Þrínúkar

Haldið var á Þríhnúka. Efst á austasta hnúknum er gígop, um 10 metrar í þvermál. Frá brún og niður á hellisgólf eru um 121 metri.

Þríhnúkahellir

Sigið í Þríhnúkahelli.

Beint undir opinu er söðullaga hryggur sem gengur þvert yfir hellinn þannig að hann dýptkar út til hliðanna. Þar liggja einnig gangar til austurs, en þeir þrengjast þó fljótlega og lokast síðan í aðra áttina, en í hina liggja göng niður á allt að 200 dýpi uns þau lokast einnig.
Sigið var á tveimur línum, tengdum saman til öryggis. Sigið var í lausu lofti eftir að börmunum sleppti, þ.e. mestan part leiðarinnar. Mjög fallegt er niður í hellinum. Bergið allt í kring er rauðleitt og efst í geyminum glitrar á holufyllingakristalla. Hellisrásin sjálf hallar lengra niður uns hún lokast alveg. (Sjá meira undir Þríhellir – Þríhnúkahellir – Þríhnúkarásarhellir).
Um klukkustund tók að “júmma” liðið upp aftur, en hver og einn þurfti að fara upp á eigin afli.
Nær svarta myrkur er ofan í hellinum, líkt og í öðrum hellum, en birtu bregður á bergið ofanfrá. Ógleymanlegt er að fara ofan í helli þennan, ekki bara vegna þess að síga þarf ofan í hann, heldur og ekki síður vegna þess að það er engin leið önnur út úr honum nema sömu leið til baka – og það er þrautinni þyngri.

Þríhnúkar

Þríhnúkagígur – þverskurður.