Óttarsstaðasel II
Gengið var frá Rauðamel að áður fjölfarinni Alfaraleiðinni á milli Innesja og Útnesja. Gatan er enn vel mörkuð þrátt fyrir að umferð um hana hafi lagst af fyrir tæplega einni öld. Leiðinni var fylgt að Gvendarbrunni, einum þeirra mörgu brunna, sem Guðmundur góði vígði í sinni tíð. Norðvestan brunnsins er Gvendarbrunnshæð. Sunnan í henni er ónefnt fjárskjól frá Óttarsstöðum, […]