Entries by Ómar

Höfði I

Liðin eru 100 ár frá því að húsið Höfði var tekið í notkun. Húsið á sér merkilega sögu sem tengist samskiptum Íslendinga við aðrar þjóðir. Það var reist á Félagstúni fyrir franska konsúlinn, Jean Paul Brillouin, hannað í Austur -Noregi og flutt tilsniðið til Íslands. Í byggingunni má sjá áhrif frá júgendstíl, klassísku nýbarrokki og […]

Sagnaslóðir á Reykjanesi I

„Reykjanessaginn, sem nær frá Garðskagaflös upp í Hvalfjarðarbotn og frá Reykjanestá austur undir Þorlákshöfn, hefur að mörgu leyti verið vanmetinn, bæði sögulega séð og sem ferðamannaslóðir. Er þá einkum átt við þann hluta hans, sem kallaður hefur verið Suðurnes. Þegar vel er gáð leynist þar mikil saga og merkileg og svæðið býður upp á landfræðileg […]

Sjósókn og saltfiskur á 18. öld

„Mjög var því nú haldið að landsmönnum, að þeir stunduðu kappsamlega sjóinn. Árið 1760 kvartar rentukammerið yfir því, að skýrslur vanti frá sýslumönnum um sjósókn, og árið eftir biðr það amtmann Magnús Gíslason að hafa góðar gætr á því, hvernig sjór sé sóttr, og jafnframt hvetja menn til iðni og atorku í þessu efni. Segir […]

Steinunn gamla

Í 101. kafla Landnámu (Sturlubók) er sagt frá Steinuði (Steinunni) er síðar nam land á Rosmhvalanesi; „Steinuður hin gamla, frændkona Ingólfs, fór til Íslands og var með Ingólfi hinn fyrsta vetur. Hann bauð að gefa henni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf fyrir heklu flekkótta og vildi kaup kalla; henni þótti það óhættara […]

Garðalind

Sigríður B. Guðmundsdóttir á Görðum var heimsótt. Hún er fædd og uppalin á Görðum. Við hornið á íbúðarhúsinu lá steinn með áklöppuðum keltneskum krossi. Sigríður sagði son hennar, Guðmund, hafa fundið steininn fyrir stuttu þarna skammt frá húsinu. Kirkjugarðurinn er vestan við það. Í gömlum heimildum er getið um Garðalind, aðalvatnsból Garðhverfinga, aðallega Garðastaðar og […]

Þingvallagötur og -gjár

Á Þingvöllum eru margar gamlar götur og stígar. Má þar nefna Tæpastíg, Langastíg, Leynistíg, Kárastaðastíg, Skógarkotsveg, Vatnskotsgötu, Veiðigötu, Sandhólastíg, Hrauntúnsveg, Leiragötu, Prestastíg, Kluggustíg o.fl. Ætlunin er að feta nokkra þeirra og kíkja í leiðinni á nokkrar gjár, s.s. Silfru, Háugjá, Litlugjá, Hrafnagjá, Kolsgjá, Leiragjá, Brennugjá, Flosagjá, Snókagjá, Hvannagjá, Stekkjargjá, Almannagjá, Hestagjá, Lambagjá, Hrútagjá, Fjósagjá, Túngjá, […]

Sjóbúðir og tófur 1883

„Bygging er mjög ljeleg í Selvogi, eins og í Grindavík, og allt öðruvísi en í verstöðunum norðan á nesinu. Í sjóplássum þessum sunnanfjalls liggja vermenn í sjóbúðum, og eru flestar þeirra miklu líkari peningshúsum en mannahýhýlum. Vanalega eru stein- og torfbálkar beggja megin, og á þeim reistar stoðir upp í ræfrið; milli stoðanna hafa sjómenn […]

Sex hundruð tegundir mosa

Hafdís Erla Bogadóttir skrifaði grein um Bergþór Jóhannesson og mosa í Lesbók Morgunblaðsins árið 2000. Hér er hluti greinarinnar: „Bergþór Jóhannsson mosafræðingur hefur um áratuga skeið ferðast um landið og safnað mosum. Hefur hann fundið oglýst mörgum nýjum tegundum mosa hér á landi. Margir aðrir hafa einnig safnað mosum og fært honum. Nú vinnur Bergþór […]

Skipströnd á árunum 1879—1903

„Á þessum 25 árum hafa hjer orðið alls 237 skipströnd. Það er að meðaltali um 9 skip á ári, sem hafa farist eða brotnað. Af þessum 237 skipum hafa 98 skip verið undir seglum, er þeim barst á, 103 hefur rekið á land úr legu, og um 36 veit enginn, þau hafa horfið, og enginn […]

Þingvallabúðir

Eftirfarandi texti eftir Matthías Þórðarson um búðartóftir á og við Þingvelli við Almannagjá, „Fornleifar á Þingvelli“, búðir, lögrjetta og lögberg, birtist í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1921-1922 og síðan aftur í Árb. 1941-1942. Textinn í fyrrnefndu greininni er 70 bls. svo einungis inngangurinn birtist hér til að leggja áherslu á tóftirnar, sem víða er að finna […]