Efri-Hellir

Gengið var yfir Beinvörðuhraun að Húsafelli og leitað tveggja hella, sem þar áttu að vera þar skv. gömlum heimildum.

Hraun

Garðbjargarhellir.

Annar þeirra átti að geta hýst Grindvíkinga ef Tyrkirnir kæmu aftur, en hinn átti að hafa verið athvarf konu, Guðbjargar, frá Hrauni.

Mjög erfitt var að leita þeirra vegna víðfemrar lýsingar í annars erfiðu landslagi. Brugðið var því á það ráð að ganga að Hrauni og heimsækja Sigurð gamla, bónda, Gíslason. Hann tók FERLIRsfélögum vel og fylgdi þeim að Guðbjargarhelli, spottkorn ofan við veg gegnt heimkeyrslunni að bænum. Skútinn var ekki áfrýnilegur inngöngu, en þarna átti konuhróið að hafa leitað er hún vildi fá næði eða vera út af fyrir sig í friði og ró.

Tyrkjahellir

Í Tyrkjahelli (á Efri-hellu).

Þá fylgdi Sigurður hópnum upp að Efri-helli, eins og hann nefndi hellinn. Hann er í framjaðri suðuraxlarinnar á Húsafelli þegar fer að halla niður að hraunkantinum á Hópsheiði. Hellirinn hefur tvö op og er hægt að ganga í gegnum hann. Talið var að hann hefði áður getað hýst alla Grindvíkinga ef til ófriðar hefði komið að nýju.
Til marks um hversu erfitt er að finna opin má segja frá því að þegar umhverfi þeirra var skoðað kom í ljós að spor leitarmanna voru einungis í u.þ.b. tveggja metra fjarlægð frá öðru þeirra, en sá sem þau átti kom ekki auga á opið.
Sigurði var þökkuð aðstoðin, en hann er ágætt dæmi um þau dýrmæti, sem felast í hagvönum heimamönnum á vettvangi.

Tyrkjahellir

Í Tyrkjahelli (Efra-Helli) ofan Hrauns.