Entries by Ómar

Garðabúð – Garðalind

Ætlunin var að ganga um svæðið neðan við Garðakirkju á Álftanesi. Neðan Kirkjugarðs er Lindarflöt og lá Lindargata eftir henni að Garðalind. Vestan við Garðalind var í eina tíð Garðhúsabrunnur með allgóðu neysluvatni. Þar drapst sauðkind og var þá brunnurinn fylltur með grjóti og jarðvegi. Þar var um tíma þurrabúð, Garðhús [tóftir þess eru vestan […]

Norðlingaháls – Folaldadalir – Arnarvatn – Hveradalur – Móhálsadalur

Gengið var af Norðlingahálsi yfir í Folaldadali í Sveifluhálsi um Köldunámur. Haldið var upp úr suðurenda dalanna upp að Arnarvatni, niður í Hveradal með Hnakk og síðan upp Ketilsstíg af Seltúni, yfir Sveifluhálsinn og niður í Móhálsadal. Sveifluháls, öðru nafni Austurháls, er móbergshryggur (hæstur 395 m.y.s). Hæstu tindar á hálsinum eru Hellutindar, Stapatindar og Miðdegishnúkur. […]

Óttarsstaðaselsstígur – Skógargata

Gengið var eftir Óttarsstaðaselsstíg (Skógargötu/Rauðamelsstíg) upp í Óttarstaðasel. Til hliðsjónar var uppdráttur frá árinu 1932, en á hann er stígurinn merktur. Tóftir selsins voru skoðaðar, litið á fallegt vatnsstæðið norðaustan þess og síðan haldið áfram sem leið lá upp eftir ætluðum stíg sunnan selsins. Hraunið er vel gróið þarna og ef stígur hefur legið í […]

Kaldársel – Sigríður Jónsdóttir; álfasaga

Eftirfarandi er úr bókinni „Íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur XII„, Reykjavík 1957, safnað hefur Guðni Jónsson“ „Í suðaustur frá Hafnarfirði er staður sá, sem heitir Kaldársel. Er það nokkur nær Hafnarfirði en Helgafell, en þó mun vera þangað fullur stundargangur, jafnvel þótt hart sé farið. Nú er að sumarlagi unnt að komast í bíl mest af […]

Ássel – Hvaleyrarsel

Gengið var um Húshöfða norðan Hvaleyrarvatns. Skoðaður var hlaðinn stekkur norðan á höfðanum og beitarhús frá Ási, Vetrarhús, austan í honum. Þar við eru tóftir sels frá Jófríðarstöðum. Þá var haldið niður að og suður fyrir vatnið. Skammt neðan og vestan við skátaskálann er gróinn hóll og á honum tótt, Ássel. Um er að ræða […]

Valbjargargjá – sundlaug

Valabjargargjá er með fallegri stöðum á Reykjanesi, en þar er m.a að finna eina af elstu sundlaugum landsins. Ólafur P. Sveinsson vitavörður á Reykjanesi lét gera litla laug í gjánni á árunum 1925-30. Hann lét sprengja hraunklöpp þannig að volgur sjór sytlaði í gjánna og einnig byggði hann yfir laugina og útbjó þrep niður í […]

Urðarás – brothringur

Gengið var frá Sprengilendi (ekki er vitað af hverju nafnið er dregið) rétt innan við hreppamörk Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar, yfir Alfaraleið, um Taglhæð og stefnan tekin á Lónakotssel undir Skorás. Skorásvarðan sést vel ofanvert. Skorásinn er þversprunginn klapparveggur og ber hæðin því nafnið með réttu. Taglhæðin er á mörkunum þar sem hún rís suðaustur af […]

Lambastaðasel – Erferseyjarsel – Viðeyjarsel/Bessastaðasel

Í „Fornleifaskráningu í upplöndum Kópavogs“ árið 2020 er m.a. getið um „Erferseyjarsel-Viðeyjarsel“. Selið er staðsett við skátaskálann í Lækjarbotnum. Þar segir í skráningunni: „Sel? – Á grónum stalli um 70 m ASA frá skátaskála í Gömlubotnum (Lækjarbotnum) og 20 m VSV frá læk (Botnalæk). Veggir úr torfi og grjóti, 1-2 m breiðir og 0,2-0,4 m […]

Smiðjuhóll[inn] – álagablettir

Menn trúðu því að voldugar landvættir byggju í landinu. Skjaldamerkið ber þess glöggt vitni. Mikilvægt var að gera þær ekki reiðar og til dæmis var bannað að sigla að landinu á víkingaskipum með ógnandi drekahöfðum. Í Landnámu segir: „Það var upphaf hinna heiðnu laga, að menn skyldu eigi hafa höfðuð skip í haf, en ef […]

Þorbjarnarstaðaborg – Fornasel – Straumssel – Lónakotssel – Þorbjarnastaðir

Gengið var um Brunntorfur að Þorbjarnastaðafjárborginni í Kapelluhrauni, upp í Fornasel og Gjásel í Almenningum, yfir í Straumssel, Óttarstaðasel og Lónakotssel, niður í Óttarstaðafjárborgina, um Alfaraleið að Gvendarbrunni og áfram niður að Þorbjarnastöðum. Getgátum hefur verið leitt að nafninu Brunntorfur. Á sumum kortum er það skráð Brundtorfur, þ.e. tengist brundtíð. Brunntorfur hefur skírskotun til brunns […]