Entries by Ómar

Þórkötlustaðanes I

Gengið var um Þórkötlustaðanes undir leiðsögn Péturs Guðjónssonar, en hann er fæddur í einum af þremur bæjum, Höfn, sem voru í Nesinu. Hinir tveir voru Arnarhvol og Þórshamar. Þórshamar stendur að hluta vestan við Flæðitjörnina. Útveggir eru heilir. Gengið var frá Höfn, sem var sunnan við veginn. Húsið var flutt vestur í hverfi um miðjan […]

Festarfjall – saga

Austarlega í Grindavík, hér um bil miðja vegu milli bæjanna Hrauns og Ísólfsskála, er þverhnípt fell fram við sjóinn, sem heitir Festarfjall. Neðan undir felli þessu er hátt blágrýtisstandberg og ægisandur undir sem ganga má þurrum fótum með lágum sjó. Frá Hrauni blasir við í miðju berginu grá rák sem gengur þráðbeint upp í gegnum […]

Breiðholt – tóftir

Lítið er nú eftir af bænum Breiðholti, sem samnefnt hverfi í Reykjavík dregur nú nafn sitt af. Gamla bæjarstæðið var friðlýst árið 1981. Í Friðlýsingaskránni frá 1990 segir eftirfarandi um Breiðholt. „Hið gamla bæjarstæði Breiðholts, ásamt kirkjutóft og kirkjugarði, um 15-30 m norður frá húsinu Grjótaseli 21. Skjal undirritað af ÞM 28.07. 1981. Þinglýst 28.08.1981.“ […]

Hvassahraunsskúti – Loftsskúti – Virkishólahellir – Skógarnefsskúti

Gengið var upp frá Hvassahrauni og Rjúpnadals- og Geldingahraunin gaumgæfð. Ætlunin var að skoða skúta skammt sunnan Reykjanesbrautar, suðaustan við Hjallhóla, mögulegan Loftsskúta ofan við Virkishóla, kíkja niður í svonefndan Virkishólahelli, nýfundinn, og skoða svo hugsanlegan stað í Skógarnefi er leitt gæti til langþráðrar uppljóstrunar um Skógarnefsskútann, sem getið er um í örnefnaslýsingu fyrir Hvassahraun, […]

Lýsing á Höfnum – Brandur Guðmundsson 1840

Hér á eftir ferð „Lýsing á Höfnum“ eptir Brand hreppstjóra Guðmundsson í Kirkjuvogi og birtist í Blöndu 1923 – prentað eptir eigin handarriti hans, úr safni, Bókmentafélagsins 72 fol. í Lbs. Hefur hann sent skýrslu þessa sóknarpresti sínum §íra Sigurði B. Siverfsen a Útskálum og samið hana eptir beiðni hans, sem sóknarlýsingu Kirkjuvogssóknar um 1840. […]

Æskudagar í Höfnum – Vigdís Ketilsdóttir

Í Fálkanum 1963 er viðtal við Vigdísi Ketilsdóttur frá Kotvogi í Höfnum undir yfirskriftinni „Æskudagar í Höfnum„. Hún var þá 95 ára og mjög vel ern. Sveinn Sæmundsson skrifaði viðtalið. Þar segir m.a.: „Á nítjándu öldinni, þegar allur almenningur barðist í bökkum, en ný tækni var að koma til sögunnar fór mikið orð af ríkidæmi […]

Tyrkir í Grindavík – saga

„Það er alkunnugt að þegar Tyrkjar rændu hér á landi 1627 gjörðu þeir landgöngu í Grindavík. Segja menn þeir hafi komið upp á Járngerðarstöðum og söfnuðust menn saman og gengu móti þeim og varð bardagi í fiskigörðunum fyrir ofan varirnar. Þá bjó karl gamall á Ísólfsskála. Hann átti stálpaðan son; rauða meri átti hann líka. […]

Þórkötlustaðahverfi – skráning fornleifa

Þegar fornleifaskráningar eru annars vegar eiga fornleifa- eða sagnfræðingar (allt eftir hverjir vinna úr skráðum heimildum) stundum það til að taka fyrirliggjandi gögn sem gefin. Tökum einfalt dæmi; Árið 2018 var gerð skýrsla um „Fornleifar í Þókötlustaðahverfi“ í Grindavík með undirskriftinni „Verndarsvæði í byggð“. Upplýsingar í skýrslunni eru m.a. byggðar á Túnakorti af Þórkötlustöðum frá […]

Kolagrafir I

Kolagrafir hafa verið til allt frá því er landið byggðist. Kolin voru nauðsynleg til upphitunar og járngerðar, en auk þeirra var ýmsu öðru til tjaldað er verma þurfti híbýli og óna. Skilgreiningin á kolum er þessi: „Fast eldsneyti úr ummynduðum plöntuleifum. Í náttúrunni verða kol til úr jurtaleifum sem setjast til í mýrum og fenjum og ná ekki að […]

Þórkatla og Járngerður – saga

Þórkatla bjó á Þórkötlustöðum í Grindavík, en Járngerður á Járngerðarstöðum. Báðar voru þær giftar. Einu sinni sem oftar voru karlarnir þeirra báðir á sjó. Nú gjörði mikið brim og héldu báðir til lands. Þórkötlu karl fekk gott lag á Þorkötlustaðasundi og komst af. Þá varð Þórkatla fegin og mælti hún svo fyrir að á því […]