Litlabót – Stórabót
Gengið var um Litlubót vestan Járngerðarstaðahverfis í Grindavík og litið yfir Fornuvör. Skoðaðir voru Gerðavellir, gengið umhverfis Gerðavallabrunna og síðan haldið yfir að Stórubót. Norðvestan hennar er Junkaragerði það er getið er í þjóðsögunni um Junkara. Sagan segir að Grindvíkingar, Hafnabúar og Vogamenn hafi eldað grátt silfur við Junkara, sem höfðu búðir sínar ofan við […]