Entries by Ómar

Landnámsmenn á Reykjanesskaganum

Hér á eftir fylgir listi yfir landnámsmenn á Reykjanesskagnum (landnámi Ingólfs) og landnám þeirra. Listanum fylgir upptalningu Landnámabókar sem byrjar á Ingólfi Arnarsyni í Reykjavík og telur þaðan réttsælis um skagann. – Ingólfur Arnarson nam land milli Ölfusár og Brynjudalsár í Hvalfirði og öll nes út. Hann bjó í Reykjavík. Ingólfur Arnarson (stundum nefndur Björnólfsson) […]

Úlfarsá – Kálfakot

Jörðin Úlfarsá norðan Úlfarsár var skoðuð. Á jörðinni eru minjar frá síðustu öldum, en heimildir eru um lengri búsetu á jörðinni. Fallega hlaðinn brunnur, væntanlega frá byrjun 20. aldar, er í túninu ásamt heillegum fjárhústóftum, auk nokkurra annarra jarðlægra útihúsa. Umhverfis norðan- og austanvert heimatúnið hefur verið hlaðinn garður, sem nú er nær jarðlægur. Nýbyggingasvæði […]

Krýsuvík – vinnuskólinn II

Í Alþýðublaðinu árin 1957 og 1963 er umfjöllun um Vinnuskólann í Krýsuvík. Fyrrnefnda greinin bar yfirskriftina „Sumardvöl í Vinnuskólanum í Krýsuvík“: „Vegna sívaxandi fólksfjölda í stærstu kaupstöðum landsins og stöðugt fækkandi fólks í sveitunum, verður æ erfiðara, með hverju ári sem líður, að ráða bót á hinu sígilda vandamáli, að koma kaupstaðarbörnum í sumardvöl, lengri […]

Lofteldar og elding

Lofteldar „Nú gekk skipshöfnin heim að Auðnum, og voru allir í skinnklæðum sínum. Á Auðnum var þá timburhús, en skammt frá því var gamli bærinn og var timburhúsið tengt við hann með skúr, svo að innangengt var á milli. Skipverjar Jóhannesar röðuðu sér nú undir norðurgafl timburhússins og hugðust standa þar af sér élið. En […]

Sandgerði – geirfugl?

FERLIRsfélagar voru á leið í Sandgerði og áttu stutt eftir ófarið þegar maður má segja hljóp í veg fyrir bíl þeirra. Maðurinn baðaði út öllum öngum og virtist hrópa: „Hann er ekki dauður. Hann er ekki dauður“. Allir önduðu léttar. Maðurinn benti áleiðis niður í fjöru. Stigið var út og maðurinn eltur. Þar staðnæmdist hann […]

Hunangshella – Gamli-Kirkjuvogur – Stafnes

Gengið var að Hunangshellunni er tengist þjóðsögunni um finngálknið (Rauðskinna) og viðureign mannanna við það. Á hellunni, sem er orðin nokkuð gróin, er vörðubrot. Ekki langt frá því lá alllangt etinn fugl (ekki ólíklegt að það geti verið eftir finngálknið forðum). Hafnagötunni gömlu var fylgt spölkorn til norðurs, en stefnan síðan tekin óhikað til norðvesturs, yfir […]

Grindavík – aðalskipulag 2000–2020/minjar II

Í aðalskipulagi Grindavíkur fyrir 2000-2020 má lesa eftirfarandi um fornleifar: 2.3.3. Friðlýstar minjar; Í Grindavík hafa átta staðir verið friðlýstir, en friðlýsing felur í sér kvöð á viðkomandi landareign. Eftirtaldar friðlýstar fornminjar eru allar merktar inn á aðalskipulagsuppdrætti: -Dysjar tvær eða vörður (“Krýs og Herdís”) austan Kerlingardals (undir Geitahlíð), friðlýst 30.04.1964, þinglýst 05.05.1964. -Leifar Krýsuvíkur […]

Grafningsháls – Ferðamannaskarð

Ætlunin var að ganga vestur yfir Grafningsháls. Þarna var fyrrum mjög fjölfarin leið úr Ölfusi um skarðið milli Kaldbaks og Bjarnafells norður í Grafning og svo áfram. Skarðið heitir Grafningsháls. Í bók sinni Byggð og saga leiðir próf. Ólafur Lárusson rök að því, að fyrrum hafi þetta skarð verið nefnt Grafningur, en er tímar liðu […]

Skógargata

Gengið var frá Óttarsstaðafjárborginni, öðru nafni Kristrúnarborg, skammt sunnan við Reykjanesbraut ofan við Lónakot, og inn á Alfararleið. Landamerki Óttarsstaða og Lónakots eru þarna skammt vestar. Fjárborgin er stundum nefnd Kristrúnarborg eftir Kristrúnu Sveinsdóttur frá Óttarsstöðum, sem hlóð hana ásamt vinnumanni sínum, Guðmundi Sveinssyni, um 1870. Austan við fjárborgina eru hraunhæðir, Smalaskálahæðir. Syðst í því […]

Kálfatjörn – fróðleikur

Kálfatjörn – kirkjur Upphaflega voru þrjár kirkjur í hreppnum, hálfkirkjur í Kvíguvogum (Vogum) og Vatnsleysu, en aðalkirkja á Kálfatjörn sem líklega hefur verið kirkjustaður frá upphafi kristins siðar hér á landi. Hálfkirkjurnar hafa lagst niður fyrir löngu, líklega um siðaskipti. Aðalkirkjan á upphaflega að hafa staðið á Bakka en vegna landbrots af sjávargangi var hún […]