Entries by Ómar

Vífilsstaðir – Finnsstaðir – Hjallar

Gengið var um minjarnar vestan Vífilsstaðalækjar, skammt norðan Flóttamannavegar. Þar má enn sjá heillegar tóftir, garða og gerði frá Vífilsstöðum. Göngustígur liggur framhjá megintóftinni. Ljóst er af mannvirkjunum þarna sem og í hrauninu, þ.á.m. Jónshellar, en þeim liggur hlaðinn stígur á köflum í hrauninu, að þarna hafa verið talsverð umsvif á öldum fyrrum. Gengið var […]

Herdísarvík – drykkjarsteinar

Gengið var frá Herdísarvík að Mosaskarði og síðan gamla Herdísarvíkurleiðin efri (Hlíðarleiðin) með Herdísarvíkufjallinu yfir að Lyngskyldi. Haldið var frá Herdísarvík með vesturjarði Stakkavíkurhrauns að Mosaskarði og síðan beygt inn á gömlu Hlíðarleiðina með fjallinu til vesturs. Háir hamrar voru á hægri hönd og sléttgróið mosahraunið á þá vinstri. Á leiðinni voru skoðaðir 4 drykkjarsteinar […]

Hafnarfjörður – bærinn minn

Eftirfarandi um Hafnarfjörð er úr „Sögu Hafnarfjarðar 1908-1983„, eftir Ásgeir Guðmundsson. „Allir eru velkomnir til Hafnarfjarðar, í landnám Ásbjarnar Özurarsonar, frænda Ingólfs Arnarssonar, fyrsta norræna landnámsmannsins hér á landi. Í dag nær lögsagnarumdæmi Hafnarfjaðar yfir þéttbýlið við fjörðinn og 25 km suður fyrir það að háhita- og hverasvæðinu í Krísuvík og vestur fyrir Straumsvík. Saga […]

Óbrinnishólahellir – Þorbjarnarstaðaborg

Gengið var um Óbrinnishólaker, sem er mosavaxin hrauntjörn, að Óbrinnishólahelli. Hellirinn er í gjárbarminum að sunnanverðu. Hlaðið er gerði fyrir framan munnan, en opið inn að öðru leyti. Rásin er um 15 metrar, björt og rúmgóð. Gólfið er flórað fremst, en annars er gólfið nokkuð slétt. Hellirinn er ágætt athvarf, en hann er fornt fjárskjól […]

Krýsuvík – dásemdir

Krýsuvíkursvæðið er eitt fallegasta og fjölbreytilegasta útivistarsvæði hér á landi. Margir útlendingar, sem fara þar í gegn á leið úr ferðum sínum á Gullfoss og Geysi, minnast þeirrar ferðar lengur, en flest annað sem bar fyrir augu þeirra um landið. Boðið er upp á sérstakt, tilkomumikið og fjölbreytt landslag, hlaðið sögulegum minjum frá upphafi landnáms. […]

Fálkageiraskarð – K-1 – K-2 – K-2 og E-1 (FERLIR)

“Stórkostlegasti hellir, sem ég hef séð. Sáuð þið litadýrðina, skærgult, rautt, blátt, grænt og allt þar á milli. Ekki rykkorn á gólfinu, Óendanlegur. Hef ekki séð gulan björgunarbát í helli áður. Það tekur a.m.k. viku að skoða hann allan”. Þetta voru viðbrögð FERLIRs félaga og félaga úr HERFÍ eftir að hafa fundið helli í Brennisteinsfjöllum […]

Stampar – Rauðhóll – hús – Kista

Haldið var að Stömpum á Reykjanesi í fylgd Kristjáns Sæmundssonar, jarðfræðings. Leitað var að hlöðnu húsi vestur af Rauðhól á Reykjanesi er gæti hafa verið sjóhús. Stampahraunin eru í raun 4 talsins. Síðasta gosið var 1226 og myndaðist þá gígaröðin, sem núverandi Stampar standa á. Ystur gíganna er Karlinn skammt utan við ströndina. Þegar staðið […]

Þríhnúkahellir

Haldið var á Þríhnúka. Efst á austasta hnúknum er gígop, um 10 metrar í þvermál. Frá brún og niður á hellisgólf eru um 121 metri. Beint undir opinu er söðullaga hryggur sem gengur þvert yfir hellinn þannig að hann dýptkar út til hliðanna. Þar liggja einnig gangar til austurs, en þeir þrengjast þó fljótlega og […]

Grindavík – ágæti

Grindavík hefur upp á fjölmargt að bjóða. Sagan er svo til við hvert fótmál og minjar allsstaðar. Saga jarðfræðinnar (tiltölulega ný, en síendurtekin landssköpun) er hvergi eins áberandi og í nágrenni Grindavíkur og útivistar- og gönguleiðir eru þær fjölbreyttustu á öllu landinu. Má í því sambandi nefna að vestanverðu Junkaragerðið ofan við Stórubót, Gerðisréttina, Virkið, […]

Húshellir I

Gengið var frá Djúpavatnsvegi vestast í Hrútagjárdyngju. Rétt eftir að lagt var af stað fannst hlaðin refagildra neðan við hraunkant. Gengið var yfir mosahraun í norður. Þá var komið inn á gamla leið er liggur niður norðvestanverðan hraunkant dyngjunnar og með honum í báðar áttir. Reykjavegurinn liggur einnig þarna um. Áður en farið var ofan […]