Entries by Ómar

Botnadalur – Huldufólkskirkja; skilti

Í Botnadal í Grafningshreppi er skilti. Á því má lesa eftirfarandi: „Huldufólkskirkja í Botnadal. Hamrabeltið hér fyrir ofan virðist ekki merkilegt við fyrstu sýn og af því fara raunar ekki miklar sagnir. Hafsteinn Björnsson, miðill, hefur lýst því sem fyrir hann bar á þessum stað árið 1938. Hann dvaldist á Nesjum í Grafningi um tveggja […]

Hafnarfjörður – minnismerki

Hér verður fjallað um helstu minnismerkin í umdæmi Hafnarfjarðar. (Ef einhverjir vita betur um annað og meira er þeim bent á að hafa samband við www.ferlir.is). Elín Björnsdóttir (1903-1988) Ofan Smalaskála í Smalahvammi undir Klifsholti austan Slétturhlíðar er steinn með áletruninni Elín Björnsdóttir með ártalinu 1903-1988. Elín var Eiginkona Jóns Magnússonar, kenndur við Gróðarstöðina Skuld […]

Vitaleiðin – skilti

Við veitingaaðstöðuna að Götu í Selvogi er skilti er ber yfirskriftina „Vitaleiðin„. Á því má lesa eftirfarandi: „Göngu- og hjólaleið ásamt akstursleið; þrír vitar, fjölbreytileg sjávarsíða, þrjú þorp – ýmiskonar afþreying, saga, matur og gisting. Vitaleiðin er um 45 km leið sem nær frá Selvogi í vestri að Knarrarósvita við Stokkseyri í austri. Nafngiftin er […]

Tungufoss – friðlýsing

Tungufoss er fallegur foss neðarlega í Köldukvísl í Mosfellsbæ, á móts við Leirvogstungu og dregur fossinn nafn sitt af bæjarnafninu. Við Tungufoss má sjá leifar af heimarafstöð sem var reist árið 1930 af bóndanum í Leirvogstungu og bræðrum hans og framleiddi stöðin rafmagn fyrir bæinn fram til ársins 1958. Tveir fallegir hylir eru neðan við […]

Álafoss – friðlýsing

Álafoss er fallegur foss í Varmá þar sem hún liðast í gegnum Álafosskvos í Mosfellsbæ. Varmá er á náttúruminjaskrá frá upptökum til ósa en áin og fossinn tengjast ríkulega atvinnu- og íþróttasögu Mosfellsbæjar. Árið 1896 hófst ullarvinnsla við Álafoss og vegna þeirrar starfsemi var áin stífluð ofan við fossinn. Myndaðist þá talsvert dýpi í ylvolgri […]

Fornleifafræði – námið

Hafði á efri árum áhuga á að nema eitthvað umfram hið þekkta, t.d. fornleifafræði við Háskóla Íslands. Í ljós kom, á þeim tíma, að fyrir utanaðkomandi stóð hár veggur milli hins almenna samfélags og hins menntaða. Pantaði tíma hjá „námsráðgjafa“ HÍ innan við Háskólabókasafnið í von um tilsögn. Til að gera langt mál stutt er […]

Villan um Vogana – Magnús Jónsson

Magús Jónsson, fv. minjavörður Byggðasafns Hafnarfjarðar, ættaður frá Litlabæ á Vatnsleysuströnd, skrifaði um „Villuna um Vogana“ í Morgunblaðið 1997: „Einu sinni vissi ég til þess, að ung hjón sem að segja mátti að væru á götunni, fóru suður í Voga í Vatnsleysustrandarhreppi til þess að líta á laust húsnæði sem þau töldu sig hafa séð […]

Urriðavatn – skilti

Við göngustíg norðan Urriðavatns (Urriðakotsvatns) eru sex fuglaskilti. Stígurinn er hluti af hringleiðgönguleið umhverfis vatnið. Á skiltunum má lesa eftirfarandi fróðleik: 1. Álft „Álftin er stærst íslenskra fugla, tígurlegur fugl með hljómmikla rödd sem minnir á lúðrablástur. Álftin er félagslyndur fugl nema yfir varptímann, en þá verja þær hreiður sitt og unga af hörku. Álftin […]

Hvítanes – hernámið

Í Skýrslu um „Hernámið frá sjónarhóli Fornleifafræðinnar: Skráning á minjum úr Síðari heimsstyrjöldinni í Hvítanesi í Hvalfirði“ frá árinu 2025 segir m.a.: „Skýrsla þessi fjallar um herminjar í Hvítanesi í Hvalfirði. Rannsóknin var síðasti áfangi verkefnisins Hernámið frá sjónarhóli fornleifafræðinnar sem, eins og nafnið gefur til kynna, beindi sjónum sínum að herminjum hér á landi. […]

Gjár – bústaður (Skátaskáli?)

Þann 3. apríl 2009 var birt „AUGLÝSING um náttúruvættið Kaldárhraun og Gjárnar í upplandi Hafnarfjarðar„. Hvorki í auglýsingunni né í sérstakri, væntanlega rándýrri, nánast óþarfa skýrslu, um friðlýsingarsvæðið, er hvergi, af einhverri ástæðu, getið um fyrrum skógrækt og bústað og athafnir fólks í Gjánum á síðari árum. Sagan sú virðist ekki heldur hafa verið skráð […]