Entries by Ómar

Stórhöfðastígur – nyrðri hluti

Skoðaður var Stórhöfðastígur í Stórhöfðahrauni. Stígurinn liggur frá suðurhorni Stórhöfða, með norðanverðum hraunkanti Óbrennishólabruna og til suðurs í gegnum Selhraun og áleiðis upp í Almenninga austan við Brunntorfur. Þaðan virðist stígurinn óljós en við nánari gaumgæfni má vel lesa sig eftir honum að Hraunhól norðan Fjallsins eina. Nú var ætlunin einungis að skoða stíginn þar […]

Steinröðarstaðir

Landnáma getur ýmissa manna sem land námu á svæðinu og er Ingólfur Arnarson þar fyrstur nefndur til sögunnar og spannaði landnám hans land „milli Ölfusár ok Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli ok Öxarár, ok öll nes út.“  Þorgrímur bíldr er talin hafa byggt í landnámi Ingólfs, nánar tiltekið öll lönd fyrir ofan Þverá og byggði […]

Oddageirsnes

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (Kbh. 1923—24, III, 296) segir svo „um Oddageirsnes“, þegar lokið er lýsingu Grafarkots í Mosfellssveit, er síðar var lagt undir Gröf, núverandi Grafarholt: „Oddageirsnes, forn eyðijörð og hefur í auðn verið fram yfir allra þeirra manna minni, sem nú eru á lífi. Dýrleikann veit og enginn maður. Eigandinn […]

Núpshlíðarháls

Meginhálsar Reykjaneskagans eru tveir; Vesturháls og Austurháls, öðrum nöfnum Núpshlíðarháls og Sveifluháls. Báðir eru afurðir gosa á sprungureinum Norður-Atlantshafshryggjarins er ísaldarjökull þakkti landið. Meiri „hryggjarleifar“ eru á Reykjanesskaganum eftir gos á sprungureinum undir jökli, s.s. hluti Brennisteinsfjalla (Sandfell og Vörðufell) og Fagradalsfjall (og Vatnsfellin, Litli-Keilir og Keilir). Hér er ætlunin að gefa svolitla mynd af […]

Jóruhellir – Jórusöðull – Tindaskarð

Ætlunin var að ganga um Kleifardal að Jóruhelli og Jórukleif og síðan um Tindaskarð til baka. Jórukleif heitir langt klettabelti, sem liggur frá suðvestri til norðausturs. Að norðan endar Jórukleif í Sigríðarkleif ofan við Vatnsbrekkur. Kleifadalur er lítill dalur undir Jórukleif, djúpur og dálítið langur. Hann er milli Kleifadalshryggs og Jórukleifar. Sunnar en Litla-Sandfell er Jórutindur (396 […]

Íslenskir hellar

Stórvirkið „Íslenskir hellar“ eftir Björn Hróarsson er að koma út hjá Vöku-Helgafelli (Eddu útgáfu hf.). Um er að ræða tvær bækur í öskju. Bækurnar eru í stóru broti, 33 cm x 25 cm, opnan er þannig 33 cm á hæð og hálfur metri á breidd. Verkið í heild er 672 blaðsíður, fyrra bindið er 320 […]

Heródes – letursteinn

Álagasteinninn Heródes er vestan traðanna, innan garðs Vestari-Vesturbæjar í Þórkötlustaðahverfi. Sagnir eru um að steininn egi hvorki færa né raska honum á nokkurn hátt. Talið var að fornar rúnir væru markaðar á hlið steinsins, en ef vel er að gáð í réttri birtu má sjá þar klappað á bókstafinn „S“, ferkantaðan. Sú sögn hefur gengið […]

Flekkuleiði – letursteinn

Brunnar eru bæði vestan og norðan við Flekkuvíkurhúsið. Nyrðri brunnurinn er sjávarmegin við húsið. Hann er dýpri og virðist nýrri. Hinn brunnurinn er suðaustan við húsið, í túninu nálægt gömlu heimreiðinni. Túnið er að mestu sunnan og ofan við húsið. Syðst í því, svo til alveg undir túngarðinum ofanverðum er Flekkuleiði; lágur gróinn hóll, einn […]

Breiðabólstaðasel – Hafnarsel (Þorlákshafnarsel)

Þá var haldið frá Raufarhólshelli til vesturs í leit að Breiðabólstaðaseli. Gengið var yfir Þrengslaveginn, yfir gróðir hraun og upp á Raufarhól. Þetta eru breiðir og sléttir melhólar. Gengið er yfir þá með stefnu til vesturs að sunnanverðum Krossfjöllunum, rétt ofan við syðsta stapann. Gengið er yfir móa og síðan aftur upp á slétta mela. […]

Kistugerði – letursteinn

Vestan við Rafnkelsstaði í Garði er Kisturgerði. Þar segir þjóðsagan að sé fornmanngröf og í henni gullkista. Gerðið er í rauninni pollur undir klapparvegg, grænlitur. Reyndar eru áhöld um að staðsetningu gerðisins. Sumir telja það uppi á klöppunum og skammt utar, en skv. sögunni á að vera letursteinn með rúnum við það. Sá steinn er […]