Entries by Ómar

Laufdælingastígur I

Í bókinni „Mosfellsbær – saga í 1100 ár„, bls.177 stendur: „Fyrrum lá Laufdælingastígur  frá Vilborgarkeldu meðfram sýslumörkum við Árnessýslu suður að Lyklafelli“. Í „Reiðleiðir í Árnessýslu“ segir: „Þarna eru sýslumót Kjalarnesþings og Árnessýslu, ræður svo Laufdælingastígur sem lá vestur eftir heiðinni allt að Lyklafelli“. Laufdælingar, gæti það hafa verið „Laugdælingar“? Hefur þú heyrt um að […]

Gíslhellir

Í örnefnalýsingu Innri-Njarðvíkur segir: „Suður af tjörninni (Seltjörn) eru tættur, sem heita Sel. (Í gamalli sóknarlýsingu Njarðvíkursóknar segir: „Frá Njarðvíkum er sel, Njarðvíkursel, við Selvatn“). Þar suðvestur af eru Hraunslágar. Þær eru við austurenda Rauðamels, en það er melflæmi allmikið hér í hrauninu… vestur af Rauðamel er Stapagjá og Vörðugjá, og suður af henni eru […]

Leiðarendi III

Enn og aftur var haldið í Leiðarenda, aðgengilegan helli, við Bláfjallaveg. Tilefnið var að undirbúa vettvangsferð elstu bekkjar grunnskólanema úr Setbergsskóla í verkefninu „Landið og miðin“. Að þessu sinni var stefnan tekin á „landið“. Leiðarendi ber nafn af beinagrind kindar, sem álpaðist inn í enda u.þ.b. 120 metra hraunrásarinnar fyrir allnokkrum árhundruðum síðan, rataði ekki […]

Stafnes – mót Hvalsnesi II

Gengið var með Jóni Ben Guðjónssyni, bónda á Stafnesi, um norðanvert Starfneshverfið. Ætlunin var m.a. að reyna að rekja gömlu kirkjugötuna millum Safnesbæjanna og Hvalsneskirkju (Hvalsneshverfis) og skoða gamlar minjar á leiðinni. Áður hafði verið gengið um vestan og sunnanvert Stafnes,sem og Básenda í Stafneslandi. Jón sagði að elsti bærinn á Stafnesi hafi sennilega verið […]

Fákar – Einar Benediktsson

Einar Benediktsson fæddist 1864 á Elliðavatni, og var sonur Benedikts Sveinssonar sýslumanns og alþingismanns. Einar gekk til mennta, varð stúdent úr Lærða skólanum í Reykjavík 1884, fór þá til Kaupmannahafnar til náms og lauk lögfræðinámi við Hafnarháskóla 1892. Hann var sýslumaður Rangæinga 1904-1906. En síðan gerðist hann umsvifamikill fésýslumaður og bjó erlendis til 1921. Hann […]

Gamla Keflavík

Gangan hófst við Keflavíkurkirkju, haldið yfir að fyrrum Ungmennafélagshúsinu, gengið um Brunnstíginn, Vallargötu, Íshússtíginn og Hafnargötu að gamla Keflavíkurbænum. Í gegnum aldirnar áttu Keflvíkingar kirkjusókn til Útslála og þarf ekki að hafa mörg orð um hversu óþægilegt það hefr verið fyrir þorpsbúa að fara um svo langan veg til að sækja kirkju. Eftir aðþorpið óx […]

Landgræðsla á Reykjanesskaganum

Nú nýverið lauk Landgræðsla ríkisins verkefni sem miðar að því að loka slóðum í fjallendi Grindavíkur, Hrauns og Ísólfsskála. Settar voru lokanir við allar helstu leiðir þar sem torfærutæki hafa verið að fara inn á viðkvæm svæði og valdið þar skaða á gróðri. Fyrst og fremst eru þessar lokanir í Reykjanesfólkvangi sem er að mestu […]

Reykjavík – fyrsta ljóskerið

Fyrsta ljóskerið í Reykjavík var tendrað þann 2. september 1876. Bæjarstjórnin hafði keypt sjö ljósker og var því fyrsta valinn staður hjá Lækjarbrúnni við Bankastræti. Kveikt var á því þennan dag og þá um haustið var hinum ljóskerunum komið fyrir á þeim stöðum þar sem mest þótti þörf fyrir þau. Bankastræti (sem hét eitt sinn […]

Grófin – Vatnsnesviti

Keflavík hefur breytt mjög um svip á síðustu árum, ekki síst ströndin. Miklar uppfyllingar og sjóvarnargarðar hafa verið hlaðnir meðfram ströndinni. Fyrir vikið týnast menjar og örnefni sem vert er að halda á lofti.Í dag hefur myndast meðfram ströndinni nýtt landssvæði sem býður upp á marga möguleika til útivistar, einnig hefur verið lagður þar nýr […]

Gálgaklettar við Stafnes

Gálgaklettar eru á yfir 100 stöðum á landinu. Flest örnefnin tengjast aftökum eða aftökustöðum, hvort sem slíkar hafi farið þar fram eða ekki. Ofan við Stafnes er einn slíkur; Gálgar; tvær klettaborgir með u.þ.b. 6 metra bili á millum þeirra. Á skilti við klettaborgirnar má lesa eftirfarandi: „Við erum stödd við Gálgakletta (sem einnig [eru] […]