Entries by Ómar

Bergskot /Auðnakot á Vatnsleysutrönd

Bergskot, einnig nefnt Auðnakot, á Vatnsleysuströnd getur í dag varla talist minnugt mörgum. Í „Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I“ árið 2011 er m.a. fjallað um kotið. „Bærinn var hlaðinn út torfi og grjóti og kringum hann voru grjótgarðar,“ segir í örnefnaskrá. Bergskot er um 200 m suðaustan við bæjarhól Auðna. Í bókinni […]

Breiðagerði á Vatnsleysuströnd

Breiðagerði var bær á Vatnsleysutrönd. FERLIR knúði dyra á Breiðagerði 17, bústað Hólmgríms Rósenbergssonar, f: 1956 í Ormalóni á Sléttu. Gengið var í framhaldinu um bæjarstæði Breiðagerðis, en minjum á svæðinu hefur mikið verið raskað á tiltölulega skömmum tíma. T.d. hirtu starfsmenn Voga gamla bátaspilið ofan Breiðagerðisvarar og fleira í tiltekt fyrir nokkrum árum. Afraksturinn […]

Auðnaborg – Rauðstekkur – Lynghólsborg – Kúadalur – Fornistekkur

Gengið var í meginminjarnar á Strandarhæð milli Þórustaðaborgar og Hringsins (fjárborg). Haldið var upp frá Prestvörðunni ofan við Kálfatjörn með stefnu á Skálholt. Skálholt er flatt og breitt holt ofan við Landakot skamt ofan Strandarvegar. Á holtinu er leifar að þremur vörðum og leifar að litlu grjótbygri með vörðu í. Skammt vestur af Skálholti (ofan […]

Seltjarnarhjallasel

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar um Innri-Njarðvík má lesa eftirfarandi um „Seltjörn og nágrenni„: „Jörð eða hverfi næst austan Ytri-Njarðvíkur. Upplýsingar gaf Finnbogi Guðmundsson í Tjarnarkoti og Guðmundur sonur hans. Uppi í heiðinni upp af vegi, þegar farið er austanverðu, er þar í lægð gömul selstaða við lítið vatn, sem heitir Seljavatn. Þar í er hólmi […]

Klöpp – sögulegar minjar

Þótt tóftir bæjarins Klappar austan Buðlungu í Þórkötlustaðahverfi Grindavíkur gefi ekki til kynna mikil merkilegheit er þar margs að minnast. Fjallað er um bæjarstæðið í skýrslu um „Fornleifar í Þórkötlustaðahverfi – verndarsvæði í byggð„. Þar segir m.a. um Klöpp og nágrenni: „Þórkötlustaða er getið 1270 í rekaskrá Skálholtsstaðar þar sem Þórkötlustaðir eiga fjórðung af hvalreka […]

Brimketill – Mölvík – Sandvík – Háleyjabunga

Gengið var að Brimkatli austan við Mölvík. Brimið lék við ketilinn sem og hamraða ströndina. Ægir skellti sér af og til upp í skálina og lék sér þar um stund eða þangað til hann renndi sér úr henni aftur. Haldið var út með ströndinni til vesturs. Um er að ræða þægilega sandfjöru með smá klappalabbi […]

Þorbjarnarstaðaborg – Þorbjarnarstaðarétt

Gengið var áleiðis inn í Brunntorfur, að Þorbjarnastaðaborginni, stórri fjárborg er börn hjónanna frá Þorbjarnastöðum í Hraunum hlóðu um aldarmótin 1900. Borgin er fallega innhlaðinn að ofan, hringlaga með leiðigörðum út frá dyrum til suðausturs. Inni í borginni er hár beinhlaðinn veggur. Líklegt má telja að topphlaða hafi átt borgina og að veggurinn inni í […]

Hvaleyrarvatn – skilti

Við Hvaleyrarvatn, neðan tófta Hvaleyrarsels, er upplýsingaskilti frá Byggðasafni Hafnarfjarðar. Á skiltinu er eftirfarandi texti, auk teikninga: „Við Hvaleyrarvatn voru selstöður frá bújörðunum Hvaleyri, Ási og Jófríðarstöðum. Hér sjást rústir Hvaleyrarsels en þar var selstaða frá Hvaleyrarbændum allt fram til síðari hluta 19. aldar. Í Hvaleyrarseli höfðu Hvaleyrarbændur jafnan selstúlku og smala. Selstúlkan annaðist mjaltir […]

Kolviðarhóll – Guðfinna Ragnarsdóttir

Í Fréttabréfi Ættfræðingafélagsins 2021 tók Guðfinna Ragnasdóttir m.a. saman eftirfarandi fróðleik um „Kolviðarhól„: „Þegar farið var forðum úr Árnessýslu vestur yfir heiðar, var lengst af um þrjár leiðir að velja. Syðsta leiðin var yfir Grindaskörð, milli Selvogs og Hafnarfjarðar. Miðleiðin var yfir Ólafsskarð, sem lá austan Geitafells í Þrengslum, en lang algengast var að fara […]

Ratleikur Hafnarfjarðar 2023

Þetta er 26. Ratleikur Hafnarfjarðar. Guðni Gíslason, ritstjóri Fjarðarfréttar, lagði leikinn og Ómar Smári Ármannsson, fornleifafræðingur, veitti aðstoð við val á stöðum og skrifaði fróðleik. 1. Greni Húsið Eyrarhraun var byggt ofan Langeyrar árið 1904 af Engilráð Kristjánsdóttur og Sigurjóni Sigurðarsyni. Íbúðarhúsið brann vegna íkveikju árið 2005, en hafði áður staðið mannlaust í eitt ár. […]