Entries by Ómar

Húshólmi 1

Ætlunin var að berja þetta fágæta og jafnframt dýrmæta svæði auga og skoða hinar merkilegum minjar á því. Nú er ljóst að vegstæði svonefnds Suðurstrandarvegar mun ekki liggja yfir Hólmann, eins og ein möguleg tillagan af þremur kvað á um. Átti það m.a. að liggja yfir fjárborgina, sem síðar verður nefnd. Vegir eru mikilvægir nútíðinni, […]

Veltufé….

Fé geymist í fjárgeymslum og líta má á afvelta kindur sem veltufé. Fé Grindvíkinga varslast í beitarhólfi í Krýsuvíkurlandi. Fjárigóð beitin virðist mörgu fénu um megn því a.m.k fimm sinnum í sumar hafa FERLIRsfélagar þurft að koma þar afvelta fé á lappirnar, líkt og þessari, sem gengið var fram á ofan við Litla-Hamradal síðdegis. Kindin […]

Endurnýjun I…

FERLIR  endurnýjaði nýlega (2022) tvö af átta sögu- og minjaskiltum Grindavíkur með stuðningi bæjaryfirvalda, þ.e. við gömlu kirkjuna og á Þórkötlustaðanesi. Þau voru orðin 11 ára gömul og höfðu látið verulega á sjá vegna ágangs ljóss, veðurs og vinda. Skiltunum er ætlað að vera bæjarbúum og gestum þeirra til fróðleiks um þeirra næsta áhugaverða umhverfi. […]

Dyravegur – Þorvaldur Thoroddsen 1983

Í „Ferðir á Suðurlandi sumarið 1883, eftir Þorvald Thoroddsen í Andvara árið 1984 segir m.a. um Dyraveginn: „Frá Nesjavöllum fórum við Dyraveg. Hann er mjög brattur að austan. Dyrafjöll ganga norður úr Henglinum og eru rúm 1300 fet á hæð. Þau eru úr móbergi, tveir jafnhliða fjallaranar; móbergið er fjarskalega sundurjetið af áhrifum lopts og […]

Grafningsvegur um Mosfellsheiði

Magnús Gíslason skrifaði um ferðalag sitt um „Um Grafning“, í Vísi árið 1912: „Það mun hvorki þykja langt nje markvert ferðalag, að fara austur í Grafning úr Reykjavík, sjer til skemtunar. En það er jafnan sjerstakt fyrir þá, sem fara að sjá gamlar æskustöðvar og eiga þar frændur og vini, að heimsækja. Þannig var það fyrir […]

Selvogur – Konráð Bjarnason

Konráð Bjarnason frá Þorkelsgerði í Selvogi skrifaði grein í Lesbók Morgunblaðsins 1999 um Selvog. Greinin bar yfirskriftina „Hér fer allt að mínum vilja“. „Höfundurinn hefur þá sérstöðu að hafa verið í vist um tíma hjá Hlín Johnson og Einari skáldi Benediktssyni á fyrsta ári þeirra í Herdísarvík. Með unglingnum úr Selvoginum og skáldinu tókust góð […]

Kirkjan á Strönd – upphaf

Bóndi nokkur úr Árnessýslu fór til Noregs á eigin skipi og erindi hans var að ná í góðan við til húsbyggingar. Sagan hefst þar sem bóndinn og félagar hans eru á heimleið og hafa siglt lengi. Veðrið var að versna og sjór orðinn úfinn. Veðrið dimmdi enn þar til þeir vissu ekki hvert skyldi halda. […]

Alfaraleið

Gengin var Alfaraleiðin frá Hvaleyri að Hvassahrauni. Alfaraleiðin er gamla þjóðleiðin milli Innnesja og Útnesja frá Hafnarfirði. Frá Útnesjum var haldið á Suðurnes; Garð, Sandgerði og Hafnir. Leiðin er vel mörkuð í landið og því tiltölulega auðvelt að fylgja henni þar sem hún liggur framhjá Þorbjarnastöðum í Hraunum (fór í eyði um 1930) og áfram […]

Dyradalur – Sköflungur – Jórukleif – Hestagjá

Eftirfarandi lýsing um Sköflung og nágenni er eftir Sigurð Kristinsson og birtist í Morgunblaðinu árið 1991: „Ganga má eftir hryggnum vestan Dyradals og halda beint til norðurs í Folaldadali, sem eru austan móbergskambs þess er Sköflungur nefnist. Verða þá á hægri hönd nokkrir tindar á hrygg vestan Sporhelludals. Í framhaldi þess hryggjar eru Hátindur (425 […]

Strandarkirkja II

Eftirfarandi grein birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins árið 1985. Efnið er að miklu leiti byggt á upplýsingum frá Rafni Bjarnasyni, kirkjuverði, frá Þorkelsgerði í Selvogi. Hann lést ári seinna, eða 31. ágúst 1986. „Út við ysta haf, þar sem kaldar bárur kveða við grátt fjörugrjótið, stendur kirkja sem sögð er reist að tilvísun yfirnáttúrulegra afla. Allar […]