Entries by Ómar

Fjárborgir – hlutverk – 1851

Vitað er um a.m.k. 140 fjárborgir og litlu færri beitarhús á Reykjanesskagnum svo ljóst er að víða hafa menn hlaðið sauðpeningnum skjól eða reft yfir hann undir það síðasta og það ekki að ástæðulausu. Lífið í þá daga snerist um að halda lífi í sauðkindinni – því sauðkindin hélt lífinu í mannfólkinu. Auk þessa var […]

Tómas Þorvaldsson – Gatan mín… II

Jökull Jakobsson gengur með Tómasi Þorvaldssyni forstjóra um Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Frá 3.mars 1973. Þetta er annar hluti. Her er birtur er meginhluti viðtalsins: „Við höldum áfram göngu okkar í Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Nú höldum við áleiðis til sjávar. Hér er dálítil skúraþyrping. Tómas Þorvaldsson heldur áfram að segja okkur deili á húsum og fólki.“ […]

Kálfatjörn – letursteinn (A°1790)

Árna Óla fjallar um leturstein í bók sinni „Strönd og Vogar“ (1961) í hlaðinni brú gamla Kirkjuveginum vestan Kálfatjarnar (bls. 230-232). Þar segir hann m.a.: „Fyrir sunnan eða vestan Kálfatjörn er farvegur, sem nefnist Rás… Yfir Rásina hefur verið hlaðin göngubrú úr grjóti, svo að menn gæti komizt þar yfir þurrum fótum. Sjálfsagt hefir brú […]

Fornleifar – um hvað eru þær heimildir?

Eftirfarandi er úr grein Orra Vésteinssonar er birtist í Lesbók MBL laugardaginn 3. mars árið 2001: „ÖLLUM fornleifum fylgir sá kostur að þær eru áþreifanlegar og ótvíræðar að vissu marki. Rituð heimild getur verið tilbúin eða ýkt, en sverð er sverð og spjót er spjót, hvorki meira né minna,“ sagði Kristján Eldjárn í lokaorðum rannsóknar […]

Kolhólsleið – Gjáarrétt

Hér er úrdráttur af lýsingu Kolhólsleiðar í Áföngum, ferðahandbók hestamannsins: „Við ríðum út úr hesthúsahverfi hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi og stefnum ti austurs. Farinn er slóði. sem myndast hefur á síðustu árum norðanvert í Hnoðraholti. Liggur hann að tveimur sérkennilegm hólum, nyrst og austast í Hnoðraholti. Hólar þessir heita Hádegishólar og eru gamalt eyktarmark frá […]

Vegalengdir á Reykjanesi – niðurstaða rannsókna

Miðað við nýjustu rannsóknir eru vegalengdir á milli þéttbýlissvæða á Reykjanesi frekar stuttar ef tekið er mið af landsmeðaltali. Önnur merkileg niðurstaða þessara rannsókna staðfestir að vegalengdir milli tveggja tiltekinna staða eru nákvæmlega þær sömu, hvort sem farið er fram eða til baka. Einn liður rannsóknanna var að mæla fjarlægðir frá vegi í áhugaverðustu útivistarsvæðin. […]

Járnbrautarvegur í Hafnarfjarðarhrauni

„Merkilegar hleðslur eru enn sjáanlegar í hrauninu suðvestur af Flötunum, handan við Hraunsholtslækinn, sem heitir reyndar Vífilsstaðalækur örlítið ofar þar sem hann renndur úr Vífilsstaðavatni. Þessar hleðslur vitna um vegasögu okkar og hægt er að aldursgreina þær nákvæmlega því þarna voru vinnuflokkar að störfum fyrri hluta árs 1918 á sama tíma og mikil harðindi með […]

Hamrahlíð undir Úlfarsfelli

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar um Blikastaði í Mosfellshreppi segir m.a. um bæinn Hamrahlíð, sem nú er kominn í eyði: „Jörð í Mosfellssveit, uppl[ýsingar] gaf þar Helga Magnúsdóttir, húsfreyja þar á staðnum. Fjallið fyrir ofan bæinn, austur frá bæ, heitir Hamrahlíð. Þar nokkuð norðarlega er skarð, klettalaust upp á fjallið, er blasir við, þegar komið er […]

Rauðhólar – leynileg stjórnstöð

Kristján Már Unnarsson skrifaði um Rauðhóla 15. nóvember 2022 þar sem Friðþór Eydal fjallar um falda leynilega stjórnstöð Bandaríkjahers í gígum hólanna: „Ein mikilvægasta herstöðin á Íslandi á árum síðari heimsstyrjaldar var starfrækt í Rauðhólum. Stöðin var vel falin ofan í gervigígum og þaðan var loftvörnum Íslands stjórnað. Nánast ekkert hefur verið ritað um þessa […]

Rauðhólar – ekki Bretum um að kenna

Kristján Már Unnarsson fjallaði þann 14. nóvember 2022 um Rauðhóla ofan Reykjavíkur í þættinum „Um land allt„: „Friðþór Eydal er höfundur bóka um hernaðarumsvif á stríðsárunum á Íslandi segir ekki breska hernum um að kenna hvernig Rauðhólar fóru. Það var ekki breski herinn sem eyðilagði Rauðhólana við gerð Reykjavíkurflugvallar heldur borgarbúar sjálfir vegna gatnagerðar. Loftmynd sem […]