Entries by Ómar

Selvogssöknuður

Jökull Jakobsson ritaði eftirfarandi grein um Selvog í Fálkann árið 1964 undir yfirskriftinni „Sakna ég úr Selvogi“. „Dálítil þyrping húsa stendur þarna á yztu strönd, þar sem Atlantshafið beljar ár og síð. Hins vegar eru gróðurlitlir melar, holt og heiðaflákar, sandar og hraun unz landið að lokum rífur sig upp úr flatneskjunni og rís upp […]

Bjargarhellir – leit

Farið var á ný í Bjargarhelli. Eins og fram kemur í öðrum lýsingum af Bjargarhelli hafði mikið og lengi verið reynt að finna hina þjóðsagnakenndu rás inn úr framhellinum. FERLIR tókst það þó að lokum og með dyggri aðstoð fulltrúa HERFÍs náðist að opna rásina og komast inn í hellinn. Eftir að hafa skoðað hina […]

Skálafell – Hverahlíð – Norðurhálsar – Tröllahlíð – Trölladalur

Samkvæmt nákvæmum upplýsingum átti flak C64 herflugvélar að vera 3 km suðvestan við Núpafjall. Sú vél var sögð hafa verið á leið frá Vestmannaeyjum er hún hvarf. Þrátt fyrir leitir og eftirgrennslan fundust engin ummerki flugvélaflaks á þeim slóðum. Fræðimenn könnuðust heldur ekki við slysið. Það mun nú samt hafa orðið þann 22. okt. 1944 […]

Strandarkirkja – sagan

„Strandarkirkja í Selvogi stendur við skerjótta Suðurströndina, leiðarljós þeirra er um sjávarslóð fara. Kirkjan er eins og kunnugt er vinsæl til áheita og um tilurð kirkjunnar hafa myndast helgisagnir sem vitna um þann lífsháska sem sjómönnum var búinn úti fyrir þessari klettóttu, hafnlausu úthafsströnd. Fyrsta helgisögnin er að Gissur hvíti á 10. og 11. öld […]

Esja – örnefnið

Esja (oftast með greini, Esjan) er fjall á Kjalarnesi, sem nú er innan borgarmarka Reykjavíkur, og er eitt af einkennum höfuðborgarsvæðisins. Hæsti tindur Esjunnar er 914 metrar. Hæsti kambur á Esju miðri, séð úr Reykjavík, heitir Kerhólakambur. Í Kjalnesinga sögu er talað um bæinn Esjuberg þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til […]

Krýsuvíkurhraun

HINN 25. ág. 1838 skrifaði Jónas Hallgrímsson stjórn Bókmenntafjelagsins í Kaupmannahöfn og stakk upp á því að fjelagið kysi nefnd manna til þess að safna öllum fáanlegum skýrslum, fornumog nýjum, er lýsi Íslandi eða einstökum hjeruðum þess, og undirbúa svo til prentunar nýja og nákvæma lýsing á Íslandi. Stjórn var kosin og sendi hún prestum […]

Stóru-Vogaskóli 140 ára

Stóru-Vogaskóli er 140 ára í haust. Afmælisveislan hefst kl.12 á hádegi fimmudaginn 18. október n.k. Dagana áður munu nemendur og starfslið skólans sökkva sér í þessa löngu sögu og árangur þess mun væntanlega sjást upp um alla veggi skólahússins. Einnig verður bakað baki brotnu, kræskingar lagðar á borð og hellt uppá. Flutt verða ávörp og […]

Þórkötlustaðir – Hóp – Járngerðarstaðir – Staður

Ætlunin var að reyna að staðsetja bæ Molda-Gnúps Hrólfssonar, fyrsta landnámsmannsins í Grindarvík og sona hans. Hann átti fjóra sonu, sem taldir eru hafa búið í þremur höfuðhverfum Grindvíkinga, og eina dóttur, Iðunni, er fluttist að Þjóstur á Álftanesi. Synirnir voru: Þórður leggjaldi, Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Björn, síðar nefndur Hafur-Björn, sem hafa að öllum […]

Silfurgjá (Silfra) og Sigluberg (Festarfjall)

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur má m.a. sjá pistil eftir ritstjórann, Óskar Sævarsson, um „Silfru og Festarfjall„. Þar segir: „Silfurgjá heitir gjá ein í Grindavík, skammt frá Járngerðarstöðum. Gjáin ber nafn af kistum tveim er þar eiga að vera geymdar. Skulu kistur þessar vera úr skíru silfri og að öllum líkindum ekki alveg tómar af öðru verðmæti. […]

Virkishólar – Loftsskúti

Gengið var til suðurs frá Reykjanesbrautinni austan við Hvassahraun að svonefndum Virkishólum. Ætlunin var að skoða Virkið, sem þar er á milli hólanna. Virkishólarnir þrír eru áberandi skammt sunnan við veginn. Skv. upplýsingum Kristján Sæmundssonar, jarðfræðings, myndast hólar sem Virkishólar þannig að glóandi kvikan safnast saman á einum stað og nær ekki að renna frá. […]