Entries by Ómar

Jól II

Jól eru ein stærsta hátíð kristinna manna. Þeir halda þessa hátíð í minningu fæðingar Jesú, sonar Maríu meyjar. Í kristinni trú er Jesús sonur Guðs (Drottins), Kristur (hinn smurði), Messías, sem spámennirnir sögðu fyrir að koma myndi. Jól eru haldin um gjörvallan hinn kristna heim og víða annars staðar þar sem kristni er jafnvel í […]

Garðakirkja og Garðavegur (gamli kirkjuvegur Hafnfirðinga)

Á vefsíðu Garðakirkju er m.a. fjallað um kirkjuna fyrr og síðar. Fyrrum var kirkjan sóknarkirkja Hafnfirðinga og þurftu þá bæði bæjarbúar og sóknarbörn Garðaprestakalls, sem bjuggju sunnan bæjarins, að sækja þangað messur. Í þá daga var ekki þyrlum fyrir að fara svo nota þurfti annað hvort tvo jafnfljóta eða þess umfram tveimur fljótari. Löngum fetaði […]

Laugarás – álfhóll

Í klapparholti vestanvið Laugarásbíó er álfasteinn. Þrátt fyrir hús allt um kring og snyrtar lóðir umleikis, göngustíg, bifreiðaplan og umsvif hernámsliðsins hefur steinninn fengið að vera óhreyfður í samneyti við aðra slíka í holtinu. Halldóra Aðalsteinsdóttir man vel eftir þessum steini þótt sé komin yfir áttrætt. Hún fæddist 16. júní 1927 á Lindargötu 7 (í […]

Maríuhellar – Undir Regnbogann

Lagt var af stað inn í Heiðmörkina til að finna Regnbogann. Fyrst var þó farið í Maríuhellana norðan Dyngjuhóls (Hádegishóls), en þeir eru þrír talsins. Þeir voru fyrrum notaðir sem fjárhellar. Urriðakot átti um aldir fjárskjól í hellunum sem oft voru einungis nefndir Fjárhellar. Syðri hellirinn heyrði til Urriðakots og var nefndur Urriðakotshellir, en hinn […]

Hjarðarhagi – álfasteinn

Á bak við húsið nr. 13 við Hjarðarhaga í Reykjavík er stakur álfasteinn. Þrátt fyrir hús allt um kring og snyrtar lóðir umleikis hefur steinninn fengið að vera óhreyfður. Halldóra Aðalsteinsdóttir man vel eftir þessum steini þótt sé komin yfir áttrætt. Hún fæddist 16. júní 1927 á Lindargötu 7 (í dag nr. 23) og fluttist […]

Ferðamálasamtök og frumkvæðið

Í öllum landshlutum eru starfrækt ferðamálasamtök. Hlutverk þeirra á (eða ætti) að vera að a) ýta undir frumkvæði áhugasamra einstaklinga og félaga og b) stuðla að því að hugmyndir og tillögur þeirra um eflingu ferðaþjónustu komist í framkvæmd, c) styrkja þá sömu myndarlega í þeirri viðleytni og d) standa dyggilega við bakið á hinum sömu […]

Apótekarasteinn – Álnarsteinn

Í Fornleifaskráningu fyrir Örfirisey og Grandinn er m.a. getið um tvo letursteina, sem fluttir voru frá Örfirisey í Árbæjarsafn; Apótekarasteinninn og Álnasteinninn. Auk þess má enn sjá áletranir á klöppum á svonefndu Reykjanesi nyrst á Grandanum. „Örfirisey var ein af sex eyjum Kollafjarðar, grösug og frjósöm. Hinar eru Akurey, Engey, Viðey, Þerney og Lundey. Búið […]

Steinhús (Steinhes) – Kaldársel

Voru Steinhús gamalt sel? Eða bara hús úr steini? Á gömlum kortum er örnefnið Steinhús sunnan Kaldár, skammt sunnan Kaldársels. Samkvæmt landamerkjalýsingum Garðabæjar, gömul mörk, er Steinhús (Steinhes) sögð vestan Kaldársels og sunnan Efstahöfða (Fremstahöfða). Af þessu að dæma getur staðsetning Steinhúsa skipt máli. Og ekki bara það heldur er örnefnið sjálft einkar áhugavert. En […]

Dágon

Dágon er klettadrangur á Selatöngum í Gullbringusýslu. Einnig er hóll með því nafni í túni í Stóru-Fellsöxl í Skilmannahreppi í Borgarfirði. Orðið merkir upphaflega „korn“ eða „lítill fiskur“. Jón Guðmundsson frá Skála taldi Dágon geta merkt djöfull upp á dönsku er hann var á ferð með FERLIR um Selatanga, en taldi það þó ekki fullreynt. […]

Íslenski torfbærinn – Hörður Ágústsson

Eftirfarandi er úrdráttur úr grein Harðar Ágústssonar í bókinni „Íslensk þjóðmenning I – uppruni og umhverfi“ um íslenska torfbæinn. „Torfhúsið, torfbærinn íslenski, er þó framar öllu eitt af mörgum svörum mannsins fyrr og síðar við þeim vanda að reisa sér skjól gegn verðum og vindum, búa sjálfum sér og sínum athvarf í starfi og leik […]