Kristján Sæmundsson

Í Morgunblaðinu 2013 er fjallað um stórvirkið “Jarðfræðikort ÍSOR” af Suðvesturhorni Íslands undir fyrirsögninni “Afrakstur rannsókna í áratugi”.

IsorJarðfræði; misgengi, gjár, hverir, lindir og ótalmargar hraunbreiður hafa verið færðar á yfirlitskort. Vísindamenn ÍSOR hafa kannað svæðin ítarlega. Síðan hafa nær sleitulaust verið stundaðar rannsóknir af ýmsu tagi sem fjölmargir vísindamenn hafa komið að. Flestar þessara rannsókna hafa verið í tengslum við virkjanir og hugmyndir þar að lútandi. Kortlagning ÍSORs af jarðfræði landsins er og hefur verið grundvöllur verndar og nýtinga náttúruverðmæta þess.

“Árið 2010 kom hjá ÍSOR fyrsta jarðfræðikortið í kvarðanum 1:100.000 en það var af Suðvesturlandi. Nýverið er hafin vinna við kort af syðri hluta norðurgosbeltisins og vonast er til að það komi út árið 2014.
ÍSOR hefur lagt til að hafist verði handa við alhliða rannsóknir á auðlindum gosbelta landsins, en slíkar rannsóknir eru nauðsynlegar – og grundvöllur þess þegar taka skal ákvörðun um vernd og nýtingu auðlindanna. Reikna má með að átta kort þurfi til þess að ná yfir gosbeltin.

Isor

Jarðfræðikort ISOR af Suðvesturlandi – auglýsing.

Við lítum á það sem samfélagslega skyldu okkar að koma þeirri þekkingu sem vísindamenn okkar afla á form sem nýtist sem flestum til fróðleiks og skemmtunar. Auk þess að vera undirstaða fyrir umhverfismat, skipulag, nýtingu lands og auðlinda eru slík kort fróðleiksnáma fyrir alla þá sem vilja ferðast um landið og fræðast um náttúru þess,“ segir Ingibjörg Kaldal, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum.

„Það er misjafnt eftir svæðum hve langan tíma það tekur að afla gagna fyrir svona kort, segir Ingibjörg Kaldal sem er einn jarðfræðinganna sem unnu kortið. Hinir eru Kristján Sæmundsson, Árni Hjartarson, Magnús Á. Sigurgeirsson, Sigurður G. Kristinsson og Skúli Víkingsson.
ISORIngibjörg nefnir í að í sumar séu liðin 50 ár síðan aðalhöfundur jarðfræðikortsins nýja, Kristján Sæmundsson, kom fyrst á Kröflusvæðið til jarðfræðirannsókna. Síðan hafa nær sleitulaust verið stundaðar þar rannsóknir af ýmsu tagi sem fjölmargir vísindamenn hafa komið að. Flestar þessara rannsókna hafa verið í tengslum við virkjanir og hugmyndir þar að lútandi. Einnig hefur landið verið kannað vegna annarra verkefna eins og vatnsaflsrannsókna og lághitarannsókna. Ingibjörg Kaldal segir þau mál ekki hafa að neinu leyti þrýst á um útgáfu kortsins góða.

Isor

Jarðfræðikort ISOR af Suðvesturlandi.

„Nei, eiginlega ekki. Við rannsóknir vegna virkjanahugmynda á svæðinu hefur orðið til fjöldinn allur af jarðfræðikortum sem eingöngu hafa birst í skýrslum og greinargerðum fyrir verkkaupa ÍSOR og því fáum öðrum aðgengileg,“ segir Ingibjörg. Bætir við að það hafi verið með samþykki verkkaupa rannsókna á þessu svæði sem ákveðið hafi verið að gefa kortið góða út.

Gjávella er nýyrði
Við gerð þessa korts af Norðurgosbeltinu varð til nýyrðið gjávella. Þar sem greið leið er ofan í opnar gjár getur hraun runnið ofan í þær og langa leið eftir þeim neðanjarðar.

Kvikugangur

Gjávella eða kvikugangur.

Hraunið getur jafnvel komið upp um gjá annars staðar í tuga kílómetra fjarlægð og kallast þá gjávella.
„Augu manna opnuðust fyrst fyrir þessu fyrirbæri í Kröflueldum 1975-1984 þar sem menn urðu vitni að því er hraun rann ofan í gjá í 170 m breiðum hraunfossi. Nýyrðið varð þó fyrst til við gerð þessa korts og er Kristján Sæmundsson nýyrðissmiðurinn. Nokkur dæmi er um eldri gjávellur á þessu svæði en þetta fyrirbæri er ekki þekkt í öðrum landshlutum,“ segir Ingibjörg Kaldal. – sbs@mbl.is

Grindavík

Grindavík – jarðfræðikort Jóns Jónssonar. Kort Jóns voru öll unnin “á fæti” fyrir tíma tölva og nákvæmra loftmynda.

OR (Orkuveita Reykjavíkur) birti á sínum tíma áhugavert rit og síst einstök jarðfræðikort Jóns Jónssonar, jarðfræðings, af Reykjanesskaganum. Það var síðan tekið út af vefnum, einhverra hluta vegna. Eitt eintak er til af ritinu í kjallara Þjóðarbókhlöðunnar.
ÍSOR birti síðan á vefsíðu sinni uppdrátt af jarðfræðikorti Suðvesturlands. Kristján Sæmundsson hafði skömmu áður prentað kortið út fyrir FERLIR, sem fylgdi Kristjáni síðan áfram um Reykjanesskagann með nýjum uppgötvunum. Einhverra hluta vegna var vefútgáfa jarðfræðikortsins í framhaldinu fjarlægð og prentaðri útgáfu komið í sölu í allar helstu bókaverslanir. Slíkt getur nú varla talist “fyrir alla þá sem vilja ferðast um landið og fræðast um náttúru þess”.

Segja má að Jón Jónsson hafi verið frumkvöðull að gerð jarðfræðikorta á Reykjanesskaga, Kristján Sæmundsson hafi síðan tekið upp þráðinn og Árni Hjartarson, Magnús Á. Sigurgeirsson, Sigurður G. Kristinsson og Skúli Víkingsson bætt um betur. Af þessu má sjá hversu mannkynið er öflugt í eigin þróun, þrátt fyrir tiltölulega stuttan líftíma hvers og eins, miðað við jarðsöguna.
Öllum þessum fólki ber að þakka fyrir þess frábæra framlag…

Heimild:
-Morgunblaðið 25.04.2013, Afrakstur rannsókna í áratugi, bls. 14.

Kristján Sæmundsson

Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur, með drög að jarðfræðikorti Suðvesturlands í FERLIRsferð undir Festisfjalli/Lyngfelli.