Entries by Ómar

Gjár – bústaður (Skátaskáli?)

Þann 3. apríl 2009 var birt „AUGLÝSING um náttúruvættið Kaldárhraun og Gjárnar í upplandi Hafnarfjarðar„. Hvorki í auglýsingunni né í sérstakri, væntanlega rándýrri, nánast óþarfa skýrslu, um friðlýsingarsvæðið, er hvergi, af einhverri ástæðu, getið um fyrrum skógrækt og bústað og athafnir fólks í Gjánum á síðari árum. Sagan sú virðist ekki heldur hafa verið skráð […]

Rannsókn á seljum í Reykjavík – Margrét Björk Magnúsdóttir

Margrét Björk Magnúsdóttir skrifaði skýrslu um „Rannsókn á seljum í Reykjavík“ árið 2011: „Elstu ritheimildir sem varða sel á Íslandi eru trúlega Grágás, lagasafn íslenska þjóðveldisins sem talið er ritað á þjóðveldisöld og varðveist hefur í handritum frá 13. öld, og Íslendingasögur sem flestar eru taldar ritaðar á 13. öld. Talið er að ákvæði um […]

Skreytt grjót frá Vatnsleysu metið á hálfa milljón

Í Fréttablaðinu föstudaginn 23. febrúar 2018 mátti lesa eftirfarandi frásögn: „239 ára grjót frá Vatnsleysu metið á hálfa milljón“. „Danskur grjóthnullungur fannst við jarðvegsframkvæmdir á landi Efri-Brunnastaða á Vatnsleysuströnd fyrir nokkrum árum. Steinninn er frá 1779 og fornmunasali í Skotlandi metur hann á hálfa milljón íslenskra króna. Þegar Virgill Scheving Einarsson, landeigandi á Efri-Brunnastöðum – […]

Gígahnúkur – skilti

Neðan við Gígahnúk á Hellisheiði er umferðarmerki á staur, „Þjónustumerki fyrir upplýsingar og áhugaverða staði„. Frá merkinu liggur brattur göngustígur upp á svonefndan Gígahnúk. Þegar upp er komið blasa við tvö skilti. Milli skiltanna er steyptur stöðull fyrir GPS-mælistöð. Þegar skiltin efst á Gígahnúk eru skoðuð kemur í ljós að bæði hafa þau að geyma […]

Kálfatjarnarkirkja

Kálfatjarnarkirkja var vígð 11. júní 1893. Forsmiður var Guðmundur Jakobsson, húsasmíðameistari (1860-1933), en um útskurð og tréverk sá Þorkell Jónsson, bóndi í Móakoti. Málun kirkjunnar þótti sérstök, en hana annaðist Nikolaj Sófus Bertelsen (1855-1915). Sá málaði m.a. Iðnó, Dómkirkjuna og fleiri merkar byggingar að innan. Málaraverk Nikolaj er hins vegar víðast hvar horfið, en í […]

Landnám – Reykjavík; skilti

Í Fógetagarðinum í miðbæ Reykjavíkur er skilti um „Landnám – Reykjavík„. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik: „Staðsetning elstu minja sem fundist hafa við fornleifarannsóknir í vesturhluta Kvosarinnar. 1. Veggjarbrot frá því fyrir 871 +/-2, elsta mannvirkið sem fundist hefur í Reykjavík. 2. Aflöng bygging, sennilega skáli, frá því eftir 871 +/-2. 3. Skáli frá […]

Fógetagarðurinn frá 1893 – skilti

Í Fógetagarðinum í miðbæ Reykjavíkur er skilti um „Fógetagarðinn frá 1893„. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik: „Þegar Schierbeck landlæknir fór af landi brott árið 1893 seldi hann Halldóri Daníelssyni bæjarfógeta húsið sitt og afnot af gamla kirkjugarðinum fylgdi með í kaupunum. Anna, kona Halldóts, annaðsist garðinn af mikilli alúð næstu áratugina. Frá þessum tíma […]

Skrúðgarður frá 1883 – skilti

Í Fógetagarðinum í miðbæ Reykjavíkur er skilti um „Skrúðgarð frá 1883„. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik: „Georg Schierbeck fæddist árið 1847 í Óðinsvéum á Fjóni og kom hingað sem landlæknir árið 1882. Schierbeck stundaði nám í garðyrkju áður en hann helgaði sig læknisfræði og hafði mikinn áhuga á henni. Eftir aað hann reisti sér hús […]

Víkurkirkja – skilti

Í Fógetagarðinum í miðbæ Reykjavíkur er skilti um „Víkurkirkju„. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik: „Vitað er að kirkja var byggð í Reykjavík fyrir 1200. Elsti máldagi Víkurkirkju er frá árinu 1379 og er hún þar sögð helguð heilögum Jóhannesi. Í Vík bjuggu höfðingjar af ætt Ingólfs Arnarssonar landnámsmanns. Þormóður langafabarn hans var allsherjargoði árið […]

Víkurgarður – skilti

Í Fógetagarðinum í miðbæ Reykjavíkur er skilti um „Víkurgarður„. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik: „Gamli kirkjugarðurinn við Aðalstræti, Víkurgarður, er talinn hafa verið í notkun í um 800 ár, eða frá því stuttu eftir kristnitöku árið 1000 og fram á 19. öld. Jarðað var bæði í garðinum sjálfum og inni í kirkjunni. Talið er […]