Entries by Ómar

Þingnes

Skoðaðar voru minjarnar á Þingnesi og svæðið gaumgæft. Meginminjarnar eru landmegin við austanvert Elliðavatn, en einnig eru minjar á landfastum tanga. Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur, hefur haldið utan um nýjustu rannsóknir á svæðinu, en áður höfðu m.a. Jónas Hallgrímsson, sem fyrstur kom með þá kenningu að þarna hafi verið hið eiginlega Kjalarnesþing um tíma, og Daniel […]

Herdísarvíkurdramað – Ásgeir Jakobsson

Ásgeir Jakobsson skrifaði um síðustu æviár Einars Benediktsson, „Herdísarvíkurdramað“, í Lesbók Morgunblaðsins árið 1972: „Undarleg örlög, sem hér skal ekki farið út í að rekja, hafa hagað því svo, að komandi kynslóðir munu undrast hversu lítinn opinberan sóma íslenzku þjóðinni hugkvæmdist að sýna þessu höfuðskáldi í lifanda lífi.“ Svo segir Sigurður Nordal í útfarargrein um […]

Grásteinn – álfar

Gengið var áleiðis að Grásteini á Álftanesi. Tilraun var gerð til að kljúfa steininn og fjarlægja úr vegstæði, en tæki biluðu og menn meiddust við það verk. Steinninn er því enn á sínum stað. Sumir segjast hafa séð álfa við steininn. Segir sagan að ef farið er rólega framhjá honum farnist mönnum vel, en ef […]

Árnastígur – Skipsstígur

Genginn var Árnastígur og Skipsstígur frá Húsatóftum til Njarðvíkur – 18 km leið. Þar af er Árnastígurinn 12 km. Gangan var með Strandgönguhópnum og liður í leiðsögunámi svæðaleiðsögumanna Reykjanesi. Örnefnaskrám Grindavíkur er gefin eftirfarandi skýring á örnefninu Árnastígur, sem er gamla þjóðleiðin af Skipsstíg til Húsatófta: „Rétt fyrir suðaustan Klifgjá er vegurinn ruddur og greiðfær. […]

Flekkuvík – Keilisnes – Kálfatjörn

Gengið var um Flekkuvík, Keilisnes, Borgarkot og Kálfatjörn. Í Flekkuvík er Flekkuleiðið, gróin þúst yst (syðst) í heimatúninu. Segir sagan að Flekka gamla, sem samnefnd vík heitir eftir, hafi mælt svo fyrir um að hún skyldi dysjuð á þessum stað þar sem hún sæi yfir að Flekkuvörinni. Rúnarsteinn er á leiði Flekku, en sérfræðingar segja […]

Fornleifar – nýting

Sú hugmynd hefur komið fram að nýta megi fornleifar í þágu þjóðarinnar – á þann hátt, sem flestir gætu verið sammála um. Hugmyndin gengur út á það að peningar fáist fyrir verðmæti, sem þegar eru til eða verða til með tímanum. Þar sem svo lítill áhugi er yfirleitt á gildi fornleifanna meðal almennings, og jafnvel […]

Kúturinn frá Vogsósum

„Séra Eiríkur í Vogsósum var ekki lamb að leika sér við. Einu sinni fóru menn, sem komu til hans í kulda og frosti, að nauða á honum að gefa sér brennhvín. Hanm lézt ekki eiga, en sótti þó um síðir kút, sem gutlaði á. Fór svo, að jafnan gutlaði á kútnum, er þeir hristu hann, […]

Lýsing á Höfnum – Brandur Guðmundsson

Eftirfarandi „Lýsing á Höfnum“ eftir Brand Guðmundsson birtist öðru hefti Blöndu (um er að ræða útdrátt): „Eptir Brand hreppstjóra Guðmundsson í Kirkjuvogi. -Prentað eptir eiginhandarriti höf. í safni, Bókmentafélagsins 72 fol. í Lbs. Hefur hann sent skýrslu þessa sóknarpresti sínum síra Sigurði B. Sivertsen á Útskálum og samið hana eptir beiðni hans, sem sóknarlýsingu Kirkjuvogssóknar […]

Selvogsgata – Draugahlíðar – Brennisteinsnámur

Gengið var suður Selvogsgötu frá Bláfjallavegi með stefnu á Kerlingarskarðið. Á leiðinni eru nokkrir smáhellar, sem gaman var að kíkja í. Í einum þeirra er t.d. fallegt rósaloft. Austan við götuna er mikil hrauntröð er myndast hefur í hraunstraumum úr Miðbolla (Tvíbollum). Á brúninni var staldrað við drykkjarsteininn áður en gatan var rakin áfram niður […]

Trölladyngja – Sogasel – Sogin – Spákonuvatn – Selsvallasel – Oddafell

Gengið var um Trölladyngjusvæðið, austur fyrir fjallið um Hörðuvallaklof, sunnan Grænudyngju niður í Sogasel, upp Sogin og að Spákonuvatni, um Grænavatnseggjar, niður á Selsvelli og til baka með Oddafelli. Trölladyngja er fallega formað fjall, um 375 m.y.s. Vestari hnúkurinn heitir því nafni, en sá eystri (402 m.y.s.) heitir Grænadyngja. Í Trölladyngju hefur m.a. fundist silfurberg.. […]