Entries by Ómar

Gamli-Kirkjuvogur II

Gengið var með Ósunum að Gamla-Kirkjuvogi. Áhugi er nú að láta rannsaka rústirnar, en Kirkjuvogur er gamalt höfuðból við norðanverða Ósa. Jörðin virðist hafa verið byggð frá landnámi fram á sextándu öld. Þá var Kirkjuvogur fluttur suður fyrir Ósa, með kirkjunni, og stendur nú við Hafnir. Til aðgreiningar er eldri staðurinn nefndur Gamli-Kirkjuvogur, en þar […]

Guðbjargarhellir – Efri-hellir

Gengið var yfir Beinvörðuhraun að Húsafelli og leitað tveggja hella, sem þar áttu að vera þar skv. gömlum heimildum. Annar þeirra átti að geta hýst Grindvíkinga ef Tyrkirnir kæmu aftur, en hinn átti að hafa verið athvarf konu, Guðbjargar, frá Hrauni. Mjög erfitt var að leita þeirra vegna víðfemrar lýsingar í annars erfiðu landslagi. Brugðið […]

Gestsstaðir – Kaldrani – Óbrennishólmi – Húshólmi

FERLIR leitaði tófta næstelsta upplandsbæjar Krýsuvíkur, Gestsstaða. Elsti bærinn mun vera, að því er talið er, Kaldrani við suðvesturhorn Kleifarvatns. Þrjár heimildir eru um hvar tóttir Gestsstaða kunni að vera að finna. Sú yngsta segir að bærinn hafi verið undir Píningsbrekkum norðaustur af gróðurhúsunum sunnan Hettu, en engin ummerki eru á þeim slóðum. Hinum eldri […]

Fóelluvötn – sæluhús – Guðrúnartóft

Leitað var að 180 ára gömlu sæluhúsi undir Eystri-Vatnsási við Fóelluvötn. Ritað hefur verið um sögu hússins í gömlu tímariti. Verður saga þess og aðdragandi rakin hér síðar. Gerður var út leiðangur fyrir allmörgum árum að leita að tóftunum og fundust þær þá. Farið var eftir þeirri lýsingu við leitina núna. Talað var um tóftir […]

Ísólfsskáli – Skollahraun – fjárhellar – Hraunssel

Gengið var um Skollahraun í blíðskaparveðri. Vestast í hrauninu eru gamlir fiskigarðar og fiskbyrgi frá árabátaútgerðinni við Ísólfsskála. Þarna, líkt og í Strýthólahrauni, Slokahrauni, á Selatöngum og í Herdísarvík eru hundruðir metra af þurrkgörðum er liggja um hraunið. Inni á milli má sjá þurrkbyrgin. Erfitt er að koma auga á sum þeirra vegna þess hversu […]

Stapinn – Kúadalur – Hringurinn

Gengið var um Vogastapa. Enn má sjá móta fyrir gamla Suðurnesjaveginum (um Reiðskarð) upp Stapann og liðast (Stapagatan) síðan áfram áleiðis upp að Grímshól. Grímshóll kemur við sögu þjóðsögunnar af vermanninum norðlenska. Þess er getið um norðanmenn að þá er þeir fóru suður í verið gerði byl á þá nálægt Grímshóli á Stapanum. Einn þeirra […]

Flekkuvíkursel

Skoðað var Flekkuvíkurselið. Þar eru mikil mannvirki, fallegur stekkur framundan því og kví norðar í skjólsælli kvos. Annar stekkur er norðar sem og stök tóft, sem vakti sérstaka athygli. Flekkuvíkursel er drjúgan spöl suðaustan Kolgrafarholts og Kirkholts en norðaustan Sýrholts. Selið stendur nokkuð neðan Grindavíkurgjár. Í því sjást sex kofatóftir og kví auk stekkjanna. Vatnsstæðið […]

Fjarðarhellir

Leitað var Fjarðarhellis í miðbæ Hafnarfjarðar. Hann fannst eftir stuttan umgang, en hellir þessi var notaður sem fjárhellir áður en byggð fór að þrengja að honum. „Landslag í Hafnarfirði er víða mjög sérkennilegt. Hraunið setti áður fyrr mestan svip á bæinn, enda stendur hann í hraunbrekku, sem hallar niður að flæðamáli. Hraunið var mjög óslétt […]

Gvendarborg – Rauðhólssel – Kolhólasel

Gengið var að Gvendarborg, um Þráinsskjaldarhraun að Rauðhólsseli. Spurnir höfðu borist af tóftum í lítilli dalkvos nokkru suðvestan borgarinnar. Ekki er að sjá að þær hafi verið skráðar eða ljóst hvaða tilgangi þær hafi þjónað. Um er að ræða land frá Vatnsleysu svo líklegt má telja að þessi selstöð hafi tilheyrt þeim bæ. Nefndum hana […]

Stafnessel I

Á gömlum kortum er Stafnessel sýnt austan við Djúpavog í Ósum. Gengið var með austanverðum Ósabotnum inn að Selhellu. Á henni landmegin eru tvær tóftir, auk mannvirkja á sjálfri hellunni. Þarna er hin ákjósanlegasta lending fyrir smábáta. Efst á brúninni með sunnanverðum Djúpavogi er tóft. Gamla þjóðleiðin lá fyrir botnsendann. Skammt norðar eru tóftir í […]