Entries by Ómar

Flekkuvíkursel II

Gengið var frá Hafnhólum við Reykjanesbrautina með stefnu í Flekkuvíkursel. Tekið var mið af vörðunum Bræður, sem sjást vel frá brautinni. Nafngiftin hefur verið óljós fram að þessu. Skammt norðan við vörðurnar er hlaðið byrgi á hól. Byrgið er greinilega hlaðið með það fyrir augum að veita skjól úr suðri. Skýringin á því kom í […]

Seltóa – Bögguklettar – Sóleyjarkriki

Gengið var til austurs upp úr Seltóu um stíg yfir Afstapahraun, að hryggjargrenjunum í Geldingahrauni, þaðan upp að Bögguklettum og Mosastígnum síðan fylgt áleiðis að Lambafelli. Áður en komið var yfir hraunið, eða öllu heldur hraunin, norðan hans, var beygt til vesturs og gengið yfir úfið Eldborgarhraunið yfir á Sóleyjarkrika. Seltóan er efsta Tóan í […]

Garðastekkur – Fógetastígur – Móslóði – Garðagata

Gengið var um Fógetastíg áleiðis að Garðastekk og áfram eftir Garðagötu. Í leiðinni var hugað að Móslóða í Garðahrauni. Fógetastígur er hin forna leið í gegnum hraunið á leiðinni millum Reykjavíkur og Álftaness (Bessastaða). Garðagata liggur um Garðaholt frá Görðum, inn á Garðahraun við Garðastekk og sameinast Fógetastíg inni í hrauninu. Móstígur er austlægari, liggur […]

Mölvík – Staðarberg – Staðarmalir

Gengið var eftir Staðarbergi frá Mölvík yfir að Staðarmölum. Fremst er Brimketillinn – eða brimkatlarnir því þeir eru fleiri en einn. Á leiðinni, við Bergsenda að austanverðu, er Ræningjasker það er „Tyrkir“ komu að þá er þeir rændu Grindavík 1627 ef marka má munnmæli og þar var eitt hörmulegasta sjóslys við Grindavík þann 4. apríl […]

Mjóanessel – Ródólfsstaðir?

Í BA-ritgerð Gunars Gímssonar um „Kortlagningu eyðibyggðarinnar á Þingvöllum með flygildum og hitamyndavél“ í maí 2020 segir m.a. um Ródólfsstaði: Ródólfsstaðir Elsta heimild um eyðibýlið Ródólfsstaði er í Ármanns rímum Jóns Guðmundssonar lærða árið 1637 en í einni rímunni gerir sauðaleitarmaður sér ferð „til Rotólfs austur//í rjóðri skógar byggði“ (Ármanns rímur, 1948, bls. 8). Setningin […]

Krýsuvík – tóft við Stóra-Nýjabæ – Víti

Í ferð FERLIRs um austanverðan Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík kom í ljós óvænt tóft, gróin. Tóftin er á gróanda suðaustan við bæjarhólinn, á ystu gróðurmörkum torfunnar. Hún er aflöng, líklega gerð úr torfi, með op vestast á austanverðri langhlið. Þarna gæti hafa verið um stekk eða rétt að ræða, en tóftin gæti einnig hafa verið hús […]

Grindavík – þyrnar – Sjólyst

Skoðað var þyrnasvæðið (þistilssvæðið) við Sjólyst í Grindavík. Sagan segir að (blóð-)þyrnir hafi vaxið þar sem blóð heiðinna (Tyrkja) og kristinna (Grindvíkinga) blandaðist en alkunna er að heiðingjarnir réðust á þorpið friðsæla anno 1627. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir m.a. um Tyrkina í Grindavík “En svo segja Grindvíkingar og fleiri að þar vaxi þyrnir síðan […]

Garðahraun – Klettahraun – Gálgahraun

Gengið var um Garðahraun í ljósaskiptunum. Við slíkar aðstæður opinberast gjarnan svipbrigði hraunsins, líkt og litbrigðin á björtum sumarkvöldum. Hraun þetta nefnist ýmist Gálgahraun eða því er skipt í tvö nöfn, Garðahraun og Gálgahraun þar sem hið fyrrnefnda er suðausturhluti þess en hið síðarnefnda er nyrðri og vestari hlutinn. Miðhluti þess að sunnanverðu hefur einnig […]

Íslendingur – víkingaskipið

Vestmannaeyingurinn Gunnar Marel Eggertsson skipasmíðameistari ákvað að smíða eftirlíkingu af Gaukstaðaskipinu sem er á safni í Noregi. Hann byrjaði að byggja skipið í Héðinshúsinu í Reykjavík árið 1994. Skipið sem Gunnar smíðaði er 23,5 m á lengd og 5,5 m á breidd. Mastrið er 14,5 m. + toppurinn sem er 18 metrar. Seglið er 13o […]

Veröld undir hrauni

Eftirfarandi umfjöllun birtist í Morgunblaðinu 26. nóvember 2006 – í tilefni af útgáfu stórvirkisins „Íslenskir hellar“ eftir Björn Hróarsson. Það þarf varla að taka það fram að Björn Hróarsson er fremsti hellakönnuður landsins. Undanfarin 25 ár hefur hann leitað að hellum með félögum sínum, skoðað þekkta hella, safnað efni og undirbúið útkomu þessa mikla rits, […]