Entries by Ómar

Vörður – Árni Óla

Árni Óla skrifaði um „Vörður“ í Lesbók Morgunblaðsins árið 1972: „Það mun hafa verið forn siður í Noregi, að menn einkenndu ákveðna staði, með því að hlaða þar vörður. Þennan sið fluttu landnámsmenn með sér hingað, og hann hélzt um aldir, enda má víða finna gamlar vörður og vörðubrot hér á landi. Allar höfðu vörður […]

Krýsuvík – Klofningar

Skoðaður var fjárhellir Krýsuvíkurbænda í Bæjarfelli, rakin kennileiti og gengið eftir vörslugarðinum mikla á milli Bæjarfells og Arnarfells, yfir Vestari læk og framhjá Arnarfellsbænum. Tóftir hans eru vel greinilegar sunnan undir fellinu. Auk þeirra eru tóftir miðja vegu uppi í fellinu. Efst er Eiríksvarðan, nefnd eftir Eiríku galdrapresti í Selvogi. Nokkrar sögur honum tengdum gerðust […]

Tvíbolli – Syðstibolli (skútar)

Einfarinn, einn áhugasamasti hellakoðunarmaðurinn um þessar mundir, gekk fyrir skömmu áleiðis upp í Brennisteinsfjöll. Leiðin lá um Tvíbollahraun um Kerlingarskarð og upp með Syðstubollum. Á þeirri leið var gengið fram á tvo áður óskráða hella, í Tvíbollahrauni og við Syðstubolla. Tvíbollahraun, stundum nefndt Miðbollahraun, er talið hafa runnið ~950. Það er blandhraun; helluhraun að ofanverðu […]

Múlasel / Skorhagasel

Í jarðabókinni 1703 segir m.a. um Skorhaga í Brynjudal: „Var hinn forni bær kallaður Múli, og er þar nú auðn, en í staðinn komin þessi jörð, Skorhagi, fyrir meir en hundrað árum. Aldrei hafði þar verið bær sem nú stendur hann“. Vísa, sem Sveinbjörn Beinteinsson afhenti Þórhalli Vilmundarsyni í desember 1992.  Höfundur er ókunnur. Bær […]

Suðvesturlínur – álit Skipulagsstofnunar

Þann 17. september 2009 gaf Skipulagsstofnun álit sitt vegna svonefndra Suðvesturlína. „Skipulagsstofnun hefur fallist á mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlína með skilyrðum. Í áliti stofnunarinnar sem gert var opinbert í dag er í meginatriðum tekið undir niðurstöður matsskýrslu Landsnets og einungis talin þörf á að setja frekari skilyrði um áflugshættu fugla á nokkrum stöðum á línuleiðinni.“ […]

Mjói vegurinn – Björn Þorsteinsson

Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, skrifaði um „Mjóa veginn“ – veginn milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur“, í Alþýðublað Hafnarfjarðar árið 1962: „Síðastliðið ár ferðuðust með strætisvögnum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur rúmlega 900 þúsundir manna. (Áætluð tala eftir farmiðum: 915.829.) Sama ár fóru um 10 þúsund bifreiðir til jafnaðar á dag yfir brúna á Fossvogslæk. Mest umferð var um […]

Bjarnastaðastekkur – skósteinn

Í heimsókn til Þórarins Snorrasonar á Vogsósum komu upp við undirleik slátursuðunnar vangaveltur um staðsetningu Bjarnastaðastekks í Selvogi. Þórarinn sagðist hafa skoðað örnefnalýsingar Götu og Bjarnastaða og skv. hans bestu vitund, með hliðsjón af nálægum örnefnum, gæti stekkurinn varla verið annars staðar en milli Snældhóla og Stóraklifs austan núverandi vegar niður að Selvogi. Ákveðið var […]

Brennisteinsfjöll II

Ætlunin var að berja augum hina sjaldgæfu hákolla Brennisteinsfjalla snævislausa, jarðfastar eldborgir, mannvistarleifar (sem fáir vita af) og helstu undirheima þessa ómetanlega og jafnframt ósnortna náttúrundurs við fótskör höfðuborgarsvæðisins, s.s. dropsteins-, litabrigða- og jökulhella. Líklegt má telja að svæðinu verði fórnað innan fárra missera á altari sjóndaprar stóriðjustefnu vegna áhugaleysis meirihluta „hinna 63. bekkjarsystkina“, sem […]

Magnús Hafliðason – Selatangar

„Við vorum á leið suður á Reykjanesskaga, ætluðum að koma við hjá Magnúsi Hafliðasyni á Hrauni, þeirri kempu. Ferðinni var heitið að Selatöngum, þar sem gamlar búðatóttir standa enn og vitna um lífsbaráttu fólks með seltu í blóði. Nú hafa þeir safnazt til feðra sinna, sem fundu kröftum sínum viðnám í Tangasundi. „Þarna er Þorbjörn,“ […]

Þorbjarnastaðir – Straumssel

Gengið var um þvottastíginn að tóttum Þorbjarnastaða (fóru í eyði um 1939) og þaðan að Þorbjarnastaðaréttinni undir hraunhól sunnan við bæinn. Um er að ræða stóra hlaðna rúningsrétt. Í henni er heilleg lambakró. Gengið var um Kúadal og áfram inn á eystri Straumsselsstíg (sem er reyndar eldri selstígur að Gjáseli og Fornaseli frá Þorbjarnastöðum). Um […]