Dyravegur

Í “Ferðir á Suðurlandi sumarið 1883, eftir Þorvald Thoroddsen í Andvara árið 1984 segir m.a. um Dyraveginn:
Dyravegur-222“Frá Nesjavöllum fórum við Dyraveg. Hann er mjög brattur að austan. Dyrafjöll ganga norður úr Henglinum og eru rúm 1300 fet á hæð. Þau eru úr móbergi, tveir jafnhliða fjallaranar; móbergið er fjarskalega sundurjetið af áhrifum lopts og vatns, fjallahnúðar, klungur og klif í hinum skringilegustu myndum. Á einum stað er farið milli tveggja þverhnýptra hamra, og þess vegna er nafnið Dyravegur til orðið. Vestur af Dyrafjöllum er eigi nærri eins bratt eins og austur af, enda er austurhliðin miklu hærri, um 1000 fet yfir Þingvallavatn, en hæðin yfir sljetturnar að vestan er að eins tæp 300 fet. Fyrir vestan Dyrafjöll taka við breiðar hásljettur, suður af Mosfellsheiði, því nær mishæðalausar. Þar er dólerít í jörðu, en urð og möl ofan á. Hásljettur þessar ná upp að Hengli, suður hjá Kolviðarhól, allt upp að Vífilfelli og niður undir Lækjarbotna. Við riðum beina leið niður eptir fram hjá Lyklafelli að Lækjarbotnum, og þaðan í Reykjavík.
Var þá ferðinni lokið.”

Heimild:
-Andavari, 10. árg. 1884, 1. tbl. bls. 76.

Dyravegur

Dyravegur – kort.