Þórsvagninn við Straum

Fyrir utan fyrrum Listamiðstöðina í Straumi stendur myndarlegt listaverk úr ryðfríu stáli; Þórsvagninn. Höfundurinn er Haukur Halldórsson, en hann fagnaði sjötugsafmæli sínu fyrir stuttu.
ListaverkiðÍ Straumi er nú í gangi þróun og vinnsla geysimikilla hugmynda um heim goðafræðinnar, s.s. bygging módels af EDDUGARÐINUM, möglegum fróðleiks- og skemmtigarði sem byggir á goðafræði. Af af yrði þyrfti garðurinn aðstöðu á ca. 1200x1200m landssvæði.
Listaverkið utan við Straum er hugsað sem kynning á Goðheimum, safninu og starfseminni, sem er öllum opin.
Að sögn Friðriks Brekkans, upplýsingafulltrúa, er meiningin að fá leyfi til að setja verkið upp á hæð á milli þjóðvegarins og hússins. Væri verið að vinna í því máli. Listaverkið muni sóma sér vel þar og verða landinu góð auglýsing.
Höfundurinn, Haukur Halldórsson, sýndi FERLIR aðstöðuna í Straumi sem og aðdragandann að listaverkinu. Hann hannaði það smátt í tré, síðan var gert járneintak, það síðan stækkað og útfært uns verkið spratt fullspakað upp í fulla stærð. Hugmyndin er að það fái sess á hraunhæð skammt suðvestan við afleggjarann að Straumi, ofan við Straumsréttina norðan Brunntjarnar. Þar á vagninn, með þrumuguðinum Þór og geithöfrunum tveimur, að trjóna líkt og ferðast væri um himinhvolfið.
Vegna þess að listaverkið er úr spegilsléttu stáli tekur það til sín öll litbrigði veðrahvolfanna.

Þórsvagn

Þórsvagninn.