Entries by Ómar

Gerðisstígur – Sveinsskúti

Gengið var um Gerðisstíg, að Neðri-hellum, Vorréttinni og Efri-hellum og síðan yfir Seljahraun að klettasvæði sunnan línuvegarins. Hraunið á því svæði, þegar halla tekur til suðurs, er þarna mjög stórbrotið. Þá var vent til vesturs inn á Óttarsstaðaselsstíg (Rauðamelsstíg) (Skógargötu) og stefnan tekin til suðurs. Suðvestan af götunni, áleiðis upp í Óttarsstaðasel, í litlu jarðfalli, er […]

Ketilsstígur – Sveifluvegur – Hettuvegur

Gengið var frá Seltúni um Ketilsstíg upp að Arnarvatni og síðan suður með vestanverðu vatninu um Sveifluveg. Útsýni af veginum var stórkostlegt yfir að Vígdísarvöllum og Bleikingsdal er sólageislarnir leituðu niður fyrir skýin og dönsuðu um velli og dali. Og ekki var útsýnið síðra yfir Arnarvatn og umhverfi þess. Genginn var Hettuvegur suður fyrir Hettu […]

Strandarkirkja – Heimsókn á helgan stað

Sveinn Sigurðsson fjallaði um heimsókn í Selvog í Eimreiðinni árið 1948 undir fyrirsögninni „Heimsókn á helgan stað“. „Helgisögnin um verndarengil sjómannanna, þann er birtist á ströndinni í Selvogi, er ævagömul. Enginn veit, hve gömul hún er. En eina dimma ofviðrisnótt á hafinu rak skip fyrir stormi og stórsjó upp að þessari strönd. Skipverjar vissu ekki, […]

Háibjalli – Snorrastaðasel – Hrafnagjá – Pétursborg

Gengið var um Háabjalla, Snorrastaðasel og upp að Pétursborg á Huldugjárbarmi. Ein heimild kveður á um að tóftirnar norðan stærstu tjarnarinnar hafi verið Snorrastaðasel og þá frá bæjum í Vogum. Í elstu heimildum eru þrjár aðaltjarnir Snorrastaðatjarna nefndar Snorrastaða-Vatnagjár eða einungis Vatnagjár. Munu þær oftlega hafa gengið undir því samheiti. Svæðið er stórbrotið dæmi um […]

Selgjá – B-steinn

Gengið var um Selgjá og reynt að hafa upp á svonefndum B-steini, sem getið er um í örnafnalýsingu Garðabæjar og frásögn Gísla Sigurðssonar (6403153-2151956). Ekki er vitað um tilurð stafsins á steininum, en getum leitt að því að smali hafi klappað þar upphafsstaf sinn. Í Selgjá voru 11 sel frá Görðum og í gjánni eru […]

Seljabót – Krýsuvíkurbjarg

Haldið var niður í Krýsuvíkurhraun. Ætlunin var að skoða ströndina vestan Seljabótar, en hún er ein sú fáfarnasta á landinu, þrátt fyrir nálægðina við höfðuborgarsvæðið. Þegar gangan var farin voru samningar lögreglumanna lausir og lítið dregið saman með aðilum. Umhverfið minnti þátttakendur á launasamninganefnd ríkisins og fulltrúa Landssambandsins. Hafið, óráðið og óendanlegt, ólagandi og óviðræðuhæft […]

Vatnsheiði I

Gengið var með kunnugum um Vatnsheiði, litið í jarðfall er opnaðist er jarðýta var næstum fallin ofan í það á leið yfir hraunið og skoðað svæði þar sem myllusteinar voru höggnir til fyrr á öldum. Enn má sjá einn steinanna, sem hafði verið unnin að öðru leiti en því að augað vantar. Svo virðist sem […]

Sandgerði – Hvalsnes – Stafnes

Gengið var frá Sandgerði að Básendum undir leiðsögn Reynis Sveinssonar, forstöðumanns Fræðaseturs Sandgerðis, björgunarsveitarmanns, Lionsmanns og formann safnaðarnefndar Hvalsnessóknar, bæjarfulltrúa o.fl. Reynir kunni skil á öllu í nútíð og þátíð, auk þess sem hann hafði skoðun á hverju, sem fyrir augu bar. Gengið var um Sandgerðisfjörur, Melgerðisfjörur (hvítar sandbaðstrendur), Másbúðarhólma, Fuglavík og skoðuð Hvalsneskirkja. Í […]

Bergvötn – Vatnsleysusteinninn

Gengið var um Keilisnesið og skoðuð refagildra, sem þar er, ein af nokkrum. Þá var haldið til Keflavíkur þar sem Sturlaugur Björnsson fylgdi FERLIR um Hjalla. Gerð var leit að Ásrétt innan Vallargirðingar, en mikil spjöll hafa verið unnin þar á varnasvæðinu og erfitt að sjá hvar réttin gæti hafa verið. Þó mátti giska á […]

Vífilsstaðasel I

Til er lýsing af Vífilsstaðaseli í Árbók Ferðafélags Íslands frá árinu 1985. Í Árbókinni stendur m.a. (bls. 34): „Nú sést vegur, sem liggur upp Vífilstaðahlíðina, svokallaður línuvegur. Ef þessum vegi er fylgt upp hlíðina, er innan stundar komið að rústum Vífilstaðasels, norðan vegar (vinstra megin). Eru þær allgreinilegar. Við þetta sel er kenndur Selás þar […]