Entries by Ómar

Helgadalur – tótt – hellir – hleðslur

Gengið var frá Kaldárseli, fyrir vatnsverndargirðinguna, yfir austari Kaldárhnúk og niður í Helgadal. Ætlunin var að leita að útilegumannahelli þeim er getið er um í Setbergsannál á 15. öld, en þar segir m.a. að “12 þjófar [voru] í einu teknir syðra í helli þar sem nefnt er Húsfell”. Með í huga hvar annállinn var skrifaður […]

Húsatóttir – flugvélaflak

Haldið var í hraunið skammt vestan við Húsatóttir, en þar hafði FERLIR nýlega skoðað flak flugvélar, sem sagt var að hefði verið þýskt, sbr. sögu HG um handtöku og skjólsgjöf Staðarmanna til handa þýskum flugmanni. Grafið var í haug, sem þarna er, auk þess sem skoðað var í sprunguna ofan við hauginn, uppi á hraunbrúninni. […]

Bjarnastaðasel (-ból) – Strandarhellir

Gengið var í fylgd Guðmundar Óskarssonar upp frá Hásteinum eftir að tóttirnar undir þeim höfðu verið skoðaðar sem og LM-merkið á landamerkjasteini er skipti löndum Bjarnastaða og Þorkelsgerðis. Komið var í Bjarnastaðaból og skoðaðar tóttirnar þar sem og hlaðinn stekkur vestan við selið. Selið hefur verið nokkuð stórt. Haldið var til vesturs að Þorkelsstaðaseli, en […]

Útilegumannahellir við Húsfell

Í Þjóðviljanum sunndaginn 15. júlí 1973 fjallar Gísli Sigurðsson, umsjónarmaður Minjasafns Hafnarfjarðar, um Selvogsgötuna. Leiðinni frá Helgadal upp fyrir Hellur lýsir hann svo: “Leiðin úr dalnum liggur í troðningum tveim megin við rúst, sem ég hygg að sé fjárhúsarúst. Hún stendur nú undir vernd fornminjavarðar, allt frá því að Brynjólfur fræðimaður Jónsson frá Minna-Núpi var […]

Fógetastígur – Garðagata – Völvuleiði

Gengið var vestur eftir Fógetastíg (Álftanesgötu) og þvert yfir Garðahraun. Gatan er greinileg í gegnum hraunið. Við hana eru gömul vörðubrot á nokkrum stöðum. Á a.m.k. tveimur stöðum eru grashólar er gætu þess vegna verið gamlar dysjar eða önnur ummerki. Þegar stígnum er fylgt er komið út úr hrauninu við Hrauntunguflöt. Hrauntunga er sá tangi, […]

Rauðshellir – Garðaflatir

Farið var í Rauðshelli norðan Helgadals. Á leiðinni þangað, rétt eftir að komið var niður af misgenginu norðan við hellinn, var gengið fram á greinilega mjög gamlan tvískiptan stekk. Mjög líklega hefur stekkurinn verið í tengslum við hellinn því sagnir eru um að Rauðshellir hafi verið notaður sem fjárhellir, enda vart til ákjósanlegri hellir til […]

Ráðagerði – Garðalind

Gengið var um Ráðagerði og nágrenni í fylgd Ágústar, bónda í Miðengi. Gengið var til austurs frá bænum og þá komið að hárri tótt með nokkrum hleðslum fyrir. Ágúst sagði að þarna hafi áður staðið þurrabúðin Hóll. Hún er gott dæmi um hinar mörgu hjáleigur frá Görðum, sem þarna voru víða. Hóllinn er svo til […]

Setberg

Í FERLIRsferð nr. 505 var gengið undir leiðsögn Friðþjófs Einarssonar, bónda, um land Setbergs í Hafnarfirði, fyrrum Garðahreppi. Ferðin var ekki síst áhugaverð vegna þess að einn þátttakendanna var afkomandi Jóns Guðmundssonar, fyrrum bónda á Setbergi og hreppsstjóra í Garðahreppi. Jón var frá Haukadal í Biskupstungum, sonur Guðmundar frá Álfsstöðum, hins fjárglögga. Guðmundur auðgaðist af […]

Hnappur – Flatur

Leitað var að Hnapp í Arnarseturshrauni. Skv. lýsingu Björns Hróarssonar er hann hafði eftir nafna sínum Símonarsyni átti að leita hans í stefnu frá Hestshelli að Arnarseturshelli, nokkurn veginn miðja vegu, en þó heldur nær hinum síðarnefnda. Þar átti að vera yfirborðsrásakerfi og þar fyrir ofan hóll með lítilli vörðu. Við vörðuna eitt mjög lítið […]

Arnarseturshraun – hellar I

Gengið var um Arnarseturshraun undir leiðsögn Björns Hróarssonar, hellafræðings. Fyrst var farið í Dolluna, sem rétt við gamla Grindavíkurveginn við bílastæðið á Gíghæð. Dollan opnaðist er þakið féll niður undan vörubíl þegar verið var að vinna við nýja veginn, en þá var svæðið þarna notað sem athafnasvæði verktakans. Opið er svo til alveg vestan til […]