Entries by Ómar

Óttarsstaðasel II

Gengið var frá Rauðamel að áður fjölfarinni Alfaraleiðinni á milli Innesja og Útnesja. Gatan er enn vel mörkuð þrátt fyrir að umferð um hana hafi lagst af fyrir tæplega einni öld. Leiðinni var fylgt að Gvendarbrunni, einum þeirra mörgu brunna, sem Guðmundur góði vígði í sinni tíð. Norðvestan brunnsins er Gvendarbrunnshæð. Sunnan í henni er ónefnt fjárskjól frá Óttarsstöðum, […]

Sjóbúðir á Suðurnesjum, Höfnum og Grindavík

„Þar voru kölluð útver. Fram undir aldamótin 1900 voru sjóbúðirnar sem hér segir, en um aldamótin lögðust þær niður. Búðartóftin var hlaðin úr grjóti í innri hleðslu, en ytri hleðslu úr torfi og grjóti, hliðarveggir og gaflöð jafn hátt. Lengd tóftarinnar var þriggja rúma, en fyrir aftan rúmstæðin var allt að því rúmlengd, sem var […]

Gerði – Þorbjarnastaðir – Straumur – Óttarsstaðir

Í ferð nr. 1 á „Göngudögum Alcan“ var gengið milli Hraunabæjanna, skoðuð mannvirki og sagan metin. Á svæðinu, svo til við fótaskör höfuðborgarsvæðisins, eru minjar er endurspegla bæði búsetu- og atvinnusögu kotbændanna svo að segja frá upphafi landnáms hér á landi. Um er og að ræða eina af náttúruperlum landsins. Svæðið hefur í 30 ár búið í […]

Selvogur – Nes

Gengið var um Selvog í sól og blíðu. Kristófer kirkjuvörður kom þar að akandi á sínum öndvegis jeppa með kerru við annan mann. Báðir bullsveitir. Vel lá á Fera og var hann að vonum glaður á sjá hópinn, sem að mestu var skipaður „orginal“ Hafnarbúum. Kristófer var spurður almæltra tíðinda og við hvað hann hafi […]

Straumsselsstígur (vestari)

 Kominn var tími til að skilgreina nákvæmar Straumsselsstíginn (vestari). Jafnan hefur verið haldið fram að Fornaselsstígur hafi verið hluti Straumsselsstígsins, en nýjustu uppgötvanir benda til þess að svonefndur „Straumsselsstígur vestari“ hafi fyrrum verið stígurinn upp í selið. Bæði er hann greiðfærari og miklum mun eðlilegri. Það sem háð hefur lokaákvörðun um staðsetninguna er kafli ofan […]

Geitur II

Í Búnaðarritið 1932 var m.a. skrifuð merkileg grein um „Geitfé“ – eftir ráðunaut og dýralækni O. P. Pyndt: „Áhugi manna fyrir geitfjárrækt hefir farið vaxandi í ýmsum löndum, smátt og smátt. Áður fyr höfðu menn geitfé eigi síður vegna sláturafurðanna en vegna mjólkurinnar, eins og áður var á drepið. Margir halda að geitakjöt sé þurrt […]

Eldvörp – hellar – hrauntröð – gígur – hellir

Gengið var um norðurhluta Eldvarpa. Þessi hluti er allstórbrotinn, fallegir gígar og hyldjúpir svelgir. Teknir voru GPS-punktar á fjórum þeirra, en ekki reyndist unnt að komast niður í tvo til viðbótar vegna þess hver djúpir þeir voru. Í einum þeirra (sjá myndina) er falleg rás, en band þarf til að komast niður. Sá fyrsti var […]

Nýja Grindavík numin

Í vor og í vetur hefur vatnsyfirborð Kleifarvatns lækkað nokkuð umfram sem það hefur verið undanfarin ár. Eyja hefur m.a. stungið upp kollinum undan vesturströndinni. Síðdegis þann 6. júlí s.l. sigldu FERLIRsfélagar á Túttunni út í eyjuna og numu þar land. Við skoðun reyndist þarna vera u.þ.b. 16 m2 kollur á um 6 m háum brotabergsstandi. […]

Kistuhraun – hellauppgötvun

Í síðustu ferð fulltrúa HERFÍS (Hellarannsóknarfélags Íslands) inn í Brennisteinsfjöll uppgötvaðist nýtt áður óþekkt niðurfall í Kistuhrauni. Vegna þoku á svæðinu var reyndar erfitt að staðsetja niðurfallið er var ca. 6 m djúpt. Það gæti því vel verið í Eldborgarhrauni, en það á eftir að koma í ljós. Þrátt fyrir að sérbúinn kaðalstigi hafi verið með […]

Hraunsrétt

FERLIR hefur um nokkurt skeið leitað leifa Hraunsréttar ofan við Hafnarfjörð. Vitað var að áhugasamir bæjarbúar (og jafnvel aðrir lengra að komnir) höfðu haft ágirnd á steinhleðslum þessar aflögðu réttar til nota í nágörðum sínum heimavið.  Enda hvarf uppraðað dilka- og gerðisgrjótið furðufljótt og það að því er virðist án hinnar minnstu vitundar minjavörslunnar í […]