Entries by Ómar

Suðurnes á Reykjanesi?

Ein algengasta spurningin um efni Reykjanesskagans mun vera „Er Reykjanes það sama og Suðurnes?“ Stutta svarið er „Nei“. Lengra svarið er: „Árni Magnússon handritasafnari gerir grein fyrir þessu í riti sínu Chorographica Islandica. Hann segir um Reykjanes: „Fyrir vestan Grindavík, milli hennar og Hafna, er Reykjanes, hraunvaxið land og brunnið og graslaust að fráteknu Grasfelli […]

Bergsendar

Bergsendi eða Bergsendar eru algeng örnefni í sjávarbjörgum. Nöfnin skýra sig jafnan sjálf. Endimörk Krýsuvíkurbjargs (-bergs) heita „Bergsendi“ eystri og vestari. Frá Bergsenda eystri að Eystri-Læk á Strandarbergi heitir bergið „Krýsuvíkurbjarg“. Vestan Strandarbergs að Bergsenda vestari, stundum nefndir Ytri-Bergsendar, var það nefnd „Krýsuvíkurberg“. „Ytri“ og „Innri“ voru algeng viðmið á vestanverðum Reykjanesskaga fyrrum. Ytra þýddi […]

Brimkatlar á Reykjanesskaga

Nokkrir svonefndir „brimkatlar“ eru við strandir Reykjanesskagans, misstórir þó. Þeir eru flestir við ströndina undir bjargbrúnum, s.s. Herdísarvíkurbergi, Krýsuvíkurbergi og Staðarbergi.  Einnig eru dæmi er um slíka katla neðan hraunstanda, s.s. neðan Skollahrauns, en sá er hinn stærsti á Skaganum. Brimketillinn í sjávarklettunum vestast í Staðarbergi utan við Grindavík er sennilega sá margumtalaðisti. Hann, líkt […]

Hvalsnes

Hvalsnes er kirkjustaður sunnan við Sandgerði á Miðnesi. Þar var lengi prestsetur og þjónaði Hvalsnesprestur þá að jafnaði einnig í Kirkjuvogi (Höfnum) og í Innri-Njarðvík. Á Hvalsnesi er steinkirkja, byggð utan við kirkjugarðinn. Kirkjan sú var vígð á jóladag árið 1887, en Hvalsnesprestakall hafði verið lagt niður 1811 og síðan hefur Hvalsnessókn tilheyrt Útskálaprestakalli. Kirkjubóndinn […]

Lögreglan í Hafnarfirði; upphafið – Árni Óla

Í Fjarðarfréttum 1969 er grein um aðstöðu lögreglunnar í Hafnarfirði undir fyrirsögninni; „105 kallar stöðina„. Greinin er ekki síst áhugaverð í ljósi þess að í yfirlitsritinu „Lögreglan á Íslandi“ er lítið sem ekkert fjallað um sögu og aðbúnað lögreglumanna annars staðar en í Reykjavík. „Það var síðla kvölds í marz, að Fjarðarfréttir lögðu leið sína […]

Krýsuvíkurbergsfossar

Í Krýsuvík eru tvær lækir; Vestari-Lækur (Vesturlækur/Krýsuvíkurlækur vestri/Fitjalækur) og Eystri-Lækur (Nýjabæjarlækur/Krýsuvíkurlækur/Eystrilækur). Sá fyrrnefndi á uppruna sinn í mýrinni sunnan við Gestsstaðavatn og sá síðarnefndi í Dýjakrókum ofan bæjarstæðis Stóra-Nýjabæjar. Krýsuvíkurtorfan hefur stundum verið nefnd „byggðin milli lækja“, en það getur ekki verið alls kostar rétt því sjálfur Krýsuvíkurbærinn, auk Suðurbæjar, Norðurbæjar og Snorrakots, eru vestan […]

Sandgerði – Reynir Sveinsson

Reynir Sveinsson var borinn til grafar frá Sandgerðiskirkju 1. febrúar 2024. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 21, janúar, 75 ára að aldri. Reynir var rafvirki og mikill Sandgerðingur enda bjó hann allt sitt líf í Sandgerði. Hann lét mikið að sér kveða alla tíð í þágu samfélagsins í Sandgerði og kom víða við. Hann átti […]

Hallir Sumarlandsins við Hvassahraun – Gísli Sigurðsson

Í Lesbók Morgunblaðsins 1987 fjallar Gísli Sigurðsson, ritstjóri Lesbókarinnar, um „Hallir Sumarlandsins við Hvassahraun“: „Þegar komið er framhjá Kúagerði á leiðinni frá Keflavík til Reykjavíkur, blasir allt í einu við einkennileg byggð í hrauninu, sem hlýtur að gefa ókunnum útlendingum einkennilega hugmynd um menningu og bústaði landsmanna. Glöggskyggn gestur sér að vísu af Keflavíkurveginum, að […]

Kálfatjörn og nágrenni í fylgd Ólafs Erlendssonar

Farið var í fylgd Ólafs Erlendssonar, 87 ára, um Kálfatjarnarland. Ólafur er fæddur í Tíðargerði, sem er skammt vestan við túngarðinn á Kálfatjörn, en ólst upp á Kálfatjörn og þar bjó systir hans, Herdísi, til 78 ára aldurs, eða þangað til íbúðarhúsið brann. Ólafur sagðist vel muna eftir Flekkuvíkurselinu. Þangað hefði hann komið fyrst um […]

„Hvað reiddust goðin þá“

Í Andvara 1973 er grein eftir Finnboga Guðmundsson; „Gripið niður í fornum sögum – og nýjum„: Þar segir m.a. annars: „Hvað er það í fornum frásögnum, er hrífur oss einna mest? Eru það ekki hinir einföldu drættir og skýru myndir, sem þar er tíðum brugðið upp? Vér skulum líta á t.a.m. örfáar frásagnir af jarðeldum […]