Stórhöfðastígur – nyrðri hluti
Skoðaður var Stórhöfðastígur í Stórhöfðahrauni. Stígurinn liggur frá suðurhorni Stórhöfða, með norðanverðum hraunkanti Óbrennishólabruna og til suðurs í gegnum Selhraun og áleiðis upp í Almenninga austan við Brunntorfur. Þaðan virðist stígurinn óljós en við nánari gaumgæfni má vel lesa sig eftir honum að Hraunhól norðan Fjallsins eina. Nú var ætlunin einungis að skoða stíginn þar […]