Entries by Ómar

Gunnuhver – saga

Fyrrum bjó maður einn á Kirkjubóli á Suðurnesjum, er Vilhjálmur hét. Á dögum hans skyldi hafa verið þar í koti hjá kona sú er Guðrún hét og var Önundardóttir. Hún átti að gjalda Vilhjálmi skuld að Kirkjubóli, en hafði það ekki, er gjalda skyldi. Er þá sagt, að Vilhjálmur hafi tekið pottinn hennar í skuldina. […]

Herdísarvík í Árnessýslu

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1948 er lýsing Herdísarvíkur eftir Ólaf Þorvaldsson. Hér lýsir hann svæðinu frá Olnboga að Seljabót, auk Gamlavegi: „Olnboginn sprengir allar öldur, sem að honum sækja, og leysir þær upp í brimúða, sem stígur hátt til lofts eins og ægilegur goshver, og er oft tilkomumikið á að horfa. Þegar hvasst […]

Gljúfrasteinn

Gljúfrasteinn er nafnið á húsi skáldsins, Halldórs Laxness, ofarlega í Mosfellsdal. Húsið dregur nafn sitt af stórum grágrýtissteini skammt frá því. Þegar Halldór var að alast upp á Laxnesi þarna skammt frá tók hann tryggð við steininn eins og sjá má í frásögn hans, steininn minn helgi, sem hann ritaði 18 ára gamall: „Hvergi hef […]

Grásteinn í Grafarholti

„Grásteinn nefnist klofinn steinn við Vesturlandsveg austan Grafargils og hafa álfar verið sagðir búa í honum. Vegna vegaframkvæmda á árunum 1970-1971 var hann fluttur þangað sem hann stendur nú, en óhöpp voru sett í samband við þann flutning og álfasögur kviknuðu og fengu byr undir báða vængi. Af þessum sökum var Grásteinn tekinn með við […]

Gíslaborg – Hringurinn – Lynghólsborg – Auðnaborg

Gengið var að Gíslaborg í Vogaheiði, Hringnum, Lyngólsborg og Auðnaborg í Strandarheiði. Gíslaborg er rústir gamallar fjárborgar á grónum hól. Norðaustan hans eru Gíslholtslágar. Í þeim er ferhyrnd hleðsla, nokkur stór. Ekki liggur í augum uppi hvaða tilgangi þetta mannvirki gegndi, en einn heimamanna, sem var með í för sagðist hafa heyrt að þarna hafi […]

Frá glæstum vonum til Herdísarvíkur

Illugi Jökulsson tók eftirfarandi saman um Einar Benediktsson. Frásögnin birtist í Vísi árið 1980: „Einar Benediktsson hefur alla tíð verið umdeildur, jafnt sem skáld og sem manneskja. Nú, 40 árum eftir dauða sinn, er honum enn í lófa lagið að vekja upp heitar deilur og óvægnar, rétt eins og meðan hann var í fullu fjöri. Aldrei […]

Ljósfæri og lýsing – Guðmundur Ólafsson

ÚRDRÁTTUR: „Rafmagnið útrýmdi fljótlega öllum öðrum ljósgjöfum hvar sem það kom vegna yfirburða sinna, bæði hvað snertir birtumagn, þægindi og verð, og hafa rafljósin með sanni orðið ljós hins nýja tíma.“ 1. Híbýli manna hér á landi allt fram á þessa öld buðu ekki upp á mikla innanhússbirtu. Þykkir veggir torfbæjanna áttu að veita sem […]

Kvarnarsteinar

Kvarnarsteinar hafa verið notaðir hér á landi frá fyrstu tíð, jafnvel fyrir norrænt landnám ef marka má frásögn Bjarna F. Einarssonar, fornleifafræðings v/landnámsskálann í Vogi, Höfnum – sjá umfjöllun í Víkurfréttum 19. mars 2010. Kvarnarsteinn er úr kvörn, sem korn var malað í. Skiptir þá ekki máli hvort kornið, sem malað var með honum, var innflutt eða […]

Síðustu ábúendur í Krýsuvíkursókn

Ólafur Einarsson skrifaði í Lesbók Morgunblaðsins árið 1986 um síðustu ábúendurna í Krýsuvíkursókn. Hjónin í Stóra Nýjabæ héldu lengst út og komu öllum sínum seytján börnum til manns: „Stytzta og fljótfarnasta leiðin til Krýsuvíkur, að minnsta kosti fyrir þá, sem á höfuðborgar-svæðinu búa, er að aka til Hafnarfjarðar, suður og niður Hvaleyrarholtið og beygja við […]

Grund – Esjuberg – Árvellir – Búahellir – Dyngja

Ætlunin var að skoða fornminjar við Grundará undir Kerhólakambi Esju, öðru nafni Búa. Þar mun móta fyrir görðum Grundar, Esjubergs og Árvalla sem og tóftum bæjanna og öðrum mannvirkjum frá fyrri tíð. Þessar minjar virðast vera lítt þekktar þrátt fyrir að skammt frá hafi um langan aldur verið ein fjölfarnasta þjóðleið landsins (Vesturlandsvegurinn). Í Kjalnesingasögu […]