Entries by Ómar

Dauðsmannsvörður

Tekið var hús á Sigurði Eiríkssyni í Norðurkoti og litið á Dauðsmannsvörður, en þær munu vera þrjár á þeim slóðum. Ein, þ.e. sú nyrsta ofan við Sandgerði, á skv. gömlum sögnum að vera með áletrun. Sigurður sagði að enn hefði hin meinta áletrun við Neðri-Dauðsmannsvörðu við Sandgerðisveginn ekki komið í ljós. Varðan er hálfhrunin, en […]

Skilgreiningar á selmannvirkjum (D. Bruun og J. Jónasson)

Eftirfarandi skilgreiningar á selmannvirkjum  má sjá í skrifum Daniels Bruun og Jónasar Jónasonar: Sel: Staður þar sem fé og jafnvel kúm var haldið til haga að jafnaði frá 6. til 16. viku sumars, mjólkurafurðinar unnar og þeim komið til bæjar. Beitarhús: Beitarhús eru fjárhús sem standa í úthögum fjarri bœjum, hugsuð til útbeitar á vetrum. […]

Hafurbjarnarstaðir – Kirkjuból – Flankastaðir

Gengið var frá Garðahúsavík, yfir Lambarif og meðfram Kvíavallavík að Hafurbjarnarstöðum, framhjá Gamlabóli, þ.e. gamla Kirkjubóli, Þóroddsstöðum (Þórustöðum) og Fitjum að Flankastöðum. Í leiðinni var m.a. ætlunin að skoða kumlateig þann er fannst á Hafurbjarnarstöðum fyrr á árum og telja má merkastan slíkra teiga hér á landi. Eitt kumlið er nú undir fótum sýningargesta í […]

Grindavík – höfuðborg Reykjanesskagans

Miðvikudaginn fjórtánda desember tvöþúsundogfimm, þremur dögum eftir að fyrsti jólasveinninn kom til bæja (flestir telja að jólasveinarnir dvelji á milli hátíða í Arnarseturshellum nálægt Grindavík, en það er hið næsta, sem tekist hefur að staðsetja þá hingað til), voru samræður við áhugasama Grindvíkinga og aðra höfuðborgarbúa landsins í Saltfisksetrinu um fornar minjar og náttúrufyrirbæri á […]

Kollafjarðarrétt

Kollafjarðarrétt er hlaðin fjárrétt ofan Kollafjarðar á Kjalarnesi. Auk gerðis eru þar 15 dilkar. Þegar FERLIR heimsótti réttina [2007] var ekki að sjá að hún hafi verið notuð um skeið. Veggir eru hlaðnir úr mógrjóti af vettvangnum, vel þykkir og standa enn vel. Ekki er kunnugt um aldur réttarinnar,  Steinunn Guðmundsdóttir, húsfreyja á Heiðarbæ í […]

Reykjanes – rekagata

Þegar FERLIR var á göngu um Reykjanesið, þ.e. frá Sandvík um Mölvík, Háleyjar, Krossavíkurberg, Krossavík, Rafnkelsstaðaberg og Reykjanestá áleiðis að Valbjargargjá og Valahnúkamöl var tækifærið notað til að rekja forna rekagötu um svæðið. Engar heimildir eru til um götuna, en hún hefur af augljósum ástæðum legið frá Stað í Staðarhverfi ofan misgengisins að endimörkum landsins á […]

Kleifarvatnsduttlungar

„Sum vötn eru dularfull. Þeim er öðruvísi farið en öðrum vötnum, og enginn botnar í afbrigðilegri háttsemi þeirra. Slíkt vatn var og er Kleifarvatn. Um þess konar vötn myndast sögur, og þannig er því líka einmitt farið um Kleifarvatn. Þar herma gamlar sagnir, að sézt hafi skrímsli, en það hefur líklega ekki verið nógu athafnasamt […]

Óttarsstaðafjárborgin – Óttarsstaðasel – Straumssel

Gengið var frá Óttarsstaðafjárborginni (Kristrúnarfjárborg), hlaðin um 1870, yfir á Alfaraleið og upp í Brennisel. Brenniselshæð er þar nefnd skv. heimildum og sjá má selið í hraunkvos. Um erð að ræða tóft og fallega hlaðið skjól. Hlaðið er fyrir fjárskjól skammt austar. Norðan við Brenniselið eru enn eldri minjar um kolagerð. Þar smá sjá hlaðinn […]

Ginið II

Farið var í Ginið. Um er að ræða um 15 metra djúpt op í hrauninu suðaustan við Sauðabrekkur og Sauðabrekkugjá. Ofan við brekkurnar að norðanverðu er falleg gígaröð með klepragígum. Mikil litadýrð er í þeim. Í einum þeirra er skjól þar sem gólfið hefur verið flórað og hella sett fyrir gluggaop. Skammt norðanfrá skjólinu eru […]