Við Þinghól á Kópavogsþingsstað eru tvö upplýsingaskilti frá Sögufélagi Kópavogs; annað er um Kópavogsfundinn 1662 og hitt um þingstaðinn. Á fyrrnefnda skiltinu má lesa eftirfarandi texta:
“Árið 1660 hófst breyting stjórnskipunar konungsríkisis Danmerkur til einveldis. Vald konungs jókst, erfðaréttur konungsættarinnar var lögbundin og afnumin voru viss réttindi aðalsins. Áður var koungur kjörinn á stéttaþingum.
Friðri III. Danakonungur var hylltur á Alþingi 1649, árið eftir að hann tók ríki. Þegra hann varð einvaldur 1661 skyldi staðfesta nýja eiða í löndumhans. Í þeim erindagjörðum kom Henrik Bjelke, aðmíráll og hirðstjóri á Íslandi, sumarið 1662.
Borist höfðu bréf til landsins þá um vorið um að sendir skyldu fulltrúar á Alþingi til að hylla Friðri III. sem erfðakonung. Ekki var minnst á einveldishyllingu í þeim bréfum.
Hingaðkoma Bjelkes hirðstjóra tafðist um þrjár vikur, þinghaldi var lokið við Öxará þegar skip hans kom að landi í Skerjafirði. Eiðarnir voru því ekki undirritaðir á Alþingi. Fyrsta verk Bjelkes 12. júlí 1662 var að senda valdsmönnum bréf; þeirra var vænst við Bessastaði 26. júlí. Daginn eftir, sem var sunnudagur, skyldu eiðarnir undirritaðir.
Árni Oddsson lögmaður setti þing í Kópavogi mánudaginn 28. júlí 1662, degi of seint. Ástæða tafarinnar liggur ekki fyrir, en vísbendingar eru um að Árni og Brynjólfyr Sveinsson biskup hafi mótmælt til varnar fornum réttindum landsins. “Var þann dag heið með sólskini” segir í Vallholtsannál.
Á Kópavogsfundinum 28. júlí 1662 var Friðrik III. hylltur sem “einn Absolut sauverejn og erfðaherra” þannig varð hann hvort tveggja einvaldskonungur og erfðakonungur. Undir eðana rituðu 109 menn; báðir biskuparnir, báðir lögmennirnir, 42 prestar og prófastar, 17 sýslumenn, 43 lögréttumenn og bændur, svo og landþingsskrifari, klausturhaldari og bartskeri.
“Og að þessum eiðum unnum og aflögðum gerði lénsherrann herra Henrich Bjelke heiðarlegt gestaboð og sæmilega veizlu öllum þar saman komnum, og stóð hún fram á nótt með trómetum, fíólum og bumbum; fallstykkjum var þar og skotið, þremur í einu, og svo á konungsskipi, sem lá í Seilunni; rachetter og fyrværk gekk þar þá nótt, svo undrum gegndi”, segir í Fitjaannál.
Á þinginu voru undirritaðar bænaskrár til konungs um að fá að halda fornum lögum og réttindum, áréttuð fátækt landsins og nýju álögum hafnað. Ekki var minnst á einveldi í bænaskránum.
Með Kópavogsfundi minnkaði vald Alþingis. Konungur tók í ríkari mæli til sín löggjafarvaldið og styrkur embættismanna konungs á Bessastöðum jókst.”
Á síðarnefnda skiltinu má lesa eftirfarandi texta: “Land Kópavogsbæjar var áður í Seltjarnarneshreppi hinum forna. Mörk hans voru á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla.
Frá gildistöku lögbókarinnar Járnsíðu 1271 var sett í landi Kópavogs hreppaþing og þriggja hreppa þing fyrir Seltjarnarneshrepp, Álftaneshrepp og líklega Mosfellssveit.
Á þingstaðnum í Kópavogi gengu dómar sýslumanna í héraði og var þar dómstigið fyrir neðan Öxarárþing. Dómabækur Gullbringusýslu, þ.m.t. Kópavogsþings, eru nokkrar til í Þjóðskjalasafni, sú elsta frá 1696.
Eldri vitnisburðir um Kópavogsþing en sjálfar dómabækurnar eru féinir til. Elstu þekktu rituðu heimildir eru frá 1523. Þá fékk Hannes Eggertsson hirðstjóri forvera sinn Týla Pétursson dæmdan og tekinn af lífi eftir ránsferð Týla og flokks hans um Bessastaðagarð í átökum um völd og embætti.
Þann 5. apríl 1574 gaf Friðrik II. Danakonungur út opið bréf um að Alþingi skyldi flutt á þingstaðinn í Kópavogi. Þessi tilskipun var, líkt og margar aðrar, hundsuð af Íslendingum.
Síðustu aftökurnar í Kópavogi fóru fram 15. nóvember 1704. Þá var hálshöggvinn Sigurður Arason og drekkt Steinunni Guðmundsdóttur frá Árbæ fyrir morðið á manni Steinunnar, Sæmundi Þórarinssyni (sjá meira HÉR).
Þjófnaðarmál frá 1749 er síðasti þekkti dómurinn á Kópavogsþingi. Þing var sett í Reykjavík árið 1751 og þar með lýkur sögu þinghalds í Kópavogi þar til embætti bæjarfógetans í Kópavogi var stofnað 1955. Lægra dómsstigið var á ný í Kópavogi og Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði settur.”