Entries by Ómar

Tengingin við landið

Í Velvakanda Morgunblaðsins 19. maí 2023 mátti lesa eftirfarandi undir fyrirsögninni „Tengingin við landið„: „Það færist í vöxt að gert sé lítið úr sögu lands og þjóðar og þeim reynslubanka sem þjóðin hefur lagt inn í í 1.100 ár. Eins og sambýlið við landið og náttúruna sé einskis virði og hægt væri að sækja sér […]

Garður – Inngarður

Hér er ætlunin að fjalla um helstu bæi og minjar í Inngarðinum í Garði. Vitnað verður í „Fornleifaskráningu í Sveitarfélaginu Garði I – Fornleifar frá Rafnkelsstöðum að Útskálum (auk hjáleigna)„, frá árinu 2008. Í Inngarðinum voru t.d. bæirnir Útskálar, Lónshús, Akurhús, Nýibær, Móakot, Presthús, Garðhús, Vatnagarður, Miðhús, Krókur, Krókvöllur, Gerðar, Skeggjastaðir, Brekka, Varir, Kothús, Ívarshús, […]

Garður – landamerkjasteinar

Í „Fornleifaskráningu í Sveitarfélaginu Garði I – Fornleifar frá Rafnkelsstöðum að Útskálum (auk hjáleigna)„, frá árinu 2008 má fræðast um eftirfarandi varðandi landamerkjaletursteina í landi Vara og Rafnskelsstaða í Garði: Áletrun – landamerki „Er þar jarðfastur steinn LM. Svo norður með höfðanum í stein merktan LM við norðurenda höfðans. Er þá Brekkuland búið,“ segir í […]

Latfjall – Tófubruni – gígar – Stóri-Hamradalur – rétt

Gengið frá frá hálsinum ofan við Latfjall, norðvestur yfir Tófubruna. Sést móta fyrir gamla veginum (Hlínarveginum) skammt sunnar. Ofar eru fallegir, litskrúðgir klepra- og gjallgígar. Þeir eru hluti gígaraðar, sem liggur autan með austanverðum Vesturhálsi (Núpshlíðarhálsi). Ögmundarhraun mun hafa komið úr gígaröðinni, sem nær alllangt til norðurs. Eftir stutta áframhaldandi göngu var komið að háum […]

Kjalarnes

Kjalarnesið er sagnaríkt. Margar minjar er þar að finna ef vel er að gáð sem og skírskotun til gamallar sögu og sagna fyrri tíðar. Í Kjalnesingasögu segir t.d.. að Helgi bjóla hafi numið Kjalarnes og búið á Hofi. Hann átti Þórnýju, dóttur Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámsmannsins. Synir þeirra hétu Þorgrímur og Arngrímur. Örlygur hinn írski […]

Bessastaðir – Bessastaðanes – Skansinn

Gengið var um Bessastaðanes með viðkomu í kjallara Bessastaða og á Breiðabólstað vestan Bessastaðatjarnar. Þegar farin er heimreiðin að Bessastöðum liggur leiðin framhjá Lambhúsum. Bærinn er horfinn en nálægt veginum og þar var m.a. stjörnuskoðunarstöð seint á 18. öld. Bessastaða er fyrst getið í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar, þá í eigu Snorra Sturlusonar. Að honum látnum […]

Tvöföldun Reykjanesbrautar – fornleifaskráning II

Í „Fornleifaskráningu vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Hvassahrauni að Krýsuvíkurvegi“, Reykjavík 2020, er m.a. fjallað um minjar á jörðunum Lónakoti, Óttarsstöðum, Straumi, Þorbjarnarstöðum, Péturskoti, Stóra-Lambhaga og Litla-Lambhaga, auk Hvaleyrar. Hér verður vikið að nokkrum atriðum skráningarinnar. Lónakot 1703: Jarðardýrleiki er óviss, konungseign, samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, 159. 1847: 10 hdr., bændaeign, samkvæmt […]

Tvöföldun Reykjanesbrautar ofan Straums – fornleifaskráning I

Í „Fornleifaskráningu vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar og breyttar landnotkunar“ frá árinu 2020 má lesa eftirfarandi fróðleik um Hvaleyri, Straum, Jónsbúð, Þýskubúð, Óttarsstaði og Þorbjarnarstaði sem og Alfaraleiðina. Á forsíðu skýrslunnar er mynd; sögð vera af „vörðu og Sjónarhólsvarða er í bakgrunni“. Vörður þessar eru svonefndar „Ingveldar“, líkt og segir í örnefnalýsingum Ara Gíslasonar: „Tvær ævafornar vörður […]

Stúlkuvarða – ártal (1773)

Á Njarðvíkurheiði er varða. Undir vörðunni eru klappaðir stafirnir AGH og að því er virðist ártalið 1773. Í Faxa árið 1955 segir svo um þessa vörðu: “Steinninn í heiðinni„. Kjartan Sæmundsson, Ásgarði í Njarðvíkum, hefir sent blaðinu nokkrar línur varðandi stein, sem er þar í heiðinni rétt fyrir ofan. Segir hann að á stein þennan […]

Lakheiði – ártalssteinn (1887) – Lækjarbotnar – gervigígar

Norðan við gamla þjóðveginn (Suðurlandsveg), svo til efst á Klifhæð, er sæmilega stór steinn. Á hann er klappað formfagurlega ártalið 1887 og eru stafirnir rauðlitaðir. Áletrunin er að öllum líkindum frá þeim tíma er vegurinn var fyrst lagður í þetta vegstæði, en gamla leiðin upp úr Lækjarbotnum er ekki allfjarri. Suðurlandsvegur lá einnig upp úr […]