Reykjanesviti

Árið 1804 rak á land á svo nefndri Valahnjúksmöl á Reykjanesi geysistóran timburflota. Var hann alveg ein samfelld heild og gyrtur afardigrum járnböndum. Allt voru það ferstrend tré. Það var til marks um stærð flotans, að 10 metra löng tré stóðu upp á endann í honum. Töluvert hafði verið af fötum og fataræflum upp á flotanum, og var haldið, að skip það, sem hafði hann aftan í, hefði farist, en skipshöfnin komist á flotann, en skolast svo aftur af honum í ofviðrinu.

Valahnúkshellir

Valahnúskhellir.

Þegar mannfjöldi mikill hafði bjargað öllu timbrinu undan sjó, fór opinbert uppboð fram; voru þar mættir bændur úr allri Gullbringusýslu. Seldust trén á 4-8 dali hvert, sum þó nokkuð meira, allt upp að 12 dölum einstök tré. Allt voru þetta rauðviðartré, sem kallað var, og valinn viður. Til marks um gæði viðarins, þá var rifið hús eitt í Höfnum sumarið 1929, sem byggt var að mestu leyti úr Reykjanesstrandinu, og var mikið af viðnum alveg óskemmt eftir meira en heila öld. Mestan hluta trjánna keyptu Hafnahrepps- og Vatnsleysustrandarmenn á uppboðinu, dálítið lenti úti á Rosmhvalanesi, en minna í Grindavík og innhreppum sýslunnar. Ár eftir ár voru menn svo úr þessum sveitum að fletta trén í borðvið. Voru borðin svo flutt á hestum í dráttarklyfjum til eigendanna, og sjást vegslóðarnir inn Hafnaheiðina enn í dag, þar sem Strandarmenn og aðrir innan Stapa fóru með lestir sínar.

Reykjanes

Reykjanes – kort frá 1903.

Hafnamenn einir söguðu lítið af trjánum suður frá, en reru þau aftan í skipum sínum, þegar logn og ládeyða var. Höfðu þeir oft 4-5 tré aftan í einu; var þá lagt af stað um háfjöru að sunnan og norðurfallið látið létta róðurinn með trén, og ef vel gekk, var lent í Kirkjuvogsvörinni um háflæði eftir 6 tíma þembingsróður. Engin byggð var þá á Reykjanesi og urðu sögunarmennirnir því að liggja í tjöldum eða grjótbyrgjum, er þeir hrófuðu upp og skýldu sér í yfir nóttina. En brátt urðu menn þess varir, að uppi á Valahnjúkshamrinum að sunnanverðu, beint upp af þeim stað, þar sem þeir voru að saga, var hellir; skoðuðu þeir hann, og leist þeim hann mjög girnilegur til hvíldar, því að þar var þurr, bjartur og hlýr bústaður fyrir hretviðrum haustsins. Hugðu nú margir gott til þessa staðar fyrir sjálfa sig og seppa sína.

Reykjanesviti

Reykjanesviti – Valahnúkur.

Næsta dag var svo hafinn krossmessuflutningur úr tjöldum og grjóthreysum upp í hellinn. Bjuggu menn um sig eftir föngum og gjörðust glaðir mjög; var svo etið og drukkið af kappi miklu, sungin kvæði og sögur sagðar og hlegið dátt, svo að hellirinn glumdi við. Loks voru þó lesnar bænir og lagst til hvíldar. Hvíldi nú grafarkyrrð og helgur friður yfir hellisbúum hálfrar eyktar stund. Allt í einu tóku hundarnir að urra og gelta, og í sama vetfangi var kallað:
“Rífið hann Jón upp; hann er að hengjast. Heyrði þið ekki korrið í honum? Og nú er það komið ofan á hann Brand og hann Gvend og ætlar þá alveg að drepa.”
“Komið með kerti fljótt og kveikið ljós.”

Valahnúkur

Valahnúkar og Valahnúkamöl.

Nú kom öll hundaþvagan þjótandi og skrækjandi upp í fangið á hellisbúum, og skriðu hundarnir titrandi upp fyrir húsbændur sína og þorðu sig ekki þaðan að hreyfa. Kertið fannst ekki í fátinu og myrkrinu, en úti var aftakaveður af landsuðri með úrfelli, en inni voru reimleikar þeir, sem sóttu að andfærum manna og dýra, og mátti því segja, að menn væru þarna milli steins og sleggju, því að hvorugur kosturinn var góður, að flýja út í veðrið eða reyna að haldast við í hellinum, þar til dagur ljómaði á lofti. Loks urðu hellisbúar ásáttir um að hreyfa sig ekki, en hafa við bænir og sálmasöng, það er eftir var nætur.

Reykjanesviti

Reykjanesviti á Valahnúk.

Var nú allt með kyrrum kjörum, á meðan allir voru vakandi, og hellirinn bergmálaði af bænahaldi og sálmasöng. En er lifa myndi þriðjungur nætur, gerðust sumir af hellisbúum svefnhöfgir mjög og hugðu á hvíld um stund; áttu þeir, er vöktu, að vera trúir í hinu andlega starfi og vera til taks, ef friður yrði rofinn eða korr heyrðist í hálsum hinna sofandi manna. En ekki var mönnum þessum fyrr siginn blundur á brá en sömu ósköpin byrjuðu aftur, hundarnir vitlausir með ýlfri og emji, en mennirnir með kyrkingshljóði og korri miklu þar til félagar þeirra voru búnir að fá þá til fullrar meðvitundar. En nú gekk vindur til vesturs og veðrið batnaði, og skammt var til morguns, fóru því mennirnir allir hið bráðasta út úr hellinum og kvöddu hinn ógestrisna hellisráðanda með ófögrum kveðjum.
Liðu svo full 50 ár, að enginn maður varð til þess að leita skjóls í helli þessum, en árið 1862 leigði presturinn að Stað í Grindavík bændum í Hafnahreppi nokkuð af rekalandi prestssetursins. Bóndinn í Kalmannstjörn leigði svonefndar Krossvíkur sem eru stuttan spöl fyrir austan Valahnjúkinn og nálægt landamerkjum Staðar og Kalmannstjarnar. Valahnjúkurinn fylgir Kalmannstjörn.

Reykjanes

Reykjanes – brim.

Veturinn 1865 rak stórt, ferkantað tré á Krossvíkum. Sendi bóndinn vinnumenn sína og sjómenn marga til þess að koma trénu undan sjó og undir sögun, því að hann ætlaði að láta saga tréð þar suður frá. Lá svo tréð allt vorið og sumarið fram yfir höfuðdag á sögunarpallinum, en seint í september voru tveir vinnumenn, Þorleifur og Eyjólfur, sendir suður eftir að saga tréð. Voru þeir útbúnir með nesti og nýja skó, sængurföt og fleira. Loks var tjaldið og tjaldsúlurnar tekið niður af háalofti.
“Hvað eigum við að gera við þetta?” spurði Leifi gamli.
“Auðvitað liggið þið ekki undir beru lofti,” var honum svarað.

Reykjanes

Brim við Reykjanes.

“Það ætla eg ekki heldur að gera,” segir Leifi. “Eg ætla að lofa Valahnjúkshellinum að hýsa okkur”. Þá var Leifi minntur á ósköpin, sem á gengu, þegar Reykjanesstrandið var, en Leifi svaraði með því einu, að lygaþvættingur, heimska og hjátrú vitlausra manna hefði engin áhrif á sig.
Og svo lögðu þeir Þorleifur og Eyjólfur af stað með hund og hest og tjaldlausir. Eyjólfur var með afbrigðum blótsamur, og mátti segja, að hann tæki ærið oft upp í sig.

Reykjanesviti

Gamli Reykjanesvitinn á Valahnúk.

Næsta morgun um fótaferðartíma er Eyfi kominn á Blágrána gamla að sækja tjaldið. Nú átti auðvitað að spyrja Eyfa spjörunum úr; en það hafðist ekkert annað upp úr honum en hinar óttalegustu formælingar og helv… hann Kolur, og þóttust sumir hafa heyrt tóninn frá Eyfa suður um allt tún, er hann lagði af stað með tjaldið. En víst er, að Þorleifur þjappaði að Eyjólfi með að láta aldrei uppi við neinn, hvernig þeim reiddi af þessa einu nótt í Valahnjúkshellinum og aldrei hafðist neitt frekara upp úr þeim félögum um dvöl þeirra í hellinum.
Sjá meira um strandið við Valahnúkamöl HÉR.

Heimild:
-Rauðskinna I 161.

Valahnúkur

Valahnúkur.

Þingvellir

Á skilti við Þingvallabæinn má lesa eftirfarandi fróðleik: “Þingvallabær er opinber sumardvalur forsætisráðherra. Hann er jafnframt notaður fyrir móttökur á vegum forsætisráðherra.

Þingvellir

Þingvellir – skilti.

Á Þingvöllum hefur líklega staðið skáli að fornu en á 19. öld stóð þar gangabær sem sneri stöfum til suðurs. Sbemma á 10. öld voru Þingvellir teknir til afnota fyrir Alþingi og var þá öllum sem þingið sóttu þar frjáls ummgangur. Þingvellir þóttu góð jörð til úsetu enda skógurinn nýttur til kolagerðar og beita að vetri til. Jörðinni fylgdi silungsveiði í Þingvallavatni og Öxará. Töldust jarðirnar Skógarkot, Hrauntún, Arnarfell, Svartagil og Vatnskot hjáleigur Þingvalla.

Þingvellir

Þigvellir – konungshúsið.

Konungshúsið var reist á völlunum skammt fyrir neðan Öxarárfoss árið 1907 fyrir komu Friðriks VIII. Næstu ár eftir konungsheimsóknina var húsið leigt út til veitingasölu. Fyrir Alþingishátíðina 1930 var húsið flutt á ís suður yfir Öxará að Þingvallavatni og gistu Kristján X og Alexandrína drottning þar yfir Alþingishátíðina 1930. Eftir það dvöldu ráðherrar í Konungshúsinu að sumarlagi, einkum forsætisráðherra. Konungshúsið brann í eldsvoða 10. júlí 1970 og fórust þar þáverandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og ungur dóttursonur Benedikt Vilmundarson.

ÞingvellirNúverandi Þingvallbær var byggður árið 1930 eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. Fyrst voru reistar þrjár burstir og voru ær nýttar þjóðgarðsverði til úsetu sem jafframt var prestur Þingvallakirkju. Eftir bruna Konungshússins var ákveðið að byggja tvær burstir við Þingvallabæinn. Hefur forsætisráðherra frá 1974 haft opinberan sumardvalarstað í Þingvallabænum. Þjóðgarðsvörður hætti búsetu í Þingvallabænum 1995 og var þá tveimur burstum bætt undir forsætisráðuneytið. Í nyrstu burstuni er aðstaða fyrir þóðgarðsvörð og prest Þingvallakirkju.

Þingvellir

Þingvellir 1882.

Kirkja hefur verið á Þingvöllum frá því skömmu eftir kristnitöku árið 1000. Í Kristnisögu er þess getið að Ólafur helgi Noregskonungur, sem kom til valda árið 1015, hafi gefið sérvalin kirkjuvið til að reisa kirkju á Þingvöllum. Ekki er vitað með vissu hvar sú kirkja stóð en þ.e. þingmannakirkja og búendakirkja. Rannsóknir haf asýnt fram á að kirkjan hafi verið færð á staðinn, þar sem hún stendur nú, um 1500. Núverandi Þingvallakirkja var byggð árið 1859 og vígð á jóladag sama ár. Turninum var bætt við árið 1907. Þar eru þrjár klukkur, ein forn án ártals, önur gefnin kirkjunni af Jóni Vídalín biskupi árið 1698, og sú þriðja er “Íslandsklukkan” frá 1944.

ÞingvellirTil austurs á bal við kirkjuna er Þjóðargrafreiturinn. Garðurinn var teiknaður af Guðjóni Samúelssyni og hófst gerð hans 1940. Þar hvíla bein skáldanna Jónasar Hallgrímssonar (1807-1845) og Einars Benediktssonar (1864ö1940).

Kirkjugarður hefur verið á Þingvöllum um aldir og er elsta minningarmerkið yfir séra Þórð Þórleifsson (d. 1676). Garðurinn hefur verið fyrir meðlimi sóknarinnar. Hér hvíla sumir fyrrum ábúendur ýmissa býla sem núr eru komin í eyði. Síðasti prestur sem borinn var til moldar hér var sér Heimir Steinsson (d. 2000) sem jafnframt gegndi embætti þjóðgarðsvarðar.

Þingvellir

Þingvellir 2023.

Í tengslum við 150 ára afmæli kirkjunnar árið 2009 var ráðist í að endurhlaða stóran hluta af umgjöð kirkjugarðsins. Um leið var smíðað nýtt sáluhlið sem teiknað var eftir gömlum ljósmyndum frá Þingvöllum. Nemendur í Iðnskólanum í Hafnarfiirði smíðuðu hliðið og spreyttu sig þannig á gömlu handvirki undir stjórm kennara skólans.”

Þingvellir

Þingvellir.

Hunangshella
Þegar gengið er eftir gömlu götunni, alfaraveginum sunnan Ósabotna til Hafna, er slétt jökulsorfin grágrýtishella á hægri hönd, nú orðin nokkuð gróin. Á hellunni, sem nefnd er Hunangshella, er varða.

Kaupstaðavegurinn

Kaupstaðavegurinn ofan Ósa – að Jamestownsrekanum

Gamla gatan er vörðuð, en vörðurnar eru nú flestar fallnar. Á Hunangshellu, segir sagan, var finngálkn unnið fyrrum.
Finngálkn er það dýr kallað sem köttur og tófa geta saman. Er það grimmt mjög og öllum vargi skaðlegri fyrir sauðfé manna og skotharðast allra dýra. Vinnur engin kúla á finngálknið og verður það ekki skotið nema með silfurhnapp eða silfurkúlu. Það er og styggt mjög og ákaflega frátt á fæti.

Einu sinni lagðist finngálkn á sauðfé Hafnamanna og annarra þar nærlendis. Hélt það sig mest umhverfis Ósana, sem kallaðir eru og gjörði tjón mikið. Reyndu menn á allar lundir að drepa finngálknið en það tókst ekki.

Hunangshella

Hunangshella.

Gekk svo lengi þangað til loksins að maður einn sem vissi jafnlangt nefi sínu hitti upp á því að hann makaði hellu eina við Ósabotnana með hunangi. Vissi hann að finngálkn er mjög sólgið í sætindi, helzt hunang. Síðan lagði maðurinn sig í leyni skammt frá hellunni. Dýrið rann á hunangslyktina og fór að sleikja helluna. Skaut þá maðurinn dýrið og hafði silfurhnapp af bol sínum fyrir kúlu. Þótti öllum mjög vænt um verk þetta.
Hellan er síðan kölluð Hunangshella sem fyrr segir.

-Jón Árnason I 611

Hunangshella

Varða á Hunangshellu.

Helgafell

Fólk hefur löngum deilt um tilefni örnefna á fjöllum, fellum, hæðum og hólum. Á Reykjanesskaganum má t.d. finna Fagradalsfjall, Húsafjall, Fiskidalsfjall, Borgarfjall, Festarfjall, Latsfjall, Fjallið eina og Bláfjöll.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall.

Fellin eru fleiri, s.s. Bæjarfell, Helgafell, Sandfell, Þórðarfell, Mælifell, Arnarfell, Vörðufell, Driffell, Oddafell, Húsafell, Sílingafell, Sýrfell, Geitafell, Vífilsfell, Snókafell, Lambafell, Kóngsfell, Skálafell, Grímannsfell, Reykjafell, Lágafell, Úlfarsfell, Mosfell og Ármannfell.

Esjan er t.d. fjall, sem á sér nokkur fell, s.s. Kistufell og Þverfell.

Á Vísindavef Háskóla Íslands má lesa eftirfarandi: “Engar fastar skilgreiningar eru til á þessu, að minnsta kosti ekki ennþá, en samkvæmt málskyni íslenskumælandi manna er fjall stærst, þá fell, síðan hóll, en þúfa minnst. Öll koma þessi orð fyrir í örnefnum, og rétt stærðaröð kemur til dæmis fram í örnefnunum Akrafjall, Búrfell, Orrustuhóll og Svalþúfa.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – örnefnakort.

Örnefnafræðingar benda á að fell vísi oftast til stakrar myndunar (Búrfell, Vörðufell, Snæfell) en fjall geti hvort sem er verið stakt eða hluti af stærri heild (Akrafjall, Ingólfsfjall/fell, Hverfjall/fell, Selsundsfjall).
Almennt finnst mér að hóll vísi til mishæðar í heimalöndum, til dæmis bæjarhólsins, en fjall hins vegar utan bæjarhólsins.” – Sigurður Steindórsson

Framangreindur fróðleikur er langt í frá að geta talist tæmandi…

Heimild m.a.:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=797

Helgafell

Búrfell.

Krýsuvíkurbjarg

Eftirfarandi texta um “Átakið mikla – Landnámið í Krýsuvík; merkilegasti þátturinn í þróunarsögu Hafnarfjarðar” mátti lesa í Alþýðublaði Hafnarfjarðar árið 1950:

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Alþýðublað Hafnarfjarðar 1950.

“Eftir að hafa lesið greinarstúf nokkurn, sem birtist í „Hamri“ þ. 20. þ. m. og bar nafnið: „Búskaparbröltið í Krýsuvík“, eftir Ingólf fyrrverandi bónda Flygenring, hefur sjálfsagt margur hugsað á þessa leið: Því fer nú enn þessi blessaður maður að skrifa um landbúnað og reyna að leggja stein í götu landnámsins í Krýsuvík. Á kannske hans bitra reynsla við landbúnað að vísa okkur leið til nýrra átaka á þessu sviði? Eða er það ef til vill kaldhæðni örlaganna, að einmitt nafnið, sem höfundur velur á grein sína, er svo átakanlega sönn lýsing á búskaparháttum höfundar sjálfs, er hann fyrir mörgum árum, sem ungur búfræðingur rak landbúnað að á heimajörðinni Hvaleyri, einni beztu jörð hér í grennd?
Á ekki hér við: ver farið, en heima setið? Ég verð nú að segja það, að mér finnst yfirleitt ekki svo mikill áhugi hjá þjóð vorri fyrir landbúnaði, að annað henti betur en að þeir sem orðið hafa úti á vettvangi landbúnaðarstarfa séu með úrtölur og vonleysi.

Ingólfur Flygerieng

Ingólfur Flygering – f: 24. júní 1896, d; 15. september 1979. Bóndi á Hvaleyri við Hafnarfjörð 1916–1919.  Í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 1951–1954. Alþingismaður Hafnfirðinga 1953–1956 (Sjálfstæðisflokkur). Landskjörinn varaþingmaður (Hafnfirðinga) nóvember–desember 1950.

Væri ekki betur viðeigandi að heyra eitthvað um landbúnað frá fyrirmyndarbændum, sem hafa jákvæða reynslu, eins og t. d. Helga Þórðarsyni, sem tók við jörðinni, er höf. gafst upp og hætti að búa, og hefur rekið fyrirmyndarbúskap á þessari jörð um fjölda ára með glæsilegum árangri, og sýndi með því hversu megnug móðurmoldin er að skapa börnum sínum velsæld og auð, ef fyrir hendi er framsýni, dugnaður og óbifanleg trú á mátt moldarinnar. Við höfum ávallt nóg af víli og voli, og stunum uppgefinna manna, þessum eldgamla kotungs hugsunarhætti, sem gætir enn allt of mikið, þessar sífelldu úrtölur og skammsýni, sem virðast vera eins og óumflýjanleg örlög margra þeirra manna, sem hrakið hafa eins og reköld upp á náströnd íhaldsins.

Það eru hugumstórir hugsjónamenn, sem eru stöðugt eins og í snertingu við sjálfa framvindu lífsins, sem hverju bæjarfélagi er svo nauðsynlegt að hafa til starfa á hverjum tíma, og við Hafnfirðingar getum hrósað happi yfir að hafa haft slíka menn í fararbroddi um langt skeið, og munu áreiðanlega hafa áfram.

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Alþýðublað Hafnarfjarðar 1950.

Þjóðfélagsleg þróun hinna síðari ára hefur verið mörgum ærið áhyggjuefni, þessi sífelli fólksstraumur úr sveitunum á mölina, jafnhliða því að fisikimiðin eru ískyggilega að láta á sjá, og eins hitt að hinn aukni sjávarhiti, beínlínis valdi því að margar fiskitegundir leiti nú norðar á bóginn, og þar með fjarlægjast strendur vors lands.
En þessi loftlagsbreyting getur aftur á móti haft óútreiknanlega þýðingu fyrir landbúuaðinn, og vel mætti segja mér, að við værum nú að komast inn á hitatímabil. Þessu til sönnunar skal bent á fátt eitt.

Fyrir um þremur árum koma í ljós bæjarrústir undan jökulröndinni á Breiðamerkurfjalli. Þetta er talinn vera bær Kára Sölmundarsonar, Breiðamörk.
Á hvað bendir þetta?

Hnaus

Hnausar í Krýsuvík.

Það bendir til þess, að þá er Kári reisti bæ sinn þá hafi staðið yfir langt hitatímabil, því að engum dettur í hug að Kári hafi reist bæ alveg uppi við jökulrönd, heldur hafi jökullinn þá verið mjög fjarri. En nú eru jöklarnir alltaf að eyðast og gera vonandi langan tíma enn.
Það er kannske eðlilegt, að í peningaflóði stríðsáranna hafi tilfinning manna fyrir þýðingu landbúnaðar eitthvað sljóvgast.

En nú beinast hugir hugsandi manna aftur að þessum mikilvæga atvinnuvegi.

Krýsuvík

Krýsuvík.

Og er það ef til vill ekki táknrænt upp á hinn rnikla framfararhug, sem ríkt hefur hér í þessu bæjarfélagi undanfarin 24 ár, að Alþýðuflokkurinn sem var brautryðjandi í bæjarútgerð hefur nú merki landbúnaðarins hátt á loft með hinu glæsilega landnámi í Krýsuvík. Og svo aftur á móti sami flokkurinn, sem skellti sér eins og steinrunnið nátttröll í veg fyrir bæjarútgerðina, ætlar sér að leika sama leikinn við landnámið í Krýsuvík.

Krýsuvík

Krýsuvík.

En við Hafnfirðingar sjáum nú til þess 29. jan. að sú aðför misheppnaðist.
Nei, það er áreiðanlegt að nú ríður mikið á, að allir sameinist bæði það opinbera og einstaklingar í hinu „mikla átaki“, sem bíður íslenzku þjóðarinnar í því að hefja landbúnaðinn á það stig, sem honum ber, til þess að hann verði fær um að skapa sjálfum okkur og börnum okkar velsæld og auð um ókomin ár.

Reykjavík

Kútterar á legu.

Ekki er úr leið að minna á í þessu sambandi, að stórútgerðin á sína fyrstu tilveru að þakka landbúnaðinum. Þ.e.a.s. að fyrstu kútterarnir, sem keyptir voru til landsins og urðu grundvöllur stórútgerðar, voru keyptir í Englandi fyrir gullpeninga, sem fengust fyrir íslenzku fjallasauðina, sem seldir voru lifandi til Englands. Þetta er ekki ófróðlegt fyrir þá að vita, sem líta niður á landbúnaðinn. Minna má á, að Alþýðuflokksmenn mega vera ánægðir yfir því að eiga ekki ómerkari samherja í áhuga fyrir eflingu landbúnaðar en t. d. eins og Jón H. Þorbergsson, bónda á Laxamýri, sem hefur verið óþreytandi árum saman að hvetja íslenzku þjóðina til nýrra átaka landbúnaðinum til eflingar, og eins sjálfan forseta Íslands, sem í gagnmerkri nýársræðu hvatti íslenzku þjóðina til nýrra dáða á sama sviði.

Krýsuvík

Fjósið og turnarnir í Krýsuvík 2023.

Kjósendur góðir, forustumenn okkar Hafnfirðinga eru áreiðanlega á réttri leið. Þeir eru vissulega í samræmi við sjálfa framvindu lífsins, því að framtíðin mun sýna, ef við Íslendingar eigum að geta lifað menningarlífi í okkar eigin landi og verða sjálfum okkur nógir, þá verður það landbúnaður, að meira leyti en sjávarútvegur og iðnaður, sem mun koma til með að standa undir velsæld okkar um ókomin ár.
Möguleikarnir í Krýsuvík eru nær ótæmandi, og ef miðað er við það þar sem tækni og nýting hvers konar jarðargæða er komin á fyllsta stig, þá er óhætt að fullyrða, að Krýsuvíkin gæti fætt okkur Hafnfirðinga, að verulegu leyti. – M

Hmar 1950

Hamar 1950.

Í nefndum Hamri 1950 mátti lesa nefnda grein Ásgeirs um “Búskaparbröltið í Krýsuvík”.: “Þegar Krýsuvíkureignin var keypt, var lítið látið uppi um, til hvers hún yrði notuð, nema að reynt yrði að nota jarðhita eða orku gufunnar til þess að framleiða rafmagn, sem leitt yrði til Hafnarfjarðar. — Aftur á móti virtist allt óráðið með ræktun landsins, en margir bjuggust við, að geta fengið þar smáblett fyrir sumarbústað og einhverja garðrækt. Ur þessu hefur ekki orðið ennþá, enda annað komið upp á teningnum, því að eftir 1940, þegar bærinn hafði orðið miklar tekjur, fóru Alþýðuflokksmenn í bæjarstjórn að líta hýru auga til Krýsuvíkur og láta sér detta í hug að reka þar búskap. Smámsaman kom þetta betur í ljós og út úr ráðagerðum Alþýðuflokksins kom fjós fyrir 100 kýr — til að byrja með — og fyrst og fremst ræktun vegna nauðsynlegs heyafla, en auk þess átti að reisa garðyrkjustöð, þar sem hita átti gróðurh. með hveragufu. Þessu næst voru menn ráðnir til þess að skipuleggja og síðan að stjórna framkvæmdum þessum.

Hamar 1950

Hamar 1950.

Fyrst var hafist handa um byggingu gróðurhúsa og húsnæðis garðyrkjumanna, einnig plægt upp nokkuð land, sem ætlað er að rækta. Síðastliðið sumar er hafin bygging á fjósi, tveir heyturnar voru byggðir og haldið áfram smíði á íbúðarhúsi fyrir bústjóra kúabúsins. Svona standa framkvæmdir þessar nú og er það mikið kapps mál bæjarstjórnarmeirihlutans, er enn situr við völd hér í bæ, að halda þessu áfram, hvað sem tautar.
Væri nú ekki úr vegi að staldra við og spyrja: „Hver nauður rak bæjarstjórnina til þess að ráðast í þetta?.
Fyrst er byrjað á gróðurhúsum, þar sem ræktaðir eru tómatar og blóm og máske eitthvað fleira. Var einhver skortur á þessum vörutegundum eða var það gróðavonin sem dró? Allir vita að nóg er til af þessum varningi og þeir sem framleiða þess ar vörur eiga yfirleitt gróðurhús, sem ekki kosta nema lítið brot af því verði er gróðurhús og aðrar framkvæmdir í Krýsuvík kosta, svo að með öllu er útilokað að þessi framleiðsla geti staðið undir kostnaði, hvað þá gefið arð, því að sjálfsögðu bætist við beinan reksturskostnað afborgun og vextir, eins og allir þurfa að greiða.
KrýsuvíkÞá er næsta að athuga kúabúið, sem eins og áður er getið, er skemmra á veg komið, eða með öðrum orðum, fæst er þar enn fyrir hendi sem með þarf, nema ráðsmaðurinn, en verkefni virðist lítið fyrir hann enn sem komið er, þó hefir hann verið á launum vegna þessa fyrirtækis nær 3 ár og mun hann ráðinn alllangt fram í tímann. Hefði nú ekki verið hyggilegra að leita til ráðunauta Búnaðarfélags Íslands um þessi mál, í stað þess að ráða menn til margra ára til þess að undirbúa þessi verk, fyrst endilega þurfti að fara út í þetta ævintýri, það hefði ekki kostað mikið fé að leita til Búnaðarfélagsins.

Krýsuvík

Gróðurhúsin 1950.

Nú er búið að eyða í framkvæmdir í Krýsuvík hátt á fjórðu milljón króna, þar hefur bæjarútgerð og bæjarsjóður lagt fram fé og auk þess verið tekið lán til viðbóta með veði í Krýsuvík. Til þess að ljúka þessum mannvirkjum þarf enn mikið fé, að minnsta kosti tvær milljónir króna. Hvernig þeir, sem málum þessum hafa stjórnað, hugsa sér að fá lán til þessara framkvæmda, veit ég ekki, en hitt veit ég að aðrar framkvæmdir bíða, sem meira liggur á og ég er þess vegna með því að harðloka Krýsuvíkurhliðinu — eins og Alþýðublað Hafnarfjarðar orðar það —, því það er fásinna að halda áfram á þessari braut, án þess að stinga við fótum; en að sjálfsögðu þarf jafnframt að gæta þess að bjarga því, sem bjargað verður. Bæjarsjóður fer ekki neins á mis við slíka ráðstöfun, því að frá Krýsuvíkurbúskapnum er ekki neinna tekna að vænta.

Krýsuvík

Borað á hlaðinu í Krýsuvík um 1950.

Þær framkvæmdir, sem mest liggur á að haldið sé áfram eftir fyllstu getu, eru fyrst og fremst hafnargerðin, vatnsveitan og elliheimilið auk þess er viðhald gatna og endurbætur á því sviði, sem veitir ólíkt meiri atvinnuverkamönnum til handa framkvæmdir í Krýsuvík.” – Ingólfur Flygenring

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 4. tbl. 27.01.1950, Átakið mikla – Landnámið í Krýsuvík; merkilegasti þátturinn í þróunarsögu Hafnarfjarðar, bls. 1 og 2.
-Hamar, 3. tbl. 20.01.1950, Búskaparbröltið í Krýsuvík, Ásgeir Flygering, bl.s 4.

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Alþýðublað Hafnarfjarðar 1050.

fiskreitur

Vitað er að konur hafa í gegnum Íslandsaldir oft á tíðum borið hita og þunga dagsins. Til eru ýmsar frásagnir því til staðfestingar, einkum frá gestkomandi útlendingum.

Konur í fiskvinnslu

Konur í fiskvinnslu.

J. Ross Browne og fleiri ferðabókahöfundum, sem ritað hafa um Ísland, verður tíðrætt um það, að konur í Reykjavík vinni margvíslega erfiðisvinnu, en karlmenn lifi hóglífi, a.m.k. þegar þeir eru ekki á sjónum. Meðfylgjandi mynd af konum í fiskvinnu er teiknuð af J.R.B.
Árið 1876 birti Þjóðólfur eftirfarandi kafla, þann 16. febrúar:
“Er ekki vinnandi vegur að gera eitthvað fyrir vesalings vinnukonurnar? Ég á einkum við þessar, sem maður sér bera bagga frá morgni til kvölds, einkum út úr og inn um útibúr kaupmanna. Ég er óvanur að sjá konur hafðar eins og áburðar-ösnur og finnst það vera skrælingjalegt í mesta máta…. Þær, sem hafðar eru eins og ösnur, verða ösnur, og út af þeim geta varla alist nema asnar, eða að minnsta kosti múlasnar, það segir sig sjálft.”
Þrátt fyrir mikið og stöðugt vinnuálag eru ekki til heimildir um að konur hafi kvartað – a.m.k. ekki fyrr en í seinni tíð, enda kannski tími til kominn.

Öldin okkar 1867

Skreið

Skreið í trönum.

Gufuskálar
Skammt ofan við þjóðveginn í gegnum Leiruna er lítill grasi gróinn hóll eða þúfa, sem kölluð er Elínarstekkur (Ellustekkur). Það var að sögn heygð Elín, niðursetningur frá Gufuskálum, sem dó á dularfullan hátt á 18. öld.

Gufuskálar

Brunnur við Gufuskála.

Sögu þessa og staðsetningu stekksins hef ég eftir ábendingum Ólafs Sigurjónssonar frá Litla-Hólmi.
“Þegar bílvegur var lagður um Leiruna, um og eftir 1920, var honum valið stæði ofan við byggðina, skammt austan við Elínarstekk. Þessi vegur var síðan breikkaður, eins og fleiri þjóðvegir á árum seinni heimstyrjaldarinnar, og náði þá uppundir stekkinn.
Það var sumarið 1787 að Elín Stefánsdóttir, blásnauður niðursetningur á Gufuskálum, fannst örend í snærisspotta í hjalli þar skammt frá bænum. Vegna deilna hennar og vinnumanns, þar á bænum, þótti dauði hennar ekki einleikinn.

Gufuskálar

Gufuskálar – Kóngsgarður.

Haldgóðar vísbendingar fengust þó ekki um að Elín hafi verið myrt, þrátt fyrir réttarhöld. Þess vegna var talið að hún hefði tekið líf sitt í skyndilegu æði, sem að hefði borið um nótt.
Elín var því, samkvæmt kirkju- og landslögum, heygð utan vígðrar moldar og var holað niður utan túngarðs í Leirunni, í sauðfjárstekk frá bænum á Gufuskálum.

Ellustekkur

Ellustekkur.

Láti Elínar og aðdraganda þess, svo og hulun líks hennar og frágangi þess, er lýst í Dóma- og þingbókum Gullbringusýslu. Óttuðust grafarnir að Elín gengi aftur og skáru höfuð hennar af um hálsinn, lögði líkið á grúfu, en lögðu höfuðið við þjóhnappana. Átti það að tryggja að hún lægi kyrr.
Fyrir meðferðina á líkinu hlutu mennirnir dóma og ákúrur yfirvalda. En aldrei fórum neinum sögum af ókyrrleika sem eignaður var þessari ólánsömu konu.
Heimildarmaður minn, Ólafur Sigurjónsson, kallaði stekkinn aldrei annað en Elínarstekk, en í heimildum Jóns Helgasonar í Sunnudagsblaði Tímans 9. febr. 1969, bls. 108-112, virðist hann nefndur Gufuskálastekkur og hefur það að öllum líkindum verið upprunalegt nafn hans. Eftir greftrun Elínar hefur nafn stekksins breyst en hið eldra heiti líklega fallið úr daglegu máli og gleymst.”

-Skúli Magnússon – Faxi, október 1999.

Ellustekkur

Ellustekkur 2023.

Lambafellsklofi

Gengið var að Lambafelli frá Eldborg ofan við Höskuldarvelli.

Lambafellsklofi

Lambafellsklofi.

Fylgt var gömlum stíg í gegnum hraunið sunnan og austan fellsins. Hann liggur síðan áfram inn í hraunið til austurs austan þess. Lambafellsklofi er alltaf jafn áhrifamikill heimsóknar. Klofinn er misgengi í gegnum fellið, stundum nefndur Lambagjá. Þjófagjáin í Þorbjarnarfelli er af sama meiði. Glögglega má sjá heila bólstra í berginu þegar farið er í gegnum og upp úr gjánni um mitt fellið. Einstaklega fallegur brólstri er í gjárbarminum þegar upp er komið. Annars er Lambafellið þrjú fell, sem hraun hafa runnið umhverfis. Austasti hlutinn er skilinn frá hinum með Dyngnahrauni, sem runnið hefur úr nokkrum gígum austan Grænudyngju. Sjá má misgengið ganga áfram í gegnum það. Norðvestan við Lambafell er Snókafell, samskonar jarðfræðifyrirbæri, líkt og Oddafellið vestar. Vestan Lambafells liðast Afstapahraunið áleiðis niður í Kúagerði. Norðan þess er Gamla Afstapahraun er liggur allt niður í Selhraun ofan Þorbjarnarstaða í Hraunum. Austar eru hraun frá Mávahlíðum um Einihlíðar.

Lambafell

Lambafell.

Frá Lambafelli sést vel yfir að Mávahlíðum í suðaustri, dyngjunum; Grænudyngju og Trölladyngju í suðri og Keili í vestri.
Frábært veður. Gangan tók klukkustund og eina mínútu.

Lambafellsklofi

Lambafellsklofi.

Mosfellsbær

Þegar FERLIR spurði Tómas G. Gíslason, umhverfisstjóra Mosfellsbæjar um fjölda og staðsetningu upplýsinga- og fræðsluskilti í bænum og nágrenni brást hann mjög vel við og svaraði:
“Hér er að finna 31 fræðsluskilti, 4 friðlýsingarskilti, 4 fuglafræðsluskilti og 2 hjólreiðaskilti. Auk þessara skilta hafa verið sett upp 19 fræðsluskilti við stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ, sjá m.a. meðfylgjandi gönguleiðakort.”

Mosfellsbær – sveit með sögu

Mosfellsbær

Mosfellsbær – skilti.

Mosfellsbær er um 200 ferkílómetrar að flatarmáli og afmarkast af Reykjavík (áður Kjalarneshreppi) að norðan, að austan af Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi og Sveitarfélaginu Ölfusi, að sunnanverðu af Kópavogi og að vestanverðu af Reykjavík. Í aldanna rás hét sveitarfélagið Mosfellshreppur og náði allt að Elliðaám fram á 20. öld en 9. ágúst 1987 lauk langri sögu hreppsins og Mosfellsbær varð til.
Sögu byggðar í Mosfellssveit má rekja aftur á landnámsöld þegar Þórður skeggi og Vilborg Ósvaldsdóttir námu land milli Leirvogsár og Úlfarsár. Þau bjuggu á Skeggjastöðum en „frá Þórði er margt stórmenni komið á Íslandi,“ segir í Landnámu.
Allt fram á síðari hluta 19. aldar ríkti kyrrstætt bændasamfélag í Mosfellssveit, líkt og annarsstaðar á Íslandi. Sveitin var að vísu í þjóðbraut því um hana lágu leiðir til Vestur- lands, Þingvalla og austur fyrir fjall. En íslenskir bændur voru ekki alltaf að flýta sér til móts við nútímann og þegar fyrsti hestvagninn sást í Mosfellssveit á ofanverðri 19. öld töldu menn að eigandinn væri genginn af göflunum!

Mosfellsbær

Mosfellsbær – útivistarkort.

Kringum aldamótin 1900 varð félagsleg vakning í Mosfellssveit, ýmis félög voru stofnuð, til dæmis lestrarfélag, kvenfélag og ungmennafélag. Smám saman urðu atvinnumálin einnig fjölbreyttari: Ullarverksmiðjan á Álafossi tók til starfa árið 1896 og fyrsta gróðurhús landsins var byggt á Reykjum árið 1923. Mikinn jarðhita er að finna í Reykjahverfi og Mosfellsdal og vagga íslenskrar ylræktar stóð í Mosfellssveit.

Mosfellsbær

Mosfellsbær.

Mosfellssveit og þegar þeim lauk voru yfirgefnir hermannabraggar meðal annars nýttir undir starfsemi Reykjalundar sem tók þá til starfa.
Allt frá stríðslokum hefur verið mikil fólksfjölgun í sveitarfélaginu, fyrsta stóra stökkið í þeim efnum varð á 8. áratugnum og nú búa meira en átta þúsund manns í sveitinni milli fellanna þar sem fjölbreytt náttúra og áhugaverð saga haldast í hendur.

Fræðsluskiltin 19 við stikaðar gönguleiðir eru:

1. Hamrahlíð

Mosfellsbær

Hamrahlíð.

Undir norðanverðu Úlfarsfelli er skógræktar- og útivistarsvæðið Hamrahlíð en samnefnt kotbýli stóð skammt héðan, norðan Vesturlandsvegar. Býlið fór í eyði nálægt aldamótunum 1900 en enn má sjá rústir þess.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Hamrahlíð.

Upphaf skógræktar í Hamrahlíð má rekja til fyrri hluta 20. aldar þegar Ungmennafélagið Afturelding hóf gróðursetningu á þessum slóðum. UMFA sinnti skógræktarmálum í Mosfellssveit fram yfir miðja öldina en þar kom að Skógræktarfélag Mosfellshrepps var stofnað, í Hlégarði 20. maí 1955. Stofnfélagar voru 88 talsins og var Guðjón Hjartarson (1927-1992) á Álafossi kjörinn fyrsti formaður félagsins.
Hamrahlíð er úr landi Blikastaða og árið 1957 gerði Skógræktarfélagið leigusamning við landeigendur og hóf þar skógrækt með skipulögðum hætti.
Fyrst var plantað þar birki, sitkagreni og rauðgreni. Næstu áratugina gróðursetti Skógræktarfélagið trjáplöntur í Hamrahlíð af miklu kappi og á heiðurinn að þessu blómlega skóglendi. Frá árinu 1983 hefur félagið verið með jólatrjáasölu í Hamrahlíð.
Hamrahlíðarsvæðið er 42,6 ha að stærð. Gegnum það liggur malbikaður stígur sem tengir saman Reykjavík og Mosfellsbæ og héðan liggja tvær göngu- leiðir á Úlfarsfell, alla leið á tindinn Stórahnjúk sem rís 295 metra yfir sjávarmál. Sú gönguferð tekur um 1,5 klst., fram og til baka, hækkun er 195 m en vegalengdin 4,6 km.

2. Hernámsárin

Mosfellsbær

Hernámið.

Hinn 10. maí 1940 steig breskt hernámslið á land í Reykjavík og tók fljótlega að hreiðra um sig í Mosfellssveit, í tjöldum og síðan bröggum.
Umsvif hernámsliðsins gjörbreytti ásýnd sveitarinnar og mannfjöldinn margfaldaðist; ári síðar kom bandarískt herlið til sögunnar og leysti það breska af hólmi.
Braggahverfi, svonefndir kampar, risu víða í Mosfellssveit og hlutu erlend nöfn, til dæmis Whitehorse, Victoria Park og McArthur.

Mosfellsbær

Hernámið.

Flestir kamparnir voru í námunda við Varmá og í sunnanverðri sveitinni, meðal annars í grennd við Hafravatn og Geitháls.
Norðvestan við Hafravatn stóð kampurinn Jeffersonville. Þar var meðal annars bakarí og ekið með framleiðsluna í önnur braggahverfi en einnig voru hér skotfæra- og birgðageymslur svo og bílaverkstæði.
Braggabyggðin við Hafravatn er horfin en enn má sjá marga húsgrunna á þessum slóðum sem vitna um mannlíf undir bogalaga bárujárni á liðinni öld.

3. Seljadalsá og Lestrarfélagið

Mosfellsbær

Seljadalsá – skilti.

Seljadalsá á upptök sín undir sunnanverðu Grímannsfelli, liðast eftir endilöngum Seljadal og fellur í Hafravatn. Hér undir hamrinum dró til tíðinda hinn 8. ágúst 1890 þegar 19 Mosfellingar komu saman og stofnuðu Lestrarfélag Lágafellssóknar. Þá var ekkert félagsheimili í Mosfellssveit svo ekki var um annað að ræða en að halda stofnfundinn úti í guðsgrænni náttúrunni.

Lágafell

Lágafell um 1900.

Í lögum Lestrarfélagsins sagði að tilgangur þess væri „ … að styrkja félagsmenn sína í að afla sér sem mestrar fræðilegrar þekkingar eftir því sem félagið hefir föng á og yfirhöfuð að vinna að uppfræðing þeirra og menningu, þjóðfélaginu til eflingar.“
Lestrarfélagið starfaði af miklum þrótti fram eftir 20. öld. Það sinnti bókaútlánum, gaf út farandblaðið Umfara um skeið, byggði félagsheimili að Lágafelli árið 1898 og beitti sér fyrir ýmsum framfaramálum, til dæmis stofnun dýraverndarfélags og bindindisstúku.

4. Hafravatnsrétt

Mosfellsbær

Hafravatnsrétt.

Um aldamótin 1900 voru hátt í tvö þúsund fjár í Mosfellshreppi.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Hafravatnsrétt.

Afréttur Mosfellinga og Seltirninga var á Mosfellsheiði og því þörf á stórri skilarétt í hreppnum. Þá hafði lögrétt sveitarinnar verið í Árnakrók við Selvatn um 20 ára skeið, hún þótti vera of sunnarlega í sveitinni og voru tilnefndir „réttarstæðis- leitarnefndarmenn“ til að finna nýtt og hentugt réttarstæði.
Hinni nýju skilarétt var valinn staður við austurhluta Hafravatns. Verkstjóri á Úlfarsfelli stjórnaði byggingu hennar en hann var þá helsti grjóthleðslumeistari sveitarinnar. Fyrst var réttað í Hafravatnsrétt árið 1902 og var hún lögrétt Mosfellinga um 80 ára skeið. Fram eftir 20. öld voru réttirnar eitt helsta mannamót ársins í sveitinni og þangað flykktust ungir sem aldnir á hverju hausti. Veitingar voru seldar í tjöldum og um langt skeið annaðist Kvenfélag Lágafellssóknar kaffiveitingar í bragga sem stóð sunnan við réttina.
En nú er hún Snorrabúð stekkur og grjóthlaðnir réttarveggirnir mega muna fífil sinn fegri. Hafravatnsrétt var friðlýst árið 1988.

5. Gullið við Seljadalsá

Mosfellsbær

Gullnáman.

Snemma á 20. öld var þetta landsvæði vettvangur mikilla framkvæmda. Þá höfðu rannsóknir sýnt að kvars með gulli var að finna í jarðlögum beggja vegna Seljadalsár og árið 1908 hófst hér námugröftur en gullgrafararnir höfðu ekki erindi sem erfiði.

Þormóðsdalur

Þormóðsdalur – skilti.

Þremur árum síðar tók erlent fyrirtæki námuna á leigu, einkum fyrir tilstilli Einars Benediktssonar skálds (1864-1940) sem átti eftir að koma mikið við sögu gull- leitarinnar við ána. Um skeið voru hér mikil umsvif; djúp hola var grafin í bergið og þiljuð innan með timbri. Jarðvegurinn var hífður upp úr námugöngunum en vatni dælt í burtu. Um skeið var unnið dag og nótt og bjuggu starfsmennirnir í húsi sem reist var á staðnum.
ÞormóðsdalurÍ fyrri heimstyrjöldinni 1914-1918 varð hlé á gullleitinni en á 3. áratugnum tóku hjólin að snúast á ný undir stjórn Þjóðverja sem stofnuðu hlutafélagið Arcturus til að sinna námugreftrinum. Þegar mest var unnu hér 20-30 manns, inn í bergið voru sprengd 60 metra löng göng sem lágu tíu metra undir yfirborð jarðar.
Til að gera langa sögu stutta svaraði gullgröfturinn við Seljadalsá ekki kostnaði og var honum sjálfhætt þótt enn á ný hafi verið gerðar hér rannsóknir er nær dró aldamótunum 2000. Nú er fátt á þessum slóðum sem minnir á námugröft og göngunum hefur verið lokað.

6. Seljadalur og Kambsrétt

Mosfellsbær

Kambsrétt.

Seljadalur er grösugur dalur sunnan við Grímannsfell, innst í honum er svipmikið gil, sem heitir Hrafnagil, en þar fyrir austan tekur við Innri-Seljadalur. Í Seljadal eru góðir bithagar fyrir sauðfé enda var fé haft þar í seli á fyrri tíð, líkt og nafnið gefur til kynna.

Mosfellsbær

Seljadalur – Kambsrétt.

Frá örófi alda lá þjóðleið til Þingvalla í gegnum Seljadal. Þegar Kristján konungur níundi sótti íslenska þegna sína heim árið 1874 reið hann í gegnum dalinn ásamt fríðu föruneyti. Konunglegt náðhús var haft meðferðis og meðal annars sett upp í Innri-Seljadal þar sem síðar var nefnt Kamarsflöt.
Fremst í dalnum stóð Kambsrétt og á 80 metra kafla hefur vegurinn verið hellulagður. Rústir réttarinnar eru beggja vegna vegarins en hóllinn fyrir ofan heitir Kambhóll. Réttin lá í stefnunni austur-vestur, hún var 19×25 metrar að stærð og skiptist í fjögur hólf. Kambsrétt var skilarétt Mosfellinga og Seltirninga fram á síðari hluta 19. aldar og var iðulega réttað þar á miðvikudegi í 22. viku sumars. Seint á 19. öld var skilaréttin flutt í Árnakrók við Selvatn og í byrjun 20. aldar var ný fjárrétt reist við Hafravatn.

7. Nessel

Mosfellsbær

Nessel.

Hér má sjá rústir Nessels sem tilheyrði bújörðinni Nesi á Seltjarnarnesi. Getið er um selið í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá öndverðri 18. öld en þar segir: „Selstaða er jörðinni eignuð þar sem heitir Nesssel í Seljadal undir Grímafelli [Grímannsfelli], og hefur um lánga stund ekki brúkuð verið …“

Nessel

Nessel – uppdráttur ÓSÁ.

Selstaða tíðkaðist um aldir á Íslandi. Selin voru byggð upp til fjalla og þangað var farið með ærnar á sumrin og stundum einnig kýr. Í seljunum voru unnar mjólkurafurðir, bæði smjör og skyr, undir stjórn selmatseljunnar sem hafði oft unglinga sér til aðstoðar. Smalarnir þurftu að gæta ánna nótt sem nýtan dag og reka þær heim í selið til mjalta á hverjum degi. Þessi búskapur lagðist niður á 19. öld en seljarústir má finna allvíða í Mosfellsbæ.

Mosfellsbær

Nessel – skilti.

Nessel er 4×6 metrar að stærð og snýr í norður-suður. Veggirnir eru um 50-100 cm breiðir og 30-80 cm háir. Austasti hlutinn var stekkur þar sem ærnar voru mjólkaðar. Nesselsá fellur hjá garði og sameinast Seljadalsá.
Spölkorn héðan má sjá leifar af lítilli vatnsvirkjun í Nesselsá. Hún er frá því um 1970 en þá gerði Mosfellshreppur könnun á því að leiða kalt vatn úr Seljadal niður í byggðarkjarna sveitarinnar. Vegalengdin reyndist of löng til að hugmynd þessi yrði að veruleika.

8. Bjarnarvatn

Mosfellsbær

Bjarnarvatn.

Bjarnarvatn er lítið og grunnt stöðuvatn í 259 metra hæð yfir sjávarmáli. Varmá fellur úr vatninu og til sjávar í Leiruvogi. Hér til vinstri eru leifar af stíflu sem byggð var á fyrri hluta 20. aldar í tengslum við ullarvinnslu á Álafossi. Bjarnarvatn átti þá að vera uppistöðulón fyrir Varmá en stíflugerðin skilaði ekki tilætluðu hlutverki sínu.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Bjarnarvatn.

Varðveist hefur frásögn af nykri í Bjarnarvatni en nykur er vatnaskrímsli í hestslíki, oft grátt að lit. Hófar dýrsins snúa öfugt og hófskeggið fram. Nykur reynir að lokka menn til að setjast á bak sér og festast þeir þá við dýrið sem hleypur umsvifalaust í vatnið og þarf þá ekki að spyrja að leikslokum.
Um 1930 kvaðst sauðamaður frá Suður-Reykjum hafa komist í tæri við nykurinn í Bjarnarvatni og lýsti viðureigninni á þessa leið: „Tók ég snærishönk upp úr vasa mínum og hugðist ná hestinum strax en það vafðist eitthvað fyrir mér og barst nú leikurinn heim undir fjárhús. Lagði ég nú allt kapp á að ná Grána og tókst það og bjó ég mig undir að bregða bandinu upp í hestinn en fékk þá nokkra bakþanka. Skoðaði ég hestinn nánar, og sá þá að hófarnir snéru öfugt. Hafði ég nú snögg viðbrögð; sleppti tökum og forðaði mér, því nykrar hafa þá ónáttúru að ef maður sest á bak límist maður við bakið og skepnan stormar beint í vatnið sitt og heimkynni með manninn á baki og eru það hans endalok.“

9. Beitarhús

Mosfellsbær

Beitarhús – skilti.

Hér má sjá rústir beitarhúsa sem voru í eigu bóndans á Suður-Reykjum. Beitarhús voru fjárhús fjarri heimatúnum og tók staðsetning þeirra mið af því að hægt væri að nýta úthaga að haust- og vetrarlagi. Smalinn hélt fénu á beit á daginn og ef jörð var hulin snjó var honum rutt á brott með svonefndri varreku sem var járnvarin tréskófla.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – beitarhús.

Í slæmum veðrum var féð hýst í beitarhúsunum og því gefið hey. Þessi beitarhús voru byggð upp af tveimur samhliða, jafnlöngum en misbreiðum húsum sem snúa norðvestur-suðaustur og var gengið inn í þau að norðvestanverðu.
Húsin voru um átta metrar að lengd en 3,5 m og 2,5 m að breidd. Veggirnir eru 1,5 – 2 m að þykkt neðst og 80 cm að hæð þar sem þá ber hæst. Að baki húsanna er heytóft, um 2×6 m að ummáli.
Víða um land má sjá rústir beitarhúsa sem voru oft nálægt ströndinni svo hægt væri að nýta fjörubeit. Annars staðar, líkt og hér, voru beitarhúsin upp til fjalla þar sem nægilegt graslendi var í grennd. Beitarhús voru nýtt fram á 20. öld; þessi hús voru aflögð um 1910-1915 og síðast notuð af bóndanum á Reykjahvoli.

10. Einbúi

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Einbúi.

Grjóthóllinn Einbúi er efst á Reykjafelli (Reykjafjalli) en það rís 268 metra yfir sjávarmál. Hinn 16. febrúar 1944 fórust tvær bandarískar herflugvélar af gerðinni P-40 K á fjallinu. Önnur vélin brotlenti ofan við Reyki og flugmaðurinn, William L. Heidenreich, fórst.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Einbúi.

Hin vélin hrapaði til jarðar hér við Einbúa, í svonefndu Einbúasundi, og mátti lengi finna þar leifar af flakinu. Flugmaðurinn, Nicholas Stam (1918-2009), bjargaðist í fallhlíf og var borinn heim að bænum Helgadal í sunnanverðum Mosfellsdal þar sem hlúð var að honum.
Á sínum tíma fengust litlar upplýsingar um slysið og margir töldu að vélarnar hefðu rekist saman. Skýrslur flughersins sanna að svo var ekki heldur urðu veðuraðstæður orsök slyssins eins og Stam staðfesti í bréfi árið 2001: „Veðrið var slæmt og ég tel að þrumuveður hafi valdið því að vélarnar hröpuðu. Ég missti stjórn á flugvélinni og William lenti einnig í hremmingum á sinni vél. Honum tókst ekki að komast í fallhlíf í tæka tíð.“

11. Jarðfræði við Varmá

Varmá

Álafoss í Varmá.

Landslagið við Varmá er mótað af ísaldarjöklinum en rof af völdum vatns og vinda hefur einnig haft sín áhrif á það. Gott dæmi um rof af völdum vatns er gilið hér fyrir neðan sem áin hefur grafið niður í bergið. Þegar ný jarðskorpa verður til í gosbeltinu gliðnar landið og jarðskorpuflekana rekur til beggja hliða. Við gliðnunina verða til misgengissprungur sem liggja samsíða gosbeltinu, NA-SV. Slík misgengi eru víða í gilinu og fellur fossinn fram af slíkri misgengisbrún. Misgengissprungurnar í gilinu tengjast að hluta virku eldstöðvakerfi í Krýsuvík.
Í gilinu má greina mismunandi berglög og forvitnilega jarðsögu.

Mosfellsbær

Álafoss í Varmá – skilti.

Þar sést vel hvernig jarðlögum hallar um 19° inn til landsins vegna fergingar af völdum yngri jarðlaga í gosbeltinu. Neðst í gilinu er dökkleitt móberg sem myndaðist við eldgos undir jökli; þar ofan á kemur þunnt, ljóst hraunlag úr basalti frá hlýskeiði á ísöld og ofan á því situr jökulberg, hörðnuð jökulurð með samanlímdum ávölum setkornum af ýmsum stærðum. Jarðlögin vitna um tvö jökulskeið og eitt hlýskeið á milli þeirra. Móbergið er fínkornótt og skorið af berggöngum sem eru kólnaðar aðfærsluæðar kviku.

Álafoss

Álafossverksmiðjan um 1920. Fremst á myndinni er gripahús, en búrekstur var lengi stundaður á Álafossi jafnhliða verksmiðjurekstrinum. Fjær er verksmiðjuhúsið, sem reist var árið 1896 og stendur enn. Greinilega má sjá rörið, sem liggur frá stíflunni niður í verksmiðjuhúsið, en vatnsaflið var notað við ullarvinnsluna. Fólk er á ferli í kringum Álafosslaugina, en í fjarska má greina fjallsnípuna Reykjaborg, en skammt þaðan á Varmá upptök sín.

Hin gjöfulu jarðhitasvæði í Mosfellssveit sækja varmann í slík innskot sem ennþá eru heit. Virkar sprungur frá Krýsuvíkureldstöðinni liggja um svæðið og því nær grunnvatn að leika um bergið og hitna. Heita vatnið leysir upp ýmis efni úr berginu og þegar vatnið kólnar falla þessi efni út og mynda steindir í holrýmum bergsins, svonefndar holufyllingar. Steindirnar í gilinu eru einkum kabasít og thomsonít.
Jarðlögin vitna um veðurfarssögu sem hófst fyrir 2-3 milljónum ára þegar ísaldarjöklar tóku að hylja landið og móbergslög hlóðust upp undir jökulfarginu. Þegar jökulhellan hopaði rann hraun yfir móbergið en síðan skreið jökullinn fram, heflaði af jarðlagastaflanum og skildi eftir sig grjótmulning ofan á hraunlaginu. Í tímans rás hefur þessi mulningur límst saman og myndað setberg sem einnig er nefnt jökulberg.

12. Suður-Reykir

Mosfellsbær

Suður-Reykir – skilti.

Suður-Reykir, einnig nefndir Reykir, er gömul bújörð í Reykjahverfi og ein af stærri jörðum sveitarfélagsins. Heimildir eru um kirkju á Reykjum frá 12. til 18. aldar og í kaþólskum sið var Reykjakirkja helguð Snemma á 20. öld komust Reykir í eigu Guðmundar Jónssonar frumkvæði var lítið gróðurhús reist í landi Reykja árið 1923, það fyrsta á Íslandi. Þar með hófst nýtt skeið í íslenskri landbúnaðar- sögu, gróðurhús voru byggð í Reykjahverfi og Mosfellsdal og með sanni má segja að vagga íslenskrar ylræktar hafi staðið í Mosfellssveit.

Suður-Reykir

Suður-Reykir.

Nú er stunduð alifuglarækt á Reykjum en hluti jarðarinnar er kominn undir þéttbýli. Landamerki Reykja í norðri voru við Skammadalslæk og sunnan lækjarins reis vistheimilið á Reykjalundi fyrir miðja síðustu öld.

13. Stekkjargil

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Stekkjargil.

Í Stekkjargili eru margar tegundir plantna. Hér fyrir neðan eru myndir af nokkrum plöntutegundum sem finna má í gilinu. Gáðu hvort þú finnur þessa fulltrúa íslenskrar náttúru, sem saman mynda eina heild, á göngu þinni og leggðu útlit jurtarinnar, ilm og viðkomu á minnið. Þá hefur þú örugglega gaman af að finna tegundina aftur og þekkja í næstu gönguferð um náttúru landsins.

14. Stekkur

Mosfellsbær

Í stekknum.

Við erum stödd neðan við Stekkjargil í austanverðu Helgafelli og grjóthóllinn sem blasir við okkur heitir Stórhóll. Gilið dregur nafn sitt af fjárstekk frá bænum Helgafelli og má sjá rústir hans hér undir brekkunni. Stekkur er lítil fjárrétt, notaður til að mjalta ær og var þessi stekkur sennilega nýttur fram yfir aldamótin 1900 en var þá stækkaður og breytt í fjárhús eða beitarhús.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Stekkjargil.

Í Stekkjargili eru ágætir bithagar en gróðurfar í Mosfellssveit mótast af landslagi og hæð yfir sjávarmáli. Efst eru fellin gróðursnauð en gróðurþekjan þéttist þegar neðar dregur, líkt og hér í Stekkjargili.
Jarðvegurinn í Mosfellsbæ er víða frjór og lífrænn og reyndist hentugur til mótekju en mór er jurtaleifar sem var áður fyrr notaður til húshitunar og eldamennsku. Mógrafir voru allvíða í sveitarfélaginu, meðal annars í Stekkjarmýri sunnan við Stekkjargil.

15. Helgafell

Mosfellsbær

Helgafell.

Helgafell rís 216 metra yfir sjávarmáli og þeir sem ganga á fjallið verða verðlaunaðir með góðu útsýni yfir Mosfellsbæ og Sundin blá. Efst á fellinu má sjá rústir af varðbyrgi frá hernámsárunum og vestan fjallsins eru leifar fjöruborðs, í 55 metra hæð yfir sjávarmáli, sem skýrist af því að eftir að ísaldarjökullinn tók að hopa fyrir um 10.000 árum gekk sjór inn á láglendið í Mosfellssveit.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Helgafell.

Algengasta gönguleiðin á Helgafell hefst á svonefndum Ásum við Þingvallaveg. Leiðin liggur framhjá tveimur steyptum vatnstönkum frá hernámsárunum sem voru notaðir til að miðla köldu vatni í stórt sjúkrahúshverfi sem reis á Ásunum og nefnt var Helgafell Hospital. Göngusneiðingur liggur upp fjallið að vestanverðu og þar sem lagt er á brattann er smálaut sem er leifar af lítilli gullnámu frá því snemma á 20. öld. Forsaga málsins er sú að skömmu eftir aldamótin 1900 tóku menn að gera sér vonir um að finna gull í Mosfellssveit, einkum við Seljadalsá í suðurhluta sveitarinnar. Þegar bóndinn á Reykjum auglýsti jörð sína til sölu árið 1911 skrifaði hann í blaðaauglýsingu: „Reykjaland liggur meðfram Þormóðsdals landareign að norðan, og stefnir gullæðin þar á það mitt. Líka kvað hafa fundist gull í næstu landareign að norðan í líkri stefnu (Helgafelli).“ Engar frekari sögur fara af gullinu í Helgafelli.

16. Bringur

Mosfellsbær

Bringur – skilti.

Bringur eru eyðibýli efst í Mosfellsdal, norðan Grímannsfells, og fellur Kaldakvísl hjá garði.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Bringur; uppdráttur ÓSÁ.

Bærinn var byggður sem nýbýli úr landi Mosfells árið 1856 og fyrsti ábúandinn hét Jóhannes Jónsson Lund vermenn úr Laugardal og Biskupstungum björguðust þangað við illan leik eftir miklar hrakningar á Mosfellsheiði. Sex félagar þeirra urðu úti á heiðinni og voru jarðsettir í Mosfellskirkjugarði.
Bringur þótti ágæt sauðfjárjörð og þaðan var stutt í afréttarlandið á Mosfellsheiði. Hinsvegar voru heimatúnin ekki víðfeðm og þess vegna sóttu Bringnabændur stundum í slægjuland lengra inni á heiðinni.
Greiðfær akleið liggur frá Þingvallavegi, ofan við Gljúfrastein, að túnfætinum í Bringum. Enn má sjá leifar af útihúsum á heimatúninu og niður við Köldukvísl er mikill yndisreitur sem heitir Helguhvammur. Þar er fallegur foss í ánni sem heitir Helgufoss.

17. Gljúfrasteinn

Mosfellsbær

Gljúfrasteinn.

Gljúfrasteinn er byggður úr landi jarðarinnar Laxness árið 1945.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Gljúfrasteinn.

Arkitekt hússins var Ágúst Pálsson (1893-1967) en Auður Laxnes (f. 1918) segir svo frá byggingunni í ævisögu sinni: „Á Þjóðhátíðardaginn 17. júní 1945, kom ég mér vel fyrir í sólskininu á svölum Landspítalans, og vélritaði samning um byggingu Gljúfrasteins, og dagana á eftir var hafist handa. Fyrstu merki þess að framkvæmdir væru hafnar, var sími festur uppá steini hér úti á hól, og breiddur yfir hann segldúkur á kvöldin. Þá var fátt um byggingarefni, og þurfti að hringja í ýmsar áttir og tína það saman héðan og þaðan af landinu.“
ár og gengu um leið í hjónaband. Þótt Gljúfrasteinn væri í þjóðbraut var Mosfellsdalur stundum einangraður að vetrarlagi; til Reykjavíkur lá óupplýstur malarvegur sem gat lokast vegna veðurs og ófærðar. Auk þess var þá engin verslun í Mosfellssveit eins og fram kemur í endurminningum Auðar: „Á þessum árum var ekkert í kringum Brúarland, þar sem nú er næstum risin borg; engin verslun fyrr en í Reykjavík. Ég keypti mjólk á bæjunum og við fórum eftir rjóma tuttugu og sjö kílómetra, austur að Kárastöðum.“

Laxness

Auður og Halldór Laxness.

Á Gljúfrasteini skópu Halldór og Auður mikið menningarheimili, þar var mjög gestkvæmt og tíðkaðist að erlendir þjóðhöfðingjar sæktu þau heim á leið sinni til Þingvalla. Nú er Gljúfrasteinn í eigu íslenska ríkisins og húsið var opnað sem safn fyrir almenning í september árið 2004.

18. Guddulaug

Mosfellsbær

Guddulaug-skilti.

Guddulaug er kaldavermsl skammt frá Laxnesi og gefur af sér um 10 sekúndulítra af 4 gráðu heitu vatni. Um 1980 var laugin virkjuð af Mosfellshreppi en nú á dögum er vatnið úr henni sjaldan notað fyrir vatnsveitukerfi bæjarins.
Halldór Laxness lýsti Guddulaug árið 1975 í endurminningarsögunni Í túninu heima og gerði hana að himneskum heilsubrunni. Hann skrifar: „Í dalnum trúðu allir á þessa lind; einlægt ef einhver var hættulega sjúkur var sótt vatn í þessa lind. Faðir minn trúði á þess lind. Ég trúi líka á þessa lind. Þegar faðir minn var hætt kominn í lúngnabólgu í fyrra sinnið var ég látinn sækja vatn handa honum í þessa lind tvisvar á dag og honum batnaði. Þegar hann fékk lúngnabólgu næst, átta árum síðar, þá var ég í bænum að láta prenta Barn náttúrunnar og einginn til að sækja honum vatn í þessa lind og hann dó …“

Guddulaug

Guddulaug.

Þessi lýsing Halldórs varð til þess að á undanförnum árum hefur fjöldi ferðamanna gengið að Guddulaug til að bergja á hinu heilnæma vatni. Sá er þó galli á gjöf Njarðar að þegar uppsprettan var virkjuð var henni spillt þannig að vatnið rennur nú úr sveru plaströri. Tveir steyptir brunnar með kranabúnaði komu í stað Guddulaugar en hugmyndir hafa verið á lofti að færa lindina í upprunalegt horf.
Auðvelt er að komast að Guddulaug. Hægt er að leggja bifreiðum á bílastæði Bakkakotsvallar og halda síðan að lauginni eftir göngustíg austan við golfvöllinn. Sú vegalengd er aðeins nokkur hundruð metrar.

19. Mosfell

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Mosfell.

Mosfell rís 276 metra yfir sjávarmáli. Það er myndað úr móbergi við gos undir jökli fyrir nokkrum þúsundum ára en önnur fjöll sveitarinnar eru hinsvegar úr mismunandi hraunlögum.

Bærinn Mosfell er nefndur í íslenskum fornritum, meðal annars í Egilssögu. Þar dvaldi Egill Skallagrímsson síðustu árin, þar faldi hann silfursjóð sinn og fékk þar sína hinstu hvílu: „Bein Egils voru lögð niður í utanverðum kirkjugarði að Mosfelli,“ segir í Eglu.
Á Mosfelli var fyrst byggð kirkja á 12. öld en mestum deilum olli kirkja sú sem jafnað var við jörðu á ofanverðri 19. öld og greint er frá í Innansveitarkroniku eftir Halldór Laxness. Eftir niðurrif kirkjunnar var ekkert guðshús á Mosfelli fyrr en árið 1965 en þá var Mosfellskirkja hina nýja vígð. Arkitekt hennar Á Mosfelli eru þrír minnisvarðar: brjóstmynd af Ólafíu starfaði mikið að framfara- og mannúðarmálum, bæði á Íslandi og í Noregi. Þá er minnisvarði um séra Magnús Grímsson 1860) sem var prestur á Mosfelli fimm síðustu æviár sín. Hann beitti sér fyrir söfnun íslenskra þjóðsagna og ævintýra ásamt Jóni Árnasyni við Mosfellskirkju, en samkvæmt erfðaskrá Stefáns skyldi nota allar eigur hans til að byggja nýja kirkju á Mosfelli.

Minna-Mosfellssel

Minna-Mosfellssel – uppdráttur ÓSÁ.

Gönguleið liggur frá Mosfellskirkju til fjalls, framhjá klettinum Diski, sem dregur nafn sitt af því að hann er flatur að ofan, og síðan á fjallstindinn þar sem sjá má leifar af varðbyrgi úr seinni heimsstyrjöld. Þaðan er hægt að ganga niður að bænum Hrísbrú þar sem kirkja, kirkjugarður og skálabær frá miðöldum hafa verið grafin úr jörðu. Frá Hrísbrú liggur leiðin aftur að Mosfelli þar sem hringnum er lokað. Gönguferðin tekur um 1½ klukkustund.

Auk framangreinds er að finna fleiri upplýsinga- og fræðsluskilti víðs vegar við gönguleiðir Mosfellsbæjar.

Heimild:
-Tómas G. Gíslason, Umhverfisstjóri – Umhverfissvið Mosfellsbæjar.

Mosfellsbær

Gönguleiðir í Mosfellsbæ og nágrenni.

Skagagarður
Fáum mun kunnugt um Skagagarðinn sem forðum lá frá túngarðinum á Kirkjubóli norður í túngarðinn á Útskálum. Engu að síður er hér um að ræða einhverjar merkustu fornminjar landsins og gefa okkur vísbendingar um löngu horfna starfshætti.

Garður

Skagagarðurinn.

Skagagarðurinn mun hafa verið um 1500 metra langur og var fyrr á öldum um einn og hálfur metri á hæð og afar þykkur. Í tímans rás hefur hann hins vegar flast út og fengið ávalan svip.
Lengi ver var talið að garðurinn væri frá 13. og 14. öld, en fyrstu ritheimildir um hann eru frá árinu 1528. Rannsóknir jarðfræðinga hafa þó leitt í ljós að garðurinn hefur varla verið hlaðinn síðar en á 10. öld.
Garðinum hefur sennilega verið ætlað að halda sauðfé frá kornökrum á norðanverðum skaganum, en örnefni og fornar akurreinar benda til umfangsmikillar akuryrkju á Suðurnesjum fyrr á öldum.
Ljóst er að garðurinn hefur girt með öllu fyrir skagann. Því við báða enda hans tóku við miklir túngarðar, en samkvæmt lögum íslenska þjóðveldisins var hver maður skyldugur til að verja vikum á ári til garðhleðslu.

-Stefán Pálsson – sagnfræðingur v/HÍ.

Garður

Garður.