Selvogssöknuður
Jökull Jakobsson ritaði eftirfarandi grein um Selvog í Fálkann árið 1964 undir yfirskriftinni „Sakna ég úr Selvogi“. „Dálítil þyrping húsa stendur þarna á yztu strönd, þar sem Atlantshafið beljar ár og síð. Hins vegar eru gróðurlitlir melar, holt og heiðaflákar, sandar og hraun unz landið að lokum rífur sig upp úr flatneskjunni og rís upp […]