Entries by Ómar

Kleifarvatn – Óttar Kjartansson

Í Morgunblaðinu 1967 fjallar Óttar Kjartansson um „Kleifarvatn„. „Að margra áliti er Reykjanesskaginn bæði ljótur og leiðinlegur. Þar dæmast fjöllin dökk og úfin, gróðursnauð og laus við alla formfegurð, nema þá kannski Keilir, en skaginn í heild nakinn grjótauðn, þurr og óbyggileg að mestu. Jú, rétt er það, víða er þar langt milli vatnsbóla, en […]

Refagildra í Berghrauni

Gengið var um hið misgreiðfæra Berghraun vestan við Staðarhverfi í Grindavík. Berghraunið er ofan við Staðarbergið og sennilega eitt af Eldvarparhraunum. Þrátt fyrir úfið apalhraun eru helluhraunssléttur inni á milli og því auðveld yfirferðar. Næst berginu er sambland af hvorutveggja. Þegar gengið var ofan við Klaufir austarlega ofan við Staðarbergið sást glöggskyggnum heilleg hleðsla uppi í hrauninu, […]

Seljabót – Krýsuvíkurhraun – Keflavík – Bergsendar

Gengið var niður í Seljabót frá Sýslusteini. Girðing er þar á mörkum Herdísarvíkur og Krýsuvíkur, en þau eru jafnframt sýslumörk Árnessýslu og Gullbringusýslu. Við girðinguna eru einnig endamörk Grindavíkurumdæmis að austanverðu. Reyndar mætti deila um staðsetningu markanna, en venjulegast er miðað við línu milli Seljabótanefs og Sýslusteins og þaðan í Kóngsfell (Konungsfell), öðru nafni Stóra […]

Hrafnkelsstaðaberg – Valahnúkur

Sagt er að ysti hluti Suðvesturkjálkans nefnist Reykjanes, þ.e. svæðið vestan línu er dregin er á milli Stóru-Sandvíkur í norðri og Sandvíkur í suðri. Allt er svæðið mjög eldbrunnið og sundurskorið af gjám, enda snautt að gróðri. Eldfjöll eru þar mörg en öll fremur lág. Þau eru einkum tvenns konar, hraundyngjur, s.s. Skálafell og Háleyjarbunga […]

Endurnýjun II…

FERLIR  hefur nú (2023) endurnýjað þrjú af átta sögu- og minjaskiltum Grindavíkur með stuðningi bæjaryfirvalda. Skiltin eru við Járngerðarstaði (sögusvið Tyrkjaránsins), Hóp og í Þórkötlustaðahverfi og eru til viðbótar þeim tveimur, sem endurnýjuð voru á síðasta ári (2022), þ.e. við gömlu kirkjuna og ofan við bryggjuna á Þórkötlustaðanesi. Skiltin voru orðin 12 ára gömul og […]

Njarðvíkur – sögulegt ágrip

Í Skýrslu Reykjanesbæjar um „Breytingu á deiliskipulagi í Innri-Njarðvík v/kirkjugarð og Thorkellinsgarð“ árið 2020 má m.a. lesa eftirfarandi sögulegt ágrip Njarðvíkna sem og sögu Innri-Njarðvíkurkirkju. Sögulegt ágrip Í ritgerð sinni Guðir og goð í Örnefnum skoðar Helgi Biering Þjóðfræðingur meðal annar Njarðar forskeytið í örnefnum á Íslandi. Þar segi hann meðal annars um Njarðvíkurnar. Ekki […]

Gamli Þingvallavegurinn

Forn leið frá Reykjavík til Þingvalla lá m.a. um Seljadal. Sjá má endurbætur á henni við Kambhól þar sem vegurinn liggur í gegnum Kambsréttina. Þar er hlaðið í vegkantinn. Gamli Þingvallvegurinn svonefndi lá hins vegar sunnar og vestar á Mosfellsheiði. Við hann er er margt að skoða, auk þess sem vegurinn er ágætt dæmi um […]

Landakot á Vatnsleysuströnd

Landakot er jörð í Vatnsleysustrandarhreppi. Á jörðinni leynast í dag tóftir tveggja annarra býla; Landa og Götu. Í „Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrslu I“ frá árinu 2011 segir m.a. um Landakot: „1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 3 vættir fiska. Árni Óla: Strönd og Vogar, 26. Guðmundur [Björgvin] Jónsson segir þetta býli hafa verið […]

Vindmylluhús við Auðna

Í „Mannlífi og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi„, riti Guðmundar Björgvins Jónssonar frá árinu 1987, er m.a. fjallað um „Vindmylluhúsið“ við Auðna. „Stefán Sigurfinnsson á Auðnum, stofnaði ásamt fleirum, samtök meðal hreppsbúa sem byggðu rammgerða vindmyllu 1918-19. Skyldi hún mala þurrkuð bein úr sjávarafurðum til skepnufóðurs. Stendur þetta sérkennilega hús enn, þ.e. steyptir veggirnir sem ég tel […]

Forsetabústaðurinn og heimilið – viðtal við forsetahjónin að Bessastöðum

Guðmundur Daníelsson fór að Bessastöðum og ræddi við þáverandi forseta, Ásgeir Ásgeirsson. Grein um heimsóknina birtist í Vísi 1954 undir fyrirsögninni „Forsetabústaðurinn og heimilið – viðtal við forsetahjónin að Bessastöðum„: „Eg gerði mér ferð til Bessastaða í þeim tilgangi að geta á síðan sagt lesendum Vísis nokkuð frá þessu þjóðarheimili og húsbændunum þar. Mér var […]