Entries by Ómar

Hólmur – dys – Litla-Hólmsvör – Prestsvarða – Árnarétt – Ellustekkur

Gengið var um Stóra-Hólm og Litla-Hólm í Leiru, upp á heiðina fyrir ofan Leiru að Prestsvörðunni, sem þar er. Frá henni var haldið vestur fir heiðina ofan við Langholt að Árnarétt, fallegri fjárborg, og síðan gengið til norðurs að Ellustekk. Stóri-Hólmur er fornt höfuðból í Leiru. Talið hefur verið að Steinunn gamla, frændkona Ingólfs Arnarsonar […]

Másbúðir – Nesjar – Lönd – Skinnalón – Bursthús

Másbúðir, Nesjar, Lönd og Bursthús eru jarðir á Miðnesi austan Hvalsness, auk Skinnalóns. Jarðirnar Másbúðir, Nesjar, Lönd, Skinnalón og Bursthús eru vestan Hvalsnesjarðanna í Miðneshreppi. Másbúðir eru á skeri sem hefur brotnað frá landi í langan tíma. Húsið hefur verið mjög stórt, en lengdin mælist um 28 m og breiddin um 18 m. Tóftin hefur […]

Sakna ég úr Selvogi – Jökull Jakobsson

Jökull Jakobsson segist svo frá Selvogi í Fálkanum í nóvembermánuði 1964: „Dálítil þyrping húsa stendur þarna á yztu strönd, þar sem Atlantshafið beljar ár og síð. Hins vegar eru gróðurlitlir melar, holt og heiðaflákar, sandar og hraun unz landið að lokum rífur sig upp úr flatneskjunni og rís upp í fjallshlíð, þar eru útbrunnir gígar […]

Björgin við Seltjörn

Margir, sem leið eiga framhjá Seltjörn á norðurmörkum Grindavíkur, veita eldri grágrýtissteinum athygli þar sem þeir liggja ofan á yngri hraunum. Í fljóti bragði virðist tilurð þeirra stinga í stúf við öll eðlileg lögmál. Jón Jónsson, jarðfræðingur, skrifaði eftirfarandi í Náttúrufræðinginn um grettistök í nútímahraunum og þ.á.m. björgin við Seltjörn: „Allir kannast við hin svo […]

Útskálar – Garðskagi – Hafurbjarnastaðir – Kirkjuból – Sandgerði

Gengið var frá Útskálum um Garðskaga og með Skagagarðinum að Hafurbjarnastöðum, Kirkjubóli og um Flankastaði að Sandgerði. Strönd suðvesturhornsins og Reykjanesskagans er mjög fjölbreytt; sandstrendur, sjávarbjörg, grýttar fjörur eða ýmis konar bergmyndanir í flæðarmálinu. Svæðið hentar því vel til gönguferða og er mátulega langt frá höfuðborginni. Við ströndina er fjölskrúðugt fuglalíf, ekki síst á vorin. […]

Mosaskarðshellir

Fyrir ofan bæinn Herdísarvík er Herdísarvíkurfjall (329 m y.s.), hömrum girt á kafla, en annars staðar hafa hraunfossar fallið fram af því og alla leið til sjávar. Sagt er að hraunið neðan skarðsins, austan Herdísarvíkur, geymi m.a. Breiðabáshelli, sem ná á úr Breiðabás rétt ofan við fjörumörk austan Herdísarvíkur og alla leið upp í mitt […]

Oddshellir

Í Kálffelli var setið yfir sauðum um og eftir aldamótin 1900 og var frægasti sauðamaðurinn þar Oddur Stefánsson frá Grænuborg (d. 1925). Í gíg fellsins eru hlaðnir garðar, aðhald og rétt og við hellisop ofan við gíginn eru einnig hleðslur sem líklega hafa átt að beina fé í skjól ef veður var vont. Tvö fjárskjól […]

Ísólfsskáli – Hraunsnes – Mölvík – Katlahraun – Ketill (Borgir) – Selatangar

Gengið var um Ísólfsskála, frá Skálabót að Gvendarvör skammt austar og mannvirkjunum ofan hennar, að Tröntum og áfram um Hattvík og Kvennagöngubása. Haldið var eftir ruddum slóða út í Hraunsnes og hin merkilegu jarðfræðifyrirbæri skoðuð. Þá var haldið áfram ofan við Veiðibjöllunef, framhjá Mölvik og inn í borgirnar (Ketilinn) áður en komið var að Selatöngum. […]

Grindavík 1950 – G.Þ.

Í Tímanum 1950 fjallar G.Þ. um Grindavík undir fyrirsögninni „Grindavík orðin umsvifamikill útgerðarbær að nýju„: Grindavík orðin umsvifamikill útgerðarbær að nýju“ Í haust getur að líta marga tugi síldarskipa við bryggju í Grindavíkurhópi. Í Grindavík hefir á fáum árum orðið merkileg atvinnuþróun. Fyrir tíu árum var þar aðeins útgerð lítilla trillubáta, vegna slæmra hafnarskilyrða fyrir […]

Hafnarfjarðarvegurinn 1915

Í Vísi 1915 er fjallað um Hafnarfjarðarveginn. Skömmu síðar sama ár skrifar B.B. um veginn. Skrifin eru áhugaverð, einkum í ljósi þess að umræða var þegar orðin um fyrirhugaða sporbraut (járnbraut) milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Byrjað var á járnbrautarsporalagningunni 1918, en frá henni var horfið skömmu síðar, eins og lýst er glögglega annars staðar á […]