Entries by Ómar

Staðarborg – Þórustaðaborg – Þórustaðastígur

Gengið var frá Prestsvörðu ofan við Strandarveg að Staðarstekk ofan við Löngubrekkur og að Staðarborg á Kálfatjarnarheiði, yfir að Þórustaðaborg og Þórustaðastígur fetaður til baka niður að Strandarvegi. Staðarborgin stendur nokkurn veginn miðja vegu milli Strandarvegar og Reykjanesbrautar. Í hana er u.þ.b. 15 mín. gangur. Hún er með stærri borgum á Reykjanesi og vel hlaðin […]

Horfinn gististaður – Marta V. Jónsdóttir

Marta Valgerður Jónsdóttir skrifaði um Hvassahraun í Faxa árið 1961 undir yfirskriftinni „Horfinn gististaður„: „Milli Vatnsleysu og Þorbjarnarstaða í Hraunum, er einstakt býli, Hvassahraun. Mun vera röskur klukkutíma gangur til hvorrar hliðar, þó lengri til Hrauna. Bærinn stóð á hól, rétt neðan við þjóðveginn, sjávarmegin, sem liggur frá Reykjavík til Suðurnesja. Heimreiðin lá upp hólinn, […]

Flekkuvíkursel I

Skoðað var Flekkuvíkurselið. Þar eru mikil mannvirki, fallegur stekkur framundan því og kví norðar í skjólsælli kvos. Annar stekkur er norðar sem og stök tóft, sem vakti sérstaka athygli. Flekkuvíkursel er drjúgan spöl suðaustan Kolgrafarholts og Kirkholts en norðaustan Sýrholts. Selið stendur nokkuð neðan Grindavíkurgjár. Í því sjást sex kofatóftir og kví auk stekkjanna. Vatnsstæðið […]

Ófullnægjandi vinnubrögð…

FERLIR hefur um árabil upplýst um mögulegar minjar brennisteinsnáms í Krýsuvík með vísan til skráðra heimilda um slíkt allt frá því á 18. öld. Svörun viðkomandi stofnana eða einstaklinga hefur hingað til engin verið. Í óvæntri umfjöllun um löngu fyrrum uppljóstrun um efnið í Grindavík mátti lesa eftirfarandi; „Þetta kemur mér mjög á óvart og […]

Stakkavíkursel – Nátthagi

Gengið var um Hellisvörðustíg vestan við Víðisand sunnan Hlíðarvatns. Stígurinn, sem er mjög gamall, er víða greyptur djúpt í klappirnar þar sem hann liggur ofan við ströndina. Hann skiptist í tvennt á einum stað og liggur eldri hluti hans uppi á klöppunum skammt ofan við ströndina. Þar er hann einn greyptur djúpt í klöppina svo […]

Blikdalur

FERLIR fær jafnan ábendingar um ýmislegt áhugavert. Sumt er birt, annað geymt til betri tíma. Hér kemur ein ábendingin. Í Blikdal í Esju eru leifar a.m.k. selja frá Brautarholti, Saurbæ, Hjarðarnesi og Ártúni. Dalurinn er lengstur Esjudala. Hann er milli sex og sjö km langur og ku vera stífur tveggja tíma gangur inn í Fossurðir, […]

Undirheimar Íslands

Undirheimar Íslands eru með þeim margflóknustu í heiminum og eru þá öll stórustu löndin meðtalin. Oft hefur fólk hér á landi talað um undirheimana sem eitthvað þokukennt og lítt hönd á festandi. Flestir óttast undirheimana. Fáir hafa þó litið þá augum. Einungis einn maður hefur hingað til ferðast um þann heim allan. Fyrir hans tilstuðlan […]

Óþekktur landnámsskáli í Höfnum

Við leit í og við Hafnir skammt utan Reykjaness kom í ljós áður óþekktur skáli, sem líklegt má telja að geti verið allt frá fyrstu tíð landnáms hér á landi. Skálatóftin er að mestu orðin jarðlæg og því mjög erfitt að koma auga á hana. Skammt frá henni eru leifar af hlöðnum brunni sem og garðar […]

Hafnarfjarðarvegur fyrrum

„Nýr konungsvegur til Hafnarfjarðar“  „Hraunið ofan Hafnarfjarðar hefur löngum verið farartálmi, hvort heldur er fyrir mannfólk eða skepnur. Allt fram undir lok 19. aldar voru engar greiðar samgönguleiðir út frá hinum sívaxandi byggðarkjarna við Fjörðinn og þeir sem áttu erindi til eða frá Hafnarfirði, urðu að notast við troðna hraunstíga hvort heldur var út á […]

Lambagjá – vatnsveita

Gengið var upp með Lambagjá frá gamla Kaldárselsveginum. Gjáin, sem reyndar er hrauntröð, er bæði löng og breið. Til marks um mikilfeng hennar má geta þess að hún er nú friðlýst sem náttúruvætti. Hér er um að ræða eina af hrauntröðum Búrfells, en Búrfellshraun kemur úr gíg þess þarna skammt norðaustar. Búrfell tilheyrir eldstöðvakerfi kennt […]