kistufelli niður í syðra horn á Fagradalsbrún, þaðan í Marakkagil, svo í þúfu á Fjallinu Eina. Þaðan í Helguflöt norðan á Búðarhólum. Á milli jarðanna Heimalands og afréttar af Búðarhólum eptir Búðarhólagjá, þaðan aptur í Steinshús“. Mun Búðarvatnsstæði vera þar sem Helguflöt norðan á Búðarhólum er, sbr. kort af Almenningsskógi Álftaneshrepps, dags. 20. apríl 2004.
Afréttarland Álftaneshrepps var áður ýmist nefnt Garðaland, Garðakirkjuland eða Garðastaðarland. Sama land heyrði eftir skiptingu Álftaneshrepps árið 1878 undir Garðahrepp, sbr. einnig síðar lög nr. 83/1975 um kaupstaðarréttindi til handa Garðahreppi. Garðakirkjulandi er lýst í eiginhandarbréfi séra Árna Helgasonar í Görðum til sýslumanns, dags. í Görðum 13. janúar 1848, sem virðist vera svar prests við fyrirspurn sýslumanns um skóglendi í landi Garðakirkju: „Þetta Land hefir þessi ummerki. „Á sydri hraunbrúnina hjá Nordurhellrum og so sudur eptir smillubúdar hraunsjadri og I midjan Kjötshellir og so hraunid allt fram ad Steinhusinu, og so beint ur steinhusinu og upp sydri Kaldárbotna; þadan, og allt helgafell, I markraka, úr markraka og í daudadali úr daudadölum og í strandartorfu, úr strandartorfu rettsýnis í húsfell, so úr husfelli og I hnífhól úr hnífhól og heim í Arnarbæli. Þetta vidurkenna allir ad til heyri Gardakirkiu, brukad hefi eg þad, nockur ár fyrir selstödu, hvar til þad væri hentugt, ef ei være so lángt í burtu, nu er þad leigt bondanum Jóne Hjörtssyne á Hvaleyri, sem betur getur notad en eg, so sem búandi miklu nær þessu Landi.“

Hamarskotssel

Hamarskotssel/Setbergssel – markavarðan.

Samsvarandi lýsingu á Garðakirkjulandi var að finna í eldri merkjalýsingu, því í biskupsvísitasíu hinn 19. september 1661 er lögð fram lögfesta séra Þorkels Arngrímssonar, gerð á Bessastöðum á Jónsmessu 1661. Mun aðalefni hennar hafa verið innfært í Vísitasíubókina, en finnst einnig í Kirknaskjölum í endurriti séra Árna Helgasonar úr skjalabók Garðakirkju frá 1701. Er endurrit hans dagsett 4. ágúst 1839. Landamerki Garðakirkjulandsins eru skv. þeirri merkjalýsingu talin vera: „Á syðri hraunsbrún hjá Norður hellum og svo suður eftir Smyrlabúðarhraunsjaðri og í miðjan Ketshelli og svo hraunið allt fram að Steinhesi. Svo beint úr Steinhesinu og upp í syðri Kaldárbotna, og allt Helgafell og í Strandartorfu og í Húsfell. Úr Húsfelli og í Hnífhól, og Hnífhól og heim í Arnarbæli.“ Merkjalýsing Garðakirkjulands samkvæmt landamerkjabréfi nr. 154, er gerð rúmum 40 árum síðar. Þórarinn Böðvarsson prófastur undirritar hana í Görðum 7. júní 1890 og er merkjalýsingin þinglesin á manntalsþingi í Görðum hinn 9. júní 1890. Eru lýsingarnar sammála um merkin úr Arnarbæli í Markraka í Dauðadölum: „…beina línu í suður landsuður í Arnarbæli, þaðan austur í landsuður upp í Hnífhól…, sem er norðanvert við Fjallið Eina, þaðan til norðurs ofanvert við Hvaleyrar og Ás lönd í Steinhús, sem er við neðri Kaldárbotna….“.

Kaldársel

Kaldársel.

Í allar landamerkjavörður var steypt á áttunda áratug síðustu aldar, sbr. vörðurnar við Bala, í Engidal, á Miðdegishól og við Ketshelli.
Í örnefnalýsingy fyrir Hafnarfjörð eftir Guðlaug R. Guðmundsson er Steinhús (eða Steinhes) nefnt. Staðsetning er þannig að það sé “hornmark Hvaleyrarlands syðst á Fremstahöfða”. Í annarri lýsingu er Fremstihöfði nefndur Efstihöfði. Guðlaugur vitnar í skrif Gísla Sig. um þjóðhætti (ljósrit í Hafnarfjarðardeild Bókasafns Hafnarfjarðar), um að Steinhes muni vera eldra nafn. Staðsetning Steinhúss er yfirleitt heldur snubbótt í lýsingum þar sem það er nefnt, en í Örnefnastofnun er loftmynd af svæðinu (“orthomynd”) sem Svanur Pálsson merkti örnefni inn á 1980. Þar er Steinhús merkt. Í kaflanum um Kaldársel í skrá G.R.G. er vitnað í Fornleifaskrá 1990 um friðlýstar fornleifar í Kaldárseli en þar er Steinhús ekki nefnt. Í lýsingum Hvaleyrar og Garðakirkjulands er nefnt Steinhús en engin staðsetning að gagni, aðeins að lína liggi úr því eða um það…

Steinhús

Steinhús.

Í auglýsingu um fólkvang á Reykjanesi í Stjórnartíðindum B 1975 segir m.a. um mörkin: „Lína dregin.. á mörkum Garðahrepps og Hafnarfjarðar við Kershelli. Þaðan eftir þeim mörkum inn fyrir sumarbústaðahverfi í Sléttuhlíð á hæð er Klifsholt heitir, þaðan beint í Steinshús, sem er glöggt og gamalt eyktamark. Frá Steinshúsi liggur línan…..“
Skýringin á Steinshúsi er sem sagt að það sé “þekkt eyktarmark”. Þarna er það þá komið. Hús úr steini – holur hraunhóll á þeim stað, sem hornmarkið er tilgreint vestan Kaldársels. Skammt frá hraunhólnum, sem er eins og hús í laginu efst á holtinu, eru gamlar hleðslur af húsi, syðst á Efstahöfða (Fremstahöfða). Það er því hraunhóllinn sem örnefnið er kennt við, en ekki húsið, enda er það forgengilegt, en hóllinn ekki. Hann er því öllu sennilegra hornmark landamerkjanna. Þetta örnefni virðist hafa horfið af landakortum í seinni tíð, en á eldri kortum er örnefnið sett sunnan við Kaldársel, sunnan Kaldár. Þar er ekkert er gefur tilefni til slíks. Líklega hefur örnefnið verið tekið út af kortum vegna þess hve fáir vissu hvað eða hvar það var í raun og veru.

Heimildir m.a.:
-http://www.obyggd.stjr.is/svland/53.pdf
-Örnefnalýsing Hafnarfjarðar – Guðlaugur R. Guðmundsson – ÖÍ.
-Gísli Sigurðsson. Þjóðhættir í Hafnarfirði. Handrit í Bókasafni Hafnarfjarðar.
-Örnefnalýsing fyrir Hvaleyri. Ari Gíslason skráði – ÖÍ.
-Stjórnartíðindi B. 1975, nr. 520.
-Jónína Hafsteinsdóttir- ÖÍ.
-Jón Sigurðsson, hrdl.

Kaldársel

Kaldársel – minjar. ÓSÁ.

ísólfs

Dágon er klettadrangur á Selatöngum í Gullbringusýslu. Einnig er hóll með því nafni í túni í Stóru-Fellsöxl í Skilmannahreppi í Borgarfirði. Orðið merkir upphaflega „korn“ eða „lítill fiskur“.
Dágon á SelatöngumJón Guðmundsson frá Skála taldi Dágon geta merkt djöfull upp á dönsku er hann var á ferð með FERLIR um Selatanga, en taldi það þó ekki fullreynt. Aðrir hafa viljað halda því fram að um geti verið að ræða hljóðbreytingu úr dragon eða dreki. Alls ekki svo ólíklegt heldur.
Dágon er m.a. nefndur í landamerkjaskrá fyrir Krýsuvík, dags. 14. maí 1890 [og] lesinni á manntalsþingi fyrir Grindavíkurhrepp að Járngerðarstöðum hinn 20. júní 1890, Dágon (Raufarkletti). Hér er kletturinn einnig nefndur Raufarklettur.
Karlmannsnafnið Dágon kemur fyrir í Gamla testamentinu, 1 Samúel 5. Um var að ræða guð lífs og akuryrkju hjá Filisteum.
Hér á landi hefur heitið annars vegar notað um þann sem menn dást að, er í eftirlæti hjá e-m, t.d. „Hann er dágon allra í bænum“, og hins vegar á Orðabókin sunnlensk dæmi um merkinguna „gamall hattur“. Dagón eða dágón getur í ísl. því merkt  ‘karlmannshetta’ og gæti nafnið á Selatöngum verið dregið af líkingu við það fat, sem ekki virðist svo fjarri lagi.
Brim