Entries by Ómar

Selvogs-Jói

 Jóhann Selvogsingur (Selvogs-Jói) er fyrir löngu orðinn þjóðsagnarpersóna á Reykjanesskaganum – og það í lifandi lífi. Hann hefur á fjölmörgum ferðalögum sínum um svæðið tekist á við stríðandi náttúruöflin, válynd veður, útilegufólk, vætti og drauga – og jafnan haft betur. Auk þess talar hann við álfa og bæði hlustar á og skilur dýramál betur en nokkur […]

Hellishólsskjól – Hrauntunguhellrar

Í örnefnalýsingu Þorbjarnarstaða er getið um fjárskjól í Hrauntungum – Hrauntunguhellrar. Sá hellir er með heillegri fyrirhleðslu í jarðfalli norðarlega í Tungunum. Stór birkihrísla hindrar leiðina að opinu. Á hraunhvelinu er varða. Lýsingin segir hins vegar að „Efrigóm Hrauntungukjafts gerir Hellishóll. Hér í hólnum eru Hrauntunguhell[r]ar (að sögn Gísla Guðjónssonar; Gísli Sigurðsson kallar þá hins […]

Brynjudalur – Flúðastígur – Hvalskarð – Skinnhúfuhöfði

Gengið var frá Hrísakoti í Brynjudal um forna þjóðleið upp á Hrísháls, svonefndan Flúðastíg. Við hann er m.a. heit laug. Haldið var upp með Hvalskarðsá um Hvalskarð og inn að Hvalvatni (378 m.y.s.) með Súlur (1095 m.y.s.) og Hvalfell (848 m.y.s.) til sitt hvorrar handar. Framundan var Skinnhúfuhöfði þangað sem ferðinni var heitið. Í Skinnhúfuhelli […]

Skipsstígur – skjól

Skipsstígur er gömul þjóðleið milli Grindavíkur (Járngerðarstaða) og Njarðvíkur. Í dag má sjá götuna milli Sjónahóls ofan við Njarðvík að Nesvegi ofan Járngerðarstaða. Gatan er vörðuð alla leiðina og er Títublaðavarðan sú syðsta. Sagan segir að nafnið sé til komið annað hvort vegna þess að áhafnir hafi borið skip sín (árabáta) á milli byggðalaganna eftir […]

Skerseyri – Langeyri – Garðar – Völvuleiði – Garðastekkur – Gálgaklettar

Gengið var frá Skerseyri um Langeyri, litið á landamerkjavörðu Hafnarfjarðar og Garðabæjar neðan Bala, kíkt undir Balaklöppina, haldið yfir að Garðalind, skoðuð verk steinsmiðsins mikla frá Görðum, spáð í Völvuleiði og Garðastekk og síðan Sakamannagatan gengin að Gálgaklettum. Skerseyri og Skerseyrarmalir var nefnd fjaran frá gamla Hafnargarðinum út að Langeyri. Langeyri var í raun stutt […]

Prestsvarða – letursteinn

Í Rauðskinnu segir frá Prestsvörðunni: „Í heiðinni skammt fyrir ofan Leiru er mannhæðar há grjótvarða sem alltaf var nefnd Prestsvarða. Sagt var, að síra Sigurður Sívertsen (1808-1887), sem prestur var á Útskálum fyrrum, hafi einhverju sinni verið þarna á ferð að vetrarlagi. Kom hann úr Keflavík og ætlaði heim til sín að Útskálum. Talið var […]

Kleifarsel

Kleifarsel var, skv. heimildum, eitt þriggja selja frá Nesi í Grafningi. Það var í Jórukleif. Hin selin; Klængssel og Vallasel, voru undri Selklettum og nágrenni. Landnáma getur ýmissa manna sem land námu á svæðinu og er Ingólfur Arnarson þar fyrstur nefndur til sögunnar og spannaði landnám hans land „milli Ölfusár ok Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, […]

Grindavík – landamerki (Geir Bachmann)

Eftirfarandi er lýsing Geirs Barchmans, sóknarprests á Stað í Grindavík, á landamerkjum Grindavíkur. Hafa ber í huga að þegar þetta er skrifað hafði Geir verið u.þ.b. eitt ár í Grindavík og virðist ekki vel kunnugur öllum staðháttum. „Fram til 1946 náði Grindavíkurhreppur yfir tvær kirkjusóknir, Staðarsókn í Grindavík og Krýsuvíkursókn. Staðarsókn sem nefnd var Grindavíkursókn, […]

Urriðakot brennur

Í Þjóðviljanum árið 1967 mátti lesa eftirfarandi um bruna Urriðakotsbæjarins: „Slökkviðliðinu í Hafnarfirði var tilkynnt að eldur væri laus í Urriðakoti um klukkan tvö í gær. Urriðakot er eyðibýli fyrir ofan Setberg við Urriðavatn. Voru húsin orðin hálfónýt en notuð sem gripahús. Brunnu húsin til grunna og slökktu slökkviliðsmennimir í rústunum.“ Í Morgunblaðið þennan sama […]