Herdísarvík

Konráð Bjarnason frá Þorkelsgerði í Selvogi skrifaði grein í Lesbók Morgunblaðsins 1999 um Selvog. Greinin bar yfirskriftina “Hér fer allt að mínum vilja”.
Konrad bjarnason“Höfundurinn hefur þá sérstöðu að hafa verið í vist um tíma hjá Hlín Johnson og Einari skáldi Benediktssyni á fyrsta ári þeirra í Herdísarvík. Með unglingnum úr Selvoginum og skáldinu tókust góð kynni og stundum fór skáldið á flug. Auk þess er hér rakin saga ábúðar og eignarhalds á Krýsuvík og Herdísarvík, en Einar átti þær báðar. Herdísarvík keypti hann með þremur Norðmönnum árið 1910.
Undur og býsn gengu yfir íslenska þjóð þegar hinn ríkisrekni fjölmiðill Sjónvarpið frumsýndi þann 26. desember 1998 leikrit sem unnið var upp úr harmsögulegu dómsmáli frá 1893 að Svalbarði í Þistilfirði. Í leikriti þessu eru glæpsamlegar sakir yfirfærðar frá sakborningum á heimilisfólk og embættismenn, þar með hinn unga þá setta sýslumann og dómara Einar Benediktsson, síðar skáldjöfur þjóðar sinnar. Nú vill svo til að undirritaður varð þeirrar blessunar aðnjótandi á árinu 1934 að eiga í fjóra mánuði þau Einar skáld Benediktsson og bústýru hans Hlín Johnson að húsbændum á eignarjörð skáldsins í Herdísarvík. Þá átti hann enn höfuðbólið Krýsuvík í Gullbringusýslu. Jarðir þessar áttu merka og litríka sögu.
Einar skáld Benediktsson er sagður hafa keypt Krýsuvík og Herdísarvík af Jóni Magnússyni 1908 ásamt Arnemann skartgripasala í Osló. Skömmu síðar fer fram sala og endurkaup milli sömu aðila sem Herdekki verður hér skilgreint nánar. En við allsherjarmanntal 1910 er eftirfarandi bókað: Krýsuvík ábúandi Jón Magnússon. Eigandi fyrrverandi sýslumaður Einar Benediktsson og 3 Norðmenn”. Einar virðist frá upphafi hafa verið eigandi að Herdísarvík. En það er ekki fyrr en 13. desember 1928 sem Einar skáld kaupir báðar nefndar jarðir af Arnemann fyrir 30 þúsundir króna.
Þórarinn flytur alfarinn frá Herdísarvík til Reykjavíkur á vordögum 1927. Næsti ábúandi þar varð Ólafur Þorvaldsson frá Ási við Hafnarfjörð. Þegar Ólafur fær vitneskju um að Herdísarvík sé laus til ábúðar fer hann á fund jarðareigandans Einars skálds Benediktssonar, sem þá er í Reykjavík, og semst með þeim um 5 ára ábúð í Herdísarvík eða til 1932. Ólafur var þá með ófullnægjandi búsetu að Sveinskoti í Hvaleyrarhverfi. Hann kom þangað ári áður frá 6 ára búsetu að Stakkhamri í Miklaholtshreppi með 200 fjár. Ólafur kaupir útigangsær Þórarins með lömbum og selur sauðfé sitt að vestan.
HerdisarÓlafur rekur útigangsfjárbú sitt í Herdísarvík frá haustdögum 1927 með vinnumanni sínum til vordaga 1928 að hann kemur þangað með fjölskylduna. Búskapur hans hefur verið farsæll í 5 ár þegar hann er enn ófarinn án framlengingar ábúðar eftir fardaga 1932. En um fyrrihluta júlímánaðar kemur eigandi jarðarinnar, Einar Benediktsson ásamt sambýliskonu sinni Hlín Johnson til búsetu þar. En Ólafur naut velvildar jarðeiganda og hélt búsetu fram að fardögum 1933 en með verulega aðþrengdu húsrými í gamla bænum þar til hús Einars skálds yrði fullbyggt.
Á bílum var fært að sumri í þurrkatíð frá Hrauni í Ölfusi og út í Selvog vegna þess að árið 1931 breikkuðu Selvogsmenn með handverkfærum hestagötuna frá Hlíðarenda og færðu hana ofar frá Hlíðarendahelli með stefnu á Selvogsheiði.

Herdisa

Gamla leiðin lá um aldir niður Djúpadalshraun í Hlíðarendalandi og sunnan undir heiðinni allt til Hásteinaflags. En breikkaði vegurinn lá yfir heiðina, niður Pétursleiti vestan við Hellisþúfu og á gamla veginn vestan við Hásteinaflag. Þess vegna komst drossía á þurrum júlídegi niður að Miðvogstúngarði.
Var þetta síðla dags og vorum við þá nokkrir táningar komnir á vettvang og vitni að því er fararstjórinn, þéttur á velli með erlent yfirbragð, sté fyrstur út og kynnti sig sem Óskar Clausen. Hann væri kominn til Selvogs með skáldið Einar Benediktsson og æskti leiðsagnar að höfuðbólinu Nesi, sem var auðsótt. Þar með steig höfuðskáld þjóðarinnar ásamt föruneyti út úr bifreiðinni. Var þá fullljóst að ekki var ofsagt það sem áður var heyrt um glæsimennið Einar skáld. Hann var mikill á velli, með hæstu mönnum, höfðinglegur í fasi og frakkaklæddur. Eftir fylgdi kápuklædd kona og drengur nær fermingu. Þau fengu góðar móttökur og gistingu hjá Guðmundi bónda Jónssyni sem þá var fjárríkastur á landinu. Hann flutti Einar skáld og fjölskyldu næsta dag á hestum til Herdísarvíkur.
Einar BenedNokkrum dögum eftir komu Einars skálds og Hlínar til Herdísarvíkur verður ljóst að hún var tímabær í vel skipulagðri framkvæmdaáætlun sem gengur upp með því að nógur mannskapur er kominn á vettvang til uppskipunar á varningi miklum úr strandferðaskipinu Skaftfellingi. Hann fór svo nærri landi sem mest hann mátti svo stutt yrði með flutning á opnum báti í lendingarvör. Gekk greiðlega að koma farmi skipsins á land.
Mest fór fyrir tilsniðnum húsagerðarvið sem var einnig í fullgerðum einingum ásamt stórum þilplötum til klæðingar innanhúss og þakjárni. Einnig var þar mikil eldavél ásamt miðstöðvarofnum tengdum henni. Húsgögn og fyrirferðarmikið bókasafn skáldsins, mjölmeti til langs tíma og eldsneytisbirgðir. Flutningur af sjávarkambi til síns staðar fylgdi fast á eftir.
Sigurður Halldórsson yfirsmiður hafði veg og vanda af gerð hússins og úttekt efnis. Sala á búslóð og málverkum skáldsins gekk til innréttingar ásamt sparifé Hlínar. Óskráður gefandi timburefnis var Sveinn Magnús Sveinsson forstjóri Völundar og tengdasonur prófessors Haraldar Níelssonar. Haraldur var prestur í Laugarnesspítala og hjá ekkju hans þar átti Einar skáld húsnæðisathvarf 1930.
Húsi skáldsins var valinn staður við norðurtúngarð. Bændur og smiðir úr Selvogi komu til liðs við yfirsmið. Grunnur er lagður og hús reist á 6 vikna tíma og fullbúið 8. september 1932. Samtímis flytja Einar skáld og Hlín þar inn. Húsið er búið þeim þægindum sem staðhættir leyfa. Þar með hefur Ólafur og fjölskylda endurheimt allt húsrými gamla bæjarins.
Hlín, hin mikla húsfreyja innanhúss, hefur einnig allt framkvæmdavald utanhúss í Herdísarvík. Selvogsmönnum er ljúft að vinna fyrir hana aðkallandi verk. Þeir eru komnir á vettvang þegar hún þurfti á starfskröftum þeirra að halda.
HerdisarviEins og áður sagði hélt Ólafur búsetu fram að fardögum 1933. En þegar gamli bærinn er orðinn mannlaus lætur Hlín taka niður þök hans og innréttingar og flytja til endurnýjunar á húsum þeim er stóðu vestur af húsi skáldsins og austast byggja þeir upp veggjatóft í sömu stærð og fremri baðstofu gamla bæjar. Margir menn vinna það þrekvirki að bera í heilu lagi skarsúðarþekjuna og leggja niður á veggsyllur hinnar nýju tóftar sem verður alþiljað hús ásamt anddyri með risi. Gömlu rúmin eru þar uppsett meðfram veggjum og þar verður notaleg vistarvera fyrir þá sem eru í vinnumennsku fyrir húsbændur í Herdísarvík.
Nú er komið að nærmynd af skáldinu Einari Benediktssyni. Á sunnudegi í marsmánuði 1934 erum við 6 manns úr Selvogi lent á opnu vélskipi í ládauðum sjó við Helluna í gömlu vörinni undan Gerðinu í Herdísarvík. Við bindum skipið með landfestum og göngum eftir Dalnum heim að húsi skáldsins.

Hlín Johnsen

Hlín Johnsen.

Húsfrú Hlín kemur til dyra og formaður segir henni að hann hafi langað til þess að endurnýja góð kynni sín af Gerðisvör. Fær þetta góðan hljómgrunn hjá húsfrú sem býður okkur til stofu. Þetta er í eftirmiðdag og söngur frá útvarpsmessu hljómar. Skáldið situr í miklum leðurstól og hlýðir á sönginn. Hann er vel klæddur. Hann rís á fætur við komu okkar og er sýnt að stórpersónuleiki hans er enn í fullu gildi. Hann tekur okkur með ljúfmennsku, býður okkur sæti og að hlusta á messulok. Hann var fyrstur í Selvogi að eignast útvarpsviðtæki sem var þá mikið tækniundur. Hlín ber inn góðgerðir og skáldið gengur um gólf. Er sem hann endurheimti brotabrot af fyrri mekt.
HerdisarvikurbaerinnÁ vordögum 1934 er ég kominn til vistar hjá húsbændum Herdísarvíkur sem bera eindæma persónuleika. Áður en lengra er haldið langar mig að fram komi eftirfarandi samkvæmt vitneskju á ættaslóð 55 árum síðar: Ætt Einars skálds er flestum kunn en með það í huga að hann er sestur að búi í Strandarsókn má minna á að langafi hans, séra Benedikt Sveinsson, þjónaði sömu sókn í 10 ár með búsetu að Vogsósum og að móðir Benedikts var Anna Eiríksdóttir, alsystir Jóns hins stórgáfaða og fjölmenntaða prófessors, etasráðs og konferensráðs í Kaupmannahöfn. Sonur Benedikts, afi Einars skálds, var séra Sveinn, fæddur að Vogsósum 22. mars 1792.
Hlín var fædd 16. nóvember 1876 í Bárðardal í Lundarbrekkusókn og voru foreldrar hennar Arnfríður Guðrún Sigurðardóttir, þá 22 ára, og Jón, þá 25 ára, Erlendsson skálds og alþingismanns að Garði í Kelduhverfi, Gottskálkssonar. Jón nefndi sig Eldon, var skáld, fór til Vesturheims og var ritstjóri blaðs þar um skeið. Þau giftust ekki. En móðir Hlínar giftist bónda í Bárðardal og var hún með móður Herdissinni til 5 ára aldurs.
Þá varð hún fósturdóttir móðurmóður sinnar, Guðrúnar Erlendsdóttur, bónda að Rauðá í Ljósavatnshreppi, Sturlusonar. Var Guðrún þá ekkja hjá dóttur sinni, ljósmóður að Sandhaugum í Bárðardal (alsystir móður Hlínar). Hlín giftist Ingólfi Jónssyni frá Jarlsstöðum í Bárðardal. Þau bjuggu fyrst í Eyjafirði, síðan í Kanada og síðast að Innrahólmi á Akranesi í 8 ár. Þá kom brestur í hjónaband þeirra og þau slitu samvistum. Þau áttu mörg myndarleg börn. Ingólfur var sagður röskur maður til allra verka.
Á nefndum vordögum 1934 ber það til tíðinda að búskapur hefur lagst af á höfuðbólinu Krýsuvík og útbýlum þess, þar með að Nýjabæ. Eigandinn, Einar skáld, situr að búi sínu í Herdísarvík og framkvæmdastjóri hans, Hlín Johnson, fær það viðfangsefni hvernig nýta megi hin gamalgrónu tún. Henni verður efst í huga búdrýgindi af heysölu til þéttbýlis þegar hún bjó að Innrahólmi á Akranesi.

Ogmund

Ef það yrði endurtekið þurfti að gera akfæran veg frá Ísólfsskála til Krýsuvíkur. Hún fær vitneskju um möguleika þess hjá manni er vel þekkti leið þessa. Hún gerir hann að verkstjóra vegagerðarinnar sem felst í því að breikka gamla veginn. Verkið reyndist erfiðast í Ögmundarhrauni en eftir það má þræða að mestu leyti melfláka til Krýsuvíkur. Hlín auglýsir eftir mönnum og velur úr stórum hópi tvo dugnaðarlega Arnfirðinga. Þeir koma til Herdísarvíkur og eru þar nokkra daga, einkum við að koma niður grænmeti í kálgarða. Þeir fara svo þaðan með verkstjóra sínum til vegagerðarinnar og verða þar oftast fjórir saman. Þeir hafa vagn og hest og vinna með skóflum og haka. Arnfirðingar komu ekki aftur til Herdísarvíkur. Vegagerðarmönnum Hlínar tókst að koma á bílfærum vegi til Krýsuvíkur í þann mund sem túnsláttur í Nýjabæ er tímabær laust fyrir lok júlímánaðar. Baðstofuhús Nýjabæjar er fyrir skömmu yfirgefið og þokkaleg vistarvera þeirra vegagerðarmanna sem nú ganga til heyskapar á velsprottnu túni. Um fyrrihluta septembermánaðar eru tún Krýsuvíkur fullsprottin. Ganga þá sömu heyskaparmenn til verks þar að viðbættum tveimur sláttumönnum frá Grindavík. Í Nýjabæ er aðsetur heyskaparmanna og afbragðs ráðskona sér um matreiðslu. Fullþurrkað hey er flutt frá Krýsuvík með vörubílum. Um arðsemi er ekki kunnugt en framkvæmdastjóri jarðeiganda, Hlín, fór með sigur af hólmi.
Stori nyibaerNú verður í knöppu máli minnst vistar minnar á sumardögum 1934 í Herdísarvík og umgengni við heimsborgaralega húsbændur. Ég naut nánast einn baðstofu húsnæðisins, fór á fætur á níunda tíma, gekk til húss skáldsins og inn um vesturdyr til hins virðulega eldhúss. Hlín hafði þá lokið bakstri á sínum óviðjafnanlegu flatkökum og morgunverður er lagður á eldhúsborðið. Hlín fer að mjólka kýr sínar en setur mér áður fyrir nokkur snúningsverk: sækja vatn í bæinn, kljúfa við í eldinn og stundum að vitja um silunganetið í tjörninni. En er kom að heimatúnslætti sló ég það með orfi og ljá en Hlín rakaði og saman unnum við að heyþurrkun og bindingu þess. Gott var að vinna fyrir og með Hlín sem ávallt ávarpaði mig með orðinu “gæskur”. Hún sagði mér frá harðri lífsreynslu sinni þegar hún bjó í Kanada og varð að reka nautgripi langar leiðir til vatns þegar frost náði 40 gráðum. Og hún sagði mér frá yndislegum dögum þegar hún átti heima í Buenos Aires í Argentínu þar sem stórbændur voru svo gestrisnir að gera ráð fyrir umframmat daglega vegna gesta. Margir Evrópumenn misnotuðu þessa rausn og urðu að iðjuleysingjum. Hún minntist þá oft á fiskimennina glaðlyndu sem komu syngjandi að landi með feng sinn og söngur þeirra minnti með ólíkindum á íslenskan kveðanda.
EiEinar svaf vel út en var oftast kominn á fætur uppábúinn um ellefuleytið. Hlín bar honum hádegismat í aðalstofu sem var léttur og fábrotinn og miðaðist við heilsufar. Skáldið drakk hvorki kaffi né te en matnum fylgdi eitt til tvö lítil staup af léttu víni sem geymt var í 30 lítra glerkeri í litlu búri. Hlín distileraði það og deyfði niður í Spánarvínsstyrk og bragðbætti það með ýmsum jurtum. Þar stóð kanna á borði og lítil staup tiltæk handa skáldinu til vínneyslu samkvæmt læknisráði. Aldrei gekk skáldið þar inn en var neytandi fyrir milligöngu annarra. Einar gekk á þurrviðrisdögum eftir hádegi uppáklæddur austur í Dal og Gerði. Hann hafði minnisbók í vasa ef áorkan vitjaði skáldsins. Einar hlustaði á útvarpið, einkum fréttir og tónlist. Það vakti athygli þegar tríó Þórarins Guðmundssonar lék sígilda tónlist að Einar tók undir með léttbarítónrödd sinni og oftast í þríundarharmóneringu við laglínu. Ekki var séð að Einar læsi bækur utan að líta í þær og þá einkum sínar eigin ljóðabækur sem voru nærtækar á borði. Ekki talaði Einar til þeirra manna er komu erinda eða til smáviðvika að Herdísarvík. Ekki minnist ég orðaskipta milli Einars og Hlínar í annarra áheyrn nema þá á ensku þegar þörf var á.
Skáldjöfurinn sem hafði í einför glímt við fyrirbærið mannlíf í litríkri orðgnótt var nú að ganga inn í einsemd mannlegrar hrörnunar með skuggum og skúraskini. Ég naut þess verðleika sem heimilismaður, ungur að árum og fámáll, að verða áheyrandi skáldsins þegar birti fyrir hugarsjónum hans og augu tóku að gneista á ný.

Herdis

Ég man þegar skáldið ávarpaði mig fyrst. Það var sunnan við hús þegar ég bar þungar vatnsfötur frá vatnslind til bæjar og hann sagði: “Mér er illa við að sjá menn eyða orku sinni að þarflausu. Ég hef lengi vakið athygli á orku frá vindmyllu á húsþaki.” Það er rigning og Hlín sinnir búgripum, skáldið hefur sest á stól í eldhúsinu. Einar spyr hvort ég vilji koma í krók við sig. Við krækjum saman löngutöngum og Einar segir að ekki þurfi að hlífa sér. Ég legg mig fram og dreg ekki kraftamennið Einar upp og hann segir: “Kallarðu þetta ekki gott af sjötugum manni?” Þetta gæti hafa þjónað tilgangi. Við færumst nær hvor öðrum. Einar vill tala við áheyranda sinn og spyr hvaða hugmynd ég hafi um hjónabönd. Hann væntir ekki svars og segir dæmisögu: ,Þú sest niður á hné mér með mínu leyfi og ert í fangi mér og ég er ánægður með það um stund. En það kemur að því að mig langar til þess að standa upp en þá er ég háður öðrum um það.” Eins og í framhaldi af sögðu segir skáldið: “Mér er illa við það sem ég kalla gúdtempler vegna þess að sjálfsákvörðunarréttur mannsins er dýrasta eign hans og ekki er leyfilegt að afhenda hann öðrum.”
Herdisarvik-800Einar skáld var fagurkeri og ekki sáttur við álappalegt göngulag svo og er varðaði skáldlega tilburði sem gætu verið vítaverðir. Fór með eftirfarandi dæmi því til staðfestingar: “Sólin gyllir fjöllin há; heldur svona myndarlega; ekki er Drottinn ennþá dauður og ekkert gerir hann kindarlega”.
Einn góðveðursdag í hægum norðanandvara erum við Einar staddir við norðurtúngarð nokkru austar húsinu. Hann var þá að koma úr göngu sinni austan úr Gerði og er vel upplagður. Hann lítur til sjávar og flytur eftirfarandi orðræðu á hljómfögru máli sínu: “Ég hef uppgötvað að hér blandast saman fjalla- og sjávarloft sem er heilsusamlegt. Hvernig getur maður nýtt sér það? Jú, það fyrsta sem þarf að gera er að fá sérfræðing sem undirritar yfirlýsingu um hið góða loftslag sem lengir lífið og auglýst verður í erlendum blöðum, einkum enskum því Englendingar vilja lifa sem lengst. Til þess að geta tekið á móti þeim þarf að byggja Sanatorium. Við höfum fiskinn úr sjónum, silunginn úr vatninu. “Hann segir svo, sem í annarri tóntegund: “Ég sé engan annan möguleika til þess að verða ríkur í þessu hundsrassgati.” Mér varð ónotalega við niðurlag orðræðunnar.
Herdisarvik-801Hugstæðustu samskipti mín við skáldið í Herdísarvík áttu sér stað að kvöldi dags. Jón Eldon er ekki heima og Hlín er nýgengin út til að mjólka kýr sínar og ég er á leið út úr húsinu þegar Einar kemur úr aðalstofu og spyr hvort ég geti náð í staup fyrir sig. Ég hika, því þetta var ekki í mínum verkahring. Einar les hugsanir og segir: “Þú getur treyst því að hér fer allt að mínum vilja. Það mundi ekki skríða mús eftir gólfinu nema með mínum vilja. “Ég fór snarlega í búrið góða og kom aftur með velfullt staup í stofu Einars sem dreypir á veig og endurheimtir stórpersónuleika sinn. Hann tekur ljóðabók sína upp af borði og vill lesa fyrir mig kvæðið Kappsiglingu sem hann sé ánægður með. Hann býður mér að setjast í leðurstól sinn hinn mikla. Ég færist undan en Einar segir stólinn vera sér hversdagslegan og velur sér stól og les þar ljóð sitt fyrir þjón sinn með áhrifamikilli og hljómmagnaðri röddu sinni: “Á Foldina héldu út hástrengdar skeiðar / hafrastir liðu inn, djúpar og breiðar . . .”
Tveimur árum síðar, þegar Sigurveig Guðmundsdóttir kennari frá Hafnarfirði kemur í heimsókn til Herdísarvíkur ásamt Kristínu systur Einars hefur honum hrörnað svo að hann getur trauðla svarað spurningum nema með einsatkvæðisorðum.
Vist minni lauk í Herdísarvík við septembermánaðarlok en rétt áður varð ég meðreiðarmaður Hlínar til Hafnarfjarðar eftir veginum upp Selstíg og yfir Grindarskörð. Hlín átti þá erindi við bankastjóra og marga fyrirmenn. Hún spurði mig hvort mig vantaði ekki góð spariföt, sem var rétt, og að það kæmi sér vel fyrir sig og skyldi ég fara til Andersons Axels klæðskera að Aðalstræti 16 en hann var vinur hennar. Þar fékk ég vönduðustu föt sem ég þá hafði eignast. Voru þau að verðgildi helmings kaups míns og var ég mjög ánægður með þá málalyktan.
Einar Benediktsson - 800Mér varð augljós persónuklofningur Einars með hliðsjón af mesta tónsnillingi sögunnar, Mozart, sem hafði þá andhverfu við hina göfugu hljómgerð sína að hafa þörf fyrir lágreistan orðavaðal sér til jafnvægis. Einar skáld svaraði þeim er spurðu hann um andhverfu milli lífs og ljóðspeki hans: “Þegar ég orti var ég með viti en þegar ég lifði var ég vitlaus.” Og hann áréttaði þetta í góðra vina hópi: “Í mér búa tveir menn; annar er séntilmaður en hinn er dóni en þeir talast aldrei við,” þ.e. þeir voru aldrei samtímis í persónuleika hans. Á lífsbrautarferli mínum hefi ég verið víða minntur á tilvist skáldsins. Þar á meðal á stríðsári þegar ég í Vestmannaeyjum hlustaði í gegnum útvarp á hina frægu ræðu er séra Ólafur Magnússon flutti við útför skáldsins í Dómkirkjunni þann 26. janúar 1940.
Krys-800Ég átti heima að Falkoner Allé á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn í tvö ár upp úr stríðslokum. Það var í næstu nánd við lúxusvillu Einars við Femte Juni Plads þar sem hann bjó í miklu athafnaveldi og lifði í gleði og samkvæmislífi í þrjú ár á því stórfé er hann fékk fyrir Títanhlutabréf sín uns auðæfi hans voru til þurrðar gengin.
Gamli bærinn í Herdísarvík 1928. Lengst til vinstri er alþiljuð baðstofa þar sem Einar svaf fyrst eftir að hann kom á staðinn, en í burstinni til hægri var stofa sem Einar fékk til umráða á meðan hús skáldsins var í byggingu. Ólafur Þorvaldsson bóndi í Herdísarvík varð á meðan að flytja sig í norðurbaðstofu, svefnstað vinnufólksins.

Fyrsta vitneskja um Krýsuvík er væntanlega sú er kemur fram í máldagaskrá um eignir Staðar í Viðey 1234 og tengd er Þorvaldi Gissurarsyni goðorðsmanni (1155­1235) stofnanda Viðeyjarklausturs og hverjir eigi að gjalda staðnum hvalreka, þar á meðal maður sá er í Krýsuvík býr. Og frá 1284 er til gjörningur milli Árna Þorlákssonar biskups og Runólfs ábóta í Viðey um fjórðung hvalreka í Krýsuvík og skal sá er þar býr senda mann til Viðeyjar þegar hval rekur áður en þriðja sól er af himni.
HerdisarvikurÁrni Helgason biskup í Skálholti frá 1304­1320 (systursonur Staða-Árna) setti máldaga Maríukirkju í Krýsuvík 1307. Og samkvæmt Vilchinsbók 1395 er eftirfarandi: Krýsuvíkurkirkja á heimaland allt. Herdísarvík, ítök í Þorkötlustöðum og hvalreka í Hraunsnesi. Skálholtsstaður á rekahlunnindi á Krýsuvíkur- og Herdísarvíkurfjörum. Verður því ekki betur séð en að nefndar jarðir séu þar með Krýsuvíkursókn. Fræðimenn telja þó að máldagi þessi sé efnislega eldri, allt frá 1275 í biskupstíð Árna Þorlákssonar (Staða-Árna).
Hverjir voru fyrstu ábúendur á kirkjujörðinni miklu? Svarið er óþekkt en vakin er athygli á eftirfarandi texta: Staða-Árni styrkti veldi sitt með kristnirétti 1273 og gleymdi ekki hagsmunum skylduliðs síns. Guðrún systir hans fékk að seinni manni Hafurbjörn Styrkársson stórbónda á Seltjarnarnesi og eignarmanns á Rosmhvalanesi og gat enginn á þeim tíma jafnast á við Hafurbjörn í peningaeign, híbýlum og búrisnu. Og bar biskup hann miklum orðrómi. Sonur þeirra hjóna var Þorsteinn Hafurbjarnarson (Hannes þjóðskjalavörður telur Krysuvikurkirkja-800hann lögmann um 1300).
Árni biskup gifti hann bróðurdóttur sinni, Guðfinnu, dóttur Magnúsar Þorlákssonar sem hann setti að Dal við Eyjafjöll (með Guðfinnu, segir Hannes, fékk Þorsteinn eignir bæði í Rangár- og Árnesþingi). Þeim var fyrst fengin búseta í Mörk hinni efstu við Eyjafjöll. Þorsteinn dó 1325.
Grímur Þorsteinsson sonur þeirra mun vera fæddur á árunum 1275­1280. Hann var gerður riddari 1316. Hann verður lögmaður 1319 og hefur sýsluvöld í Dalasýslu. Hann er skipaður af konungi hirðstjóri í Skálholtsumdæmi 1343. Hann fór oft milli landa og þegar hann kemur að utan 1346 er hann með lögsögu fyrir norðan. Þá vekur athygli (skv. fornbréfasafni) að Grímur gefur um þetta leyti Viðeyjarklaustri reka allan fyrir hálfu Hraunslandi í Grindavík, þá eign sem Krýsuvíkursókn fékk með stofnun sinni 1307. Þess er getið að þegar Vilching biskup vísiterar Strönd í Selvogi 1397 er þar enn geymt biskupslíkneski sem Grímur riddari ætlaði bænahúsinu í Herdísarvík.

Strandakirkja-800

Á þessu sést að Grímur hefur átt jarðir á Suðurnesjum, segir Hannes Þorsteinsson. Grímur var orðaður við það að hafa á síðustu árum sínum búið að Strönd, en miklu fremur hefur það verið í Herdísarvík. Grímur Þorsteinsson bjó fyrr í Stafholti í Borgarfirði og tilgáta er um að kona hans hafi verið af ætt Hrafns Oddssonar hirðstjóra. Meðal barna þeirra var Sveinn Grímsson er bjó í Brautarholti á Kjalarnesi og átti dóttur Ívars Hólms Jónssonar. Sonur þeirra var Andrés Sveinsson sem átti Herdísarvík í Selvogi að áliti dr. Jóns Þorkelssonar og bjó þar þegar hann er meðal viðstaddra að Strönd 13. maí 1367 þegar Þorbjörn Högnason vitnar um eignir og hlunnindi Strandar. Hann varð síðar hirðstjóri og er hans getið í utanlandsferðum 1371 og 1387. Niðjar hans gætu hafa búið í Herdísarvík.
Á Bessastöðum 27. september 1563 leggur hirðstjórinn Páll Stígsson niður sóknarkirkjuna í Krýsuvík eftir beiðni Gísla Jónssonar biskups í Skálholti og að hún verði þar með útkirkja Strandar í Selvogi en Herdísarvík verði í Strandarsókn og samtímis verði jarðirnar Krýsuvík og Herdísarvík eignir dómkirkjunnar í Skálholti.
Ekki eru nafnkunnir ábúendur á Skálholtsjörðinni Herdísarvík á 16. öld utan Hávarður Jónsson tengdafaðir séra Odds Oddssonar að Reynivöllum í Kjós og þá á seinni áratugum aldarinnar. Á 17. öld miðri bjó þar Sigmundur Jónsson, oft nefndur í bréfabókum Brynjólfs biskups, og Jón Ingimundarson frá Strönd frá 1677 til láts síns laust fyrir 1700. Á 18. öld bjó þar meðal annarra Jón Ormsson langafi Ólafs bónda í Þorkelsgerði, Jónssonar. Á 19. öld bjó þar meðal annarra Eyjólfur Björnsson fyrrum hreppsstjóri að Háeyri og tengdasonur hans Bjarni Hannesson, hreppstjóra að Kaldaðarnesi, Einarssonar spítalahaldara þar, Hannessonar og Þórarinn trésmiður Árnason sýslumanns í Krýsuvík, Gíslasonar. Þórarinn bjó í Herdísarvík frá 1895 á jarðeign föður síns til láts hans 1898, svo á eign Jóns Magnússonar og frá 1908 bjó hann á eign Einars skálds Benediktssonar til 1927.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 9. október 1999, Konráð Bjarnason – “Hér fer allt að mínum vilja”, bls. 4-5.

Hlínarvegur

Hlínarvegur – kort.