Hvaleyrarvatn – nykur III
Svo hefur Gísli Sigurðsson skráð í handriti sínu um “Líf og þjóðhættir í Hafnarfirði frá 14. öld” um nykurinn í Hvaleyrarvatni: “Selstöð átti Hvaleyri við Hvaleyrarvatn og þar höfðu bændurnir í seli frá fornu fari. Sér enn tættur seljanna við sunnanvert vatnið. Þau hjón Jón og Þórunn héldu uppteknum hætti Hvaleyrarbænda og höfðu í seli […]