Entries by Ómar

Litlabót – Stórabót

Gengið var um Litlubót vestan Járngerðarstaðahverfis í Grindavík og litið yfir Fornuvör. Skoðaðir voru Gerðavellir, gengið umhverfis Gerðavallabrunna og síðan haldið yfir að Stórubót. Norðvestan hennar er Junkaragerði það er getið er í þjóðsögunni um Junkara. Sagan segir að Grindvíkingar, Hafnabúar og Vogamenn hafi eldað grátt silfur við Junkara, sem höfðu búðir sínar ofan við […]

Þórkötlustaðarétt II

Eftirfarandi upplýsingar um Þórkötlustaðarétt eru fengnar úr minni Sigurðar Gíslasonar frá Hrauni við Grindavík, 84 ára (f: 05. maí 1923). Siggi á Hrauni, eins og hann er jafnan nefndur, þekkir manna best austurumhverfi Grindavíkur. Hann man tímanna tvenna og hefur ávallt verið reiðubúinn að miðla öðrum fróðleik um liðna tíð. Siggi fylgdi FERLIRsfélögum að réttinni […]

Laufdælingastígur II

Jón Svanþórsson hefur verið að leita að og í framhaldi af því rekja hinn gamla Laufdælingastíg, forn reiðleið milli Lyklafells (inn á Austurvegina frá Reykjavík um Hellisheiði í Ölfus) og Þingvalla. „Ég er búinn að ganga Laufdælingastíg frá Lyklafelli að Gamla Þingvallavegi. Laufdælingastígur er rakinn frá norðurenda Lyklafells við gatnamót Dyravegar, Hellisheiðarvegar að austan og […]

Reykjanesskagi – landfræðilegir staðhættir

Í ritgerð Daníels Páls Jónassonar; Hraunflæði á höfuðborgarsvæðinu – Saga hraunflæðis á svæðinu á nútíma og kortlagning mögulegra farvega til byggða“, hjá Háskóla íslands 2012 má m.a. lesa eftirfarandi um um jarðfræði Reykjanesskagans: „Reykjanesskagi er hluti af gosbeltinu, sem liggur um Ísland þvert og er í beinu framhaldi af Reykjaneshryggnum, sem neðansjávar teygir sig langt […]

Trönudalur -Trönudalsrétt – Selflatir – Flekkudalur – Selhólar

Stefnan var tekin á, annars vegar Flekkudal í Kjós, og hins vegar Trönudal í sömu sveit. Möðruvellir munu hafa átt selstöðu í Trönudal, millum Svínadals og Eyjadals í Kjós, sem og í Svínadal skv. Jarðabókinni 1703. Trönudalurinn er fremur stuttur m.v. bræður hans, en ætlunin var að leita að hugsanlegum mannvistarleifum uppi í dalnum. Áður […]

Kaldárselshellar – Helgadalur

Gengið var frá Kaldárseli að hellunum austan Kaldársels, s.s. 90 metra helli, Vatnshelli, Gjáhelli, Rauðshelli, 100 m helli, Fosshelli o.fl. Á leiðinni var gamla vatssleiðsluhleðslan skoðuð. Frá hellunum var gengið yfir að Rjúpnadalahrauni og refagildran undir norðurhorni Húsfells skoðuð. Þá var leitað að gömlu fjárskjóli í Húsfelli, sem sagnir eru til um. Það fannst eftir […]

Mælifell

Ætlunin var að ganga á tvö samnefnd fell, Mælifell, á sunnanverðum Reyjanesskaganum. Mælifellin eru reyndar a.m.k. 12 talsins á landinu. Tvö þeirra eru fyrrnefnd fell í Krýsuvík (226 m.y.s.) og við Ísólfsskála (175 m.y.s). Þriðja Mælifellið á Reykjanesskaga (fyrrum landnámi Ingólfs) er í Grafningi. Mælifellin hafa verið höfð til viðmiðunar með einhverjum hætti, sem eyktamörk […]

Básendaflóðið – frásögn Hinriks Hansens

Básendar voru verslunarstaður frá 1484 til 1800. Undir lok 18. aldar var Hinrik Hansen kaupmaður á Básendum. Hann bjó á Básendum enda hafði verslunin þar verið opin allan ársins hring í nærfellt fjóra áratugi þegar þá var komið við sögu. Kaupmaður bjó í sérstöku húsi ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Sigurðardóttur frá Götuhúsum í Reykjavík, fjórum […]

Hengill – Útilegumannaskjól

Útilegumannahellar áttu að hafa verið í Innstadal og í Engidal í Henglinum. Í Innstadal segja sagnir til um að í hellinum hefðu verið menn sem komu sunnan úr Höfnum. Þeir hefðu verið áhafnar meðlimir af einhverju skipi en verið brottviknir fyrir einhver níðingsverk. Ekki bera heimildum saman um hversu lengi þeir höfðust við í þessum […]

Hraun – skjaldarmerkið

Vættir Íslands á skjaldarmerki Íslands standa á helluhrauni, sumir segja reyndar stuðlabergi, en hvað er stuðlaberg annað en hraunmyndun? „Skjaldamerkið prýða hinir fjóru landvættir Íslands, einn fyrir hvern fjórðung: Griðungur (vestfirðir), Gammur (norðurland), Dreki (austfirðir) og Bergrisi (suðurland).“ En hvað um Vesturland!? Þegar betur er að gáð kemur í ljós að fjórði landvætturinn, bergrisinn, opinberaðist […]