Entries by Ómar

Herdísarvík 1932 – Árni Óla

Sje farið frá Krýsuvík, austur í Herdísarvík, liggur vegurinn ofan við Arnarfell og yfir sand að Geitahlíð. Hún er 386 metra há og efst á henni er þríhyrningamælinga varða herforingjaráðsins. Svo liggur leiðin meðfram hlíðinni Og yfir Deildarháls, milli hennar Og Eldborgar (180 m.), sem er gamall eldgígur. Framan við er hraun, allt út á […]

Krýsuvík – stikklur

M.a. var litið á „trúlegt sel“ á Seltúni, sem þar mun hafa verið skv. Jarðarbókinni 1703, þ.e. sel frá Krýsuvík. Eftir endurtekna leit á svæðinu fundust  tóftir er gætu verið eftir sel á tveimur stöðum, beggja vegna þjóðvegarins. Annars vegar er um að ræða jarðlægar tóftir, sem sléttaðar voru út við túnræktina á svæðinu um […]

Haust – og aðrar árstíðir

Haust er þriðja af árstíðunum fjórum. Hinar eru vetur, vor og sumar. Á norðurhveli jarðar eru mánuðirnir september, október og nóvember almennt taldir til hausts, en á suðurhveli eru mánuðurnir mars, apríl og maí haustmánuðir. Veðurstofa Íslands telur haust vera október og nóvember. Á haustin styttir dag mjög hratt og í kjölfarið kólnar og gróður […]

Þingvellir – Jónas frá Hriflu

Í Íslendingabók er m.a. fjallað um stofnun Alþingis: „Alþingi var sett at ráði Úlfljóts ok allra landsmanna, þar er nú er, en áðr var þing á Kjalarnesi, þat er Þorsteinn Ingólfssonr landnámamanns, faðir Þorkels mána lögsögumanns, hafði þar ok höfðingjar þeir, er at því hurfu. En maðr hafði sekr orðit of þræls morð eða leysings, […]

Markaðsstofa Suðurnesja – ný tækifæri

Þann 1. júlí opnaði „Markaðsstofa Suðurnesja“ nýja skrifstofu ferðamála í Reykjanessbæ á afskekktum stað. Um var að ræða nýtt látún á eldri stöpul. Samhliða opnuninni var ný vefsíða opinberuð. Með því var verið, skv. kynningu, að bæta vefsíðuna www.reykjanes.is (enda ekki vanþörf á). Vefsíðan sú hefur hvorki verið fugl né fiskur um langt skeið. Við fyrstu […]

Draugar á Reykjanesskaganum

Reykjanesskaginn, líkt og aðrir landshlutar, er þéttsetinn draugum frá fyrri tíð – löngu látnu fólki. Hér er getið nokkurra þeirra er hafa verið hvað mest áberandi. Vissulega eru til fjölmargir aðrir, sem ástæða hefði verið að geta, en þeir hafa verið hlédrægari – hingað til að minnsta kosti. –Arnarfellslabbi var strákhvelpingur með svartkollótta húfu sem […]

Lækjarbotnaleiðir

FERLIR hefur áður skoðað fornar leiðir upp frá Elliðakoti að Hellisskarði, bæði norðan og sunnan Lyklafells,sem og Dyraveg að Nesjavöllu. Við þá skoðun kom í ljós augljós vörðuð leið frá Lyklafelli að Draugatjörn nokkru sunnar en gamla reiðleiðin lá að Húsmúla og með honum sunnanverðum áleiðis að Hellisskarði. Þessi leið mun hafa verið vetrarleið frá […]

Brennisteinsfjöll IV

Árni Óla fjallaði m.a. um „Brennisteinsfjöll“ í skrifum sínum í Lesbók Morgunblaðsins 1946: „Frá Kaldárseli er hæfileg gönguför upp í Brennisteinsfjöil. Er það aflangur fjallahryggur uppi á Lönguhlíð. Í austurhlíð þeirra eru óteljandi gígar og standa mjög þjett, og frá þeim hafa hraunfossar steypst niður hlíðina. Breiða hraunin síðan úr sjer yfir mikla sljettu, sem […]

Gálgaklettar við Grindavík – Stapinn

Gengið var frá Sýlingsfelli að Selshálsi ofan Grindavíkur með viðkomu í Hópsseli. Þá voru skoðaðar tóttir í brekkukvos norðan selsins, sem gætu verið hluti selsins. Haldið var upp, til suðurs og austurs að Gálgaklettum. Um er að ræða hrikalega kletta undir háum sléttum klettavegg norðan Hagafells. Segir þjóðsagan að þar hafi yfirvaldið hengt nokkra ræningja […]

Húshólmi – verndun

„Umræður eru hafnar um vernd einstæðra fornleifa í Húshólma í Ögmundarhrauni. Vísbendingar hafa fundist um að þar séu torfgarðar frá því fyrir norrænt landnám á Íslandi. Helgi Bjarnason skoðaði svæðið og kynnti sér athuganir og skrif vísindamanna. Ákveðið hefur verið að Fornleifavernd ríkisins og Grindavíkurbær setji á stofn vinnuhóp til að gera tillögur um bætt […]