Flugvélaflök á Reykjanesskaga – minningarmörk?
Leifar flugvéla frá stríðsárunum má sjá á 33 slysstöðum á Reykjanesskaganum, utan flugvalla. Bæði rákust flugvélarnar á fjöll og brotlentu vegna bilana eða voru skotnar niður. Síðastnefnda hópnum tilheyra leifar tveggja þýskra flugvéla sem hingað hafði verið flogið frá Noregi. Aðrar vélar tilheyrðu bandamönnum. Í raun eru slysstaðirnir minjastaðir um þá er létust á vettvangi. […]
