Entries by Ómar

Keflavíkurflugvöllur – Meeks

Friðþór Eydal leiðsagði hópnum um varnarliðssvæði Keflavíkurflugvallar og nágrennis árið 2004. Í maí s.l. (2004) voru liðin 53 ár frá undirritun varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Meðmælendur samningsins segja hann eina mikilvægustu ákvörðun íslenskra stjórnvalda á seinni tímum og eina þá heillavænlegustu. En hún átti sér nokkurn aðdraganda. Alvarleg staða heimsmálanna á seinni hluta síðustu aldar […]

Reykdalsvirkjun – „Köldu ljósin“

Þann 18. desember 2024 var sýningin „Köldu ljósin“ opnuð undir búnni á Lækjargötu við Hörðuvelli í Hafnarfirði. Sýningin var tileinkuð starfi Jóhannesar Reykdal sem sannarlega var einn af þeim sem setti sitt mark á Íslandssöguna og sögu Hafnarfjarðar með skapandi hugsun sinni og framkvæmdagleði. Jóhannes Reykdal var einna þekktastur fyrir að vera frumkvöðull í rafvæðingu […]

Reykjanesbær (Keflavík, Njarvíkur og Hafnir)

Sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir runnu saman í eitt sveitarfélag og nefnast nú einu nafni Reykjanesbær. Byggð í Keflavík og Njarðvík hefur lengi legið saman og voru bæjarmörk ekki ljós, nema tekið væri eftir landamerkjavörðum eða skiltum við vegarbrúnir, sem gáfu þau til kynna. Keflavík Mikil verslun var stunduð í Keflavík sem gerði hana að […]

Hafnarétt

Ekki er minnst á Hafnarétt í örnefnalýsingum, en hún er þó augljós á loftmyndum frá árinu 1954, auk þess sem minjar hennar sjás enn vel í dag norðvestan við Réttargötu í Höfnum. Byggð hefur lagst þétt að réttinni, en þess hefur verið gætt að forða henni frá eyðileggingu. Sjórinn er þó smám saman að eta […]

Folaldadalir – Sköflungur

Gengið var til norðurs norðan Nesjavallavegar skammt fyrir vestan Dyradal vestan Nesjavalla, um Folaldadali og Sköflung. Sköflungur er reyndar gamalt nafn á vegi milli Hafnarfjarðar og Þingvalla (sjá aðra lýsingu). Lagt var í’ann frá veginum skammt ofan við Dyradal, sem fyrr segir. Línuveginum var fylgt til að byrja með þar sem hann liggur í norðaustur […]

Grákolla – Arngrímshellir – þjóðsaga

 Arngrímur hefir maður heitið Bjarnason, Arngrímssonar hins lærða. Skólagenginn var hann, staðarráðsmaður í Skálholti og síðast lögréttumaður. Hann bjó í Krýsivík frá 1717 til dánardægurs, 9. ágúst 1724. Arngrímur frá Læk í Krýsuvík hafði fyrir aldamótin 1700 fé sitt í helli í Klofningum í Krýsuvíkurhrauni. „Vestanundir Krýsuvíkurhrauni er stór hellir, og bezta hagaland í kring, […]

Sagnakvöld III – Sel og selstöður á Vatnsleysustrandarheiði

Eftirfarandi er úr erindi ÓSÁ um sel og selstöður á Vatnsleysustrandarheiði, sem flutt var á Sagnakvöldi í Kálfatjarnarkirkju 19. janúar 2006: „Ætlunin er að reyna að gefa svolitla innsýn í 10 alda sögu seljanna ofan við Kálfatjörn og Ströndina á innan við 20 mínútum. Stikklað verður á stóru. Byggðin á Vatnsleysuströnd var frá upphafi svo […]

Búrfell – Ólafsskarðsvegur – Hlíðarendasel – Geitafell

Genginn var slóði upp á Búrfell í Ölfusi. Þegar upp var komið var gengið inn á þjóðleiðina, sem nú er merkt sem slík um Ólafsskarðsveg vestan fellsins og honum fylgt áleiðis að Geitafelli. Í örnefnaskrá segir hins vegar að „um [Ólafsskarð] liggur Ólafsskarðsvegur, og áfram suður með Bláfjöllum, um Þúfnavelli norðan við Geitafell, niður hjá […]

Maístjarnan – Húshellir – Aðventan

Hríðarbylur var þegar lagt var af stað í fylgd jeppamanna á stórum dekkjum um Djúpavatnsveg að Hrútargjárdyngju. Ætlunin var að skoða Húshelli og Maístjörnuna, tvo af fallegri hellunum hér á landi. Talsverður snjór var á veginum sem og mikill skafrenningur til að byrja með. Reyndar sást enginn vegur. Ekið var þar um sem vegstæðið hafði verið […]

Virkishólar – Virkið – Loftskúti – Grænudalir

Gengið var frá Reykjanesbraut upp að Virkishólum og Grænudölum þar sem Loftskúti var skoðaður. Virkishólarnir sjást vel frá Reykjanesbrautinni skammt ofan við og norðan nýju gatnamótanna að Hvassahrauni. Þeir standa þrír saman og eru áberandi klettahólar með djúpum sprungum þvert og endilangt. Á milli þeirra er jarðfall með fyrirhleðslum, sem nefnist Virkið og var notað […]