Reykjanes – hringferð

Grindavík
Hér á eftir eru upplýsingar um ýmislegt það er fyrir augu ber þegar farið er í u.þ.b. 5 klst hringökuferð um Reykjanesið. Leiðarhlutunum er skipt í 19 kafla (1-19). Í þessu tilviki er byrjað í Keflavík, en í rauninni má hefja ferðina hvar sem er. Þótt hér séu tekin saman ýmis atriði til fróðleiks, eru þau engan vegin tæmandi. Góður leiðsögumaður gæti t.d. bætt ýmsu við ef hann væri með í för.
Ljóst er að náttúrufegurð og menningarsaga Reykjanessins hefur verið vanmetin í gegnum tíðina. Nú er komið að því að breyta um betur og auðvelda áhugasömu fóki að tileinka sér svæðið með lítilli fyrirhöfn, en til mikillar ánægju.
Áður en lagt er af stað skal a.m.k. hafa tvennt í huga:

A. Jarðfræði
Reykjanesið er stórmerkilegur staður frá jarðfræðilegu sjónarmiði, myndað á skilum Evrópu og Ameríku þar sem hafsbotnsplöturnar tvær reka sitt í hvora áttina. Þannig stækkar Ísland því meir sem Evrópa og Ameríka fjarlægjast.
Elsti hluti Reykjaness, Rosmhvalanes, er um 200 þúsund ára gamalt. Við lok síðustu ísladar var hér mikil eldgosahrina sem, stóð lengi og má segja að hún sé megin uppistaða landslagsins eins og það er í dag. Þetta eru gos í Sandfellshæð og Þráinsskildi fyrir um 12-13 þúsund árum og í Hrútagjá fyrir um 5-6 þúsund árum. Öll eru þessi hraun vel sýnileg í dag og ná frá Reykjanestá að Hafnarfirði, en eru þó að hluta til hulin hraunum sem runnið hafa í aldanna rás. Eldri hraunin eru mjög sprungin vegna jarðskjálfta og landreks.
Frá landnámi hafa runnið 13 apal- og helluhraun á Reykjanesi og eru þau m.a.: Illahraun við Bláa lónið frá 1226, Arnarseturshraun frá 1226, Eldvarpahraun við Árnastíg frá 1211, Yngra-Stampahraun við Öngulbrjótsnef frá 1211, Ögmundarhraun frá 1151 í Krýsuvíkureldum, Kapelluhraun rann til sjávar við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði árið 1150.
Gígar sem sjá má á Reykjanesi eru dyngjur eins og t.d. Þráinsskjöldur á Strandarheiði, klepra- og/eða gjallgígar eins og við Búrfell við Hafnarfjörð, gjóskugígar eins og Eldvörpin yst á Reykjanesinu og sprengigígar eins og Grænavatn við Krýsuvík.
Miðaldalagið 1226/1227 kom úr eldgosi sem hófst í sjó út af Reykjanestá og spúði það gos mikilli ösku og vikri yfir landið. Askan úr því hefur verið nefnd “Miðaldalagið” en hún var það mikil að vart sást til sólar í heilt ár og var það kallað sandasumar og sandavetur. Það ár drápust 100 naut frá Snora Sturlusyni í Reykholti sem hann hafði í Svignaskarði.
Á Reykjanesi eru fjölmargar gjár og sprungur. Í sumum þeirra vex fallegur gróður, s.s. burknar. Einnig eru hrauntraðir, þar sem hraun hefur runnið í rásum eins og í Brúfellsgjá og Gígnum við Lágafell. Þá ber skaginn ummerki jarpskorpuhreyfinganna þar sem misgegi finnast, t.d. á Haábjalla og Hrafnagjá.

B. Jarðhiti
Reykjanesið er í virku gosbelti og því eru mörg háhitasvæði þar, en þau helstu eru á Reykjanestá, Svartsengi, Trölladyyngju og í Krýsuvík. Helstu einkenni háhitasvæða er fjölbreytni í litum. Leirinn gefur brúnan lit og hvítan, glópagillið virðist dökkblátt, breinnisteinninn fagurgulur og kopasamböndin eru blágræn. Þar eru einnig gufuhverir þars em gufan kemur stundum upp undir þrýsingi í vellandi blágráum leirhverum sem skvetta úr sér leirslettum er gufubórunar springa. Á Reykjanesskaganum hefur sjór síast inn í jarðlögin og hitnað. Heita vatnið í Svartsengi er t.d. 2/3 sjór en yst á Reykjanesi er það eingöngu sjór. Niðri í um 5 km dýpi á þessum slóðum má ætla að fáist um 500°C yfirþrýst gufa í stað 240-340°C sem algengt er í 2 km djúpum holum. Á meira dýpi eykst þannig gufuafl úr 3-4 MW í 40-50 MW.
Ef tilraunadjúpboranir á Reykjanesi fara að óskum gæti það gerbreytt allri orkuvinnlsu hér á landi – og jafnvel víðar í heiminum.

Sjá leiðsagnir um Reykjanes: 1234567891011121314 1516171819.

Reykjanesskagi

Reykjanesskaginn – fyrrum landnám Ingólfs.