Entries by Ómar

Vogastapi – Kolbeinsvarða

Lengi hefur verið leitað að Kolbeinsvörðu á Vogastapa. Hún var sögð vera við Innri-Skoru, á landamerkjum Voga og Njarðvíkur. Hið rétta er að við Innri-Skoru, vestanverða, eru landamerkin í sjó. Ofan hennar er Brúnavarðan og í sjónhendingu frá henni er Kolbeinsvarða, en úr Kolbeinsvörðu áttu landamerkin að liggja í Arnarklett sunnan Snorrastaðatjarna. Eftir vísbendingu Ólafs […]

Innstidalur – Engidalur

Ætlunin var að skoða útilegumannahella í Innstadal, Engidal og Marardal. Gengið var frá sæluhúsinu og réttinni við Draugatjörn. Saga er að segja frá hvorutveggja, en það verður gert í annarri lýsingu. Haldið var upp með Húsmúlanum að Sleggjubeinsskarði og áfram upp skarðið. Þá var komið í Innstadal. Gengið var austur dalinn og alveg inn að […]

Bjargarhellir – Strandarhellir – Fótalaus

Haldið var í Selvog. Staðnæmst var við Bjarnastaðasel. Einn FERLIRsfélaga hafði greinilega unnið heimavinnuna sína og rætt við heimamenn. Hann gekk rakleiðis að klöppinni Fótalaus suðaustan selsins og benti á stafina “LM”, sem klappaðir voru þar. Upp úr klöppinni stendur landamerkjahornstaur bæjanna Ness og Bjarnastaða. Áletrunarinnar er getið í gömlum heimildum, en erfiðlega hefur gengið […]

Óbrennishólmi II

Gengið var frá Ísólfsskálavegi til austurs vestan við Lat. Gengið er yfir úfið mosahraun og inn á stíg er liggur áfram til austurs sunnan við Latshornið. Skammt austan við hornið, þar sem úfna hrauninu sleppir liggur hraunbakki til suðurs. Ef honum er fylgt spölkorn er komið að fallegum dyrahleðslum fyrir skúta. Hurðarhellan stendur enn vinstra […]

Húshólmi 3

Ætlunin var að berja þetta fágæta og jafnframt dýrmæta svæði auga og skoða hinar merkilegum minjar á því. Nú er ljóst að vegstæði svonefnds Suðurstrandarvegar mun ekki liggja yfir hólmann, eins og ein tillagan af þremur kvað á um. Með í för var m.a. hinn áhugasami bæjarstjóri Grindvíkinga, Ólafur Örn Ólafsson, auk fleiri fjölfróðra samsveitunga […]

Ginið

Eftirfarandi er tekið af vef Hellarannsóknarfélagsins eftir ferð í Ginið: „Eftir fund Ginsins hafa félagar í HERFÍ iðað í skinninu og beðið þess að berja undrið augum. Af þessu varð í dag. Föngulegur hópur hellaáhugamanna, undir leiðsögn FERLIRs, þrammaði um Hrútagjárdyngjuna með það eitt að markmiði að skoða 2 „nýja“ hella og einn vel þekktan. […]

Selalda – Trygghólar

Við vegamót Ísólfsskálavegar og Selölduvegar slógust nokkrir áhugasamir Grindvíkingar í hópinn. Gengið var niður að Selöldu. Við slóðann mótar fyrir undirstöðum bragga. Ólafur Kr. Guðmundsson, fyrrv. aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, var þar á ferð á hestum með föður sínum og bróður árið 1942. Komu þeir við hjá Magnúsi í Krýsuvíkurkirkju, sem benti þeim á fimm Ameríkana […]

Selgjá (Norðurhellragjá) – nyrðri hluti

Eftir að hafa skoðað fjárborg í kjarri vaxinni Heiðmörk og hlaðin tvískipt fjárhús, þ.e. annars vegar fyrir kindur og hins vegar fyrir sauði, var gengið yfir í Norðurhellagjá (Norðurhellragjá), eins og hún jafnan var nefnd.  Gjáin dró nafn sitt af fjárhellum norðan hennar, en þeir voru jafnan nefndir Norðurhellar (Norðurhellrar). Síðar voru þeir aðgreindir og var […]

Ljóskollulág – Jónshellar

Gengið var norður með Vífilstaðahlíð að Ljóskollulág. Ofan lágina liggur Selstígur frá Vífilstaðaseli, sem er þarna uppi í hlíðinni. Ekki er vitað hvaðan nafngiftin er komin, en ekki er ósennilegt að hún heiti eftir fyrstu ljóskunni, þ.e. ljóskollóttri á. Þegar komið var að Kolanefi var vent til vinstri og litið á Sauðahelli, sem þar er […]

Selvogsgata – Valaból

Gengið var norður gömlu Selvogsgötuna frá Bláfjallavegi neðan Grindarskarða. Haldið var niður Hellurnar þar sem gatan er klöppuð í bergið á kafla undan fótum, klaufum og hófum liðinna alda. Litið var á Strandartorfur (Kaplatóur) og gengið um Mygludali að Valabóli þar sem áð var í Músarhelli. Að því búnu var haldið að opi Fosshellis og […]