Entries by Ómar

Ölkelduháls – Reykjadalur – Kattartjarnir – Þverárdalur

Gengið var af Ölkelduhálsi niður í og um Klambragil í Reykjadal (Reykjadali), upp að Álftatjörn og Kattartjörnum (Katlatjörnum) austan Hrómundartinda annars vegar og Kyllisfells og Kattartjarnahryggjar hins vegar, niður að Djáknapolli og Lakastíg síðan fylgt upp Þverárdal að upphafsstað. Rétt er að setja öftustu setninguna hér fremst – áður en lengra er lesið; „Umhverfið á […]

Sveifluháls til suðurs

Genginn var Sveifluháls til suðurs um Folaldadali, Arnarvatn, Hettu, Rauðuskriðu og Drumb. Sveifluháls, eða Austurháls (Hálsar) eins og hann var nefndur, er hæstur um 395 m hár móbergshryggur í Reykjanesfjallgarði, vestan við Kleifarvatn. Brattir hamrar eru niður að Kleifarvatni og Folaldadali. Sunnan og austan í hálsinum er mikill jarðhiti. Hverasvæðið í Seltúni og Baðstofu eru kennd við Krýsuvík. Hæstu […]

Krýsuvík – tóft á Bæjarfellshálsi

Þegar Krýsuvíkurtorfan var skoðuð komu m.a. í ljós tóftir 12 bæja frá fyrri tíð. Þeir hafa ekki allir verið í ábúð á sama tíma, en undir það síðasta, í byrjun síðustu aldar og rétt framundir hana miðja, voru þó a.m.k. 6 bæir í ábúð. Síðast lagðist búskapur af 1938 á Stóra-Nýjabæ. Leifar þess bæjar, Litla-Nýjabæjar […]

Gufuskálar

Gengið var um Gufuskála á Rosmhvalanesi, milli Rafnkelsstaða og Hólms (Litla-Hólms). Í Örnefnalýsingu yfir Gufuskála segir m.a.: „Að vestanverðu við jörðina, við land Rafnkelsstaða, eru landamerki jarðarinnar í svokallaða Grænugróf vestan til á miðju Rafnkelsstaðabergi. Úr Grænugróf í, merktan með LM [ML], stóran stein, er liggur við aukaveginn. Þaðan beina sjónhendingu i Hríshalavörðu. Þaðan sjónhending […]

Tanahellir (Dollan)

Þegar FERLIR hitti Ellert Skúlason, verktaka, vakti hann athygli á eftirfarandi lýsingu af „Tanahelli“ eða Dollunni svonefndu: „Allt fram til ársins 1970 var hellirinn hulinn mönnum en það ár var unnið að endurbótum á Grindavíkurveginum og hafði Ellert Skúlason verktaki úr Njarðvík það verk með höndum. Dag einn þegar þungavinnuvélamaðurinn Jónatan Einarsson var að ryðja stóru […]

Ölfus – Reykjavík

Eftirfarandi upplýsingar bárust frá Jóni Svanþórssyni: „Ég rakst á þessar leiðarlýsingar í Austantórum ll bl 148 eftir Jón Pálsson – Lestarmannaleið úr Flóa til Reykjavíkur. 1. Frá Þjórsá að Laugardælum, nálega 17 km. 2. Frá Laugardælum eða Kotferju að Torfeyri austan Varmár nálega 10 km. 3. Frá Torfeyri að Bolavöllum við Kolviðarhól, nálega 17 km. 4. Frá Kolviðarhói að […]

Ketilsstígur – Hettustígur – Gestsstaðir

Gengið var upp á Sveifluháls eftir Ketilsstíg frá Seltúni, framhjá Arnarvatni með Arnargnípu á hægri hönd og að Ketilsstígsvörðu ofan við Ketilinn á vestanverðum hálsinum. Þaðan var þokkalegt útsýni yfir Móhálsadalinn, yfir að Hrútafelli, Fíflvallafjalli og Mávahlíðum. Vindurinn reyndist steindauður – stafalogn – svo hlíðarnar spegluðust í vatninu. Þá var stefnan tekin til suðurs eftir […]

Hnaus – Spegillinn – Vitlausi Garður

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík getur hann m.a. um nokkur örnefni og minjar þeim tengdum, s.s. tóftir bæjar er nefndur er Hnaus (Garðshorn), Nýjabæjarétt, Spegilinn og Vitlausa Garð. Ákveðið var að skoða alla staðina m.v. fyrirliggjandi lýsingar. Á göngunni kom ýmislegt annað áhugavert í ljós. Í örnefnalýsingunni segir: „Austur með læknum lá Krýsuvíkurstígur og […]

Bakki – Litlibær – Bjarg

Í „Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I“, árið 2011 er fjallað um jörðina Bakka (Litlabæ og Bjarg). Þar segir m.a.: Bakki 1703 var jarðadýrleiki óviss, Kálfatjarnarkirkjueign. Bakkakrókur eyðihjáleiga 1703. [1379]: Kirkjan á Kálfatjörn á jarðirnar Bakka og Flekkuvík. (DI III 340) [1477]: Kirkjan á Kálfatjörn á jarðirnar Bakka og Flekkuvík. (DI VI, 124). […]

Íslensk fyndni – sr. Eggert Sigfússon frá Vogsósum

Eftirfarandi erindi, stytt, var flutt um íslenska fyndni á árshátíð sagnfræðinema, íslenskunema og bókmenntafræðinema við Háskóla Íslands í Þórshöll 27. febrúar 1998. „Oft hefur því verið haldið fram að hláturinn lengi lífið og vísindamenn jafnvel þóst hafa fært sönnur á það. En verður ekki að efast um sannleiksgildi slíkrar kenningar? Íslendingar urðu til skamms tíma […]