Entries by Ómar

Elstu byggingar í Sveitarfélaginu Vogum

Málþing var haldið í apríl 2010 um sögu Vatnsleysustrandarhrepps/Sveitarfélagsins Voga á vegum Minjafélags Vatnsleysu- strandarhrepps. Fjölmargir, lærðir og leiknir, héldu þar fróðleg erindi og lýstu sögu sveitarfélagsins. Árið 1889 var að frumkvæði heimamanna samið um að skipta hreppnum upp í Vatnsleysustrandar-hrepp og Njarðvíkurhrepp. Sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu heimilaði skiptingu hreppanna. Skiptingin var svo samþykkt með […]

Stafnes – Hafnir

Gott er að hefja gönguna við vitann á Stafnesi, þar sem Reykjanesskaginn skagar lengst til vesturs. Gengið er með ströndinni til suðurs. Á þessari leið eru margir áhugaverðir staðir að skoða. Fjaran er mjög falleg með öllu sínu lífríki. Þegar gengið hefur verið um 1 km er komið fram á nokkrar tóftir í þyrpingu, þar […]

Suðurnes – skilgreining

Í Árbók Suðurnesja 1986-1987 er grein eftir Kristinn Arnar Guðjónsson sem nefnist „Áhrif landbrots og sandfoks á byggð á Suðurnesjum 1686-1947“. Í greininni er m.a. kafli um skilgreiningu á hugtakinu „Suðurnes“: „Í texta, kortum og töflum hér eftir er Suðurnes notað sem samheiti fjögurra hreppa: Hafna-, Rosmhvalaness- og Vatnsleysustrandar-hrepps. Kristján Eldjárn (Árbók Ferðafélags Íslands 1977) […]

Grímastaðir – Bárukot – Þingvallarétt

  Gengið var um fornjarðir Þingvallabæjarins, Grímastaði og Bárukot. Grímastaða er getið í Harðarsögu Hólmverja. Rústir þessara fornjarða voru friðlýstar árið 1927, en í dag vita fáir hvar þær er að finna. Ætlunin var að fara yfir Öxará á Norðlingavaði, út með Brúsastaðabrekkum, upp í Grímasgil og síðan niður með Grímagilslæk og inn á fornra þjóðleið er lá um […]

Flatahraun

Gengið var inn á svonefnda Flatahraunsgötu, gamla leið, sem enn sést norðan við Fjarðarkaup. Þegar komið var yfir hraunið var beygt til austurs með jaðri þess, að svonefndum Hraunholtsstekk. Sést móta fyrir tótt í laut í hraunjaðrinum. Austar var komið í laut og henni voru greinilegar hleðslur. Skúti var vestan í lautinni, innan við hleðslurnar, […]

Kaldársel – Helgadalur – Valaból

Gengið var um Kaldársel. Skoðað var gamla sel- og bæjarstæðið ofan við bakka Kaldár og síðan haldið yfir að Borgarstandi þar sem fjárborgin, stekkurinn og fjárskjólin voru skoðuð. Þá var haldið um Lambagjá upp í Helgadal þar sem nokkrir hellar voru barðir augum. Loks var gengið upp í Valaból og síðan um Valahnúka niður að […]

Seljadalsvegur – Búrfellskot – Nærsel – Þormóðsdalsgullnámur

Tekið verður hús á Þormóðsdalsbóndanum Þorsteini Hraundal og frú. Af því tilefni var gengið að draumóranámum Einars Benediktssonar utan í Búrfelli, beggja vegna Seljadalsár, upp með hinum forna Seljadalsvegi er lá áleiðis til Þingvalla áður en Konungsvegurinn 1907 kom til, yfir steinhlaðnar brýr norðan Leirtjarnar og vestan Silungatjarnar, að Nærseli, fjárborg skoðuð sem og gömul […]

Straumssel – búseta

Almennt var hætt að hafa í seli eftir miðja 19. öldina víðast hvar á landinu og lagðist sá siður því af. Þó hélt einn og einn bóndi því áfram og eru heimildir fyrir því að Hvaleyrarbóndi hafi haft í seli við Hvaleyrarvatn lengst allra sem bjuggu í nágrenni Hafnarfjarðar. Oft voru selin ágætlega húsuð og […]

Snókalönd – Stórhöfðastígur

Gengið var um hraunsvæðið sunnan Stórhöfða. Tilgangur ferðarinnar var m.a. að skoða Snókalöndin, óbrennishólma inni í Brunanum (Nýjabrun/Hábruna), sem mun heita eftir Nýjahrauni því er síðar var nefnt Kapelluhraun og rann árið 1151. Gömul gata liggur inn í Snókalöndin frá Stórhöfðastíg skammt sunnan Brunabrúnarinnar, milli hlaðins garðs á henni og hlaðins gerðis utan í hraunnefi […]

Grjóthleðsla I

Námskeið í „grjóthleðslu í gömlum stíl“ var haldið í Vogunum á vegum Miðstöð Símenntunnar á Suðurnesjum. Á námskeiðinu, sem tók tvo vinnudaga, var m.a. ætlunin að „hlaða frístandandi og fljótandi veggi úr náttúrulegu grjóti. Auk þess var ætlunin að kenna öll grundvallaratriði grjóthleðslu. Nemendur áttu að læra að hlaða horn og bogaveggi og að „toppa“ grjótvegg. […]