Vatnsleysuströnd

Málþing var haldið í apríl 2010 um sögu Vatnsleysustrandarhrepps/Sveitarfélagsins Voga á vegum Minjafélags Vatnsleysu- strandarhrepps. Fjölmargir, lærðir og leiknir, héldu þar fróðleg erindi og lýstu sögu sveitarfélagsins.
Guðrún Lovísa MagnúsdóttirÁrið 1889 var að frumkvæði heimamanna samið um að skipta hreppnum upp í Vatnsleysustrandar-hrepp og Njarðvíkurhrepp. Sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu heimilaði skiptingu hreppanna. Skiptingin var svo samþykkt með landshöfðingjabréfi 21. sept. 1889 og tók gildi 1. október það ár. Vogar urðu síðan löggildur verslunarstaður (kaupstaður) 24. nóv. 1893. Magnús Ágústsson í Halakoti stundaði útgerð um 60 ára skeið um og eftir miðja 20. öld, fyrst á Neðri-Brunnastöðum og síðan frá Vogum. Hann lýsti því m.a. hvernig Vogar hefðu tekið kipp frá því að vera 8 hús í aðdraganda að þorpi eftir byggingu frystihússins 1941. Áður höfðu dugmiklir menn byggt þar bryggju eftir kaup á tveimur vélbátum smíðuðum í Danmörku.
Um næstu áramót eru 5 ár síðan Vatnsleysustrandarhreppur varð Sveitarfélagið Vogar.

ArahólavarðaHér er listi yfir helstu elstu byggingar í Sveitarfélaginu Vogum. Hafa ber í huga að ekki er um tæmandi upptalningu að ræða heldur eru upplýsingarnar fyrst og fremst settar fram til fróðleiks. Þorvaldur Örn Árnason tók saman. 

(?) Staðarborg – mannhæðar há, hringlaga fjárrétt hlaðin úr grjóti í landi Kálfatjarnar.
(1850?)
Skjaldbreið – hlaða á Kálfatjörn. Minjafélagið í Vogum var byrjað að gera hana upp en þakið fauk í ofviðri í ársbyrjun 2008 og var rifið, hluti af efniviðnum er geymdur.
(1860) Veggir sjávarhúsa í Norðurkoti í Vogum – bætt var við timburhúsi úr Jamestown 1882 en á grunni þess
stendur nú skúr, en annar minni skúr á syðstu tóftinni barnn í des. 2007.
(1865) Tóftir Neðri-Brunnastaða sem Guðmundur Ívarsson byggði, með fyrstu timburhúsunum í hreppnum.
(1871) Stóru-Vogar – Enn standa steinhlaðnir veggir hæðar upphaflega hússins, en urðu kjallaraveggir er það var 
endurbyggt 1912 með hæð og risi ofaná. Búið í því til 1940, rifið 1964. Er nú í jaðri leikvallar Stóru-Vogaskóla og nýtist sem leiktæki barna.
(1872) Grunnur fyrsta skólahússins í Suðurkoti í Brunnastaðahreppi.
(1873) Hellur – steinhlaðnir veggir bæjar (nýbýli) sem Lárus Pálsson hómópati byggði. Sjást frá vegi.
(1884) Ytri-Ásláksstaðir – úr Jamestownviði, síðar múrhúðað utan. Geymslukjallari, hæð og ris, um 35 m2. Mjög Brunnastaðaskóliheillegt hús og merkilegt, en mannlaust.
(1885) Mýrarhús í Vogum – hesthús í eigu hreppsins undir lokin, rifin upp úr 1990 – allt  horfið.
(1885) Grænaborg – brann 1887, endurbyggð og hækkuð 1916, brann 2002. Jöfnuð við jörðu 2004.
(1890) Arahólavarða – lagfærð 1982.
(1893) Kálfatjarnarkirkja – friðlýst og mjög vel við haldið.
(191?) Suðurkot í Vogum – tóft torfbæjarins við enda Akurgerðis. Síðast endurbyggð af Benedikt Péturssyni upp  úr 1900. Í eyði 1927. Tóftir heillegar við enda Akurgerðis.
(1903) Norðurkotsskóli á Vatnsleysuströnd – fluttur að Kálfatjörn 2005 og endurbyggður af Minjafélaginu.
(1903?) Neðri-Brunnastaðir – nefnt Húsið. Stendur enn.
(1912) Austurkot í Vogum – elsta hús sem búið er í og mjög vel við haldið.
Norðurkot(1917) Garðhús við Knarrarnes – rúst pínulítils steinsteypts bæjar.
(1917) Hallandi (Nýibær) við Ásláksstaði – rústir.
(1919) Steinlímdar, heillegar rústir fiskibeinamyllu í Auðnalandi.
(1922) Minni-Vogar – tvílýft timburhús.
(1922) Háibær í Vogum – syðsti hluti, vel uppgert.
(1922) Landakot á Vatnsleysuströnd (1926).
(1924) Naustakot – byggt við síðar.
(1926) Austurkot í Brunnastaðahverfi.
(1926 og 1929) Stóra-Knarrarnes (tvö hús).
(1927) Nýibær í Vogum (Vogagerði 24).
(1927) Suðurkot (Suðurgata 2) í Vogum.
(1929) Sjónarhóll á Vatnsleysuströnd – steinsteypuhús uppistandandi, lengi í eyði.
Arahnúkasel(?) Að framan vantar tóftir kota og verbúða, s.s. Borgarkots, Hólkots, Goðhóls, Tíðargerðis og Kálfatjarnarverbúð, auk fjölmargra fjárborga (Pétursborg, Gvendarborg, Lynghólsborg, Þórustaðaborg, Auðnaborg, Hringurinn), stekkja (t.d. í Kúadal) og fjárskjóla.
(?) Mannvirkin undir Stapanum, s.s. Kerlingarbúð, Stapabúð, Hólmabúð og Brekka eru ekki heldur talin upp hér að framan.
(?) Smalaskálar, s.s. undir Miðmundahólum og í Smalaskálahæð eru ekki taldir með, stúlknabyrgi ofan Flekkuvíkur.
(?) Ýmsar aðrar miklar vörður (Svartavarða, Hermannavarða, Arnarvarða, Brúnavarða, Stúlknavarða, Prestavarða) eru ekki heldur taldar með sem og sundvörður ofan og neðan bæja.
(?) Hlaðnir brunnar eru og ótaldir. Elsti brunnurinn er við Kálfatjörn og sennilega Norðurkot. Brunnar voru svo til við hvern bæ eða bæjarhverfi. Þrír brunnar eru t.d. við Garður við AragerðiFlekkuvík.
(?) Hlaðnar refagildrur eru ótaldar.
(?) Gamlar réttir og garðar eru ótalið.
(?) Verslunarminjar (húsgrunnar) á Bieringstanga eru ótaldar.
(?) Dysjar eru ótaldar, s.s. í Narfakoti og Ásláksstöðum.
(?) Gamlar áletranir eru ótaldar, s.s. við Kálfatjörn (hlaðin brú), Kerlingarbúð og Knarrarnes. Ekki má gleyma steini á Flekkuleiðinu.
(?) Gamlar þjóðleiðir eru ótaldar, en á sumum þeirra er manngerðar brýr.
(?) Um 18 fornar selstöður í heiðinni vantar; sumar líklega með elstu sýnilegum minjum í Vatnsleysustrandarhreppi.

Heimild:
-Guðmundur Björgvin Jónsson, Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi – ÞÖÁ tók saman.

Staðarborg

Staðarborg.